Vísir - 18.09.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 18.09.1969, Blaðsíða 13
V1 S IR . Fimmtudagur 18. september 1969. 73 OPIN LEIÐ Einber íyrirlitning á AI- þýðuflokknum varð þess vald andl að kommúnistar upp- nefndu hann og kölluðu „pínulitla flokkinn“. Þetta var á dýrðardögum íslenzka kommúnistaflokksins, þegar hann var næst minnstur. Ctærilæti kommúnista útilok- aði möguleikann á að flokk- ur þeirra yrði brátt fáliðaðri en hinn hataði Alþýðuflokkur. í kosningunum 1967 hlaut hið ný- vígða Alþýðubandalag aðeins 13,6% greiddra atkvæða og naut þess þá að ekki var tii annar rót tækur vinstri flokkur í landinu. Síðan hefur margt það gerzt, sem hefur í för með sér að kommúnistaflokkurinn minnkar og minnkar. ■ Vonlaus barátta. Hann smáminnkar. Einn og einn á degi hverjum gefast upp þeir kjósendur hans frá 1967, sem róttækir mega kallast án þess að vera kommúnistar. — Þetta fólk kaus Alþýðubandalag ið í þeirri trú að unnt mundi reynast eftir kosningar að gera úr því þann róttæka flokk vinstri manna, sem marga haföi dreymt um, árum saman, lausan við ýmsa galla Alþýðuflokks- ins og iausan við Moskvustimpil kommúnista. Hér var mestmegn is um ungt fólk að ræða. Sumt af því gerðist virkir þátttak- endur í baráttunni gegn „litlu ljótu klíkunni“, eins og gömlu ráðamennirnir í Sósíalistaflokkn um eru nefndir. Aðrir kusu að bíða álengdar og sjá fram- vindu mála, en reiðubúnir til að styðja þá virkustu, ef í odda skærist. Unga fólkið lagði áherziu á sérstöðu sína með því að berj- ast fyrir kosningu sinna manna i stjórnir alþýðubandalagsfélaga, hefja útgáfu nýs málgagns og með ýmsum öðrum hætti var það undirstrikað hvað þessi hóp ur vildi helzt. Árangurinn var alls ekki sá sem margir höfðu vænzt. Kommúnistar héidu á- fram um stjórnartaumana, þeir eru andlit bandalagsins, þeir halda málefnalegri endur- skoðun í vissum farvegi og það sem verra er að dómi unga fólks ins: Þeir hafa aftur ogaftur mis'st frumkvæði, sem AÍþýðú- bandalagið heföi getað tekið, á vettvangi stjórnmálabaráttunn- ar t.d. í menntamálum. Gi Málefnaskortur. Um málefnalega aðstöðu Al- þýðubandalagsins er það að segja í stuttu máli, að hún tak- markast nú verulega af því sem kommúnistar þora að segja um stefnumál sín. Launþegahreyf- ingin er orðin þreytt á þeirri teg und baráttu, sem að nafninu til er háð fyrir umbótum á kjörum þeirra, en miðast fyrst og síðast við að raska efnahagskerfinu. Utanríkisstefna kommúnista hef ur beöið algjört skipbrot. — Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna hefur ekki reynzt brjóst- vörn smáríkja eða sjálfsákvörö- unarréttar einstaklinga og þjóða. Hin svokallaða þjóðemisbarátta kommúnista, sem var ekkert annað en barátta fyrir því að halda opnum möguleikum til aukinna áhrifa Sovétrikjanna á íslandi, hefur reynzt þjóðhættu- leg, svo að ekki verður um deilt. Það er komið á daginn, sem flestir vissu, nema vinstri menn, að kommúnistar meintu ekkert ,með þjóðernishjali sínu, fremur en umbótaáróðrinum í innanlandsmálum, — annað en að gera íslenzkt land að hluta af yfirráðasvæði heimskommún- ismans, með öllum þeim hroða- legu afleiðingum, sem það hefði haft í för með sér, ef þaö heföi tekizt. ■ Margfaldir mögu- leikar. Kommúnistar vita ekki fylli- lega hvað getur komiö í stað þeirrar baráttu, sem nú hefur runnið skeiö sitt á enda, nema svo ólíklegá vilji til að áhrif þeirra aukist aftur. Hið unga fólk í Alþýðubandalaginu fær ekki að taka forystuna. Virkasti hópurinn heldur áfram aö berj ast og hyggst berjast til þraut- ar. En hinir, sem biðu álengdar týnast á braut. Þeir vita ekki hvert halda skal og mundi enginn lá þeim það, sem lftur yfir sundraðar hjarðir vinstri manna, Eitt fæ ég þó tæpast skilið. Hvers vegna leita þeir róttækir vinstri menn sem eru eða hafa verið áhangendur Alþýðubandalagsins og vilja skapa heilbrigðan róttækan vinstri flokk ekki yfir til sam- taka frjálslyndra, eða jafnaöar manna, eins og Hannibalistar kalla sig. Helzta skýringin virð ist vera sú að þetta fólk líti á hin nýju samtök sem fjölskyldu fyrirtæki Hannibals Valdimars- sonar. En það er deginum ljós- ara, að samtök frjálslyndra, eöa jafnaðarmanna, eða hvað þau kalla sig, verða ekki fjölskyldu- fyrirtæki eins eða neins, á sömu stundu og þeir sem vilja vera köllun sinni trúir, ákveöa að láta drauminn rætast með því að gera samtökin að vettvangi sínum. Samtök Hannibalista eru ennþá í mótun og möguleikarn- ir til að hafa áhrif á stefnu þeirra samtaka eru margfalt meiri en innan Alþýöubandalags ins. ÞJÓNUSTA Takið eftir. Sauma rúmfatnað fyrir 300 kr á rúmið. Geri við skyrtur buxur o.fl. Er við til kl. 2 á daginn, Blönduhlið 1 viðbygging. önnumst viðgerðir og sprautun á reiðhjólum, hjálparmótorhjólum, barnavögnum o.fl. Sækjum, send- um. Leiknir sf. Melgerði 29, sími 35512. Ef stormurinn hvín um glugga og gættir, gallar þessir fást oftast bættir', ef kunnáttumanns þið kjósið að leita, kært verður honum aðstoð að veita. Uppl. í síma 84153 kl. 19—21. Húseigendur. Tek að mér alls kon ar smíði og tréverk. Hurðaísetning ar, þiljur, sólbekki, innréttingar og fleira. Sími 32074. Tek að mér að slípa ,og lakka parket-gólf, gömul og ný. Einnig kork. Sími 36825. Innrömmun, Hjallavegi 1. Baðemalering. Sprauta baðker þvottavélar, ísskápa og alls konar heimilistæki í öllum litum svo það verði sem nýtt. Uppl. í sima 19154 eftir kl. 4. Verzlunin Björk Álfhólsvegi 57 Kópavogi. Íslenzlíl keramik og tl tii gjafa. Opiö alla daga til kl. 22 Siini 40439. Hraunhellur — hellulögn. Otveg- um fyrsta flokks hraunhellur, hlöö- um h mkanta, helluleggjwn. — Steypum bílaplön, standsetjum löð- ir og girðum. Framkvæmiö fyrir veturinn það borgar sig. Sími 15928 eftir kl. 8. Húsaþjónustan sf. Málningar- vinna úti og inni, lagfærum ým- islegt s. s. pípul. gólfdúka,. flísa- lögn, mósaik, brotnar rúður o. fl. þéttum steinsteypt þök. Gerum föst og bindandi tilboð ef óskaö er. Símar~ 40258 og 83327. HREINGERNINGAR Hreingemingar. Við sjáum um hreingerninguna fyrir yður. Hringið í tíma i síma 19017. Hólmbræður. Hreingerningar — Gluggaþvottur Fagmaðui i hverju starfi. Þórður og Geir. Sími 35797 og 51875. Hreinger-ingar. Gerum hreinar íbúöir, stigaganga, sali og stofnan- ir. Höfum 'breiður á teppi og hús- gögn. Tökum einnig „reingerningar utan borgarinnar. Kvöldvinna á sa gjaldi. Gerum f«st tilboð ef óskað er. t>orsteinn, sími 26097. Nýjung í teppahreinsun. — Við þurrhre' ;um pólfteppi. — Reynsla fyrir þvi að teppin hlaupa ekki eða lita frá ^ér. Erum einnig með okkar vinsælu véla- og handhrein- gr.ningar. Erna og Þorsteinn, sími 20888. ÞRIF. — Hreingerningar, vél- hreingemingar og gólfteppahreins- un .Vanir menn og vönduö vinna. ÞRIF. Simar' 82635 og 33049 - Haukur-.og Bjami. Þurrhreinsum gólfteppi og hús- gögn, fullkdmnar vélar. Gólfteppa viðgeröir og breytingar, gólfteppa- lagnir. FEGRUN hf. Sími 35851 og i Axminster. Sími 30676. Vélhreingeming Gólfteppa og húsgagnahreinsun Vanir og vand- virkir menn. Ódýr og örugg þjón- usta. Þvegillinn. Sími 42181. Hugleiðingar um skattamál. Ákvörðun saksóknara um að höfða mál gegn þremur aðilum úr forstöðuliði Sementsverk- smiðju ríkisins vekur mikla at- hygli almennings og mikið um- tal. Ekki svo að skilja, að fólk undrist það að skattsvik hafi átt sér stað, heldur hitt, að fólk undrast að éinmitt þarna skyldi höggvið á hnútinn, og án þess að nokkuð annað mál fylgi í kjöl farið. Frekar er nefnilega álitið, að tilviliun hafi ráðið, hvar bor- ið var niður, hvað það snertir að koma upp um skattsvik, held ur en að um einsdæmi hafi ver- ið að ræða. Sú „íþrótt“ að tí- unda skakkt tekjur hefur nefni lega verið nánar þjóðarlöstur frekar en að hægt sé að benda á þrjár manneskjur og úthrópa þær sem einstæðar glæpamann- eskjur umfram annað fólk sem vinnur í þágu hins opinbera eða annarra fyrirtækja. Hitt er umhugsunarvert hvað kemur slfku máli af stað. Er það einhliða hið pottþétta yfirlit rík isins með rekstri fyrirtækia hins opinbera, og hefur þá hliðstæð rannsókn farið fram hjá öðrum hliðstæðum fyrirtækjum? Er það vegna deilna eða stjórnmálaskoö ana, að slíku máli er þyrlað af stað? Er það kannski einung- is til að valda aðhaldi í fram- tíöinni, að höggvið er á hnútinn i einu ríkisfyrirtæki? Þannig má lengi spyrja, þvi enginn hefur trú á, aö hér sé um einsdæmi að ræða. — Að minnsta kosti hefur ekkert það komið fram sem sannar almenningi, að skattsvik séu ekki framin innan fjölda op- inberra fyrirtækja. Til dæmis olli hert skattaeftirlit því, að fjöldi fyrirtækja varð uppvís að því að skila ekki söluskatti. Gallinn var bara sá, að aðaílega urðu smærri fyriríæki fyrir barð inu á skyndilega hertu eftirliti, en hitt vannst þó, að almennt hert eftirlit öíli skelfingu meðal þeirra sem höfðu rekstur og sölu á þjónustu undir höndum, svo nálega engir áræða nú að skila ekki til ríkisins, sem því ber. Aðalatriði skattamálanna hljóta að verða þau, ekki endi- lega að koma lögum yfir örfáa af þeim hópi sem brotlegir kunna að vera, heldur hitt að bæta almennt slæmt ástand. Þess verður að gæta, hvers kon- ar hugarfar hefur ríkt gagnvart því að tiunda rítt til rfkis og bæja. Almenningsálitið hefur ekki fordæmt skattsvik og í þvi liggur hundurinn grafinn. Það er því hið almenna hugarfar og andrúmsloft gagnvart því að gefa rétt upp til skatts og borga það sem lög mæla fyrir, sem breyta þarf. Skattamál þetta sem nú hefur verið kunngert, vekur því ekki litla athygli, því stór hluti þjóð- arinnar hefur einhvern tíma átt hlutdeild í því að hafa látið ein- hvern hluta tekna sinna liggja milli hluta við skattauppgjör, án þess að hafa af því samvizkubit eða andvökunætur. Hvernig sem umræddu mái er varið, og þó talið sé, að mörg hinna ýmsu ríkisfyrirtækja hafi ekki á sfðast Iiðnum árum til dæmis gefið upp eftirvinnu starfsmanna sinna til skatts, þá er ekki aðalatriðið að þeir „draugar“ séu upp vakt ir, heldur hitt að hugarfarið breytist til hins betra, svo að skattsvik teljist til tíðinda f framtíðinni, en ekki sjálfsagður hlutur, sem þvi miður þótti áð- ur fyrr. Meira að segja var það svo áður fyrr, að þá settu hæfir starfsmenn það iðulega sem skil yröi fyrir ráðningu, að svo og svo mikill hluti tekna þeirra yrði ekki talinn fram til skattaálagn- ingar í árslok. Þegar mikill hörg ull var á starfsliði til ýmissa starfa, urðu atvinnurekendur og þá auðvitað forstöðumenn ým- issa stofnana að taka þátt í þeim skollaleik til að fá starfskrafta, sem þá vanhagaði um. Þrándur í Götu. f 5333 FR AM . ; skorar einu sinni enn t v ö o g n ú 11 FRAM sýnir bezta varnar- leikinn. Bensínsíurnar frá FRAM verja blöndung- inn sliti og stíflu. Ryð, óL.dinindi og smá- agnir ná ékki samspili. FRAM er með allt liðiö i vöm. FRAM bensinsían tryggir sigur gegn bensín- stíflum og óhreinindum FRAM á leikinn. Sverrir Þóroddsson & Co. rryggvagötu 10. “eykjavfk, sími 23290.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.