Vísir - 18.09.1969, Blaðsíða 4
Fjölskyldufyrirtækið La Cosa
Nostra, er líklega stærsti við-
skiptaaðili veraldar. Cosa Nostra
er álíka stórt og General Motors,
Ford Motor Co., Chrysler, RCA,
IBM, Ameríska símafélagið, Gen-
eral Electric og Standard Oil
öll samanlögð, hvaö árlega pen-
ingaveltu áhrærir. Árleg velta
þessa risahrings hefur verið áætl-
uð 4.560 milljarðar króna, en þar
af eru um 840 milljarðar kr. álit-
inn vera hreinn hagnaður. ,
Þessi mynd birtist í stórblaðinu, TIME, og á að sýna, hvemig armar kolkrabbans (La Cosa Nostra) teygja sig yfir USA.
Aihvítir hringir sýna svæði, þar sem glæpahringurinn er öfl ugur, hvítir hringir með dökkri miðju sýna staði, þar sem ítök
glæpafélagsins em ekki eins sterk. Stjörnurnar fyrir framan sum mannanöfnin við einstök borgarheiti sýna 9 stærstu glæpa-
foringjana. (Marcallo í New Orlean, DeLucia í Chicago, Zerilli í Detroit o. s. frv.) Tölurnar fjölda „trúnaðarmanna“, sem
hver foringi hefur.
COSA NOSTRA fær
glæpi til að borga sig
Joe Valachi, sem talaði af sér.
Ef í staöinn fyrir oröið La Cosa
Nostra væri notað orðiö Mafia,
mundu flestir vera með á nótun-
um um hvað talað væri. Mafia
var lykilorð, sem allir skildu,
og hafði víðtæka merkingu í hug-
um fólks, þar til tilviljunin leiddi
yfirvöldin á sporið á peningunum,
sem skipulögð glæpastarfsemi gaf
I aðra hönd.
Menn vissu, að eitthvað var til,
sem kallaðist Mafia og táknaði
glæpahring, og alls konar þjóð-
sögur gengu um á milli manna um
þetta fyrirbæri, en það var Cosa
Nostra-maðurinn, Joe Valachi,
sem opnaði dyrnar að leyndar-
dóminum og svipti hulunni áf.
Hann var sá fyrsti, sem talaði af
sér.
Nú vita menn allt um Cosa
Nostra. Hvernig hringurinn er
skipulagður, hverjir eru leiðtog-
ar hans (sem flestir ganga lausir),
og hvernig þeir vinna.
Joe Valachi var leigumoröingi
á snærum Cosa Nostra og talið er,
að hann hafi 33 morð á samvizk-
unni, en upp um hann komst og
nú hefur hann setið í fangelsi í
7 ár tæp og langur tími mun
líða, áður en hann sleppur út.
Ekkert tryggingarfélag er þó lík-
legt til þess að vilja selja honum
líftryggingu, þvi álitið er, að Cosa
Nostra sitji um líf hans og muni
koma honum fyrir kattarnef,
strax og hann losnar úr fangels-
inu — og hefna þannig fyrir laus
mælgi hans.
Vegna upplýsinga, sem Joe
Valachi gaf í yfirheyrslunum, vita
menn núna, að Cosa Nostra fær
stærstan hluta tekna sinna í fjár-
hættuspili og veðmálum: Ame-
rísk knattspyrna, baseball, hnefa-
leikar o.s.frv. eru talin færa
glæpafélaginu um það bil 450
milljarða króna árstekjur. Næst
stærsti bitinn í kökunni er okur-
lánastarfsemin. Þar er veltan
minni, en hagnaðurinn meiri. Út-
lánavextir eru venjulegast um
20%, eða eins og það heitir á
máli Cosa Nostra-manna: „Sex
fyrir fimm.“ Það ku vera dregið
af þvi, að fyrir hverja fimm doll
ara, sem okurkarlinn lánar á
mánudegi, fær hann sex dollara á
laugardegi.
Lengst af höfðu menn neit-
aö aö trúa því, að viðskiptaheim-
ur Bandaríkjanna væri eins gegn
sýrður af ítökum Cosa Nostra,
og vitnisburöur Joe Valachi bar
með sér. Menn þykjast nú vita
með vissu um meir en 5000 stór
fyrirtæki, sem að meira eða
minna leyti eru á snærum Cosa
Nostra, en þetta eru allt fyrir-
tæki, sem stunda út á við heiðar-
leg viðskipti. Venjulegast hafa
Cosa Nostra-menn náð meirihluta
í þessum fyrirtækjum .nieð því: að
lána í rekstur þeirra, meðan upp-
haflegir eigendur voru í augna-
bliks fjárhagskröggum — gegn
auðvitað 20% vöxtum og með
veði f fyrirtaékjunum. Síðan hafa
eigendurnir lent í greiðsluerfiðleik
um og þurfti þá ekki að leikslok-
um að spyrja. Innan raða þessara
fyrirtækja eru ýmis verktaka-
firmu, miðlaraskrifstofur og
skemmtikraftafyrirtæki.
Enn ein tekjulind Cosa Nostra
eru stéttarfélögin. Samkvæmt upp
lýsingum Joe Valachi verkar það
kerfi á ýmsan máta, en allt gefur
það af sér mikinn hagnað. Fyrir-
tækjum og verksmiðjum er boðin
trygging gegn skemmdarstarf-
semi á framleiðslunni og er það
Vænn skattur — venjulegast á-
kveðin prósenta af framleiðslunni.
Stundum er það nefskattur af
meðlimum stéttarfélagsins. Stund
um fjárþvinganir með hótunum
um verkföll á óheppilegum tím-
um o.s.frv.
Illræmdasta tekjulindin er sjálf
sagt eiturlyfjasalan, en hún ku
þó ekki vera sú tekjudrýgsta. Ár-
' legar tekjur af henni hafa verið
áætlaðar í hlut Cosa Nostra ca.
510 milljónir króna af 42,5 millj-
arða króna veltu.
Nútíma skipulagning Cosa
Nostra vita menn að er uppbyggð
af Charley Lucky Luciano, en því
kpm hann í kring 1931, eftir að
hánn hafði látiö ryðja úr vegi fyr-'
ir sér Salvatore Maranzano og
40 öörúm glæpaforingjum.
Kjafni glæpahringsins saman
stendur af milli 3000 og 5000 ein-
staklingum, sem dreiföir eru um
Bandaríkin. Þeir skipta sér í 24
„fjöIsKyldur", sem hver um sig
hefúr sinn yfirmann og einhverja
stjórn, eöa framkvæmdaráö. Þess
ar „fjölskyldur" skipta landinu á
milli sín í svæði, en hafa enga
allsh'erjar stjórn eöa einvald. Alls
konar óþægindi bíða þess, sem
ekki virðir gert samkomulag —
og oftast nær dauöinn.
lEsíálalaíáláBlslEÍIsíatslálalsíaíalalaíais
SIALHÚSGÖGN
QI
E1
m
húðuð með hinu sterka og rsi
áferðarfallega RILSAN pA
(NYLON II)
Framleiðandj:
STÁLIÐN HF., Akureyrl
isr Söluumboð: ÓÐINSTORG HF. Skólavörðustíg 16, Reykjavík 151
Spáin gildir fyrir föstudaginn
19. sept.
Hrúturinn, 21. marz—20. apríl.
Dagurinn byrjar ef til vill dálít
ið erfiölega, en sennilegt er að
vel rætist úr öllu. Ef til vill veld
ur einhver þér nákominn áhyggj
um, eða veikindi innan fjöl-
skyldunnar
Nautið, 21. apríl—21. maí.
Einhver kunningi, sem þú hefur
■ ékki heyrt eða séð lengi, kemur
fram á sjónarsviðið að því er
viröist, og á mjög skemmtilegan
hátt. í heild mun dagurinn veröa
þér góöur og notadrjúgur.
'"víburarnír, 22. maí—21. júnl.
Það rætist betur úr ýmsu í sam
bandi við peningamálin, en þú
þorir að vona. Þetta kemur eink
um fram 1 bættri aðstöðu til að
auka tekjurnar á næstunni svo
um munar.
Krabbin.., 22. júni — 23. júlí.
Ekki er ósennilegt, að eitthvað
í sambandi viö starf þitt, eða
það, sem gerist á vinnustað,
valdi þér talsverðum áhyggjum,
en sennilega áttu sök á því sjálf
ur að vissu leyti.
Ljónið, 24. júlí — 23. ágúst.
Einhver vinur þinn eða kunn-
ingi kemur þér allþægilega á
óvart. Þú hefur í ýmsu að snú-
ast, og nokkur hætta virðist á
að þú hafir helzt til Aörg járn
í eldinum eins og er.
Meyjan, 2^ ágúst — 23. sept.
Það er ekki ólíklegt að þú fáir
einhverjar skemmtilegar fréttir
í dag, sennilega af vinum þínum
í fjarleégö, en það gætiiíka stað
ið að vissu leyti í sambandi viö
atvinnu þína.
Vogin, 24. sept. — 23. okt.
í dag skaltu nota hvert tæki-
færi, sem þér býðst til að bæta
aðstöðu þína í peningamálunum.
Gættu þess samt að gera ekki
neina samninga, nema þú haf-
ir fullvissað þig um að þeir séu
í hag.
Drekinn, 24. okt. — 23. nóv.
Leggðu ekki um of eyrun við
lausafregnum eða sögusögnum,
sem snerta vini eða kunningja
þína aö einhverju leyti. Varastu
allar fljótfærnislegar ályktanir
af framkomu annarra.
Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des.
Þaö er ekki ólíklegt að eitthvert
vandamál segi til sín í dag, og
ættirðu að fara hægt og rólega
að öllu í sambandi við það, og
kynna þér allar aðstæöur gaum
gæfilega.
Steingeitin, 22. des. — 20. jan.
Það lítur út fyrir, að þú komist
í snertingu við eitthvert fólk í
dag, sem þér er vissara að
treysta ekki um of. Yfirlertt er
margt nokkurri óvissu háð í dag.
Vatnsberinn, 21. ian. — l?. febr.
Það lítur helzt út fyrir að þér
heppnist ýmislegt það í dag,
sem þú hefur glímt við með litl
um árangri að undanförnu. Pen
ingamálin þurfa þó gagngerrar
athugunar viö.
Fiskarnii, 20. febr. — . marz.
Það lítur út fyrir að eitthvaö
það gerist í dag, sem hefur
nokkur áhrif á afkomu þína, sér
í lagi ef þú hefur lagt í eitthvert
fyrirtæki eða aðra slíka fjár-
festingu.