Vísir - 20.12.1969, Blaðsíða 7
7
yfVFR . Laugardagur 20. desember 1969.
cTVÍenningarmál
jM'eö hinni myndarlegu útgáfu
Aimenna bókafélagsins á
skáWverkum hans er GuÖmund-
nr Kamban loks aíkominn heim
ta felands. Það var mál til kom-
ið: nær sextíu ár eru liðin síðan
hann hélt aö heiman, ungur
stódent, og litlu skemmra siðan
fyrsta leikrit hans, Hadda
Padda var leikið í Kaupmanna-
böfn og hér heima. Kamban
kom fyrst fram í dönsku leik-
húsi í kjölfar Jóhanns Sigur-
jónssonar, og sjálfur Georg
Brandes fylgdi honum úr hlaði.
Betri gat heimanfylgdin varla
verið. En Guðmundur Kamban
setti metnað sinn hærra en verða
ísienzkt átthagaskáld í Dan-
mörku: hann vildi yrkja um al-
þjóöleg efni fyrir alþjóðlegt leik-
svið og lesendahóp. Vera má að
ein undirrótm að skipbroti hans
felist í sjálfum þessum metnaöi.
Því að Kamban beið skipbrot
erlendis. þess tjóar ekki að dyfj-
ast, að þvi leytj tfl að honum
tókst aldrei að brjótast til þess
alþjóðlega frama sem hann ætl-
aði sér. Einstök verk hans hlutn
viðurkenningu, vrnsældir og tít-
breiðslu um sinn, Vér morðingj-
ar, Skálholt, Vítt sé ég land og
fagurt, en nafn hans og verk
félhi brátt i gleymsku í Dan-
mörku, hvað þá annarstaðar, og
engar Ifkur til að þau verði vak-
in upp að nýju. Þeim mun
hryggilegra er það hve torsótt
honum reyndist leiðin heim.
Fyrstu leikrit hans voru að vísu
Ieikin í Iðnó. en tilraun hans til
að ryðja sér til rúms i islenzku
leikhúsi á þriðja áratug aldarinn-
ar tókst ekki; það rúmaði hann
ekki. Fyrst með sýningum Leik-
felags Reykjavíkur á Skálholti
og Marmara og Þjóðleikhússins
á Vér morðingjar vann Kamban
verulega leiksigra hér heima, og
þaö er fyrst með hinni nýju
heildarútgáfu að verk hans
liggja öll fyrir á íslenzku.
Tjegar rætt er um íslenzka rit-
höfunda á erlend mál er
venjan að leggja mest upp úr
frægð þeirra og frama, gildi
þeirra, hennar vegna, fyrir nafn
Islands og íslenzkar bókmenntir.
Sfzt skal úr þvi dregið. En fyrst
og fremst er þessi saga, þessar
bækur og höfundar, þáttur Is-
lenzkra bókmennta og menn-
ingarsögu, og væri sannarlega
tugarins, Þúsund mílur. Eftir-
spilið er einkennilegt. Það upp-
lýsir „gátu“ leiksins um ástir
Ernests og Normu Mclntyre og
einfaldar hann að þvi skapi. En
áherzla þess hvílir á ádeilu á
dauðarefsingu, efni sem Kamban
var hugstætt á Ameríkuárum
sínum eins og Marmari og
Ragnar Finnsson votta. Sú á-
deila kemur þó hinu sálfræði-
lega drama Vér morðingjar
hreint ekki við.
T\ll þessi verk frá og með
Marmara, að frátöldum fyrri
hluta Ragnars Finnssonar, ger-
ast erlendis. En eftir ófarir þær
sem Sendiherrann frá Júpíter
fór á frumsýningu i Kaupmanna
höfn hvarf Guðmundur Kamban
um sinn frá leikritagerð og að
skáldsögum. Með Þrítugustu
kynslóðinni, sem nú birtist í
fyrsta sinn á íslenzku, reyndi
hann til að lýsa sinni eigin borg-
aralegu samtíð í Reykjavík: sag-
an kom út haustið 1933, en henni
lýkur með Balbó-fluginu þá um
vorið. Söguhetjunni í bókinni,
Jóni Ben, má vafalaust taka sem
fulltrúa þeirrar borgaralegu
frjálshyggju sem Kamban að-
hylltist sjálfur, manngildishug-
veitj leiknum sinn anda — ein*
og ótvírætt er um Vér morð-
ingjar?
TTvaö sem öðru líður um verk
Guðmundar Kambans má
ætla að Skálholt, bæði sagan og
leikurinn með sama nafni, muni
lengi endast til að halda nafni
hans á lofti. Þrátt fyrir metnað
hans að gerast alþjóðlegur höf-
undur á alþjóðleg yrkisefni, er
hans fremsta verk átthagabund-
ið og þjóðlegt, epískt verk, en
ekki dramatískt. Ástarsaga
Ragnheiðar Brynjólfsdóttur er
aðalefni verksins uppistaða
fyrri hlutans. En einnig siöari
hluti verksins er mikilsháttar
skáldskapur þótt honum takist
ekki aö sameina sinn sundurleita
sögulega efnivið til sambærilegr-
ar þeildar við fyrri hlutann. Og
saga Ragnheiðar er uppistaöa
leiksins í Skálholti sem hér er
birtur f upprunalegri óstyttri
gerð sinni. Sú gerð leiksins féll
á sviði Konunglega leikhússins f
Kaupmannahöfn, en hér heima
sem leikurinn hefur orðið vin-
sæll hefur jafnan verið notuð
styttri gerð hans. Þar fyrir má
vel vera að einnig lengri gerðin
væri verð athugunar að nýju þó
Kamban kominn heim
vert að utanfararsaga þeirra
yrði könnuð og sögð í heilu lagi,
áður en hún fyrnist meira en
orðið er. En nær skyldu vekjast
upp höfundur og útgefandi til að
vinna það verk?
tuðmundur Kamban var fyrst
og siðast leikritaskáld, og
leikrit skipa þrjú bindj af sjö í
ritsafni hans. Fyrstu leikritin
orti hann I nýrómantiskum
anda og undir áhrifum Jóhanns
Sigurjónss. Ekkj einasta þeim
áhrifum: þau voru einnig mótuö
af og héldu áfram borgaralegri
samtíðarlýsingu sem Einar H.
Kvaran hafðj hafið með skáld-
sögum sínum og hélt síðar á-
fram í leikritum, e.t.v. fyrir á-
hrif hinna yngri manna. Hadda
Padda og Konungsglíman eru að
sönnu öldungis fymd verk í dag,
en frá þeim liggur engu að síður
þráður til hinna raunsæislegu
og sálfræðilegu leikrita Kamb-
ans, borgaralegra stofuleikja, á
þriðja áratugnum. Kamban
komst til manns sem rithöfund-
ur i Ameríku, þótt ekki yrði sú
ferð honum til fjár né frama, af-
rakstur hennar leikritin Marm-
ari og Vér morðingjar og skáld-
sagan Ragnar Finnsson. Öll snú-'
ast þessi verk um sömu manns-
mynd eða mannshugsjón, að
öllum líkindum íþætta meirj og
minni sjálfslýsing höfundarins.
Svo mun að mjnnsta kosti um
æskulýsingu Ragnars Finnsson-
ar sem síðar ferst i grimmum
greipum ameriska auðvaldsins.
Og ætla má að Robert Belford í
Marmara lýsi fullum fetum borg-
aralegri manngildishugsjón hins
uppkomna höfundar, — en sú
hugsjón hafnar í staðlausri
predikun í Sendiherranum frá
Júpiter,
/Tlíklegt er að leikrit Guð-
mundar Kambans frá
þriðja áratug aldarinnar verði
framar lífvænleg i leikhúsinu —
nema þá Vér morðingjar. Sá
leikur hefur raungilda sálfræði-
lega uppistöðu sem líkleg er að
vekja áhuga enn um sinn, en það
má hins vegar ólíklegt heita um
predikun Marmara og Sendi-
herrans, siöferðislega bollalegg-
ing Öræfastjarna eða Þess vegna
skiljum við. í þessari útgáfu er
birt „eftirspil" við Vér morðingj-)
ar sem aldrei hefur verið prent-
að né leikið, og hér birtist enn-
fremur áður óþekkt leikrit eftir
Kamban frá lokum fjórða ára-
Baldvin Tryggvason afhendir Gfsla Jónssyni bróður Kambans, fyrstu eintök ritsafnsins.
sjón hans sett niður í raunsæis-
legri Reykjavíkursögu. Nú hefur
hann full tök á þeirri borgara-
legu samtíöarlýsingu sem svo
skringileg verður í Konungsglím-
unnj eða smásögunni Dúnu
Kvarán frá sama skeiði og fyrstu
leikrit Kambans. Og sagan er að
sínum hætti heimild um samtíð
sína ekki síður en höfundinn:
óskmynd reykvískrar borgara-
stéttar í kreppunni. Eins og
mörg önnur verk Guðmundar
Kambans fjallar hún um hug-
sjónir fremur en veruleikann
sjálfan: sögufólk hans er mál-
pípur skoðana fremur en lifandi
fólk. Kamban hefur varla verið
einn um þá skoðun á samtíðinni
sem sagan lýsir, andúð í „þjóð-
Iegu" fásinni og einangrun og
öllum þess ytri táknum, draum-
inn um „opið land“ opið fyrir
nýjum áhrifum og þekkingu,
framtaki og framförum. Þannig
lesin kann sagan að reynast
fróðleg, bæði markmið hennar
takmarkanir, þó hún sé ekki á-
hugaverður skáldskapur.
Tj'ftir skáldsögur sínar, Skál-
holt, Þrítugustu kynslóð-
Vítt sé ég land og fagurt, hvarf
Guðmundur Kamban á ný að
leikritun í lok fjórða áratugar-
ins, en þau verk hurfu í skugga
stríðsins og fara ekki sögur af
þeim á leiksviði. Frá því skeiði
er hið nýfundna leikrit hans,
Þúsund mílur, sem hann viröist
aldrei hafa reynt til að birta.
Það hefur vafalaust verið rétt
ráðið: þó leikritið kunni að vera
fullgert er það ófullnað verk,
misheppnað. Frá þessum árum
er hins vegar annað leikrit,
Grandezza eða Stórlæti, sem
birtist nú í fyrsta sinn á íslenzku
ásamt gamanleiknum Vöf. Stór-
læti er vafalaust meö beztu leik-
ritum Kambans, létt og leikandi
sviðhæft, — en kemur það ekki
of seint fram til að nýtast ís-
lenzku leikhúsi? Eins og mörg
önnur verk Kambans virðist það
háð sinni eigin samtíð, þurfa
minnsta kosti við nýskapandi
leikstjómar til að nýtast að
nýju. Eða er samtíð þess ef til
vill orðin nægjanlega fjarlæg
okkur til að hennar eigin still
nýtist leiknum sem áhrifsbragð,
að löng sé og þung í vöfum, aið
hún megni betur að miðla epfsk-
um þunga og þrótti frásögunnaír.
Skáldsögur sínar, Ragnar Flnns-
son, Skálholt, og sína stóre
rómantísku sögu, Vítt sé ég land
og fagurt, samdi Guðmundur
Kamban jöfnum höndum á fc-
lenzku og dönsku og þær komu
jafnharðan út hér heima og
heyra þannig frá fyrsta fari tfl
í íslenzkum bókmenntum. En al-
kominn heim er hann ekki fyrr
en reynt hefur verið til Mítar
hvað lífvænlegast er í leikritum
hans.
jpáein orð að lokum um útgáfu
ritsafnsins sem er í sjö
handhægum bindum í snotra og
sterklegu bandi. Pappír er hins
vegar blakkur og óálitlegur, lík-
ast til af sparnaöarástæðum
enda er safnið stórt. ! safninu
eru öll skáldverk Guðmundar
Kambans smásögur, Ijóðmæli og
ljóðaþýðingar á dönsku, auk
skáldsagna og leikritanna, en
ekki hefur verið hirt um að hafa
ritgerðasafn hans Kvalitets-
mennesket, með í för. Það er e. t.
v. miður farið því að ólíklega
verður ritsafn Kambans gefiö út
í heilu lagi hér eftir. Efnisskipan
virðist dálítið óhöndugleg, t.a.m.
er Skálholti sundraö í þrjú bindi,
en samtiðarsögur Kambans
hafðar á undan þvi og eftir.
Tömas Guðmundsson og Lárus
Sigurbjömsson hafa annazt um
útgáfu ritsafnsins og þýtt þau
verk sem ekki voru til fyrir á ís-
Ienzku f gerð Kambans sjálfs
eða þýðingú annarra, en Krist-
ján Albertsson r’itar inngang um
höfundinn. Ekki kann ég að
finna að þeirra verkum, og þýð-
ingarnar virðast í fljótu bragði
gerðar af mikilli alúð yið höf-
undinn og hans eigin rithátt. Én
eftirsjá er að því að ekki skuli
gerð fyllri grein fyrir höfundar-
ferli Kambans og þö einkum
leiksögu hans erlendis. Hvaö
sem þessum og þvilikum að-
finningum líður er þó mest um
hitt vert að nú liggja verk hans
loks öll fyrir i íslenzkri gerð, og
þaö er þrátt fyrir allt mikið og
loflegt framtak, skyldug ræktae^
semi við höfundmn sjálfan og
bókmenntimar.
KE2T I
I