Vísir - 06.12.1969, Side 4
Gæfan fylgir ekki Good Fort-
une, brezka flutningadallinum,
sem komst i heimsfréttimar í lok
september s.l., frekar en endra-
nær. Aftur hefur orðið hálfgild-
ings uppreisn um borð, og frá-
sögnin af henni, sem birtist í
brezka blaðinu The Sundey Tim-
es um helgina, minnir helzt á sjó-
ræningjafrásögn frá fyrri öldum.
Fréttirnar af Good Fortune
vöktu ekkj svo litla athygli hér,
þegar það kom í Ijós, að Islend-
ingurinn Runólfur Guðjónsson
hafði verið raf\élavirki í fyrri
ferðinni, sem varð svo söguleg.
Eins og kom þá fram í fréttum
yfirgaf Runólfur ásamt fleiri yfir-
mönnum og hluta af áhöfninni
skipið, þegar það strandaði ná-
lægt Manchester í Englandi, eftir
sögulega ferð.
Á laugardaginn var, var skipið
ennþá statt í höfninni við Sald-
anah-flóann f Suður-Afríku, þar
sem það hafði komið til að taka
vatn, eftir að helmingur áhafnar-
innar hafði yfirgefið skipið. Eng-
inn yfirmaður var eftir um borð,
enginn matsveinn og aðeins einn
vélstjóri.
*&*i*t,> v#íí( írtfm Uít; CMfém&**> Stohi+' >>.'< íh*.
Ennþá uppreisn á Good Fortune
Sunday Times birti frásögn 28. sept. s.l. af forkostulegri ferð Good Fortune, frá Afríku til Bretlands, er tðk tvöfaldan venju-
legan siglingartíma. En geysilega athygii vakti hér á íslandi, að landflótta íslendingur, Runólfur Guðjónsson, var með í þeirri
ferð, sem rafvélavirki, en hann var einn af þremur yfirmönn um skipsins, sem gengu frá horði, þegar skipið strandaði nálægt
Manchester í Englandi, og hafði Sunday Times viðtal við þá all a. Runólf sjáum við lengst til vinstri á þrídálka myndinni. Minni
myndin er af skipstjóranum hollenzka Borstlap.
Áhöfnin, fjórir hvítir menn og
fjórir blökkumenn, voru £ landi
og neituðu að fara aftur um borð,
enáa 'þðtt suinir þeirra ættu það
á hættu að vera teknir sem ólög-
legir innflytjendur, ef skipið færi
án þeirra.
Þeir sögðust hafa yfirgefið skip
ið vegna óþolandi aðstæðna, lé-
legra launa, vonds fæðis og vatns
skorts mestan hluta ferðarinnar
frá Englandi.
Samkvæmt yfirlýsingu frá öll-
um vélamönnum skipsins hófust
deilurnar um borð, fimm dögum
eftir að skipið fór frá Las Palmas.
Skipstjórinn sýndi skammbyssur
slnar og ógnaði áhöfninni. Yfir-
lýsingin sagði, að mjög erfitt
væri að vinna undir stjóm hans.
Þeir af áhöfninni, sem yfirgáfu
skipið, sögöu, að skipstjórinn
hefði ráðið suma af áhöfninni í
Palmas hjá lögreglustjóranum
þar, og meðal þeirra væru saka-
menn.
Þegar skipið var statt undan
Dakar, langaði skipstjórann til
að losa sig við tvo af áhöfninni,
sem álitnir vora vandræöageml-
ingar og höfðu verið ráönir í
Palmas og tvo aðra, sem studdu
hina fyrrnefndu. Það áttj að láta
þá á fleka og láta þá reka til
lands, en vélstjóramir neituðu að
hifa flekann fyrir borð, vegna
þess að mennimir væra óvanir
og líf þeirra hefði verið í hættu.
Áhöfnin, sem yfirgaf skipið
kvartaði einkum um hin slæmu
samskipti sín við skipstjórann.
Skipstjörinn, Hollendingurinn
Jacobus Borstlap, var sýknaður
fyrir tveimur árum í Singapore
fyrir meinta morðtilraun.
Vélstjórarnir kvörtuðu einkum
undan þeirri staðreynd, að þeir
hefðu orðið að bera gasgrfmur í
vélarúminu vegna dampsins frá
bilaðri vél. Þá kvörtuðu þeir einn
ig undan því að vatnið hefði
verið skammtað frá og með 5.
nóvember, ein vatnsfata á dag.
sem hefði átt að nægja öllum
þörfum.
4pi eeírifepi
** rs r
Zetu gardínubrautir.
Ódýrasta og vinsælasta gardínu-
uppsetningin á markaönum.
meö og án kappa
fjölbreytt
litaúrval
ZETA
Skúlagötu 61
Sími 25440
Sími 25441
K
GÆÐII GOLFTEPPI
VARIA HÚSGÖGN
LISTAVERK SÓLVEIGAR EGGERZ
GOLFTEPPAGERÐIN HF.
Suðurlandsbr. 32.
Sími 84570.
úr Velour. sem breytlst úr venjulegri skyrtu i
rúllukraga-skyrtu með þvf að renna Iásnum upp.
Litlr rauðar m/bláum lás, bláar m/rauðum lás,
ííiil-drapp m/brúnum lás. Staerðir 2 . 4 . 6 . 8.
f i.LI.EG * HANDHÆG ★ ÞÆGILEG
Oerzl.URLUil Alftamvril-s833GB
wtmmmmmmmmammammmmmmmmmmmmtmmmmm
LANDVÉLAR HF.
Síöumúla 11 - Sími 84443
RITSTJÓRN
IAUGAVEGI 178
SÍMI 1-16-60
i
hlutverki illmennis
Hann hefur lengstum verið
þekktastur sem dæmigerður
menntaður blökkumaður, enda
leikið undantekningarlaust hlut-
verk „góða mannsins" í öllum
myndum hingað til. í síðustu
mynd sinni skiptir hann hins veg-
ar um ham. Myndina mætti kalla
á íslenzku „I skjóli myrkurs".
Þar er Poitier í hlutverki sem íor
ingi bófaflokks, er rænir kvart
milljón dollara, og þótt ránzð bafi
veriö skipulagt, upp á sekúndu.
brot fyrir fram, þá gerist óhapp-
ið, foringinn, Sidney Poitier læt-
ur skapið hlaupa með sig í gön-
ur og fremur morð. Og um leiö
hefst hinn blóðugi eltingaleikur
afbrotamanns og lögreglu.
Sidney hefur nú skipt um ham. Hér í hlutverki illmennisins,
sem ógnar fórnarlambi sínu meö byssuhlaupi.