Vísir - 14.10.1969, Side 1

Vísir - 14.10.1969, Side 1
 59. árg. — Þriðjudagur 14. október 1969. — 226. tbl. aKKUS VI' vélbáts í höfninni Olvaður maður tók 37 sml bát og sigldi úr höfn MÖNNUM viö höfnina varð ekki um sel í gærmorgun, þegar þeir sáu 37 smálesta eikarbát líða frá bryggju vestur við Granda, en í gegnum rórhúsgluggann sáu þeir, að stóð við stýrið maður, sem nokkrum mínútum áður hafði verið á rjátli á bryggjuhni slompfullur! Um ölvun við akstur eru sorg- lega mörg dæmi, en ölvun við stýri vélbáts er sem betur fer, fátíð en hreint ekkert grín frekar en hitt. , Bátsþjófnum voru því ekki valinn fögur orð af þeim, sem stóðu á .,kajanum“, og horfðu á hann bakka bátnum frá bryggjunni, snúa honum innan um hina bátana við bryggjurnar, sleppa naumlega við árekstur og hringsóla síðan um höfnina, en auka síöan olíugjöf ina og taka strikið út fyrir hafnar- garðana. „Hvum dj.... ætlast maðurinn fyrir eiginlega? Er’ann orðinn kol- brjálaður?!" sögðu menn, og eig- anda, hafnaryfirvöldum og Slysa- varnafélaginu var gert viðvart, en aðrir biðu milli vonar og ótta. Ein hverjir höfðu orð á því, að iíklega þyrfti að senda varðskipeftirmann inum, en aðrir töldu, að kauði mundi skila sér aftur. „Hann hefur verið á bátnum áð- ur, kann á hann og hefur fengið einhverja fylliríisdillu, en hlýtur að skila sér“, sögðu einhverjir sem borið höfðu kennsl á þann, sem við stýrið stóð. Stuttu seinna sáu þeir, hvar bát- urinn hætti hringsólinu úti á ytri höfn og tók stefnu á innsiglinguna. Stýrimaður sló af og lagöi bátn- um að — öaðfinnanlega — en marg ar hendur voru til þess að grípa endanna, sem hinir fleygðu f land, er stokkið höfðu strax um borð. Enga þökk fékk maðurinn fyrir tiltækið, heldur var hann umsvifa- laust fenginn í hendur lögreglunni og voru honum ekki valdar kveðj- Trollbáturinn, sem ölvaður maður tók traustataki í gærmorgun og sigldi út úr Reykjavíkurhöfn til umar. mikillar hrellingar öllum, sem við höfnina voru og til sáu. Bjóða / hafrannsóknarskip og rækjubáta í S-Ameríku Islenzkar skipasmíðastöðvar leita víöa fyrir sér £ Að undanförnu hefur verið unnið að því að tilstuðlan iðnaðarmálaráðu neytisins að kanna, hvort unnt væri að hefja útflutn- ing fiskibáta frá íslandi. — Hefur þetta m. a. orðið til þess, að nokkrar íslenzkar skipasmíðastöðvar eru nú að undirbúa tilboð í 400 tonna hafrannsóknarskip í Chile og í fimm 70 tonna rækjubáta í Brazilíu. Skipa smíðastöðvarnar hafa einn ig sjálfar kannað mögu- leika á útflutningi til Kan- ada og Evrópu. Forsaga þessa máls er sú, að f vor var hafin samkvæmt tilstuðlan iðnaðarmálaráðuneytisins könnun á því, hvort ekki væri unnt aö afla skipasmíðastöðvum verkefna með útflutning í huga. í fyrstu var hug- myndin að reyna við útflutning skemmtibáta á Bandaríkjamarkað, en víð nánari könnun var álitið, að’þetta væri mjöig fjárfrekt og sér- hæft svið, þar sem við mikla sam- keppni væri viö að etja. Samband náðist við bandarískt fyrirtæki, Stokie International í Bandaríkjunum, sem hefur söluskrif stofur víðs vegar um heim, sérstak- iega í þróunarlöndunum og sér um sölu á fiskibátum. Þetta fvrirtæki tók að sér að kanna möguleika á útflutningi héöan og var í því sambandi gerður bæklingur á veg- um ráðuneytisins til að kynna is- lenzkar skipasmíðastöðvar. Þetta hefur orðið til þess, að fyr- irspurnir hafa borizt og útboðslýs- ingar, en nú er veriö að vinna að tilboðum í þessi skip eins og skýrt er frá hér að ofan. Stokie International mun fylgjast meö þvf, ef möguleikar opnast víð- ar, en of snemmt er að spá um, hvaða ávöxt þessi tilraun ber. Fyrir hönd iðnaðarmálaráðuneyt- isins hafa þeir Steinar Berg Björns- son og Pétur Pétursson aðallega unnið að þessum athugunum. verk^ðtáKtknum BÆNDUR VEFENGJA • Loöskinn h.f. er nú að und- irbúa mikinn sútunariðnað á Sauðárkróki eins og kunnugt er. Gerð verksmiðjuhússins er nú langt kominn, en það hefur vak- ið athygli, að engir gluggar verða á húsinu nema fyrir skrifstofur og kaffistofur. Sjálf ir verksmiðjusalirnir verða al- gjörlega gluggalausir. Staðreyndin er sú, að gluggabirta er alls ekki nógu góð, sagði Björg- vin Ólafsson, einn af foráðamönn- um Loðskinna í viðtali við Vísi i morgun. Rafmagnslýsing verður miklu jafnari og betrí og því heppilegri vinnulýsihg. Þetta verðúr fyrsta gluggalausa verksmiðjan á lslandi, sem Vísi er kunnugt um, en erlendis er orðið nokkuð algengt, að nota aðeins á 10. síðu. Vcrzlanir fyrir fuglinn fljúgandi u LAXARDALSNEFND — Senn látið til skarar skriða i virkjunarmálum Þingeyinga — nefnist grein um óvenjulegt mál, sem kom upp fyrir nokkru í Kópavogi. Með þeim miklu breyt- ingum, sem urðu á vegakerfinu gegnum kaupstaðinn urðu nokkrar Á næstunni má búast við að til skarar verði látið skrfða í virkjun- armálum Þingeyinga. Héraðsnefnd, sem kosin var til þess aö gæta hagsmuna bænda vegna fyrirhug- aðra vjrkjunarframkvæmda í Laxá ' bezt staðsettu verzlanir bæjarins \ vinnur nú að því að kalla saman allt í einu „settar hjá“, umferöar- gatan var grafin niður, en verzl- anirnar voru skyndilega svo hátt uppi, að helzt var fyrir færustu fjallgöneumpnn að verzla við þær. — Sja bls. 9 í dag fund meö þingmönnum kjördæmjS' ins til þess að knýja á með sín sjónarmið. Héraðsnefndin hefur nú seni frá sér greinargerð, þar sem efazt er um nauðsyn og heimild til þeirrar virkjunar, sem áætlað er að byggja í Laxá, en hún myndi hnotskurn — sjá bls. 8 hafa í för með sér eyðileggingu talsverðs hluta Laxárdalsins. — Viö teljum þurfa sterkari rök, en hingað til hafa komið fram, til þess að hætt verði við þá virkjun, sem þarna er áætlað að byggja. sagði Knútur Otterstedt rafveitustjóri á Akureyri, við Vísi í morgun. — Knútur hvað enga breytingu hafa oröið á afstöðu for- svarsmanna Laxárvirkjunar í þessu máli. — Þarna á sem kunn- ugt er að reisa 54 þúsund watta virkjun, en 7 þús. wött verða virkj- uð í fyfsta áfanga. Útboð hafa þegar verið gerð og verða tilboð í sjálfar byggingarframkvæmdirnar opnuð i desember, en tilboð í út- búnað stöðvarinnar í janúar. — Tlermóður Guðmundsson í Árnesi, talsmaður héraðsnefndar- 'nnar sagði við Vísi í morgun, að það væri álit nefndarinnar að þarna rnætti gera virkjun sem fullnægði orkuþörfinni á þessu svæði í fram- tíðinni, án þess að slík röskun yrði gerð á byggðinni í Laxárdal. Hermóður kvað bændur sizt mótfallna slíkri virkjun. Hann sagði ennfremur að bændur hefðu ýmislegt að athuga viö greinargerð þá, spm svonefnd „Laxárnefnd" hefði sent frá sér núna nýlega, en sú nefnd átti að fjalla um það hvaða áhrif þessi virkjun hefði á Laxá. Nefnd þessi var skipuð 65 mönnum. — Við véfengjum bæði skipun nefndarinnar og niðurstöður henn- ar, sagði Hermóður. Orkumála- stjóri skipaði þessa nefnd 1965 og í henni eiga sæti starfmenn Orku- málastofnunarinnar og verkfræð- ingurinn, sem sér um virkjunar- framkvæmdirnar og er hann þann- ig settur til þess að dæma sín eigin verk.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.