Vísir - 20.12.1969, Blaðsíða 16
visir
Laugardagur 20. desember 1969.
Jólafréð á
150 krónur
- eðo 1120?
• Miklar annir hafa verið hjá
þeim aðilum, sem selja jólatré,
einkum þó fyrri hluta vikunnar,
þegar veðrið var skaplegra. Sagði
Jón H. Bjömsson í Alaska blað-
inu að veðrið hefðj geysileg á-
hrif.
• Jólatréssala er stunduð á ó-
tölulegum fjölda sölustaða um
borgina og má fá jólatré frá
150 krónum og upp í 1120
krónur, allt eftir efnum og á-
stæðum. Það er blágreni og eðal-
greni, sem er svona dýrt, en
rauðgrenið, baeði innflutt og inn-
lent, er ódýrara. Flestir munu
kaupa meðaltré, ca. 150 senti-
metra há, sem kosta 230 krónur.
Fjárhagsáætlun Kópa-
vogs 135 milljónir
útsvörin nærri 100 milljónir króna
Gefa 150 bækur
í verðluun í
jólagetraun
Fjárhagsáætlun Kópavogskaup-
staðar fyrir næsta ár hljóðar upp á
)35,5 milljónir króna, en á fundi
bæjarstjómar í gær var lagt fram
frumrit að áætluninni til fyrri um-
ræðu.
1-I.æztu útgjaldaliðir eru:
Til félagsmála 35,1 miiljón. Til
eignabreytinga, 26,1, þar af 17
milljónir til byggingaframkvæmda.
Til gatna- og holræsagerðar 22,3
milljónir. Til fræðslumála og skóla
reksturs 18,2 milljónir.
Helztu tekjuliðir eru áætlaðir:
Útsvör 97,5 milljónir, Jöfnunar-
sjóðsframlag 16,5 milljónir. Að-
stöðugjöld 7,5 milljónir. Fasteigna
gjöld 6,5 milljónir.
UMFERÐARMÁLARÁÐ helur
efnt til getraunar „í jólaumferð
inni“, í samvinnu við lögregl-
una, umferðarnefnd Reykjavik-
ur, Slysavamafélag íslands og
umferðaröryggisneíndir. Get-
raunin er prentuð í 30 þús. ein-
tökum og er henni dreift til
flestra 7—12 ára skólabarna í
landinu. Getraunin er þannig
uppbyggð, að nokkur orð hafa
verið felld niður úr 10 svörum
við spumingum um umferðar-
mál og eiga bömin aö finna
réttu oröin.
Getraunin „f jólaumferðinni"
hefur áður farið fram tvisvar
slnnum í Reykjavík, en nú í
fyrsta skipti er börnum utan
Reykjavíkur gefinn kostur á
þátttöku.
1 Reykjavík eru vinningar 150
bækur, sem lögreglan og um-
ferðamefnd Reykjavikur gefa,
en utan Reykjavíkur, áletraðir
nennar, sem Slysavarnafélag fs-
lands gefur,
í Reykjavik og nágrenni verö
ur dregið á ÞorláRlmessu og
munu einkennisklæddir lög-
reglumenn aka vinningunum
helm til barnanna á aðfanga-
dag.
Hvít jól a.m. k. við Lögberg
ing af rörum í vatnsleiðsluna til
svæöisins, en við það voru höfð
all nýstárleg vinnubröigð. Kanad
ískur suðumeistari frá fyrirtæk-
inu, sem framleiðir snjófram-
leiðslutækin, hafði suðuvélina
alltaf á sama staðnum, en lét
draga til leiðsluna eftir því sem
hún lengdist. Þannig náöi hann
mjög auknum afköstum við raf-
suðuna og því fullt útlit, að
hann ljúki öllu starfinu um eöa
skömmu eftir helgi.
Þá var langt komið að gera
hús yfir þjöppur, sem blása eiga
loftinu upp leiðslumar í brekk-
unni, en ekki stóð á neinu, nema
nokkrum smáhlutum í tækja-
búnaðinn, sem koma átti með
flugvélum.
Kristinn Benediktsson sagöi í
viðtali við Vísi í gær, að allar
líkur væru til þess að hann geti
opnað svæðiö um jólin, en auk
snjóframleiðslunnar veröa tvær
lyftur í gangi, sem geta tekið
5000 manns á klukkustund og
sömuleiöis verður opin veitinga-
sala í sumardvalarheimili Kópa-
vogs, sem stendur við brekkuna.
Ætlunin oð snjóframleiðslan hefjist
þar i næstu viku
■ Eftir hlákuna eru heldur
litlir möguleikar til þess að
Reykvíkingar fái hvít jól að
þessu sinni, að því er Páll
Bergþórsson .veðurfræðingur
telur. Það er að vísu nokkuö
snemmt að spá um slíkt fimm
dögum fyrir jól, en sam-
kvæmt reynslunni eru heldur
meiri líkindi fyrir rauðum jól-
um en hvítum í Reykjavík.
En þeir, sem telja engin jól
nema hvít séu, þurfa þó ekki
að láta alveg hugfallast, þvi
sennilegast verður hægt að
finna hvít jól upp við Lög-
berg. Kristinn Benediktsson
er nú í óðaönn að undirbúa
nýtt skíðasvæði þar, og þar
verður ekki beðið eftir snjón-
um. Hann verður framleidd-
ur, sem einhvern tíma hefði
þótt saga til næsta bæjar á
Islandi.
Um tuttugu manns vinna nú
að því hverja nýtilega stund að
fullgera svæðið fyrir jól og er
nú verið að ljúka við að leggja
vatnsleiðslur að brekkunum, þar
sem snjórinn verður framleidd-
ur. Tvær snjóframleiðsluvélar
verða tengdar við vatnsleiðslur
og loftleiðslur í næstu viku og
veröur snjóframleiðsla þá hafin
af fullum krafti. í dag var búið
að sjóða saman um rúman helm-
Alþjóðleg hafísráð-
sfefna í undirbúningi
Rannsóknaráð rikisins hefur
nú skipað nefnd til að kanna,
hvort unnt væri að halda hér
alþjóðlega hafísráðstefnu vís-
indamanna voriö 1971. Hlynur
Sigtryggsson, veðurstofústjóri
sem er formaður nefndarinnar,
sagði í viðtali við Vísi í morgun
að nú væri verið að kanna undir
tektir vísindamanna erlendis, en
það fer eftir undirtektum þeirra
hvort af þessari ráðstefnu verð-
ur.
Vonazt er til að ýmsir vísinda
menn i Ameríku, Rússlandi og
V-Evrópu. sem hafa stundaö haf
ísrannsóknir viljj koma til þess-
arar ráðstefnu, en hún yrði eins
konar framhald ráðstefnu ís-
lenzkra vísindamanna um haf-
ísinn. Áætlað er að ráðstefnan
1971 verði 3—4 dagar. Um dag-
inn komu fyrirlestrar og ræður
íslenzku ráðstefnunnar út í
miklu verki hjá Almenna bóka-
félaginu. Bókin er á íslenzku,
en síðar verður efnið einnig gef
ið út á ensku.
HVENÆR ER OPIÐ?
ENDA þótt jólaösin hafi sjald-
an byrjað fyrr en nú í ár, eiga
líklcga samt margir eftir að líta
í búðir fyrir hátíðarnar eða um
þær og eitthvað þarf jú að
borða um áramótin.
Blaðið hafði því samband við
Sigurö Magnússon formann Kaup-
mannasamtaka íslands, og bað
hann að gefa blaðalesendum upp-
lýsingar um opnunartíma al-
mennra verzlana á þessu tímabili.
„Þeir tímar, sem ég gef upp, eru
þeir, sem kjarasamningarnir ná til.
Eigendur sölubúða- telja þá hins
vegar ekki ná til sín, þar eð þeir
séu eingöngu gerðir til verndar
launþeganum og séu þeir því ekki
bundnir kjarasamningum, heldur
samþykktum borgarstjórnar um
opnunartíma sölubúða, en hún er
heldur rýmri.
Opið verður sem hér segir:
Laugardaginn 20. des. kl. 9—10
e.h., Þorláksmessu 23. des. kl.
9 — 24 e.h., aðfangadag jóla kl. 9 —
12, laugardaginn 27. des. kl. 9—12,
gamlársdag kl. 9 — 12.“
Hjá Mjólkursamsölunni fengum
við upplýsingar um mjólkurbúðirn
ar, er verða opnar sem hér segir:
Þorláksmessa kl. 8 — 6, aðfangadag
ur jóla kl. 8—13, á jóladag er lok
að, annan í jólum kl. 10—12 og á
gamlársdag kl. 8 — 13. Lokað er á
nýársdag.
Þarna geta höfuðborgarbúar haldið hvít jól ef allt gengur sam-
kvæmt áætlun. í gær var langt komið að sjóða vatnsleiðslumar
saman. í baksýn hús yflr Ioftþjöppur, sem leggja tll loftið í snjó-
framleiðsluna.