Vísir


Vísir - 06.12.1969, Qupperneq 1

Vísir - 06.12.1969, Qupperneq 1
VISIR 53. árg.— Laugardagur 6. desember 1369. — 272. tbl. EFTA-tillagan lögð fram Frumvörp væntanleg til að sporna gegn óhóflegri ásókn erlendra fyrirtækja • EFTA-frumvarp ríkis- stjórnarinnar er komíð fram. Er það í formi til- lögu til ályktunar Alþingis og beðið um heimild til að gerast aðili að fríverzlun- arsamtökunum. íslendingar njóta þegar viö inn- göngu þess tollfrelsis, sem aðild- arríki EFTA hafa komið á sin í milli, en afnema sína eigin vernd- Ottazt um afdríf von Rosen Ekkert frá honum spurzt i nokkra daga Fjölskylda von Rosén, sænska greifans og flug kappans, sem var á dög unum að auglýsa eftir ís lenzkum flugmönnum í flugher Bíafra, mun nú óttast, að von Rosén kunni að hafa farizt í Bí- afra. Orrustuþotur Níg- eríu grönduðu tveimur særiskum MFI 9 B flug- vélum á dögunum, þeg- ar vélarnar voru að lenda eftir sprengjuleið- angur, að því er Lagos- útvarpið segir. Tengdadóttir hins 70 ára flugkappa er þó ekki á því, aö hann hafi farizt. I blaðaviðtali segir hún, að sér þyki einkar ösennilegt, að von Rosén hafi verið í niðúrskotnu vélúnum. Hann geri Bíafra meira gagn á jörðu niðri sem stjórnandi, en í sjálfu fluginu. Nokkrir íslenzkir flugmenn hafa haft samband við Vísi og kvartað yfir því, að skeyti, sem þeir hafi sent til Hotel Martin- ez í París til von Rosén, hafi verið send aftur, þar; sem eng- inn hefur veriö viðtakandinn, en í auglýsingu í íslenzku blaöi var flugmönnum bent á að hafa samband við von Rosén eða ein hvern Jakobsson á því hóteli. Þegar skeytin komu til baka, runnu tvær grímur á marga flug mennina og þeir töldu jafnvel verið að hafa þá að spotti. Séu hins vegar þessar flugufregnir réttar er skýririgin á þessu sam- bandsleysi flugmannanna við von Rosén augljós. Raunasaga Charles Dickens um munaðarleysingjann Oliver Twist, sem lenti i höndum Gyðingsins Fagins, og þjófsins Biil Sykes o. fl. illmenna, líður seint úr minni þeim, sem lesið hafa, en nú hefur fslenzka sjónvarpið tekið til sýningar brezkt sjónvarpsleikrit, sem.BBC lét gera um söguna. Næstu mánudagskvöld sjá sjón- varpseigendur því Oliver Twist á skerminum i stað framhaldsflokks- ins „Fýkur yfir hæöir“, sem lauk í þessari viku, og er ekki að efa það, að ungir munu njóta jafn- vel aö fylgjast með Oliver litla, eins og foreldrar og áöur afar og ömmur geröu í sinni æsku, en þeim mun einnig ri-fjast upp ánægjan af sögunni aftur, þegar þau sjá Bruce Prochnik, knálegan brezkan strák, fara með hlutverk Olivers. von Rosén. Vísir í vikulokin fylgir blaðinu i dag til áskrifenda artolla á 10 árum. Veröa vemdar- tollar lækkaðir um 30% við inn- göngu í EFTA. Engin frekari tolla lækkun verður næstu fjögur ár- in, en siðan 10% tollalækkun á ári, þangað til verndartollar hafa verið felldir niður að fullu 1. jan úar 1980. ' Þá verður að lækka tolla á hrá efnum og vélum, sem notuð eru í íslenzkri iðnaðarframleiðslu. Toll ar á hráefnum lækka yfirleitt um 50% við inngöngu, og tollar á vél um verða yfirleitt 7%. Söluskattur verður hækkaður sem svarar tekju tapi ríkissjóðs af þessum tollalækk unum. ísland óskaði að fá að halda nú- verandi kerfi innflutningsleyfa á olíum og bensini, og var á það fallizt. Verður þá áfram unnt að beina kaupum á þessum vörum til Austur-Evrópulanda, einkum Sov- étríkjanna, og halda áfram jafn- keypisviðskiptunum. Aðrar vörur, sem nú eru hér háðar leyfum, en innflutningur á að vera frjáls á í EFTA, verða ýmist strax settar á frílista eða innflutningur rýmk aður smám saman næstu fimm ár- in. Um nokkrar vörur varð sam- komulag, að halda mætti leyfa- kerfi í allt aö fimm ár. Gildir það til dæmis um færi og línur, kaöla og húsgögn. Eitl megindeilumálið hér á landi um EFTA-aðild, er 16. grein EFTA- samningsins, þar sem segir, að 6- eölilegt sé, að einstök ríki geti hindrað, að aðilar í einu aðildar- ríki geti stofnsett fyrirtæki í öðru. Þessi ákvæði taka ekki til land- búnaðar eða fiskveiða eða fram- leiðslu um borð í fiskiskipum, ekki banka, vátryggingarfélaga, gisti- húsa eða flutninga. Var ákvæði þetta óljóst f upphafi, en ráðherrar EFTA-ríkjanna gerðu meö sér sam komulag i Bergen 1966 um túlkun þess. Samkvæmt því segir f grein argerð frumvarps ríkisstjórnarinn- ar nú, „gætu íslenzk stjómarvöld, hvenær sem henta þætti, neitað erlendu fyrirtæki um leyfi til starf semi Jiér á landi“. „Veita þau þvf erlendum fyrirtækjum engan nýj- an rétt til atvinnurekstrar hér, ef núverandi löggjöf um iðju og iðn- að og verzlunaratvinnu yrði breytt þannig, að leyfi þurfi til stofnun ar allra nýrra fyrirtækja á þess um sviðum“. Verða frumvörp um þetta atriðj þvf lögð fyrir Alþingi. Gert er ráð fyrir, að ísland geti orðið aðili að EFTA 1. marz 1970. Umræður voru ekki um EFTA- málið á Alþingi f gær, en þings- ályktunartillagan verður rædd í næstu viku. Þá verða væntanlega útvarpsumræður innan tíðar. Brytinn reiðir ausuna til höggs, þegar Oliver Twist gerist svo frakkur að biðja um meiri súpu. Hagkvæmt að selja til Bandankjanna og Rússlands jbó v/ð göngum í EFTA — segir Guðmundur Magnússon, prófessor i skýrslu um horfur i iðnaði við EFTA-aðild það hlýtur . að verða hagkvæmt að selja ýmsar vörur til Bandaríkj- anna, þótt Island gangi í EFTA, segir Guðmundur Magnússon, pró- fessor í skýrslu tiÞ iðnaðarmála- ráðuneytisins, um ástand og-horf- ur í. íslenzkum iönaði, einkum, meö tilliti til aðildar fslands að ÉFTA. Þetta er éinfaldlega vegna þess, að t.d. í Bandaríkjunum er það. stór óg sterkur rnarkaður, aö fram- leiðsla okkar á ýmsum varningi vérðúr aldrei í stærri stíl éri svo, að ekki þarf að ná nema til lítlls geira af ;tnarkaði.num til -að -selja hana alla, — og>tþað'á !góðu.-vei‘ði. En þgð.værirhrapallegt; að -vaprækja þá'.niöguleika, .senv þar /eru- fyrir hendi, við inngöngu í ? EFTA.;') Á' bls. ,9, f :dág er fjall.að/ináriar um • skýrslu Guðmundar Magpús- sonar, prófessors. .. • • Stóraukinn útflutningur sjáv- arafurða og iðnaðarvarnings BÚAST má við mikilli aukn- ingu útfiutnings, verði ís- land aðili að EFTA. Utanrikis viðskipti EFTA-ríkjanna munu beinast inn á svæðið, svo að viðskiptin verða meiri við aðildarríkin en áður var. Hitt ,er jafnmikilvægt, að inn- an bandalagsins mun verða vaxandi verkaskipting og sér- hæfing til þess að auka hagkvæmni í framleiðslu. Einnig má búast við hækkuðu útflutningsverði fyrir þær vörur, sem til þessa hafa verið fluttar til EFTA-landanna. Nú greiðum við þar tolla, en eftir aðild falla þeir niöur. Þar sem íslenzka framboðið er tiltölulega lftill hluti af heildarmarkaöi f þessum ríkjum, ætti niðurfelling tolls- ins að koma útflytjandanum mjög til góða, og útflutningsverð iö að hækka nærri jafnmikið og nemur því, sem tollurinn var áður. Þetta segir í skýrslu sérfræð- inga um EFTA-aðiId og aukn- ingu iðnaðarvöruútflutnings, sem er fylgiskjal EFTA-tiIlögu ríkisstjórnarinnar. Þar segir einnig, að aukning útflutnings sé forsenda þess, að við getum hér trvggt sambærileg lífskjör og gerist með þeim þjóðum, sem við höfum nánast samband við. Sérfræðingarnir nefna til ýmsar greinar, þar sem vænta megi aukningar. Fyrsj: telja þeir væntanlega aukningu f útflutningi sjávaraf- urða, sem byggist á frekari nýt- ingu aflans hérlendis, betri nýt- ingu afla og fiskstofna. „Auk þess“, ségir í skýrslunni, „má búast við aukningu útflutn- ings á iðnaöarframleiðslu, sem nýtur hagstæðra ytri skilyrða hérl. Þannig er um stóriðju, sem byggist á ódýrri vatnsorku og jarðhita, ullariðnað, sútun og skinniðnað og annan iðnað, sem byggist á aðgangi að sér- stæðum innlendum hráefnum. Einnig mætti nefna minkarækt vegna ódýrs fóðurs og aukning ferðamannastraums vegna sér- kenna lands og náttúrufegurð- ar.“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.