Vísir - 18.09.1969, Blaðsíða 2
2
V i S IR . Fimmtudagur 18. september 1969.
Fjórir góðir á æfingunni í gær-
kvöldi í Laugardalshöllinni: Frá
vinstri eru þeir Birgir Bjöms-
son, Einar Sigurðsson, Hjalti
Einarsson og Ragnar Jónsson.
SKEIFAN
KJÖRGAB-DI 580-16975
Æfingar i Laugardalshöllinni hófust
hjá landsliðinu i gærkvöldi
„ÞaB er álit allra sérfræðinga að okkar riðill og riðill Svía,
Norðmanna, A-Þjóðverja og Rússa í HM í handknattleik séu
mest spennandi,“ sagði Axel Einarsson, formaður HSÍ, í við-
tali í gærkvöldi, en þá hófust landsliðsæfingar í Laugardals-
höllinni í betur lýstu húsi en verið hefur undanfarna vetur.
Innan skamms munu stóiar væntanlegir fyrir áhorfendur og
fer hagur þeirra því að vænkast og auðvitað gera íþrótta-
leiðtogarnir sér jafnframt vonir um stöðugri aðsókn.
Bréf til ihróttasiðunnar:
Fjárdráttur og fjárhættu-
spil í /hróttafélagi
J 1«
SKEIFU SKRIFSTQFUHUSGOGH **
Axel kvað landsliðsstarfið í
vetur með mesta móti og hæfist
það óvenju snemma, 18. og 19.
október verður leikið í Laugar-
dal gegn Norðmönnum, þ.e. eftir
réttan mánuð, svo ekki veitir af
að hefja undirbúning fyrir al-
vöru. Þessir leikir eru undirbún-
ingsleikir fyrir HM fyrir bæði
liðin.
Mánuði síöar, þ.e. 15. og 16.
nóvember verður leikið viö Aust-
urríki. Fyrri leikurinn er liður
í imdankeppni HM, sá síðari
aukaleikur. Þann 4. desember
loikur landsliðið síðan í Osló
við Norðmenn og 7. og 8. í Aust-
urríki í V*ín og Graz. Fyrri leik-
urinn er síðari leikur liðanna í
HM.
Axel kvað HSÍ standa í samn-
ingum við Kanadamenn og
Bandaríkjamanna um að lið
þeirra, hvort þeirra það verður,
komi hér við og leiki landsleik,
áður en liðið heldur til HM í
Frakklandi. Einnig er verið að
semja viö Japani, en ekki víst
hvað úr því verður. HM í Frakk-
landi fer fram á tímabilinu 26.
febrúar til 8. marz.
Gangi frumraunin gegn Aust-
urríkismönnum vel, þá lendir
Island í riðli með Dönum, sigur-
vegurum leikja Pólverja og
Marokkó og sigurvegara leikja
Ungverja og Búlgara. Líklega
verða það fyrrnefndu liðin.
Tveir efstu liðin halda áfram
í keppninni um sætin frá 1—8,
en sérkeppni verður milli lið-
anna sem ienda í 3. sæti um
sætin frá 9—12.
Þess má geta hér að Danir og
Pólverja höfum við unnið í
landsleikjum í handknattleik,
en Ungverjar hafa tvívegis
stöðvaö Island með hraða sínum
á HM. Pólverjar leggja mikla
áherzu á handknattleikinn um
þessar mundir, unnu t.d. Svía
17:15 og gerðu jafntefli við
Dani í Baltica Cup í Svíþjóð.
Landslið okkar hefur æft vel
í sumar, notfært sér æfingabúð-
ir og æfingamiðstöð, hraö-
keppnir hafa farið fram mán-
aðarlega. Mætingar duttu niður
um mitt sumar, en hafa batnað
mjög undanfarið.
Þrekmælingar hafa sýnt mjög
ánægjulega framför frá fyrri ár-
um og voru þeir Jón Erlends-
son og Hilmar Bjömsson, lands-
þjálfari, ákaflega ánægðir með
það. Axel Einarsson kvað knatt-
spyrnuna ekki lengur vandamál
handknattleiksmanna, — og
öfugt. Nú orðið gerðu menn það
upp viö sig, hvora íþróttina þeir
ætluðu að stunda. Hvort tveggja
kæmi vart til mála lengur.
Um önnur verkefni sagði
Axel aö UL færi til Finnlands
í byrjun apríl 1970 og léki á
unglingamóti Norðurlanda, sem
færi síðan fram í Reykjavík
1971. Kvenfókið tekur þátt í
Norðurlandamóti í Noregi innan
húss næsta haust. Og ekki má
gleyma dómurunum. Tveir dóm-
arar fara til Noregs og Dan-
merkur og dæma 2 kvenna-
landsleiki Noregs og Svíþjóöar
og leik „undir 23ja ára“ milli
Dana og Svía. Þetta verður í
nóvember. Þá er möguleiki á að
íslenzkur dómari dæmi í HM
eða í Evrópubikarleikjum.
íslandsmótið hefst óvenju-
snemma, en þátttökutilkynning-
ar eru enn að berast. Axel Ein-
arsson kvaö þó ljóst að í ár
yröi algjör metþátttaka í mót-
inu Þann 2. nóvember hefst 1.
deild og stendur til að leika á
sunnudögum og miðvikudögum.
Mikið hagræöi er aö því að hafa
tvo fasta leikdaga, enda miða
félögin viö það og hafa æfinga-
tíma sína á öðrum dögum.
Axel kvaðst að lokum mjög
ánægður með lækkunina á hall-
arleigunni, sem hann kvað hafa
verið erfiða í framkvæmd þar til
nú, er Reykjavíkurborg og ÍBR
eiga húsið ein. Einkum kvað
hann lækkunina góöa varðandi
leiki yngri flokkanna, sem ekki
gætu staðið undir sér.
ð Hér í Reykjavík starfar fé-
lag nokkurt, sem telur sig vera
„íþróttafélag“. Félagi þessu er
þannig háttað, að í það gengur
mestmegnis ungt fólk, sem ný-
komið er til landsnis, aðallega
frá Norðurlöndum. Félagið held-
ur fundi vikulega, auk skemmt-
anahalds. Það gefur auga leið,
að þau áhrif, sem fólkið verður
fyrir í félaginu, eiga verulegan
þátt í að móta viðhorf og skoð-
anir þessara aðkomugesta (og
þar með Norðurlandaþjóðanna)
á landi og þjóð.
I lögum félagsins er og á-
kvæði um það, að félagiö skuli
stuðla aö því að kynna ísland, ís-
lendinga og íslenzka menningu fyr-
ir ungum Norðurlandabúum, sem
til landsins koma. Við skulum at-
huga hvað „menningu" hinir ungu
Norðurlandabúar læra nú í félagi
þessu: Á undanförnum árum hafa
ýmsir félagsmenn dregið sér fé úr
sjóðum þess, a.m.k í sjö tilvikum,
og hefur oftast verið um tugþús-
undir króna að ræða. Endurskoð-
endur félagsins hafa afhjúpað
flesta þessa fjárdrætti og féð hefur
endurheimzt í félagssjóðina. Vegna
geysilegs persónuáróðurs gegn
endurskoðendunum, innan félags-
ins, með ósönnum ásökunum á þá,
af hálfu nokkurra félagsmanna,
sem mynda eins konar „kjama“
innan félagsins, hafa endurskoð-
endurnir hlotiö að launum óþökk
og óvináttu flestra félagsmanna.
Á nýafstöðnum aðalfundi í félag-
inu var því hvorugur endurskoð-
andinn endurkosinn, þótt báðir
Uoct á cpr til onHurkiörs Of?
viti menn: Sá maður, sem þrisvar
hafði dregiö sér fé úr sjóðum fé-
lagsins, og hafði borið ósannar sak-
ir á endurskoðendurna, var í stað-
inn kjörinn endurskoðandi!
Félag þetta greiöir hvorki tekju-
skatt, eignaskatt né útsvör, þótt
það velti hundruðum þúsunda ár-
lega, en félagið fær nokkrar þús-
undir króna í styrki frá opinberum
aðilum hérlendis. Félagiö heldur
fundi vikulega. Á fundunum hefur
undanfarin ár kveðið langmest að
fjárhættuspili, en minna aö annarri
starfsemi, sem segja má að hafi
nánast engin veriö.
Hvað finnst þér nú, lesandi góð-
ur? Er þetta starfsemi, sem styrkja
ber meö opinberu fé? Er háttalagið
í þessu félagi í samræmi viö þá
mynd sem við íslendingar teljum
rétta, og viljum að útlendingar fái
af landi og þjóð?
Ég vil að lokum skora á hina
nýju stjórn féagsins, að hún sjál
sóma sinn í því að stuðla að betri
starfsemi félagsins, þannig að
heiðarlegt fólk geti á ný lagt þang-
að leiö sína. Ég veit um marga,
sem áður fyrr voru í félaginu, en
segjast ekki vilja koma þangað
Iengur, vegna þeirrar óheillaþróun-
ar sem komizt hefur í félagið und-
anfarin ár. Endurskoðun reikninga
félagsins ætti, úr því sem nú er
komið, helzt að vera í höndum op-
inberra aðila, eða aðila sem standa
algerlega utan við félagið, og vissu-
lega ekki eins og nú er, f höndum
manns, sem hefur dregið sér tug-
þúsundir úr sjóðum þess, og hefur
einnig gert ítrekaðar tilraunir til
að breiða yfir fjárdrátt annarra fé-
lagsmanna.
GLÆSILEG MJÖG VÖNDUÐ SKRIFBORÐ MEÐ TVEIMUR SKÁP-
UM OG BAKPLÖTU A MILLI. FÁANLEG ÚR EIK OG TEKKI.
PLÖTUSTÆRÐIR: BREIDD 80 OG 90 CM.
LENGD 160, 180, OG 200 CM.
EINNIG EINKAR ÞÆGILEG VÉLRITUNARBORÐ
PLÖTUSTÆRÐ: 63,8X127,5 CM.
SKOÐIÐ HÚSGÖGNIN 1 RÚMGÓÐUM SALARKYNNUM.
r c.