Vísir - 06.12.1969, Qupperneq 7
VI S I R . Laugardagur 6. desember 1969.
NYJUNG
WÓNUSIA
Sé hringt fyrir kf. 16,
sœkium við gegn vœgu
gjaldi, smáauglýsingar
á tímanum 16—18.
Staðgreiðsla.
Allar
máltíðir með
Husqvarna
rafmagnspönnu
unnar.
~^4óyeir5ion
Suffurlandsbraut 16.
Laugaveg-L 33. . Sími 35200.
íf.
AUGLÝSINGÁR
AÐALSTR>CTI 8
SÍMAR 1-16-40
1-56-10 og 1-50-99
cTMenningarmál
Hjörleifur Sigurösson skrifar um myndlist:
Hollenzk myndlist
CÚM hefur fengið hingað lista-
verk frá Hollandi í svartasta
skammdeginu. Fyrri samsýning
þeirra með erlendum hreim var
bæði kostuleg og lífleg um
margt. Aftur á móti getum við
sagt um þessa með bærilegri
samvizku, að hún stand; fastari
fótum bæði í nútíð og fortíð og
sýni okkur persónurnar, svið
þeirra og leikbrögð í skýrara
ljósi. Sjálfum þykir mér mest
koma til verka Lei Molin, er
fæddist 1927 og hefur því tvo
eða þrjá um fertugt. Er hann
ekki samgrónari upphafi sínu
en félagar hans á sýningunni,
auk þess búinn að finna tón, sem
verður ekki tortryggður —
hvernig svo sem menn líta á
kenjar búanna í kýrhausnum?
Ég trúi því, að jafn beinni und-
irstöðu verði ekki raskað til
muna, jafnvel þótt einhver okk-
ar kunni að bera brigður á smit-
unareld hennar. Efniviður þessa
klipputeiknara er fátæklegur en
tjáningaræðin þeim mun inni-
haldsríkari. Samt held ég það
geti verið þreytandi að horfa á
mörg verka hans í einu, af því
að léttu strikin hefur stundum
áður borið fyrir augu okkar.
Jaap Wagemaker er annar
Stefán Edelstein skrifar um tónlist:
Bravó!
6. tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands s.l. fimmtudags-
kvöld voru meö hinum ánægju-
Iegustu það sem af er. Til aö
byrja með var efnisskráin vel
samansett og í góðu jafnvægi,
þó e.t.v. í lengra lagi.
Fyrsta verkið var Sinfónía K
318 eftir Mozart, meinlaust verk
en aðlaðandi, reyndar eiginlega
„forleikur“ í þremur atriðum
(sem sinfónía upprunalega var).
Hljómsveitinni tókst hér að
mynda mjög samstilltan og fín-
gerðan hljöm undir nærgætinni
stjórn Alfred Walter.
17 ára unglingur frá Suður-
Afríku, Marc Raubenheimer, lék
einleikshlutverkið i píanókon-
sert eftir tékkneska tónskáldið
Kalabis. Sinfónía no. 2 éftir
Kalabis er mér enn mjög minn-
isstæð, en hún var flutt f maí
s.l. Er píanókonsertinn öllu
grynnri og veigaminni sem tón-
smíð, en samt ánægjulegur á að
hlusta og þakklátt verk fyrir
einleikarann, sem fær tækifæri
til að sýna kunnáttu sína og
leikni. Raubenheimer hefur að-
eins stundað píanónám í 5 ár og
má það kallast óvenjumikill ár-
angur, að geta leikið jafnerfitt
verk og þetta á svo öruggan og
afslappaðan hátt.
Einnig má telja það vel af sér
vikið af þessum æskumanni að
leika tvo píanókonserta sama
kvöldið, þvf eftir hlé iék hann
einleikshlutverkið í hinum fræga
konsert Schumanns. Einnig hér
einkenndi öryggi og rólyndi
leik Raubenheimers, tæknileg
nákvæmni og mikil fingrafimi.
En eins og vænta mátti, vantaði
töluvert upp á, að Raubenheim-
er tækist að ná yfirburðatökum
á verkinu, og væri ósanngjarnt
að ætlast til þess: hér vantar
enn þroska og reynslu, túlkunin
var elskuleg, en hiti og þungi
verksins komust ekki til skiía
nema að litlu leyti.
Á mælikvarða hinna „stóru“
á Marc Raubenheimer enn
margt ólært. Á mælikvarða ára
sinna stóð hann sig með miklum
yfirburöum. Samleikur hljóm-
sveitar og einleikara var til fyr-
irmyndar, þökk sé þeirri alúð,
sem Alfred Walter sýndi verki
og einleikara. Nokkur lýti voru,
að 2 eða 3 nótur, sérstaklega
tvistrikað C, voru áberandi
falskar á flyglinum.
Síðasta verkið var Sinfóniskar
myndbreýtingar um stef eftir
Weber eftir þýzka tónskáldið
Hindemith. Verk fullt af þrötti,
brilliant orku og úthverfri lífs-
gleði, sem gerir háar kröfur til
hljómsveitarmanna. Hinir 56
hljóðfæraleikarar kvöldsins
sönnuðu með leik sinum, aö þeir
eru færir í flestan sjó tónahafs-
ins, ef þeir vilja á annað borð
róa. Flutningur þeirra á verki
Hindemiths, svo og^allur spila-
máti kvöldsins vár þeim og,
stjórnandanum til sóma.
Áberandi mörg sæti voru auð ]
þetta kvöld. Veit ég ekki hvort,
kenna megi veðrinu um eða'
dvínandi áhuga. Spáir það ekki \
góðu.
mjög'svo áhugaveröur þátttak-
andi. Honum er eiginlegt að
flækja málið, blanda duglega
saman aðferðum og síefnumið-
um. Wagemaker dýrkar múr-
verkið til jafns við málninguna
og er hvorki hræddur við lyft-
ingar né uppgrefti. Mér kæmi
ekki allskostar á óvart, þótt
hann vendist bezt þessara höf-
unda. Stundum gerir hann helzti
mikið af því að bregða einni og
sömu slæðunni yfir myndina
alla. Sú árátta hreykir sér á
kostnað frjálsari vinnubragða.
Rooskens þekkjum við af verk-
um hans á Listasafni íslands og
sýningum í Reykjavik . .. vönd-
uöum og heilum í byggingarstíl
en ekki að sama skapi tilfinn-
ingaríkum. Myndir hans hjá
SÚM eru of þurrar og ástriðu-
snauðar að dómi undirritaðs
nema ef vera skyldi sú litta gula
undir risinu. Pierre van S»>est-
teiknar af list hjartans og að þvi
er virðist eðlislægri smámuna-
semi. Erfiðast á ég með að sam-
þykkja verk Latasters og
Huigs. l>eir eru hvorugur neinir
felumálarar en í þessari lotunni
felli ég mig tæplega v.ið brögð
þeirra í málverki, sem kenna
mætti við riss og barnslega trú.
Hafi Gallerí SÚM þökk fyrir
merkilegt framtak og góða, lær<
dómsríka sýningu. Mér þykir
sennilegt, ,,að hún feli í sér þann
anda eða hugsunarhátt, sem er
og hefur verið einna mest ein-
kennandi fyrir hollenzka mynd-
list í dag og að undanfömu“
eins og stendur í formála sýn-
ingarskrár.
Nýjar bækur
• Stjúpsysturnar
eftir Margit Ravn, sem kunn
er fyrir ástarsögur sínar. Þýð-
ingin er eftir Helga Valtýsson.
Útgefandi: Hildur. Bókband Fé-
lagsbókbandið. Prentun: Setberg
Bókin er 160 bls. Verð í verzlun-
um: 236.50.
• Tveir vinir
barnabók eftir R. Friis. Saga um
lítinn dreng, sem fer strokuferö
tii Frakklands. Þýðandi Þor-
valdur Kolbeins. Útgefandi HiM
ur. Prentun Lithoprent. 126 bls.
Verö í verzlunum 199.00.
Ann Landers talar við táninga
um kynlifið. Höfundurinn sér
um lesendadálk blaðsins Sun
Times í Chicago og gefur ráð-
leggingar til lesenda, en þessi
bók er sérstaklega skrifuð fyrir
táninga og byggð á bréfum frá
þeim. Knútur Kristinsson þýddi.
Útgefandi Bjarki. Prentun og
dreifing Lithoprent. 128 bls. —
Verö í verzlunum: 258.00.
•
HÚSGAGNAVERZLUNIN Opið til klukkcm 10 í kvöld og sunnudagskvöld
DÚN/ l AUfiBREKKU 5, k SÍMI: 42400 % KÓPAVOGI
NÝJAR GERDIR SOFASETTA - NY AKLÆÐI
ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ, MIÐAÐ VIÐ GÆÐI
HUSGAGNAVERZLUNIN
DÚNA
AUÐBREKKU 59
SÍMI: 424 00
KÓPAV0GI