Vísir - 12.08.1969, Side 1
Ungfrú ísafjörður, Anna Lára
Gústafsdóttir
Ný herferð ibigerð til að
aá itttt ólöglegum vopnum
Þegar við fáum sól, 1
Norðlendingar regn
— „bjart fyrir sunnan i dag" — segir
Páll Bergbórsson, veðurfræðingur
„Nú hefpr snúizt í norðanátt, og
birt til hér á Suðurlandinu, komið
sólskin fyrir austan f|a.ll, og allar
líkur á þurru og björtu veðri i
dag.“ sagði Páll Bergþórsson, veð-
urfræðingur í viðtali við blaðið í
morgun.
„Ekki er ég nú sannfærður um
að hér verði um verulega veður-
breytingu að ræða, en það verður
að minnsta kosti þurrt I dag
hér fyrir sunnan“.
Hins vegar hefur veðrið nú
breytzt til hins verra fyrir norðan
og vestan, um leið og hér birtir,
dregur þar fyrir sólu og fer að
rigna“, sagði Páll enn fremur.
Mikil rigning var á Vestfjörðum
í morgun og nokkur fyrir norðan,
en bjart allt frá Mýrdal og vestur
fyrir Reykjanes.
*
Ungfrú Isaf jörður
• í bezta veðri s. 1. sunnudag
kusu ísfirðingar sér fegurðar-
drottningu og varð hlutskörpust
Anna Lára Gústafsdóttir, 22ja
ára gömul skrifstofustúlka hjá
Landsimanum á ísafirði. Hún er
dóttir Gústafs Lárussonar skóla
síjóra gagnfræðaskólans á ísa-
firði og konu hans, Kristjönu
Samúelsdóttur. Anna Lára er
167 cm á hæð, vegur 60 kg og
málin 94-60-94. Áhugamál henn-
ar eru tónlist, lestur og ferðalög.
Númer tvö varö Sigríður Júl-
íana Kristinsdóttir, en hún vinn
ur í Kaupfélagi ísfirðinga.
Trommuleikari Trúbrots, Gunnar Jökull, í átökum viö dyra-
vörð Klúbbsins.
„Pop“-liátíðinni
lauk með ryskingum
Trúbrot vildi halda grininu áfram
• Troðiö hús var í Klúbbn-
um í gærkvöldi á „Pop-festi-
val ’69“, þar sem fram komu
10 íslenzkar bítlahljómsveitir
og skemmtu, en hljómleikarn
ir hlutu snubbóttan endi, þeg-
ar síðasta hljómsveit kvölds
ins, Trúbrot, ætlaði að ieika
aukalag eftir kl. 1, þegar hús-
inu skyidi lokað.
Gripið var til þess ráðs að
rjúfa rafstrauminn, svo að svið
ið huldist myrkri og hljóðfæri
hljómsveitarmannanna þögnuðu,
en þeir höfðu þrjózkast við að
hætta, þótt tíminn væri runninn
út, sem skemmtunin mátti
standa.
Þessi ráðstöfun dugði samt
ekki til, því trommuleikarinn
Gunnar Jökull, gat haldið áfram
sinu spili, óháður rafmagninu,
og naut hann þess, þar til grip-
ið var fram fyrir hendurnar á
honum. Kom tii nokkurra rysk-
inga milli hans og mannsins,
sem ætlaði að stöðva hann. Sum
ir héldu það starfsmann húss-
ins, en aðrir, að það væri óein-
kennisklæddur lögreglumaður.
Áhorfendur gerðu að þessu
hróp og á einu andartaki leit
út fyrir, að skemmtunin, sem
hafði að öllu leyti farið ágæt-
lega fram um kvöldið, mundi
enda með uppþoti, en átökin á
sviðinu fjöruðu út og ró komst
á gestina.
Skemmtiferðaskipið kom
Seyðtirðingum á óvart
■ Seyðfirðingar urðu ekki lít-
íð undrandi, er þeir sáu skemmti
ferðaskip sigla inn fjörðinn á
sunnudagsmorguninn milli
klukkan 8 og 9. Þetta er senni
lega fyrsta skemmtiferðaskipið
æm tii Seyðisfjarðar kemur, að
hví er eiztu menn muna Skipið
heitir Varna og kom frá Búlgar
lu og er áhöfnin þaðan. Far-
þegar voru flestir þýzkir með
Frakka ívafi og komu margir
þeirra í land. Skruppu þeir í smá
ferð upp á Hérað og virtust hin-
ir ánægðustu.
Þegar þetta glæsilega skip sigldi
iftur út úr firðinum um tvöleytið
’oru Seyðisfjarðarbúar varla búnir
ið átta sig á hvað átt hafði sér
stað. Svo á óvart kom þessi heim-
sókn. Þetta skip var hér í og með
á vegum Ferðaskrifstofu Zoega og
kom fyrst við hér £ Reykjavík. Er
það kom síðan austur fyrir land
tóku skipverjar fyrirvaralítið þá á-
kvörðun að bregða sér inn til Seyð-
isfjarðar. Hafa Búlgararnir senni-
lega haldið af frásögnum vinanna í
austri, að þarna fyndu þeir mesta
athafnabæ landsins. Vegna þessa
var koma skipsins ekki nægilega
undirbúin, en við þetta vaknar sú
spurning, hvort ekki sé einmitt
grundvöllur fyrir að taka á móti
slíkum hópum á Seyöisfirði og aka
þeim um nærliggjandi sveitir.
Skemmtiferðaskipið Varna fór
til Noregs og Þýzkalands, en kem-
ur sennilegast aftur þann 22. ágúst
og fer þá til Akureyrar.
Alls 162 skammbyssum hefur verið skilað
til Reykjavikurlögreglu
□ Ólögleg vopn eru enn
að berast lögreglu Reykja-
víkur, en fólk, sem finnur
þessi vopn á háaloftum,
þegar þar er tekið til eða
Ásgeir með
rúmar þúsund
tunnur
Reykjavíkurbáturinn Ásgeir kom
til Seyðisfjarðar í gær kl. 15 með
þúsund tunnur af saltaðri síld og
þar að auki 20 tonn af lausri.
Báturinn lagði af stað á laugardag-
inn og fékk þennan afla á Hjalt-
landsmiðum. Þau 20 tonn, sem ekki
tókst að koma í tunnur fara í
bræðslu á Seyðisfirði.
viö skiptingu dánarbúa
skilar þeim til okkar, sagði
Bjarki Elíasson, yfirlög-
regluþjónn í viðtali við
Vísi. — Þannig hafa komið
inn í sumar 6—8 byssur,
sem fólk hafði ekki hug-
mynd um, að það ættu
Nú er í undirbúningi ný herferð
til að ná inn ólöglegum vopnum,
en lögreglan hefur ástæðu til að
ætla að enn sé töluvert til af ólög-
legum vopnum í landinu. að því er
Bjarki segir.
Lögreglunni er t d. kunnugt um
nokkrar skammbyssur í eigu ein-
stakra manna, en hefur ekki viljað
fara í hart til að ná þeim inn. Það
hefur þó verið látið berast til við-
komandi eftir öörum leiðum að
skila þeim inn.
Eins og kunnugt er hóf lögregl-
an herferð fyrir ári til að ná inn
ólöglegum vopnum. Þessi herferð
bar mjög góðan árangur. Alls hef
ur 162 skammbyssum verið skilað
til Reykjavíkurlögreglunnar, 6 hríð
skotabyssum, 10 fjárbyssum, 8 riffl
um og einni gasbyssu. Auk þess
hefur verið skilað inn alls kyns
vopnadrasli og lögreglan hefur gef
ið út fleiri hundruð byssuleyfi.
4000 tonn á
leiðinni upp
© Þeim gengur oröið greiðlega
við jámgröftinn austur á
Mýrdalssandi, og stór grafa var
á leiðinni til þeirra síðast er
fréttist. Þarna liggja um fjögur
þúsund tonn af jámi grafin, en
gert er ráð fyrir að um 8—9 þús
und krónur fáist fyrir tonnið á
innlendum markaði, eitthvað
minna ytra. Vinna 7—8 menn
að uppgreftrinum núna, og er
unnið meira og minna nótt og
dag. Myndin er tekin við upp-
gröftinn um helgina, en kraninn
hífir járnið upp úr fimm metra
djúpri holu.