Vísir - 18.09.1969, Blaðsíða 3
VlSIR . Fimmtudagur 1». september 1969.
3
LYN fékk 10:0
í EngSandi
Það eru fleiri en íslenzk knatt-
spyrnulið, sem fá hörmulega útreið
gegn erlendum atvinnuliðum. í
gærkvödi lék hið þekkta norska
íélag Lyn, í Evrópubikarkeppninni
við enska meistarann, Leeds Uni-
ted.
Leikar fóru svo að Leeds vann
með 10:0.
Hins vegar gekk Þrándheimslið-
inu Rosenborg betur. Þaö sigraði
sinn keppinaut á heimavelli með
1:0, en það var enska liðið Sout-
hampton, sem var mótherjinn í
öorgakeppni Evrópu.
Fhgféhgið vann SAS með
4:1 í Stokkhólmi
Móttökur Svlanna þóttu kuldalegar
Knattspyrnulið Flugfélags ís-
ands vann fyrir nokkru góðan sig-
ur á erlendri grund, — úrvalslið
Stokkhólmsdeildar SAS, en sú
deild er langstærst SAS-deildanna,
með um 5-6000 manns í vinnu.
Faxi, en svo nefnist knattspyrnufé-
lag F.Í., sigraði með 4:1 og hafði
yfirburði yfir SAS-menn.
Ekki kunnu sænskir meira en
svo að taka tapinu og létu þeir t.d.
ekki sjá sig í félagsskap Flugfélags-
manna að leik loknum og skiptu sér
svo til ekkert af þeim. Voru íslend-
ingamir að vonum óánægðir meö
þessar einstöku móttökur Svíanna.
Á næstunni endurgjalda Svíamir
heimsóknina og leika við Flugfé-
lagsmenn hér í Reykjavík. Heyrzt
hefur að vel verði vandað til heim-
sóknar þeirra hér.
Tottenham og Manchester City
í sjónvarpinu annað kvöld
Fréttamyndir frá EM i Aþenu hefjast á laugardag
• Sjónvarpið sýnir ann-
að kvöld Ieik milli Tottenham
og Manchester City í þætt-
inum um ensku knattspym-
una, en sá þáttur á örugglega
hvað flesta aðdáendur og
dregur ugglaust tugþúsundir
manna um land allt að tækj-
um sínum á föstudagskvöld-
um. Leikjavalið í fyrravetur
«r
z
Fólksflutningar
Tilboð óskast í flutninga á skólabörnum
Heyrnleysingjaskólans, Stakkholti 3, Reykja-
vík, til og frá skóla í vetur.
Tilboðseyðublöð með nánari upplýsingum af-
hendast á skrifstofu vorri, og verða tilboð
opnuð þar, miðvikudaginn 24. sept. n.k.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140
Orðsending
frá Barnamúsikskóla
Reykjavikur
Af óviðráðanlegum ástæðum verður skóla-
setningu frestað um eina viku.
Skólasetning verður því
FÖSTUDAGINN 26. SEPTEMBER.
Nemendur Forskóla mæti kl. 2 e.h.
Nemendur 1. bekkjar mæti kl. 3 e.h.
Nemendur 2. og 3. bekkjar mæti kl. 5 e.h.
Nemendur Framhaldsdeildar mætikl. 6 e.h.
Kennsla í skólanum hefst
MÁNUDAGINN 29. SEPTEMBER.
Skólastjóri.
var Iíka einstaklega gott,
hver leikurinn öðrum betri.
Sigurður Sigurðsson, stjóm-
andi íþróttafrétta sjónvarpsins
tjáði okkur í gær að upphaflega
hefði átt að sýna Stoke og
Sunderland, en breyting hefði
orðið á og betri leikur fengizt
í hans stað frá brezku sjónvarps-
stöðinni, sem selur filmur þess-
ar til íslenzka sjónvarpsins. Sig-
uröur kvað þaö ætlunina að
sýna annan föstudag mynd af
leik Derby, toppliðsins í 1.
deild, sem kom úr 2. deild í
vor, og Tottenham.
í leik Tottenham og Manch.
City var Jimmy Greaves máttar-
stólpi liðsins, átti 3 glæsileg
tækifæri, og spennandi verður
að sjá hvað úr þeim varö, og
segjum við ekki nánar frá því
hér. City-liðiö kom upp úr 2.
deild 1966 og varð Englands-
meistari 1968, en bikarmeistari
1969, þ.e. f vor. Verður gaman
að sjá þessi tvö stórveldi etja
kappi saman.
Viö spurðum Sigurð Um
Evrópumeistaramótið umdeilda
í Aþenu og fréttir sjónvarpsins
<S>-
þaðan. Kvað Sigurður fyrstu
myndirnar verða sýndar á laug-
ardaginn kl. 18.30, rúmlega
klukkutíma filma frá opnuninni
og fyrstu greinum keppninnar.
Næstu daga á eftir verður sjón-
varpað frá þeim íþróttaviðburð
um, sem þarna eiga sér stað.
FÉLAGSLÍF
HANDKNATTLEIKSDEILD
4. fl. Æfing í kvöld í Réttarholts
skóla kl. 18.10—19.50.
M. 1. og 2. fl. karla í Réttarholts-
skóla kl. 19.50—21.30.
Stjórnin-
Handknattleiksstúlkur Ármanni.
Áríðandi æfing er í kvöld,
fimmtudaginn 18., í Laugardals-
höllinni kl. 7,40 fyrir Mf. I. fl. og
2. f. Mætum allar. Æfing er að
Hálogalandi kl. 6 fyrir 2. fl. B. og
byrjendur. Állar stúlkur á aldrin-
um 11 til 14 ára velkomnar.
© Notaðir bílar til sölu
LAND y
-ROVER
Höfum kaupendur að Volkswagen og
Land-Rover bifreiðum gegn Svaðgreiðslu.
Til sölu í dagr
Volkswagen 1200 ’62 ’65 ’68
Volkswagen 1300 ‘67 ‘68
Volkswagen 1500 ‘68
Volkswagen Fastback ’66 ’67 '68
Volkswagen sendiferðabifr. ’63 ’65 ’68
Volkswagen station ’64
Land-Rover bensín ’62 ’64 ’65 ’66 ’67
Land Rover dísil ’62 ’67
Saab ’67
Willys ’65 ’66
Fiat 1100 D ’62
Toyota Corowne De -Lu.<p 66
Volvo station ’55
Chevy-van ’66
Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot
af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar.
Sími
21240
HEKLA hf
Laugavegi
170-172
Hvaða knattspyrnulið
álítið þér að sigri í 1.
deild íslandsmótsins?
Ragnar Guðmundsson, mat-
sveiniu
„Ég vona að Akranes vinni.
Þeir hafa verið svo mikið á upp-
leið að undanförnu.“
Albert Guðmundsson,
heilsali og formaður KSÍ:
„Ég verð að vera alveg hlut-
laus. En ég er mjög ánægður
með spennuna, sem ríkir í deild-
inni. Einnig er það ánægjulegt,
hvaö utanbæjarfélögin hafa ver-
ið góö.“
Reynir Karlsson,
framkvstj. Æskulýðsráðs og
knattspyrnuþjálfari:
„Ég held, að Keflvíkingar
sigri að þessu sinni og er það
einfaldlega vegna þess að ég
hef trú á þeim.
Kristján Hallgrímsson,
KR-ingur:
„Ég vona aö KR vinni. Ég er
úr vesturbænum og held auð-
vitaö með mínu félagi.“
Stefán Gíslason,
var í sveit í sumar:
„Ég held að Akranes virmi,
en auðvitað held ég með KR.
En þeir hafa bara dregizt svo
langt aftur úr svo þetta er von-
lítið.“