Mosfellsblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 11
Fjöldi fyrirtækja fengið hótunarbréf frá
lögfræðistofu í Reykjavík
- þar á meðal bæjarfélagið
Forsaga málsins er sú að árið 1998 er fyrirtækjum í Mosfellsbæ boðið að kaupa pláss á vegvísum í bæjarfélaginu. Vegvísa
af þessu tagi má sjá víða um landið og eins og margir vita koma þeir sér oft vel. Einhverra hluta vegna áttu sér stað
ákaflega slæm mistök í hönnun þessara vegvísa sem reistir voru hér í bæ. Fyrst ber að telja mikla seinkun á afhendingu
vegvísanna og síðast en ekki síst að þegar þeir loks voru komnir á sína staði mátti sjá að þetta eru engir vegvísar eins og
sjá má á myndunum. Fyrir vikið var fjöldi fyrirtækja engan veginn tilbúin til að greiða fyrir þessa þjónustu sem bæði
barst seint og illa Mosfellsblaðið veit dæmi þess að fyrirtæki hafi haft samband við framleiðanda og beðið um að vera ljar-
lægt af vegvísinum. Framleiðandi óskaði þess vegna mikillar fyrirhafnar að Ijarlægja nafn fyrirtækissins af skiltinu að það
fengi að vera á því en hét þess að
láta greiðslu niður falla. Nú er svo
komið að þetta fyrirtæki ásamt fjölda
annara hefur fengið sent innheim-
tubiél frá lögliæðistolu í Reykjavík. ^ skiitinu má sjá tvö fyrirtæki sem staðsett eru í Þverholtinu, Framköllun nr.
33 og snyrtivöruverslunin Fína nr. 34. Eins og sjá má þegar litið er á myndina
hægra megin eru engin númer á viðkomandi stað.
‘íSh
OO FRAMKÖLLUN
Oö * MOSKELIJ5BÆ
_ .
34
Framköllun Mosfellsbæ_t 566-8283
Fína snyrtivöruverslun-í 586-8000
gginmii
Tilmæli frá lögreglunni
Þar sem senn líður að áramótum vill lögreglan beina þeim
tilmælum til foiTáðantanna bama og unglinga að hafa í huga það
vandræðaástand sem hefur verið í Mosfellsbæ undanfarin
áramót þegar böm og unglingar liafa safnast santan án eftirlits.
Lögreglan vill eindregið biðja forráðamenn um að hafa fjölskyl-
dugildin í huga og stuðla að samvistum fjölskyldunnar um
áramótin. Með því má koma í veg fyrir þá neikvæðu umræðu
sem ávallt kemur upp í kjölfar óæskilegrar uppákomu.
Stefnum að slysalausum áramótum, með ósk um ánægjuleg
áramót, lögreglan í Mosfellsbæ.
Ný tillaga um skipulag í Teigahverfí
A fundi skipulagsnefndar 28. nóv. s.l. bar arkitekt fram tillögu um skipu-
lag á auðu svæði vestan Teiga. Tillagan gerir ráð fyrir 113-114 íbúðum í 1
- 4 hæða húsum. Byggðinni er ætlað að vera blanda af sérbýli og fjölbýli
þó mikið meira af fjölbýli, lægst í jöðrum en hækkandi að miðju. Þar er
áætluð 4. hæða ljölbýlishús með bílageymslu að hluta og lyftum. Ekki
munu allir hrifnir af slíku háhýsi í Teigahverfí, enda samþykkti hrepp-
snefnd á sínum tíma að ekki skyldu byggð hér fjölbýlishús, eftir mótmæli
frá íbúum. Hins vegar er vöntun á húsi með lyftum og bílageymslu
sérstaklega fyrir eldra fólk, en slík blokk ætti e.t.v. betur heima
annarsstaðar.
'’Slæleg vinnubrögð"
Menningarmálanefnd ályktaði á fúndi sínum
þann 14. nóvember að skýrsla um stjómsýsluút-
tekt á fræðslu-og menningarsviði væri ekki
nægilega vel unnin og að ummæli um men-
ningarmál væru óskýrt orðuð og tvíræð. Taldi
nefndin að úttektin bæri vott um "slæleg vin-
nubrögð". Á bæjarstjómarfúndi þann 22.
nóvember tóku Sjálfstæðismenn undir þessa
skoðun.
Mosraf á tímamótum
Ingólfur Árnason við nýbyggingu sína að Háholti 23, sem er samtals 960 ferm.
Flytur bráðlega í nýtt húsnæði
lngólfur Árnason og íjölskylda hans
hafa rekið fyrirtækið Mosraf h/f í rúm 30
ár, sem er rafverktakafyrirtæki, verslun
og skrifstofur, nú með aðsetur að
Urðarholti 4. Ennfremur hefur fyrirtæk-
ið flutt inn loftræsti- og fóðurkerfi, sem
notuð eru víða um land í hænsna- og sví-
nahúsum. Einnig hefur lngólfur sem
rafvirkjameistari haft á hendi raflagnir í
ljölmargar nýbyggingar hér í bæ og
víðar, m.a. raflagnir í nýbyggingu skóla
við Lækjarhlíð, ásamt viðhaldi eins og
t.d. á Reykjalundi. Tíu manns starfa hjá
fyrirtækinu, en eiginkona hans og
dætur starfa í verslun og skrifstofú.
Eitt elsta fyrirtæki
Mosfellsbæjar
Árið 1969 hóf Ingólfur rekstur með
fyrirtæki sitt í fjárhúsi í Láguhlíð, sem
þá var býli og mun þetta eitt fyrsta
skráða einkafyrirtæki þessa sveitar-
félags. Árið 1973 vom færðar út
kvíarnar, llutt úr ljárhúsinu og þá í
gamla Búnaðarfélagshúsið við
Grænumýri. - 1978 varð Ingólfur
fyrstur til að byggja í nýju iðnaðarhverfi
sem þarna var skipulagt og reisti hann
hús undir starfsemina að Flugumýri 5.
Erfitt reyndist í snjóavetmm að komast
að og frá svæðinu, þannig að 1984 skipti
hann á húsnæði við Guðjón Haraldsson
vinnuvélaverktaka á hálfbyggðu húsi við
Urðarholt 4, þar sem opnuð var verslun
I. desember það ár og fyrirtækið rekið
þar síðan.
Nýtt hús í nýju hverfí
á nýrri öld
Þegar nýtt skipulag þjónustusvæðis milli
gamla og nýja Vesturlandsvegar var
kynnt, sótti Ingólfúr um lóð undir starf-
semi sína og ákvað að byggja yfir
fyrirtæki sitt á framtíðarsvæði við Háholt
23. Nýja húsið er að grunnfleti 400
ferm., kjallari, hæð og inndregin 2. hæð
160ferm., samtals 960 fermetrar.
Hugsanlegt er að leigja út til eins eða
tveggja fyrirtækja í viðbót og jafnvel að
leigja út stóran kjallarann sem geymslu-
eða lagerhúsnæði. - Ingólfúr áætlar að
flutt verði inn í nýja staðinn um
mánaðamótin jan./febr., en sem áður
verður opið á gamla staðnum nú um
hátíðamar og eru bæjarbúar velkomnir
vanti þá eitthvað til raflagna eða
jólaskreytinga og síminn er 5666355.
Gylfi Guðjónsson
Glæsilegir handunnir hnífar
1 Álafosskvosinni starfa margir
góðir listamenn eins og flestir
vita. Færri vita kanski að einn
þeirra er hnífasmiðurinn Páll
Kristjánsson. Við heimsóttum
Pál á vinnustofu hans sem hann
er í óða önn að standsetja til að
opna gestum og gangandi í
byrjun árs.
Ég hef búið í Mosfellsbæ í
tæpan áratug. Það var fyrir
rúmu ári að ég hóf að standsetja
vinnustofu mína hér í Álafos-
skvosinni. Ég hef allt frá því að
ég var barn haft mikinn áhuga
á hnífum og handverki almen-
nt. Eftir því sem ég best veit er
ég eini hnífasmiðurinn hér á
landi sem hef þetta að aðal
atvinnu. Hnífana mína smíða ég
nánast úr hverju sem er, algen-
gast er þó að ég noti bein,horn,
tennur eða tré. Blöðin í hnífana
eru svo sérsmíðuð fyrir mig í
Danmörk og Finnlandi.
Hnífamir eru talsvert keyptir
sem tækifærisgjöf sérstaklega
til
veiðimanna og útivistarfólks
almennt hér á landi. Eins eru
þeir mikið keyptir af erlendum
ferðamönnum. Það er talsvert
um það að fólk sérpanti hnífa
hjá mér og reyni ég eftir frems-
ta megni
að uppfylla
þær kröfur
og
hugmyndir sem fólk hefúr. Eg
rek ásamt fimm öðmm lis-
tamönnum gallerí að
Skólavörðustíg 3 í Reykjavík
en eins og áður sagði ætla ég að
opna vinnustofú mína
gestum og gangandi hér í
Mosfellsbæ í byrjun árs.
K Tomm