Vísir - 18.09.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 18.09.1969, Blaðsíða 8
V í S IR . Fimmtudagur 18. september 1969. HgSSOEiP^ VISIR Otgefandi ReyKjaprent ti.í. Framkvæmdastjón Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birfeir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 145.00 4 mánuði innanlands t lausasölu kr 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hj. Þjóðviljaklíkan pióðviljaklíkan hefur sem von er komizt í mikinn vanda út af yfirlýsingu Karls Guðjónssonar alþingis- manns um, að hann hygðist ekki bjóða sig oftar fram undir merkjum þeirrar klíku. Þessi yfirlýsing þótti að vonum merkilegt fréttaefni hjá andstöðublöðum Þjóð- viljans, ekki sízt vegna þess, að ummæli Karls stað- festu svo vel sem á varð kosið það sem lýðræðissinn- ar hafa alltaf haldið fram um ráðríki Þjóðviljaklíkunn- ar. Skiptir þar ekki höfuðmáli, þótt frásagnir af fund- inum hafi eitthvað brenglazt að öðru leyti hjá sum- um blöðunum, þótt vitaskuld sé rétt og sjálfsagt að hafa um þetta eins og annað það sem sannara reynist. Tilburðir Þjóðviljans í þá átt, að nota þessar missagnir til þess að breiða yfir það, sem raunverulega skiptir hér máli, eru því út í hött. Það stendur óhaggað, að Karl Guðjónsson lýsti því yfir á fundi í kjördæmisráði flokksins á Suðurlandi, að hann ætlaði ekki að vera oftar í framboði fyrir komm- únista og gaf á þessari ákvörðun sinni þá skýringu, að völdin í flokknum væru hjá lítilli klíku kringum Þjóðviljann, og þeirri klíku vildi hann ekki framar þjóna. Morgunblaðið leitaði staðfestingar hjá Karli á því, að þetta væri rétt eftir honum haft, og kvaðst hann ekkert hafa við frásögnina að athuga. Hann sagði ennfremur að það væri þessi Þjóðviljaklíka, sem hefði staðið fyrir klofningmim í Alþýðubandalaginu 1967 og hún hefði í engu breytt vinnubrögðum sínum síðan. „Hún hagaði öllum málum eftir eigin geðþótta og hikaði ekki við að þverbrjóta lög flokksins og á- lyktanir, ef henni byði svo við að horfa.“ Og enn fremur „að það hefði komið berlega í ljós, að lýðræð- islega kjörnar stofnanir Alþýðubandalagsins værú ekki til annars en að sýnast. Á þeim væri ekkert mark tekið. Völdin væru annars staðar -r- hjá Þjóðvilja- klíkunni.“ Þetta er það sem aðalmáli skiptir af þvíj sem gerð- ist á þessum fræga fundi. Harðari dóm er tæplega hægt að kveða upp yfir klíkunni fyrir ósvífni hennar og yfirgang. Hún fer í einu og öllu eftir vinnubrögð- um kennifeðra sinna í Austurvegi. Munurinn er að- eins sá, að hún hefur ekki bolmagn til þess að refsa þeim, sem brjótast undan merkjum hennar, eins og í löndum þar sem kommúnistar hafa ríkisvaldið og öll ráð fólksins í hendi sér. Það er mikið undrunarefni, hve lengi Karl Guðjóns- son og margir aðrir hafa þolað ofríki þessarar klíku, eða a. m. k. dansað með, þótt nauðugir væru. En að því hlýtur að reka áður en langt um líður, að fleiri og fleiri segi skilið við hana. Og skyldi ekki sá tími vera kominn núna, að augu hinna mörgu „nytsömu sak- leysingja11, sem hafa látið hana draga sig á asnaeyr- um, fari nú að opnast fyrir hinu sanna innræti hennar og áformum? Það væri sannarlega ekki vonum fyrr. „Ó, þetta er indæ Miklar framfarir i Nigeriu á siðustu árum Nígeríumenn eru ekkert óánægðir þessa dagana eftir tveggja ára styrjöld við Bíafra, sem fyrrnefnd- ir telja innanríkismál sitt. Sérhvern laugardag hitt- sst afrískir fjármálamenn í Ikoyi-hóteíinu í Lagos, höfuðborginni, og neyta matar og víns að lyst sinni. Ekkert er til sparað í þessum veizlum. Styrjöldin er þessum mönnum framandi og nánast jafn óvið- komandi og hinir hvítu herrar, sem eitt sinn fylltu viðhafnarsali þessa hótels. „Bræður,“ sagði Henry nokk- ur Fajemirokun einn daginn, „við höfum lifað góða daga svo sem jafnan áður. Gleymum þó ekki hinu uggvænlega ástandi og þörfum hinna ógæfusamari. Gefið Rauða krossinum gömlu fötin ykkar, og við skulum vona, að þetta fari að enda.“ Fajemirokun er f jármálajöfur og jafnframt höfðingi í Yoruba- ættflokkinum, svo að í honum tengist gamli tíminn hinum nýja. Iðnaðarframleiðsla tvöfaldast. Það er táknrænt í Nígeríu, að menn drepi á styrjöldina á þenn- an hátt. Viðskiptalífið stendur í blóma, og efnahagurinn er ein- hver hinn bezti í Afríku. Iðnað- arframleiðslan hefur tvöfaldazt frá upphafi stríðsins. í Lagos, 400 mílur frá víg- vellinum, finna menn lítið til styrjaldarinnar. Að vísu eru ljós slökkt um nætur og nokk- ur skortur á innfluttum munaö- arvörum, en það eru engir stríðsskattar, engin skömmtun og nær engin takmörkun ferða- frelsis. Aðalfyrirsagnir í blöð- um fjalla sjaldan um gang stríðsins. Fjármálamenn aka til vinnu í „luxusbílum", og hinn almenni borgari þarf lítt aö kvarta. Hillur búða eru fullar af alls kyns varningi. Hvernig má þetta vera, sam- tímis því að fólk um heim allan les daglega um hörmungar Bíafra-stríðsins í blöðunum? Ein skýringin er stærð landsins. Það er stærra en Frakkland og íbúar 65 milljónir. En fyrst og fremst byggist velsældin á olí- unni. Ógrynni olíu eru í óshölmum árinnar Níger og í Gíneaflóa. Er stríðið brauzt út, framleiddi Nígería 550.000 tunnur á dag. Hluti þessa svæðis er á þeim slóðum, sem barizt er á, og framleiðsla minnkaði fyrstu mánuði styrjaldarinnar. Heita ■■i' “ má, að sfðustu mánuði hafi ver- ið olíuvelsæld í Nígeríu, eftir að sveitir hennar hemámu Port Harcourt. Tvö helztu olíufélög- in framleiddu í apríl 590.000 tunnur á dag, og talið er, að í Fullar búðarhillur í Lagos. :•■ ■ ■ ........................................ ... og fijótandi gull. árslok nái framleiðslan 600 þúsundum á dag. 80 milljarða tekjur af olíu. Stjómin í Lagos græðir á þessu, fær um 25 krónur á tunnu og loks helming ágóöans af sölunni. Erlend félög, Shell— BP og Guif Oil eiga helztu lind- imir. Nígeríustjóm býst við -80 milljörðum króna í tekjur af olíusölu árið 1975, en það eru tvöfaldar allar tekjur ríkisins nú. Óvæntur ósigur Lagos- stjórnarinnar gæti auðvitað raskað þessum útreikningum. Auk olíunnar era Nígeríu- menn fremstir þjóða i fram- leiðslu hitabeltisafurða, baðm- ullar, kakós, jaröhneta. Nígería nýtur ekki olíunnar einnar. Innflutningshömlurnar hafa örvaö innlendan iðnaö, frá fötum og skófatnaði til heimilis- tækja. Á ýmsum sviöum er verkefni innfæddra aðeins að setja saman hluti, sem fluttir era til landsins, en sjálfir fram- leiða þeir nú hjólbarða, bjór, vindlinga, potta og pönnur, rúm og dýnur. Mörg verkefni bíða óleyst. Fyrst og fremst styrjöldin og flóttafólkið af hennar völdum, 10 milljónir manna, en einnig stjómmálavandinn, deilur um stjómarskrána og nánari á- kvörðun um skiptingu teknanna af hinum miklu olíulindum. Tafl Breta og Rússa. Bretar hafa ekki minnkað svo teljandi sé stuðning sinn við Lagosstjórnina, þrátt fyrir sam- úð manna um allan heim með hinu sveltandi og hrjáða fólki i Bíafra. Sovétstjómin styöur Nígeríu opinskátt. Skýring á þessu tafli stórveldanna felst að verulegu leyti i hinum miklu auðæfum Nígeríu. Ekki er talið, að Bíafra geti unnið styrjöldina, og auk þess vill Bíafra einung- is fá sjálfátæði fyrir takmark- að landsvæði. Á landsvæöi Bíafra eru þó miklar uppsprett- ur olíu. Stórveldum, vestan og austan, er ljóst, að Nígería er lykill að völdum Afríku vegna auölinda og mannafla. Þau hika því við að móðga stjómina í Lagos, Sama ástæða er eflaust til þess aö önnur Afríkuríki hallast fremur á sveif með Lag- os-stjórninni, auk þess sem mörg þeirra óttast uppreisnir í eigin löndum, fái Bíaframenn það sjálfstæði, sem þeir æskja. Lönd þessi byggja margir og sundurlyndir þjóðflokkar. Taliö er, að friðarhorfur i Bíafra-stríðinu sé með skárra móti um þessar mundir. Ófrið- arbálið er þó enn magnað í þessu ríki, sem gæti oröið stór- veldi í Afríku, sameinað eða skipt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.