Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Qupperneq 15

Mosfellsblaðið - 01.05.2000, Qupperneq 15
Bjarki þjalfar og Beggi í FH Eins og llestir vita þá beið Aftureld- ing lægri hlut fyrir Haukum 2-1 í 4- liða úrslitum íslandsmótsins í hand- knattleik ekki alls fyrir löngu. Ég ætla ekki að fara tíundu upp einhverjar töl- ur úr leikjunum en síðasti leikur lið- anna fer sennilega í sögubækumar sem ótrúlegasti og jafnframt sorglegasti leikur Aftureldingar frá upphafi. Úr- slitin vom sanngjöm en grátleg, Hauk- ar unnu síöan Fram í úrslitum 3-1. Miklar hræringar hafa verið á leik- jiiatinamarkaðnum að undanfömu og á jugglega margt enn eftir að gerast. ^að helsta sem hefur gerst í herbúðum okkar manna er að Skúli Gunnsteins- son sem var að ljúka þriggja ára samn- ing sínum við félagið hefur ákveðið að hvfla sig á þjálfun í bili. Bjarki Sigurðsson var því ráðinn en óvíst er hver verður aðstoðarþjálfari hans en Siggeir Magnússon sem að- stoðaði Skúla verður að öllum líkind- um ekki við hlið Bjarka á næstkom- andi tímabili. Litháamir Savukynas Gintaras og Galkauskas Gintas hafa ákveðið að leika áfram með liðinu á næstu leiktíð en þessir menn hafa stað- ið sig afburðavel fyrir félagið. Gintaras var meðal annars kosinn besti sóknar- maður Nissandeildarinnar á lokahófi HSÍ sem haldið var fyrir skemmstu. Einar Gunnar gekkst fyrir stuttu undir aðgerð á liðþófa í vinstra hné, en meiðsli plöguðu Einar nær allt nýliðið tímabil. Vonast er til að Einar verði klár og kominn á skrið í haust. Sterkasti línumaður landsins í dag Magnús Már hefur gert tveggja ára samning við félagið og má því segja að það sé mikill hugur í stjómarmönnum félagsins að halda liðinu á toppnum þar sem það á heima. í kjölfar þess að Bergsveinn leikur ekki meira með Aft- ureldingu þá ákvað stjórnin að fá Reynir Þór Reynisson frá KA en Reynir hefur sýnt það og sannað að hann getur varið og nú er bara að vona að hann nái að fylla það djúpa skarð sem Beggi skilur eftir sig. Astsælasti leikmað- ur Aftureldingar farinn Bergsveinn Berg- sveinsson hefur ákveðið að leika með sínu gamla félagi FH á næstu leik- tíð en Beggi eins og hann er kallaður er bú- inn að vera stoð og styt- ta liðsins í rúm 6 ár. Beggi er búinn að vera leiðtogi liðsins í gegn- um súrt og sætt en þegar hann kom til liðsins þá var grunnurinn steyptur og eftir það var hægt að byggja upp það meist- aralið sem vann allt í fyrra. Jóhann Guðjónsson formaður handknatt- leiksdeildarinnar fékk Begga í Aftureldingu á sínum tíma, ég talaði við Jóhann fyrir stuttu og hafði hann þá þetta að segja um Begga. „Ég vill þakka Begga vel unn- in störf fyrir félagið í gegnum árin og óska honum velfarnaðar á nýjum eða öllu heldur gömlum vettvangi,“ sagði Jóhann Guðjónsson. MosfellsblaAlð ©

x

Mosfellsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.