Mosfellsblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 2
í'Ritstjórnargrein r "SLÆLEG VINNUBRÖGÐ" Flestum bæjarbúum er kunnugt um að til stendur að umbylta öllu skólahaldi hér í Mosfellsbæ. Ætlunin hefur verið að búa til svokallaða "Heildstæða" skólastefnu. Hluti af þessari breytingu er mikil aukning íbúa hér í bæjarfélag- inu og bygging nýs skóla á Vestursvæðinu. Allir hafa verið samm- mála um að fara í slíkar breytingar, á margan hátt eðlilegt í kjölfar Helgi Sigurðsson yfirtöku bæjarfélagsins á þessum málaflokki frá ríkinu. Akveðið var að gera stjómsýsluúttekt á fræðslu-og menningarsviði og skil- di sú úttekt framkvæmd af fyrirtækinu Rekstri og Ráðgjöf. Síðastliðið vor skilaði fyrirtækið af sér úttekt og fengu ken- narar hana í hendur á síðasta kennsludegi. I úttektinni voru lagðar til nokkrar leiðir sem unnt yrði að fara eftir og samþykkti fræðsluráð á fúndi sínum þann 16.6. að áfram skyldi unnið að þessum málum á þeirri braut sem mörkuð var. Fulltrúi Sjálfstæðismanna í fræðslunefnd lét bóka að k. skoðaðar skyldu aðrar leiðir. Það næsta sem gerist er að tekin er ákvörðun um að auglýsa eftir nýjum skólastjóra fyrir báða skólana á Austursvæðinu og var líkt og að yfirvöldum í Mosfellsbæ væri mjög umhugað um að koma skólastjóra Gagnfræðaskólans frá. Auglýsing um stöðuna kom á þeim tíma þegar ólíklegt var að margir sæktu um stöðuna, enda lyktar þetta af því að fyrirfram hafi verið búið að ganga frá málinu. Lítið var um að fræðslunefnd kæmi að málinu og litlar umræður um annað en skólastjórann. Seinni úttek- tin um fyrirkomulag í skólamálum kom svo út nú í haust og er hún um marga hluti athylgiverð. Flestir sem lesið hafa úttektina eru sammála um að þetta sé ákaflega léleg skýrsla og má af lestri hennar ráða að þeir sem hana sömdu hafi ekkert vitað hvað þeir væru að gera. Þannig er mikið ósamræmi rnilli skipurits og umfjöllunar í skýrslun- ni og nægir þar að nefna lýsingar á starfssviði aðs- toðarskólastjóranna. Umsögn flestra sem fjallað hafa um úttektina er á þá leið að hér sé um "slæleg vinnubrögð" að ræða. Skýrslan er því í raun ónýtt plagg þó segja megi að í henni komi fram hugmyndir sem vinna megi úr. A síðasta fræðslunefndarfundi var ákveðið að vísa málinu áfram til hinna ýmsu stofnana bæjarfélagsins til að reyna að koma skipan á væntanlegt skólahald hér í bænum. Segja má að þar með hafi málið verið komið á byrjunarreit og í raun þann reit sem stjómarandstaðan hér í bænum lagði til þ.e. að vinna að málinu þetta árið og koma síðan breyttri skipan á næsta haust eða þegar skólinn verður einsetinn. I staðinn hefur meirihlutanum tekist að setja allt í uppnám innan skólans á miðjum vetri í stað þess að bíða haustins sem er eðlilegur vettvangur breytinga. Samsæriskenningar um að allar þessar breytingar hafi verið settar á svið til þess að losna við skólastjóra Gagnfræðaskólans fá byr undir báða vængi. Einnig hljóta stjómendur fræðslumála að velta fyrir sér hvað þeir voru eiginlega að borga fyrir með þessari svokallaðri stjómsýsluúttekt. Vonandi tekst að koma "skikki" á þetta mikilvæga mál enda lífsnauðsynlegt fyrir bæjarfélagið því góður skóli er grundvöllur í nútíma þjóðfélagi. Þá er ljóst að bæjarbúar hljóta að hafa skoðun á skólamálum sem taka til sín helm- ing tekna bæjarfélagins. A BÍLAVERKSTÆÐI Guðvarðar og Kjartans Önnumst ailar almennar bifreiðaviðgerðir, " — w jeppabreytingar, rennismíði, sprautun o.ffl. j.ggfe' f Flujnimvri 16 c, MosfcIIsbæ SkýjLjít ;ÆOÉÚá Sími 566 6257 - Fars. 853 6057 r Fax 566 7157 •CELETTE Fullkomnustu grindarréttinga- og mælitæki sem völ er á hér á landi Flugumýri 20 270 Mosfellsbæ Sími: 566 8200-566 8201 Fax: 566 8202 Netfang: nybil@centrum.is 25 ára RÉTTINGAR BÍLAMÁLUN N&A RÍMsm&mt m «ska í Fvr'"'> o RÉ TTINGA VERKS TÆÐI j)Ó/l$ S. ehf. CELETTE Flugumýri 2 Jón R. Guðmundsson 270 Masíi'llsbx Cunnlaugur Jónsson RÉTTINGAR Sfmi: 566 7660 WÞAr,onsso" NVSMÍÐI Fax: 566 8685 hifrcidasmidamcisxtnr M Á L U N '’Framkvæmdin er til ævarandi skammar" Mikil óánægja ríkir með lagningu göngustígs í Mosfellsdal sem lagður var og malbikaður nú í sumar. Reyndar er þetta vægt til orða tekið því margir Dalbúar eru öskuillir enda telja þeir þessa framkvæmd með eindæmum og verði núverandi bæjarstjómanneirihluta til ævarandi skammar. Ætlunin var að leggja malbikaðann stíg með Þingvallar- veginum svo gangandi gætu gengið á malbiki upp Dalinn og er nú malbikður stígur 1.80 m á breidd upp allann Dalinn. Mikil handvömm virðist í lagninu þessa stígar en stundum fylgir hann nálægum skurði og stundum sjálfum Þingvallarveginum. Þannig hlykkjast hann upp Dalinn. Þessi vegur við hlið hins malbikaða vegar til Þingvalla hefur Engar brennur ? hingað til verið nýttur af hestamönnum enda ekki um aðra leiða að ræða að vetrarlagi. Nú er ekki hægt að nota þessa leið nema ríða á malbiki sem er óheppilegt út frá dýravem- dunarsjónarmiði. Varla kemst einn hestur fyrir á því svæði sem hestamönnum er ætlað milli göngustígsins og Þingavallarvegarins auk þess sem svæðið hallar að brún mal- bikaðs göngustígs, en þetta er fyrirsjáanleg slysahætta. Ekki var farið að tilmælum sumra íbúa Dalsins að hafa reiðveginn sem Qærst umferðinni heldur var hestunum ætlað svæðið næst veginum. Þá fengu íbúar þau svör hjá bæjaryfirvöldum að ekki væri hægt að malbika minni breidd en 1.80 m en samkvæmt upplýsingum hjá mal- bikunarfyrirtækjum er hægt að malbika í hvaða breidd sem óskað er. Göngustígurinn hefði því að ósekju mátt vera mjórri þan- nig að komið væri til móts við óskir fleiri aðila. Bak við tjöldin eru uppi háværar raddir um að þessi framkvæmd tengist pólitíkinni og að "Bonanzaástandið" sé að færast niður Dalinn. Tilboð í Snælandi! Mosfellsblaðið leitaði frétta hjá lögreglunni og bæjarverkfræðingi varðandi brennur á gamlárskvöld, en enginn hefur sótt um leyfi fyrir brennu hjá lögreglunni og bæjarverkfræðingur segir enga umræðu vera um þessi málefni hjá bænum. Teigabrenna mun hafa verið eina löglega brennan hér í bæ um síðustu áramót og framtakssamur maður úr Teigahverfi bar ábyrgð á henni. Hins vegar er enn jafn furðulegt að Mosfellsbær skuli ekki ríða á vaðið og setja upp á sína ábyrgð tvær brennur til að dreifa fólki, önnur mætti vera í Teigahverfi og hin á Vestursvæði. - Mosfellsbær heldur brennu á þrettándanum, en vill ekki skipta sér af fólki á einu aðalhátíðarkvöldi ársins, gamlárskvöldi. Skrítin stjóm þessi bæjarstjórn. Otrúlegur seinagangur Ungmennafélagið Afturelding sendi bæjarstjórn bréf um miðjan apríl s.l varðandi auglýsingaskilti við Vesturlandsveg, til fjáröflunar fyrir félagið. Skipulagsnefnd mun hafa samþykkt ákveðinn stað fyrir skiltið, en síðan hefur málið legið niðri og félagið engin svör fengið. Málið mun hafa gengið til bæjarráðs, frá bæjarráði til bæjarstjómar og frá bæjarstjóm til bæjarstjóra, en þar mun málið sofa sætum svefni um þessar mundir. Þetta mun ekki eina málið sem "sefur" vel í kerfinu. s Mdsfellsblmh r Utgáfu annast: Ritstjórar, ábyrgðarm: Helgi Sigurðsson og Gylfi Guðjónsson s. 696-0042 Framkv. stj. Karl Tómasson. íþróttir: Pétur Berg Matthíasson. Umbrot og hönnun Karl Tómasson og Hilmar Gunnarsson. Auglýsingasími: 897-7664 Netfang: ktomm@isl.is iUVaVaVaVaVaVaVaVaVaVaVxW Stöf(ur Blaðinu bámst tvær skemmtilegar stökur. Hugmyndirnar fékk höfundurinn: þá fyrri eftir lestur greinar Stefáns J Hafstein um lluguveiðar og þá síðari eftir að hafa heyrt viðtal við Omar Ragnarsson þar sem Ómar telur sig hafa lagt full mikið á vemdarenglana og er farinn að óttast að þeir fari af vaktinni. ‘Kann var með þá stóru svörtu uncdr ‘Það íiafa verið unaðs stundir. ‘En á KöCmavaðsstífCunni var pað þar sem KóCmfríður (a undir. fi vaftinni vemcCarengCamir CiaCcCa sér, yfirvötnum, gCjújrum, söncfum, jöCfum já Civar sem er. iMig Cangar aðeins að þaffa þér, fyrír aCCt, sem Cieim í stofu þú Ciefurfœrt og sýnt mér. KLár CHýtt - Hýtt - CNýtt Svínakjöt með frön- skum, piparsósu, rauðkáli og gulum baunum jólatilboð kr. 895.- Fjölskyldutilboð 4 hamborgarar, stór skammtur af frön- skum, 1 lítri ís, 2 1 kók og videóspóla aðeins kr. 1950.-

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað: 8. Tölublað (01.12.2000)
https://timarit.is/issue/237291

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. Tölublað (01.12.2000)

Aðgerðir: