Mosfellsblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 12

Mosfellsblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 12
Kirkjumar okkar á liðnum öldum Brot úr sög« bæjar Á aðventu, þegar dagamir eru stuttir og helg jól að koma, er við hæfí að láta hugann reika til liðinna alda og rifja upp kirkjusögu "^Mosfellsbæjar og hins forna Mosfellshrepps. Kirkjumar voru ekki bara miðstöðvar trúarlífs heldur alhliða menningarmiðstöð- var í gamla samfélaginu nánast samkomuhús. Sveitir landsins einken- ndust af dreifbýli og kirk- jan var einn fárra staða þar sem fólk kom saman. Landnámsmenn vom flestir heiðnir en margir þeirra sem komu frá írlandi og Suðureyjum voru kristinnar trúar. Einn þeirra var Örlygur Hrappsson sem nam land á Kjalamesi og bjó á Esjubergi. Þar reisti hann fyrstu kirkjuna sem byggð var í landinu, löngu áður en krist- ni var lögtekin á Þingvöllum. Árið 1981 hugðust þrír menn á vegum Þjóðminjasafns Islands grafa á Esjubergi og leita kirkjunnar. Þegar til kom reyndist grjótskriða ein mikil hafa mnnið úr fjallinu og yfir staðinn þar sem sennilegast var talið að kirkjan hefði staðið. Fornleifafræðingamir hættu þá við gröft sinn en tilvist kirkjunnar er ekki dregin í efa. Frá því kristni var lögtekin á íslandi til 1550 tilheyrðu landsmenn rómversk-kaþólskri kirkjuskipan. Á þeim tíma skiptust kirkjur í alkirkjur, hálfkirkjur og bænhús. Þá var Mosfellshreppur mun stærri en seinna varð og kirkjumar í umdæminu vom alls fimm. Ein var á Varmá, önnur á Mosfelli, sú þriðja niður við Sundin blá að Gufunesi og loks bæn- hús á Syðri-Reykjum og Lágafelli. Mosfellskirkja fyrsta kirkjan í sveitinni Kirkju að Mosfelli er fyrst getið í Egils sögu og Sturlungu og fyrsti nefndi presturinn þar var Skafti Þórarinsson. Líklegast var Mosfellskirkja fyrsta kirkjan í sveitinni. Hún stóð í öndverðu undir Mosfelli þar sem nú heitir Hrísbrú en eftir að skriða hljóp á túnið á 12. öld var hún flutt lengra inn með fjallinu að Mosfelli. Tilvist kirkna þar á staðnum í aldanna rás var slitrótt og árið 1888 var kirk- jan lögð niður og rifin. Lengi eftir það var engin kirkja á Mosfelli en á sjöunda áratug 20. aldar var þar loks reist ný kirkja sem vígð var 4. apríl 1965. Hún var byggð fyrir peninga sem Stefán Þorláksson lét eftir sig og hafði mælt svo fyrir um í erfðaskrá að nota ætti til að reisa nýja kirkju á Mosfelli. Um sögu kirkjunnar frá öndverðu má lesa í Innansveitarkróniku Halldórs Laxness. Er frásögn hans einkar skemmtileg og þeir sem ekki hafa lesið bókina ættu að gera það við fyrsta tækifæri. Kirkja að Varmá Elstu heimildir um Varmárkirkju eru frá ofanverðri 14. öld en líklega hefúr kirkja risið þar lljótlega í kjölfar kristnitöku. Vegna fyrirhugaðrar skólabyggingar nærri hól einum í túni hins foma Varmárbæjar þar sem kirkjan var talin hafa staðið og ekki einsýnt hvort hann mundi sleppa óskaddaður undan þeim framkvæmdum var ákveðið að fá fom- leifafræðinga til þess að grafa í hólinn sumar- ið 1968. Við uppgröftin komu þrjár tóftir í ljós og sú neðsta var kirkjan. Undirstöður vom mjög vandaðar og hún hefur verið úr torfi og grjóti en þiljuð að innan og með tim- burgólfi. Timburstafn hefur verið á vesturhlið. Mannabein fúndust sem sýnir að gröftur hefúr verið að þessari kirkju. Eftir siðbót 16. aldar fækkaði kirkjum í landinu, bænhúsin lögðust t.d. öll af. Varmárkirkja var ein þeir- ra kirkna sem lögð var niður og gerðist það á seinni hluta 16. aldar, líklegast á tímabilinu 1553-1584. Var hún þá eign Viðeyjarklausturs og má því rekja örlög hen- nar til þess að klaustrið var lagt af. Árið 1774 var gefin út konungsskipun um að sameina Mosfells- og Gufunessóknir og setja kirkju að Lágafelli. Tilskipunin var afturköl- luð en rúmum hundrað ámm seinna, 1886, tóku yfirvöld landsins þá ákvörðun að hrinda þessari gömlu hugmynd í framkvæmd til þess að spara peninga. Gufunes hafði þá um tíma verið annexía. Kirkjan þar var lögð niður áðumefnt ár og Mosfellskirkja tveimur árum seinna. Lágafellskirkja var reist á árunum 1888-1889 og prestsetrið fært þangað niðureftir. Var kirkjan vígð 24. febrúar og öll ár síðan hafa messur verið sungnar þar, nú bráðum í 112 ár. íbúar sóknarinnar vom fyrs- ta árið 403 en þeir eru nú um 6000. Vegna fólksfjölgunar hefur kirkjan verið stækkuð en hún er samt fyrir löngu orðin of lítil. Því er ráðgert að byggja nýja kirkju í framtíðinni á svæðinu þar sem leikhús bæjarins er nú. Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur Ósfcum þjónustustöðinni í ‘Mosfeíís6æ inniíega tií hamingju með viðufenninguna Yfirlýsing Mynd þessi sem Gylfi Guðjónsson tók fyrir fáum árum skömmu fyrir jól var ætluð sem almennt fréttaefni, en ekki til auglýsinga. Nú fyrir skömmu óskaði atvinnu- og ferðamálafulltrúi Mosfellsbæjar eftir mynd sem mætti fylgja einhverju kynningarefni bæjarins og væri þetta efni í vinnslu hjá Rit og Rækt í Háholti 14. Góðfuslega var orðið við þessari beiðni og myndin lánuð. Síðan birtist myndin á forsíðu 7. tbl. auglýsingaritsins DM, með kyn- ningu á viðburðum í Mosfellsbæ. Myndin birtist aftur á bls. 11 í ritinu og síðan í auglýsingu á baksíðu. Ritið hafði enga heimild til þessara birtinga utan efnis fyrir Mosfellsbæ og eru bömin og aðstandendur þeirra beðnir velvirðingar á misnotkun þessarar annars ágætu myndar. Jíetgihatdí MosfeCCsprestaCgCCi í cCesem6er Fimmtudagur 14. desember Heimsókn leikskólabama í Lágafellskirkju kl: 10:00 og 13:30 Föstudagur 15. desember Heimsókn leikskólabarna í Lágafellskirkju kl. 10:30 og 13:30 Þorláksmessa 23. desember Hátíðarguðsþjónusta í Víðinesi kl.l 1:00. Aðfangadagur jóla 24. desember Aftansöngur á Reykjalundi kl. 16:00. Einsöngur Jónas Þór Guðmundsson. Aftansöngur í Lágafellskirkju kl. 18:00 Einsöngur: Olafur Kjartan Sigurðarson, bar- 0lÍ5 JOLATONLEIKAR Tónlistarskólans verða haldnir miðvikudaginn 13. desember nk. í Safnaðarheimilinu Þverholti 3. (Ath. breytta dagsetningu). Yngri nemendur kl. 17:15 Eldri nemendur kl. 18:15 Söngtónleikar verða laugardaginn 16. desember kl. 17:00 í Safnaðarheimilinu Þverholti 3. Skólastjóri Sunnudagur 17. desember Fjölskylduguðþjónusta, jólastund barnas- tarfsins í Lágafellskirkju kl. 11:15 Athugið jólastundin kemur í stað hinnar almennu guðþjónustu sunnudagsins. Miðvikudagur 20. desember Aðventutónleikar í Neskirkju kl.21:00 á vegum Kirkjukórs Lágafellssóknar og organista safnaðarins. Tónleikamir eru til styrktar líknarsjóðum Lágafellskirkju og Neskirkju. Fjölbreytt efnisskrá m.a. ein- söngvaramir Margrét Árnadóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Olafúr Kjartan Sigurðsson. Hljóðfæraleikarar: Ingrid Karlsdóttir, Matthías Nardeau og Sveinn Þórður Birgisson. Kirkjukór Lágafellssóknar og Bústaðakvartettinn. Organisti: Jónas Þórir . Aðgangur ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum. itón, Matthías Nardeau leikur á óbó. Miðnæturguðþjónusta í Lágafellskirkju kl.23:30. Einsöngur Margrét Ámadóttir sópran og Sveinn Þ. Birgisson trompet. Jóladagur 25. Desember Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 14:00. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Klarinett: Sigurður Ö. Snorrason Hátíðarguðþjónusta í Mosfellskirkju kl. 16:00. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Klarinett: Sigurður Ö. Snorrason. Gamlársdagur 31. Desember Aftansöngur kl. 18:00 Flautuleikur : Kristjana Helgadóttir. Full búð afvörum - r j RITFONG - GJAFAVORUR SIMI 566-6620

x

Mosfellsblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
Tungumál:
Árgangar:
5
Fjöldi tölublaða/hefta:
37
Gefið út:
1998-2002
Myndað til:
01.12.2001
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Fréttablað með áherslu á málefni Mosfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað: 8. Tölublað (01.12.2000)
https://timarit.is/issue/237291

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

8. Tölublað (01.12.2000)

Aðgerðir: