Mosfellsblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 14

Mosfellsblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 14
U[þjmmŒŒn[jr UjjDErcmítitBnr Umsjón: Pétur Berg Matthíasson, þeir sem vilja koma upplýsingum og fréttum á íþróttasíðuna geta haft samband í síma: 861-8003 Sigurgangan heldur áfram Þegar síðasta tölublað Mosfellsblaðsins kont út fýrir rétt rúmum mánuði síðan þá hafði Afturelding tapað fjórum leikjum í röð og í neðri hluta deildarinnar. A þes- liðsins Reyni Þór Reynissyni. Leikurinn við Stjömuna er leikinn var 9. desember síðastliðinn var einnig æsispennandi og var nóg skorað af mörkum í þeim leik. Lýsandi dæmi um baráttuna í leiknum sum eina mánuði sem liðinn er, þá hefur liðið leikið fimm leiki og unnið þá alla. Með góðum stuðningi bæjarbúa þá hefur liðinu tekist að snúa dæminu við og er nú í fjórða sæti deildarinnar með 14 stig. Haukar eru enn efstir með 22 stig, Fram kemur næst með 20 og Grótta/K.R er með 16. Síðustu tveir leikir Aftureldingar hafa verið æsispennandi, leikurinn við Valsmenn að Varmá var í jámum allan tímann og var Valur yfir 19-17 þegar þó nokkuð var liðið á síðari hálfleik. Þá tóku strákarnir okkar kipp og skoruðu 10 mörk gegn tveimur og gengu algjörlega frá leiknum. Galkauskas Gintas stóð sig frábærlega í þeim leik ásamt markverði Leikurinn endaði 29-27 fyrir Aftureldingu eftir að jafnt hafi verið eftir venjulegan leiktíma 24-24. Afram í bikarnum Afturelding mætti FH í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar 30. nóvember síðastliðinn að Varmá. Þegar Afturelding mætti FH síðast í bikamum þá fómm við heim með bikarinn, þetta var úrsli- taleikur alveg eins og þá og aftur tókst okkur að fara með sigur af hólmi. Leikurinn var í jámum allt frá byrjun og varði Beggi mjög vel fyrir FH-ingana. Það var hins vegar Magnús Már línu- maður sem var nýstíginn upp úr meiðs- lum sem kom sá og sigraði. Magnús spilaði nánast óaðfinnanlega og þegar hann fékk boltann á línunni þá var það eins og að horfa á heimsins bestu ballet- dansmær svo glæsilegar vom hreyfingar hans. Búið er að draga í 8 liða úrslit bikarsins og mæta strákarnir okkar Stjömunni í Garðabænum. Búast má við hörkuleik enda leikmenn Stjömunnar sársvekktir eflir tapið gegn okkur. Leikurinn verður háður miðvikudaginn 13. desember kl.20 í Garðabænum og verða fríar rútur frá íþróttahúsinu að Varmá kl. 19:00. Næsti leikur Aftureldingar í deildinni er sunnudaginn 17. desember í Hafnarfirðinum gegn FH. Það kann að vera að einhverjir Mosfellingar séu orðnir leiðir á að horfa á FH liðið en þetta er vonandi síðasti leikurinn við þá á árinu. MIKILVÆGT AÐALLIR MOSFELLINGAR FJÖLMENNI Á LEIKINA OG STYÐJI SÍNA MENN TIL SIG- URS. Ég gerði ekki neitt dómari Iþróttamaður Harðar Það var mikið um dýrðir hjá hestamannafélaginu Herði laugardaginn 2. desember s.l. Veittar voru viðurkenningar til félagsmanna fyrir frábæran árangur. Hæst bar tilnefning íþróttamanns Harðar. lþróttamaður Harðar árið 2000 er Kristján Magnússon. Hann hefur sýnt hreint undraverðan árangur á árinu sem er að líða og unnið til u. þ. b. 40 verðlauna á mörgum stónnótum bæði innanlands sem utan. Kristján er félögum sínum til fyrirmyndar innan vallar sem utan og telur ekki eftir sér að leiðbeina þeim sem skemur eru komnir. A myndinni hér fyrir ofan er Kristján að taka við viðurkenningu sinni úr hendi formanns Marteins Magnússonar, að neðan má sjá • verðlaunahafa í unglingaflokki. LEGO heimsmeistaramót yngrillokka í knattspyrnu Það var líf og fjör í íþróttahúsinu að Varmá tvær sl. helgar þegar fleiri hundruð knattspymuiðkendur víða af landinu komu saman og tóku þátt í LEGO heimsmeistaramótinu svokallaða. Foreldrafélagið Þrumur og eldingar stóð fyrir mótinu sem tókst í alla staði mjög vel. Mótið var fyrir 4. 5. 6. og 7. flokk og stóðu strákarnir í Aftureldingu sig mjög vel eins og vanalega. A myndinni hér til hliðar má sjá að það var kátt í höllinni þegar verðlaunaafhending fór fram. Vaxandi starf hjá karatedeild Aftureldingar Einn af fremstu þjálfurum heims í karate leiðbeindi félögum í karatedeildum Aftureldingar og Víkings dagana 1 .-3. desember bæði í Iþróttahúsinu að Varmá og í Breiðagerðis- skóla. Um var að ræða samæfíngar á báðum stöðunum í fimm skipti. Tommy Morris sem er skorskur og er með 7. Dan shito-ryu í karate virkaði ákaflega öruggur og mæltust æfmgarnar vel fyrir. Tommy Morris er jafnframt yfirdómari hjá alþjóðasamtökum um karate. Karatedeild Aftureldingar var stofnuð á haustönn 1997 og stunda nú um 30manns æfingar. Yfirþjálfari er Vicente Carrasco ‘Háhoíti 14, 2. íiæð Sími: 586-8989 (Effa (Björfog J-frefna ‘Vestmann í fiverri vifu tif jófa er afftaf eittfvað sfemmtifegt og nýtt. ‘Heitt á fönnunni og góðgæti með

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.