Vísir - 14.11.1969, Blaðsíða 4
Ellefu
klukkustundir
inni i röri
Lou litli Morris hefur ef til Hann skriður inn í rör, ekur á
vill erfiðasta starf í víðri veröld. maganum marga metra inn í ör-
mjó rörin á litlum magavagni.
„Einu sinni átti ég hræðilegar
þrjár stundir djúpt inni í röri“,
segir Lou. „Línan, sem tengd var
við vagninn og fólkiö átti að nota
til að draga mig Ut, slitnaði, og
ég varð aö mjaka mér meö hönd
unum alla leiðina. Þetta var næst
um eins erfitt og vinna mín í
kjamakljúf í Winfrith-stöðinni.
Þar var ég í ellefu klukkustund
ir.“
Lou er sendur inn í rörin, þeg-
ar gegnumlýsingartæki hefur
fundið leka í leiðslunni, sem veit |§|
ir gasi til fólks í vesturhluta ^
Englands. Hann hefur tvo kosti, _ , ' /
sem óhjákvæmilegir eru til
starfsins. Hann er svo lítill, að
hann getur skriðið um rör, sem
em aðeins 50 cm. í þvermál, og
hann þekkir ekki innilokunar-
kennd. Lou litli Morris hefur ef til vill erfiðasta starf í heimi.
Elskar hvern sentimetra af
myndarlegi barmur mælist.
þeim hundrað og tíu, sem hennar
Skemmtikraftar tryggð
•»v • r: ■-■■ ; • ,
ir fyrir tugmilljónir
Hætt að tryggja gegn skemmdum á húsmunum við pop-tónleikahald
Barmurinn
sem
lifibrauð
Einn metri og tuttugu senti-
metrum betur mældist brjóst-
kassinn eða öllu heldur brjóstmál
ið á einni af næturklúbbadans-
meyjum í Honululu á Hawai.
Aumingja stúlkutetriö var held-
ur óhress yfir þessum ósköpum,
enda þolir hún illa að glápt sé
á sig en það er víst erfitt að
sleppa við slíkt með svo myndar
legan barm. Allavega munu karl-
mennirnir ekki láta sitt eftir
l'Egje við að veita slíkri ungfrú
athygli.
Tvíræðar umræður hafa löng-
um spunnizt um „miklu barm-
ana“, kosti þeirra og galla fyrir
þær sem þurfa að bera þá. Marg
ir vilja halda því fram og vafa-
laust með nokkrum rétti, aö
minnsta kosti fyrir eina atvinnu
stétt kvenfólks, sem sagt þær,
sem atvinnu hafa af því aö af-
klæða sig frammi fyrir áhorfend
um, þá sé líkamshluti þessi eig-
inlega aldrei o£ stór.
Þessu er stúlkan á myndinni
algerlega sammála, en hún hef-
ur einmitt lifibrauð af því að
sýna sinn vel þroskaða barm,
sem þó mældist „aöeins“ einn
metri og tíu. Hún segir t.d. að
í sínu starfi sé beinlínis borgað
eftir sentimetratölu málbandsins,
til dæmis fái stúlkur, sem hafi
brjóstmál innan við einn metra
aðeins 2 — 300 dollara á viku „á
meðan ég hef 1000 dollara, þann
ig að ég elska hvem sentimetra
af barmi mínum“, segir ungfrúin,
„og svo gera einnig karlmenn-
irnir” bætir hún við.
„Fallbyssukóngurinn“ var
slysatryggður í Kaupmannahöfn,
er honum var skotið úr fall-
byssu. Greiðsla til tryggingafé-
lagsins nam 1000 íslenzkum krón
um á hvert skot. Hefði hann slas-
azt eða látiö lífið, hefði trygg-
ingarfélagið orðiö að inna af
hendi feiknalegar fjárhæöir f
bætur.
Ingeborg Brams veiktist dag-
inn fyrir frumsýningu á My Fair
Lady í Höfn. Fresta varö sýning
unni. Tryggingafélagið greiddi
1,5 milljónir íslenzkra króna
sem bætur vegna lokunar leik-
hússins í sjö daga.
Það var ekki heiglum hent að
fá tryggingu á Maríu Callas, þeg-
ar hún dvaldist I Danmörku ár-
ið 1963. HUn vildi sem sé ekki
láta í té heilbrigðisvottorð. Eng-
in trygging fékkst, þegar ísraelsk
ur ballettflokkur heimsótti Höfn.
Ekkert af þremur tryggingafélög
um, sem leitaö var til, vildi taka
að sér tryggingu gegn töfum
vegna mótmælaaögerða.
Það tíökaðist fyrir þremur ár-
um, að stjórnendur popp-tón-
leika tryggöu húsgögn fyrir
skemmdumj er þeir héldu tón-
leika sína. Þessu hefur nú veriö
hætt, enda dregið úr ólátum við
slík tækifæri í seinni tíð.
Er Preben Kaas lék í kvik-
myndinni „Síöasti veturinn", var
hann tryggöur fyrir tólf milljón-
’ ir, þar sem hann þurfti að bregða
sér til Gazasvæðisins í Palestínu
til aö skemmta dönskum her-
mönnum þar, mitt í upptöku
myndarinnar.
Loks má nefna, að rithöfund-
urinn Börge Outze varð að sætta
sig við að tryggja sig fyrir einar
300 þúsund krónur á ári, þegar
hann skrifaði bókina „Danmörk
á tímum seinni heimsstyrjaldar-
, innar.“
Þegar Inge-
borg Brams
veiktist fyrir
frumsýning-
una á My Fair
Lady í Höfn,
greiddi trygg-
ingafélagið
Lloyd hálfa
aðra milljón
íslenzkra
króna í
bætur.