Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Qupperneq 7

Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Qupperneq 7
Kristleijur Guðbjörnsson í hinum fallega garði sínum að Arkarholti 4. Þau Margrét Itafa tvisvar fengið Umhverfisverðlaun Mosfellsbœjar, árin 1986 og 1994. Þau hafa lagt mikinn metnað í garð sinn og umhverfi. Margir Mosfellingar þekkja hlaup- arann og lögreglumanninn Kristleif Guðbjömsson. í tilefni af starfslokum hans hjá lögreglunni 7. apnl s.l. hafði Mosfellsblaðið tal af honum, því þarna er á ferð dálítið merkilegur maður, sem hefur þjónað lögreglustarfínu vel og dyggilega í þrjátíu og fimm ár, en hann er einnig lærður húsgagnabólstrari og vann áður í átta ár hjá Bólstrun Harðar Péturssonar. C Dáður í Færeyjum Magnús Þorvaldsson, Mosfell- ingur og skipstjóri á log- og nóta- veiðiskipinu Sunnubergi var eitt skipti að ljúka loðnuvertíð með fullfermi á landleið úr Faxaflóa. Á leiðinni ræddi hann í talstöð við skipstjórann á færeyska skipinu Saxabergi, sem hafði leyft inni í ís- lensku lögsögunni, en engri loðnu náð. Magnús bað skipstjórann að koma inn í Njarðvík, þar sent loð- nunót færeyingsins var sett í land og nót Sunnubergsins um borð í Saxaberg. Magnús bað stýrimann sinn að taka Sunnubergið til Grindavíkur í löndun, hoppaði síð- an yfír í Sáxabergið, fór með það í Faxaflóann og fyllti skipið. Kristleifur fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1938 og hóf stöif hjá lögreglunni í Reykjavík 1965, en síðasti vinnudag- urinn var á lögreglustöðinni í Mos- fellsbæ 7. apríl s.l. Þar kvaddi hann fé- laga sína og æfistarfið sitt. Hann starf- aði alla tíð við almenna löggæslu og síðustu fimmtán árin í Reykjavík var hann varðstjóri í fangageymslu að Hverfisgötu 113. Síðustu tvö árin starfaði hann á lögreglustöðinni hér í Mosfellsbæ. Kristleifur er léttur maður í geði og raunsær, enda átti hann gott samstarf bæði við lögreglumenn og al- menning. Hann var sextán ára gamall þegar hann hóf millivegalengda- og lang- hlaup, varð Islandsmeistari yfir 30 skipti að meðtöldum boðhlaupum. Enn þann dag í dag standa líklega 2 ís- landsmet í 18 ára flokki og 5 met í 45 - 49 ára flokki. Hann keppti síðast í 11 km. Heiðmerkurhlaupi Iþróttafélags lögreglunnar árið 1988, þá fimmtugur og vann með yfirburðum. Hann er þekktur skotveiðimaður og hefur stundað þá íþrótl yfir 40 ár, einnig stundað stangveiði í silung. Eiginkona Kristleifs er Margrét Ólafsdóttir, þau fluttu að Arkarholti 4 um Jónsmessuleytið 1974, eiga fjögur böm og sjö bamaböm. Nú tekur Krist- leifur lífínu létt, hugsar um garðinn, konuna og bömin, fer á veiðar, vinnur á milli og síðan væntanlega sjáum við þennan fræga langhlaupara taka sprett- inn um Mosfellsbæinn og út í óviss- una. MostcllsliluAiA

x

Mosfellsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.