Vísir - 18.09.1969, Blaðsíða 1

Vísir - 18.09.1969, Blaðsíða 1
VISIR 59. árg. — Fimmtudagur 18. september 1969. — 204. tbl. Dýraverndunarfélagiö kærir meðferð á hrossum ■ Töluvert uppistand varð í morgun við höfnina, þegar skipað var út íslenzkum hest- um, sem eiga að fara til Þýzka- lands í dag með Reykjafossi. Tveir hestanna höfðu verið brennimerktir og vakti það at- hygli hafnarverkamanna. Hefur fyrirtækið, sem flytur út hest- ana, verið kært af Sambandi dýraverndunarfélaga á Íslandi. Blaðið fékk þær upplýsingar í morgun, að yfirdýraiæknir hefði gefið leyfi sitt til að flytja út hest- ana tvo, eftir að búið var að skoöa þá, en síðan megi gera ráð fyrir að tekið verði alveg fyrir brenni- merkingu á hestum hér þar sem það brýtur í bága við dýravernd- unarlögin. Blaðið talaði við Ásgeir Hjörleifs son, hjá fyrirtækinu Sigurði Hann- essyni og Co. í morgun, en fyrir- tækið stendur að þessum hrossaút flutningi. — Að okkar áliti er eymamark- ið miklu ómannúðlegra en brenni- markið, sagði Ásgeir. Brennimark- ið kemur aðeins í húðina og síðan vex hárið aftur og kemur þá önnur áferð á það. Þaö varð mikið uppistand við höfnina í morgun, þegar verið var að skipa út brennimerktum hross- um, en eins og sjá má á myndinni hefur hesturinn verið brennimerktur á hálsi og lend. Deilur um freSfískinn innun EFTA — Getur ráðið úrslitum um aðild Islands □ Fulltrúar ríkisstjórna Norðurlanda munu í næstu viku sækja fund með Bret- um í London, tii þess að reyna að leysa hnútinn í EFTA-málinu, sem Bretar hafa skapað með tolli á freðfisk. Fulltrúar íslands verða Þórhallur Ásgeirs- son ráðuneytisstjóri og Einar Benediktsson deild- arstjóri. Samkvæmt erlendum fréttum eru Bretar mjög stífir í afstöðu sinni og hafa ekki hliðrað til fyrir Is- lendingum, en við leggjum megin- áherzlu á tollfrelsi á freðfisk, er við flytjum til Bretlands, komi til aðildar að bandalaginu. Á ráðherrafundi EFTA 6. og 7. nóvember er umsókn íslands eitt Óvænt síldarhrota á Djúpavogi Tiu skip i sild á Breiðamerkurdjúpi ■ Talsverð síld hefur fundizt í Breiðamerkurdýpi. Tíu skip eru nú komin þangað til veiða og fengu flest einhvern afia í gær. Hrafn Sveinbjamarson frá Grindavík var væntanlegur til Djúpavogs í dag með 200 tonn og vitað var um Heimi frá Stöðv arfirði og Hrafn Sveinbjarnar- son III. með góða slatta. Fleiri fengu síld í gær og munu þeir fara á Austfjarðahafnir, þar sem síldarsöltun fer nú í fullan gang eftir heils árs hlé víða. — Þetta er ágæt síld, sagöi Hjörtur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri á Djúpavogi í viðtali við Vísi í morgun, 29—30 cm. löng og 22% feit. Mest af síldinni hef ur farið í salt og verður búiö að salta í um 4000 tunnur þar í kvöld eða morgun. Þetta kemur mjög óvænt til okk ar, sagði Hjörtur og hieypir að sjálfsögðu miklu fjöri f atvinnu- lífið. Svæðið suð-austur af land- inu var opnað til síldveiða þann 15. og árangurinn virðist ekki ætla að láta á sér standa. Hiris vegar segja sjómenn að síldarmagnið virðist fremur lítið á þessum slóð- um, þó að vel hafi gengið aö ná henni. ’aðalmálið á dagskrá. Segir í erlend um fréttum, að eigi ísland að af- bera breytinguna í tollfrjálsan inn flutning á iðnaðarvörum inn í land ið, veröi það aö geta selt afurðir sínar með sama hætti, en þær séu aðallega fiskafurðir. Deilur eru uppi í EFTA, milli Breta og Norðurlanda. Freöfiskur- inn var í byrjun skilgreindur sem iðnaðarvara og því tollfrjáls. Bret- land heföi þó þann fyrirvara, að innflutningur frá Norðuriöndum mætti ekki verða umfram 24.000 tonn á ári, ella mundi lagður á 10% tollur. Þetta gerðist í fyrra- haust, og lögðu Bretar ekki ein- ungis toll á það, sem var fram yf- ir 24.000 tonn, heldur á allan inn flutning á freðfiski. Þess. vegna hafa Norðurlönd frá þeim tíma ekki notið góös af EFTA-kjörum í þessu efni, og iíta þau það mjög alvariegum augum. Sagt er að Danir hafi í upphafi byggt inngöngu I EFTA á þessu samkomulagi öðru fremur. .— Reynt verður í næstu viku að finna lausn á þessu viðkvæma deilu máli. Norðurárbrú fullgerð i lok mánaðarins Lokið veröur við byggingu Norö- urárbrúar í lok þessa mánaðar, en hún hrundi í vor, sem menn muna. Smíðin hefur þvi aðeins tekið nokkrar vikur. Vegamálastjóri upplýsti í morg- un, að umferð um brúna mundi byrja í Iok október, og væri það samkvæmt áætlunum. Heilsufar fólks eins vetrarmánuðum og a — segja læknar. Mikið um smákvilla ■ Meiri ódöngun hefur verið í fólki í sumar en venjulega og kenna menn þar um rigning- 'unni. Samkvæmt viðtölum, sem Vísir hefur átt við lækna, hefur mikið borið á kvefpest og háls- bólgu, sem er óvanalegt um há- sumarið. — Það er óvanalega mikiö um smákvilla, því er ekki að neita, sagði Halldór Arinbjarnar, þegar Vísir hringdi í hann í gær. Yfirleitt hefur verið minna hjá heimilislækn- 'um að gera yfir sumartímann, en þetta sumar hefur verið eins og vetrartími hvað þetta snertir. Þá má búast við að fólk sé mun verr undir veturinn búið en venju- lega vegna sólarleysisins í sumar, marga hrjáir blóðleysi, vítamínleysi og almennt kjarkleysi, en nánar er sagt frá áhrifum sumarsins á and- legt og líkamlegt heilsufar manna hér í blaðinu. Sj‘á bls. 9. Álverið komið í fulla vinnslu í mánuðinum Starfsmaður álverksmiðjunnar hellir bráðnu kríólíti £ sjötugasta kerið, sem tekið v en gert er ráð fyrir, að kerin verði öll (120) komin í vinnslu fyrir mánaðamót. ootkun, • Smám saman eins og risi, sem vaknar til lífsins, er ál- verksmiðjan í Straumsvík að komast í gang. • Eitt af öðru hafa kerin, sem greina hreint ál frá inn- flutta hráefninu — súrálinu — verið tekin í gagnið, sex ker á dag, og var búið að kynda upp í 70 kerjum í gær- dag. ,,Við gerum ráð fyrir, að verk- smiðjan veröi komin í fulla vinnslu fyrir mánaðamótin," sagði Ragnar Halldórsson, for- stjóri álverksmiðjunnar, við blaðamann Vísis í. gær, en þá var enn eftir að tengja fimmtíu ker til viðbótar í hinum 650 metra langa kerskála, en þar fer hin eiginlega álframieiðsia fram. Töiuverðum birgðum af hrá- efni hefur þegar verið viðað að verksmiöjunni og kom norska flutningaskipiö, Bahma, meö 11.300 tonn af súráli til verk- smiðjunnar í fyrradag og var unnið í allan gærdag að losun skipsins. Farmur skipsins mun endast verksmiðjunni til 2ja mánaða framleiöslu, eftir að hún er komin í fulla vinnslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.