Vísir - 20.12.1969, Blaðsíða 3
3
f líTR . Langardagur 20. desember 1969.
cTWenningarmál
Stefán Edelstein skrifar um tónlist:
V erðlaunatónlist
■p'yrirsögnin á viö Sinfóníu nr.
3 eftir finnska tónskáldið
Kokkonen, sem hlaut tón-
skáldaverðlaun Norðurlandaráðs
fyrir þessa tónsmíð 1968. Verk
þetta myndaöi upphaf síðustu
tónleika Sinfóníuhljómsveitar
Islands árið 1969 og var hér vel
valið!
Sinfónían eftir Kokkqnen er
áhrifamikið og um leið einkar
áheyrilegt verk. Hún er „finnsk“
í eðli sínu, andlega tengd
finnskri hefð og víöáttu náttúru
þessa lands. Kokkonen tekst
að fylla út í ramma sinfónískrar
hefðar, þó þetta verk sé ekki
sinfónía í ströngum skilningi.
Sonfónía Kokkonens leitar beint
á hlustandann. Hún orkaöi á mig
sem vel heppnuð syntesa hefðar
og samtíma, heilsteypt og í raun
og veru óflókin tónsmíð, sem
þrátt fyrir ákveöinn „modern-
isma“ í hljómameðferö virðist
tengd síðasta brúarstöpli hinnar
stóru sinfónísku hefðar —
Gustav Mahler.
Hálfvolgt klapp skammdegis-
þreyttra tónleikagesta í hálf-
tómu húsi voru óglæsilegur vott-
ur um skilning og móttöku á
þessari merkistónsmíö. Hér hefði
verið full ástæða til að hrópa
bravó fyrir tónsmíðinni og ágæt-
um flutningi hennar af hálfu
Sinfóníuhljómsveitar Islands.
Annað verk á efnisskránni
var Konsert fyrir 2 píanó og
hljómsveit eftir Mendelssohn.
Einleikarar voru Ursula og Ketill
Ingólfsson. Þetta er fjarska leið-
inlegt, tilbreytingalaust og lang-
dregið verk og gefur engan
veginn rétta mynd af höfundi
ftölsku og skozku sinfóníanna.
Einhliða tónstigar í samstígum
þríundum sexundum og tíund-
um minntu óþægilega á fingra-
æfingar Czemy’s, fyrir utan
það að hér voru þeir klæddir
hljómsveitarbúningi og litaöir
yfirborðskennd tækifærisverks-
ins.
Það er engum greiði gerður
meö flutningi þessa tónverks,
(sem var vakið upp af dauða-
svefni 1959 eftir 134 ára væran
blund), sízt af öllu einleikurun-
unum, en þeir leystu hlutverk
sitt ágætlega af hendi þótt
stundum vantaði eilítið upp á
glæsileika og skýrleika tóna-
raðanna sífellu.
Einnig virðist það Iftt skiljan-
legt af forráðamönnum Sinfón-
íuhljómsveitar íslands, að láta
íslenzka leikmenn (þótt ágætir
séu) leika píanóeinleik með
hljómsveitinni, meðan íslenzkir
atvinnupíanóleikarar komast
ekkj að. En samkvæmt tónleika-
skrá 1969/70 er aðeins reiknað
með þvf, að einn íslenzkur at-
vinnupíanóleikari leiki meö
hljómsveitinni.
Þriðja verkið á efnisskránni
var Sinfónía nr. 5 eftir Tsjai-
kovský. Var flutningur sinfónf-
unnar með bezta móti, og má
segja, að þrátt fyrir nokkra
fegurðarbletti og einstaka mis-
ræmi milli strengja og blásara,
þá hafi þetta volduga minnis-
merki ástríðu og taugaspennu
komizt vel til skila.
Viö kveðjum Alfred Walter
með gamla árinu og þökkum á-
gætt starf.
Samtímis kveðjum við gamla
árið og vonum, að hið nýja bjóði
upp á nýjar hugmyndir, en láti
sér ekki nægja að endurtaka
hinar gömlu. Því hér gildir við-
vörunin: hið gamla, sé það verk-
efnaval, skipulagsform eða upp-
bygging tónleikanna almennt
séð, er ekki endilega sígilt og
gott, þótt gamalt sé. Við þörfn-
umst breytinga, og það róttækra.
Blaðburðarfólk
Dagblaðið Vísir óskar að ráða fólk til blað-
burðar í eftirtalin hverfi:
Hvassaleiti og Suðurlandsbraut
Dogblaðið VÍSIR
YMISLEGT
Vaskur, tvíbreiður svefnsófi og
barnakojur til sölu. Uppl. í sfma
25337.
Bilaviðskipti. Volkswagen ’58 til
sölu, Uppl. i síma 34045.
Nýtízku loðhúfur, treflar, púðar,
tízkupils o. fl. Sími 23134 allan
daginn.
GÆÐI í GÓLFTEPPI
VARIA HÚSGÖGN
LISTAVERK SÓLVEIGAR EGGERZ
GOLFTEPPAGERÐIN HF.
Suðurlandsbr. 32.
Sími 84570.
Heilsuvernd
Námskeið f tauga- og vöðva-
slökun, öndunar og léttum þjálf
unar-æfingum, fyrir konur og
karla, hefjast mánudaginn 5.
janúar. Sími 12240. Vignir
Andrésson.
■ Þannig leit út á Austurvelli i fyrradag. Norska jólatréð trjónar
þar upp í náttmyrkrið, lýsir upp nágrenni sitt vegfarendum til
ánægju og gleði í svartasta skammdegi ársins. Baka til sést til
Alþingishússins, þar sem unnið var að þvi að afgreiða stór mál.
Jólatónleikar í
Hallgrímskirkju
Kör Hallgrfmskirkju efnir til
jólatónleika þar í kirkjunni annað
kvöld kl. 21. Á efnisskrá eru 2 jóla-
kantötur, önnur eftir danska organ-
leikarann Soren Sorensen, en hin
eftir bandarfska konu, Jane La
Rowe. Einsöngvarar með kórnum
verða: Guðrún Tómasdóttir, Mar-
grét Eggertsdóttir, Hjálmar Kjart-
ansson og 2 kórfélagar, Maríus
Sölvason og Baldur Pálmason. Við
orgelið verður Haukur Guölaugsson
sem leikur einnig verk eftir Bach.
Söngstjórf er Páll Halldórsson.
Einnig koma fram báðir prestar
safnaðarins. Aðgangur er ókeypis.
---------------— t---------------------------
Móðir okkar,
INGIBJÖRG ÁSMUNDSDÓTTIR, Grettisgötu 58,
lézt á Landspítalanum 12. þ. m.
Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey, að ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
F. h. aðstandenda,
Hjördís Guðmundsdóttir.