Vísir - 20.12.1969, Blaðsíða 13

Vísir - 20.12.1969, Blaðsíða 13
VISIR . Laugardagur 20. desember 1969. „Þarf meira en að vera falleg og vel 73 vaxm — talað við Hjördisi Gunnarsdóttur, sem er skólastjóri fyrirsætuskóla i Bandarikjunum Tjað er ekki á hverjum degi að J maður hittir jafn óvenju- legan skólastjóra eins og hana Hjördísi Gunnarsdóttur, en skó! inn hennar er í Los Angeles - Vesturströnd Bandaríkjanna og er tízkusýninga- og auglýsinga- leikskóli. Á ensku nefnist skölinn „Jocelyn Ryai> School of Model ing and Fashion , - höfuðið á eigandanum, sem er bandarísk kona og er skólinn eingöngu ætlaður þv' fólki, sem ætlar eru 50 nemendur í skólanum í einu. Mikil áherzla er lögð á auglýsingaleiklistina því að Kalifornia er miðstöð auglýs- ingastarfsemi en ekki tízkufatn aðar. I Kaliforníu er sumar ár- ið um kring og miðast fataburð urinn við það, en t.d. í New York klæðir fólk sie meira eft- ir hátízkunni. A ð meðaltali er skölatíminn hjá okkur 6 mánuðir fyrir hvern nemanda, 18 tímar eins- sér að hafa atvinnu af fyrir- sætustörfum. — ’C’g byrjaði sem nemandi hjá þessari konu, sem á skólann, fyrir fjórum árum, seg ir Hjördís. Mig langaði alltaf út í þetta, hafði kynnzt þessu dá- lítið -hér heima meö því að vera á snyrtinámskeiði hjá Sigríði Gunnarsdóttur. Eftir að ég var búin í skólanum hjálpaði eig- andinn mér að fá atvinnu og fór ég að sýna minkapelsa og önn- ur föt. Eftir dvöl hér heima hélt Hjördís aftur vestur um haf og byrjaði þá aftur í skóiapum, en nú sem starfsmaður og var vinna hennar m.a. fólgin í því að svara í síma og vinna skrif- stofustörf, en á rúmu ári vann hún sig upp í núverandi stöðu sfna sem skólastjóri. — Ég innrita nemendur og prófa þá, bæði karlmenn og stúlkur, auk kennslu og ýmis- legs annars. Gegnumgangandi og tíðkast hér er of skammur tími. Til að komast á atvinnu- stig á heimsmælikvarða þarf mikið meira en að vera fallegur, því samkeppnin er hvergi harð- ari, en hins vegar er hægt að vera toppfyrirsæta i 15 ár í Bandaríkjunum. T.d. hefur þekktasta fyrirsætan þar vestra Vilhelmína, verið f sínu starfi þann tíma, og er það öðruvísi en t.d. í Danmörku. — Hvað er það nú helzt, sem fyrirsætan þarf að hafa áður en hún leggur út f þetta starf? — Hún verður að hafa brenn andi áhuga og meira en það, vera falleg og vel vaxin. Það eru oft mikil vonbrigði í sambandi við þetta starf, maður fær ekki alla þá vinnu, sem maður hefði óskað sér. Svo er þetta ekki starf frá klukkan 9—5. Ég hef iðulega unniö frá þvf á morgn- ana ti! klukkan 10 á kvöldin. Ég myndj ekki ráðleggja neinni stúlku að fara út í þetta starf, nema hún hefði þann áhuga. Fjölskyldán og tjeimilid — Tjað er sagt að glöggt sé gestsaugað, hverju hef- urðu tekið mest eftir hér í sam bandi við klæðaburð fslenzkra kvenna? — Ég hef tekið mikið eftir síðu kápunum hjá ungu stúlk- unum, sem viröast vera þær einu sem nota þær, allt eru þetta gagnfræðaskólastúlkur eft ir því sem mér sýnist. — Og hvað er nú efst á baugl f tízkuheiminum að þínu mati? — Buxnadragtimar eru mik- ið i tizku núna og eru mjög þægilegur fatnaður. Ef konur beita hugmyndafluginu ættu þær að geta saumað sér slíkan fatnað því að það er mjög auð- velt. Hvað andlitssnyrtingunni viðkemur, finnst mér sterka málningin vera að minnka mik- ið. Lítið er notað af augnsvertu en augnskuggar eru mikið í tízku og fölsku augnhárin, sem eru Ifka notuð fyrir neðan aug un. í þau má nota gömlu augna hárin, klippa þau og líma tvö og tvö saman á. Andlitssnyrt- ingin finnst mér vera fallegri núna en nokkru sinni áður, svo hafa varalitir dökknað. ■LTárið hefur síkkað og er yfir- leitt uppsett eins og alda- mótagreiðslan og túperingar eru úr sögunni. Undir hárið eru settir svonjfndir valkar og hef- ur 'r dottið í hug að nota mætti lopa f staðinn, þetta var mjö& algengt í gamla' daga. Lausir lokkar, sem falla fram og lausar fléttur, sem eru not- aðar til hárskreytinga og getur maður búið þær til sjálfur úr vinylhári og koparvír, sem mað ur fléttar saman, það er mjög auðvelt. Það er bezt að lesa sér til um í blöðum hvernig andlitssnyrt- ingin eigi að vera, þetta þurfum við að gera, fylgjast með. Bezta tímaritið um andlitssnyrtingu, sem gefið er út í Bandrikjunum heitir Glamour. Tjað var tízkuteiknari í Kali- forníu, sem innleiddi gegn- sæju tízkuna og það er gengið í gegnsæju og engu innanundir, bví brjóstahaldararnir eru alveg að detta út úr tízkumyndinni, ungu stúlkumar, hippastúlkum ar, ganga ekki í þessu. Gegn- sæja tízkan þykir ekkert tiltöku mál, ef fötin eru listræn og skreytingar á þeim t.d. marg- faldir brjóstvasar. Þetta er það helzta, sem hefur borið á góma sfðasta árið. Tjað er vikið að ýmsu öðru f sambandi við daglegt líf í Bandaríkjunum, stríðið í Vfet nam, „ég held að ég hafi aldrei talað við neinn, sem er með stríðinu, það eru allir á móti því, það tekur mann sárt að sjá 18—19 ára pilta vera senda í herþjónustu og sérstaklega að sjá hvað þeir eru hræddir.‘‘ Þá er það einnig hippalffið og hippaklæðnaðurinn, eiturlyfja- neyzlan, sem er vandamál og margt fleira. Hjördís er hérna í jólafríi og fer aftur til Bandaríkjanna eft- ir áramót, en ætlar ekkj að í- lengjast þar. — Mér finnst alltaf innst inni, að ég eigi eftir að koma heim til búsetu og af þeim á- stæðum hef ég t.d. aldrei lagt í það að kaupa mér húsgögn eða annað, sem bindur rnann,, mér finnst ég eiga mínar rætur - , hér L EIG A N s.f. Vinnuvélar til íeigu Litlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og fleygum Rafknúnir Steinborar Vatnsdœlur (rafmagn, banzín ) Jarðvegsþjöppur Rafsuðutœki Víbratorar Stauraborar Slípirokkar Hitablósarar HÖFDATUNI U. @ Notaðir bflar til söl u < hifl Höfum kaupendur að Volkswagen og Land-Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Til sölu í dag: Volkswagen 1200 ’56 ’59 ’63 ’64 ’65 ’68 Volkswagen 1300 ’66 ’67 ’68 Volkswagen 1600 TL ’67 Volkswagen sendiferðabifr. ’66 ’68 Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68 Land-Rover dísil ’62 ’66 Willys ’62 ’66 ’67 Fíat 124 ’68 Fíat 600 T sendiferðabifr. ’66 ’67 Toyota Crown De Luxe ’67 Toyota Corona ’67 Chevy-van ’66 Chevy Corver ’64 sjálfskiptur m. blæju. Volga 65 Singer Vogue ’63 Benz 220 ’59 Skoda Octavia ’65 ’69 Moskvitch ’68 Renault ’65 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar. Laugavegi 170172 ENDAST Ijósoperurnar stuft? Reynið jbó neOex Þær endast meira en 2Vz sinnum lengur. 2500 klukkustundir við eðlilegar aðstæður. Þér sparið bæði fé og fyrirhöfn með því að nota NELEX. Heildsala — Smásala. EINAR FARESTVEIT & CO. H/F Bergstaðastræti 1€ A • Sími 21565

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.