Vísir - 18.09.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 18.09.1969, Blaðsíða 5
7ÍSIR . Fimmti'u"'gur !8 septembpr lyfeu. ■ :ir: >:»• Graenmetiö blasir hvarvetna við í verzlunum, nú er rétti tíminn til að frysta grænmetið Fryst grænmeti er forða- búr af fjörefnum — Upplýsingar frá Leiðbeiningastöðinni um frystingu grænmetis j^íúna er rétti tíminn til að frysta grænmetið fyrir vet- urinn og geyma sér með því fjörefnisforða fyrir vetrarmán- uöina einkum mánuðina janúar, febrúar og marz, þegar litið er um grænmeti á boðstólum. Með því aö eiga grænmetis- fbrða í frystikistunni er unnt að bera á borð Ijúffenga og heilnæma grænmetisrétti, þegar 1 við þörfnumst þeirra mest. Eftir þetta sóiarlitla sumar skiptir okkur miklu máli að eiga forða- búr af fjörefnum heima við. Þetta haust á grænmetiö að vera í fyrirrúmi í frystikistunni, en kjötvöror verða að vera í öðru sæti. Leiðbeiningastöó húsmæöra veitti okkur eftirfarandi upplýs- ingar um frystingu grænmetis. Þaö sem á vantar í upplýsing- amar t. d. um suðutímá ein- stakra grænmetistegunda fyrir frystingu má finna í bæklingn- um, Frysting matvæla, sem Sig- rfður Kristjánsdóttir tók saman og fæst á Leiöbeiningastöðinni. Cama sem allar grænmetisteg- undir má hraðfrysta og þar með er unnt að nýta að fullu allar afurðir úr matjurtagarði heimilisins. Áríðandi er að græn- metiö sé nýupptekiö. Bezt er að taka upp grænmetið að morgni dags og helzt I þurru veöri. Ef keypt er grænmeti til hraðfrystingar (t. d. blómkál) er bezt að kaupa þaö beint frá fram leiöanda. Allt grænmeti til frystingar þarf að hreinsa vel og undirbúa svo það alveg tilbúið í pott- inn. Flest grænmeti þarf að skera í minni bita áður en það er fryst. Nauösynlegt er aö sjóða allt grænmeti andartak áður en það er fryst. Það eru ekki nema ein- staka tegundir, sem frystar eru hráar. Með því að sjóða græn- metið eyðileggjum við gerhvat- ana, sem eru í frumum græn- metisins, en gerhvatarnir starfa ágætlega í frosti og rýra smám saman næringargildi grænmet- isins og breyta útliti þess og bragði. Þar að auki gerir suðan það »8 verkum, að það súrefni, sem er í frumum grænmetisins streymir úr, en súrefni eyðilegg- ur einnig ýmis næringarefni í grænmetinu. Til þess að ná góð- um árangri er því mjög mikil- vægt að framkvæma þessa suðu. Suöutími fer eftir því, hvaða grænmetistegund á í hlut. Sumar tegundir á ekki aö sjóða áður en þær eru settar í frystinn t. d. steinselju, sólselju og paprikuna. Paprikan er skor- in í ræmur eftir að fræsætið hefur verið tekið úr og hún skoluö og þerruð og síðan er henni pakkað inn í álpappir. Rezt er að framkvæma suð- una á eftirfarandi hátt. Fyllið stóran pott með vatni og látið suðuna koma upp á vatn- inu. Látið grænmetiö í sáld eða vírkörfu (ekki of mikið í einu) og dýfið ofan í vatnið, svo að það fljóti alveg yfir grænmetið. Hafið kveikt undir pottinum, á mesta straum, svo aö suðan komi sem fljótlegast upp á vatn- inu að nýju. Fylgizt nákvæmlega meö suðutímanum, en hann er talinn frá því að suðan kemur upp aftur. Takið síðan vírkörf- una upp og leggið grænmetið í kalt vatn með ísmolum. Látið siðan næsta skammt í vírkörf- una og sjóðið og haldið þannig áfram koll af kolli, þar til allt grænmetiö sem frysta skal er soðið. Áríðandi er að grænmetið kólni sem fyrst, annars heldur það áfram að meyrna og tapar bragöi og næringargildi sínu. Það má kæla grænmetið í renn- andi vatni, ef engir ísmolar eru fyrir hendi. En hins vegar er lítill vandi að frysta ísmola með því að fylla ýmis plastílát og kökumót o. þ. h. með vatni og láta ofan í frvstikistuna eða í frystihólf kæliskápsins daginn áöur en frysta skal grænmetið. Þegar grænmetiö er orðið al- veg kalt, en það má áætla álíka langan tima til að kæla það og suðutiminn er, er það látið á grind eða þ. h. svo aö vatnið renni vel af því og síða-n er búið um það í frystiumbúðum. TJentugar umbúöir utan um 1 græmnetið eru plastpokar og pappaöskjur sem ytri umbúö- ir (mjólkurfernur, sem þvegnar hafa verið varlega, má nota utan yfir plastpokana). Ennfremur má láta grænmeti í plastbox úr mjúku plasti, álbox eða álþynnu mót. Utan um steinselju, kerfil, sólselju (dill) er bezt að nota álþynnu, sem varðveitir betur lyktarefni en plast. Látiö litlu álþynnupokana eða bögglana í plastpoka eða annað ílát, svo að þeir týnist ekki í frystinum innan um stóru bögglana. Þar sem enn er ekki komiö aö sláturtiöinni þegar grænmetið er fryst, er yfirleitt nægilegt pláss í frystikistunni. Varðveit- ið því grænmetissoðiö, í því er mikið af málmsöltum og víta- mínum. Frystið soöið og notiö það á næstunni í sósur og súpur. Þar sem ungböm eru á heim- ilinu, er hentugt að útbúa smá- skammta af barnamat úr græn- meti og frysta. Á meðan tómat- ar eru fáanlegir, mætti t. d. búa til tómatsafa meö því að skera tómatana í báta, merja þá gegn- um sáld og frysta maukið. ^ríöandi er aö matvæli, sem látin eru í frysti gegnfrjósi sem fyrst. Stillið þvi hitastillinn á mesta kulda, daginn áður en þarf að frysta. Kælið matvörurn ar eins og unnt er, áður en þær eru látnar í frystinn, og látið stærsta flötinn á bögglunum snerta kælifletina í frystinum. Látið ekki meira magn i einu en svo aö öruggt sé, að mat- varan sé gegnfrosin á tveim sólarhringum. Þaö er mjög mis- munandi, hve mikið magn er unnt að frysta í einu f hinum ýmsu gerðum af frystikistum. í 300 1 kistu má gera ráö fyrir að frysta megi um 30 kg af mat- vörum í einu. Þegar bera skal grænmetið fram, er það látiö í sjóðandi vatn með 10 g af salti í hverj- um lítra vatns eða soðið í dálitlu smjöri. Þíöið spínat og grænkál í dálitlu vatni og jafnið soðið. Suðutími frosins grænmetis er helmingi styttri en nýs. Bezt er að láta ber þiðna i umbúðunum. Þaö tekur 4—6 klst. að þíða ber viö stofuhita, en um einn sólarhring í kæli- skáp. Ber verða fljótt lín, þegar þau hafa þiðnaö. Ber og rabar- bara sem á aö sjóða, má leggja frosin í pottinn. ■: volvo :■ ■ a ■ NOTAÐIR BÍLAR FÓLKSBÍLAR Volvo P 144 árgerð 1968 Volvo Duett árgerð 1962 Plymouth Fury árgerð 1967. ■■ VÖRUBÍLAR :■ ■: Volvo L3854 Framhjóladrifinn árgerð 1954 Volvo L375 _■ árgerð 1959 ■ Volvo L385 ■_ árgerð 1954 U Volvo L465 ■ árgerð 1962 g Volvo L485 ■ árgerð 1962 p™ Volvo F85 ■ árgerð 1967 ■B Volvo N88 H árgerð 1966 með aftanfvagni. [■ Höfuitt ■“ kaupendur uð: >■ Volvo 544 H Volvo Amazon "d Volvo 142 og 144 H Volvo Duett árgerö 1965—’67 _■ Volvo Amazon station VELTIR HF. Suðurlandsbraut 16, Sími 35200 .‘".V.V.V.V.Í Krakkarnir í skólagörðunum vinna að grænmetisrækt og margar húsmæður mættu taka þau sem fordæmi og notfæra sér garðinn sinn betur til grænmetisræktunar. Notið ódýrasw og ‘ FERÐAPLA^pOKANN SVEFNPOKA 09 TJ'ÖLD stærS 50*110 « —ÍSÍájUMUM Plastprent h/f. GRENSÁSVEG 7 SÍMI 38700/61

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.