Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Blaðsíða 14
OlprjrUDŒŒnrr
Umsjón: Pétur Berg Matthíasson, þeir sem vilja koma upplýsingum og fréttum á íþróttasíðuna geta haft samband í síma: 861-8003
Hilmar er
mikilvægur
hlekkur í
keðjunni
Hilmar Stefánsson er ungur
piltur að norðan sem kom til
Aftureldingar haustið 1998 þá
aðeins 18 ára gamall. Hilmar er
uppalinn á Akureyri og býr
fjölskyldan hans þar. Mamma
Hilmars er hjúkrunarfræðingur,
og pabbi hans vinnur sem
sölumaður yflr dekkjum. Hilmar
á einn eldri bróðir og svo tvö
hálfsystkini. Hilmar er
gríðarlega efnilegur
handknattleiksmaður og hefur
staðið sig afbragðsvel þar sem af
er vetri. Hann er örvhentur og
leikur því í hægra horninu með
meistaratlokki Aftureldingar,
fyrsta árið sem hann var hjá
félaginu þá fékk hann ekki mikið
að spila enda var liðið þá
gríðarlega sterkt méð leikmann á
borð við Sigurð Sveinsson sem
spilar sömu stöðu. Á síðasta
tímabili þá fékk Hilmar æ fleiri
tækifæri og á þessu tímabili
hefur hann byrjað inn á flestum
leikjum liðsins. Þegar það kom í
ljós að Sigurður Sveinsson myndi
ekki spila með í vetur vegna
meiðsla þá héldu margir að hægri
mjög góður vinur, ég hef fengið
mjög hlýjar móttökur og er mjög
ánægður með það.
Þar sem Sigurður Sveinsson er
meiddur þá hefur mætt meira á
þér, hefur þú fundið fyrir mikilli
pressu og ef svo er hvernig hefur
þú meðhöndlað hana?
Jáaaaa neiiiii alls ekki, það fylgir
alltaf ákveðin pressa manni þegar
maður er að spila, en maður má bara
ekkert vera að hugsa of mikið um
það. Þetta er eitthvað sem maður
verður að höndla og ég held ég hafi
gert það ágætlega. Ég hef fengið
góðan stuðning frá leikmönnum og
þá Bjarka sérstaklega, einnig hafa
stuðningsmenn sýnt mér mikinn
stuðning. Þetta er reynsla en
pressan er alltaf að minnka við
hvem leik. Það eru gerðar til mín
kröfur eins og annarra og maður
verður bara að standa sig. Maður
verður að útiloka alla neikvæðni því
ef maður gerir mistök sem koma oft
fyrir, þá fer fólk að öskra eða
eitthvað en maður verður að útiloka
allt svoleiðis því annars fer allt í lás
og maður gerir jafnvel en fleiri
mistök.
Hverjir eru kostir og gallar
Hilmars sem handknattleiks-
manns?
Ég er ekki hár í loftinu, það væri
ekki slæmt að vera aðeins stærri.
Þar sem ég er ekki mjög hár þá
hefiir það áhrif er ég mæti mönnum
á ferð sem eru stærri því þeir getað
notað þyngd sína. Hins vegar hef
ég mjög mikið keppnisskap og er
mikill baráttumaður og gefst aldrei
upp. Ég er þokkalega snöggur sem
hjálpar mér mikið og ef ágætis
skotkraft.
Hvernig heldur þú að
Aftureldingu muni vegna á síðari
hluta tímabilsins?
Eitt af markmiðunum er úrslita-
leikur í bikar, en undan-
úrslitaleikurinn við HK verður mjög
erfiður. Vonandi náum við í
bikarúrslit en ég held við eigum
ekki eftir að gera mikið í deildinni,
4. sæti kannski þar væri gott fyrir
úrslitakeppnina þar sem allt getur
gerst. Ég held að við eigum eftir að
koma mjög sterkir út úr þessari
pásu, í fyrra vorum við sterkir íyrir
jól en slakir eftir en ég held að það
verði öðruvísi í ár. Það er mikill
vilji í hópnum að gera betur, Palli,
Savuska og Galka þessir menn eru
eftir að koma miklu sterkari að ég
held og fleiri.
Hverjar eru framtíðar-
horfurnar?
Ég klára minn samning nú í vor, ég
hef aldrei þorað að skrifa undir
nema eins árs samning en svo hef
ég verið hér í þrjú ár. Ég hef alltaf
ætlað heim en svo hefur það breyst,
en ég býst alveg eins við því að vera
áfram hjá Aftureldingu eftir þetta
tímabil.
hornið yrði akkilesarhæll liðsins. Ég vinn upp á Teigi við
Annað hefur komið á daginn og kjúklingaræktina, ég er búin að
hefur Hilmar sýnt að hann er vinna þar síðan ég kom haustið
sterkur hlekkur í keðjunni. 1998. Ég vinn þar sem aðstoðar-
bústjóri og það er mjög gaman. Ég
Hér má sjá Hilmar ásamt Kela inn í búningsklefa eftir góðan sigurleik
Af hverju valdir þú Aftureldingu
þegar þú komst suður til að spila
handbolta?
Bara áhugi, ég þekkti Nilla og eitt
leiddi af öðru. Ég hafði kynnst
Nilla í gegnum yngri landslið auk
þess sem hann hafði verið á
Akureyri í skóla og því vorum við í
góðu sambandi. Ég hafði ekkert
planað að koma suður og ætlaði
upphaflega bara að vera þar og
vinna og æfa. Nilli vissi að ég vildi
koma suður og svo hafði
handknattleiksdeild Aftureldingar
samband við niig og ég ákvað að slá
til.
Hvar ertu að vinna?
hef alltaf verið mikill sveitamaður
og ef ég væri að hugsa um einhvem
skóla þá færi ég líklega í
Bændaskólann. Ég hef alltaf haft
mikinn áhuga á bústörfum og
kjúklingaræktin á því vel við mig.
Ég er einnig að þjálfa unglinga-
flokk hjá Aftureldingu.
Hefur þú eignast marga vini
hérna?
Já, þetta er alveg búið að vera
meiriháttar. Ég vill kannski ekki
segja að ég eigi marga vini en ég
þekki mikið af fólki. Það er mikið
af fólki í kringum handboltan,
áhorfendur jafnt sem aðrir og maður
hefur kynnst mikið að góðu fólki í
kringum það. Nilli er náttíimlega
Katrín Dögg Hilmarsdóttir
kylfingur íþróttamaður
Mosfellsbæjar
árinu. íþróttamaður Mosfellsbæjar árið 2000 er
Katrín Dögg Hilmarsdóttir kylfingur úr
golfklúbbnum Kili.
Katrín vann Ijöldan allan af verðlaunum á árinu en
glæsilegasta stund hennar var án efa þegar hún
hafnaði í öðru sæti á Landsmóti kvenna í golfi. í öðru
sæti í valinu var Savukynas Gintaras handknattleiks-
maður úr Aftureldingu og í því þriðja var Kristján
Magnússon hestamaður úr Herði.
Katrín Dögg umkringd ungum aðdáendum
er hún sker í sigurtertuna.
íþróttamaður Mosfellsbæjar var valinn 14. janúar
síðastliðinn í Hlégarði að viðstöddu fjölmenni. Ævar
Sigdórsson sá um að stýra athöfninni í ár eins og
svo mörg undanfarinn ár. Mosfellsbær var að
heiðra íþróttamann bæjarins í níunda skipti ásamt
öðrum íþróttamönnum sem höfðu staðið sig vel á
Hér má sjá Sögu dóttir Magga Más línumanns ásamt
mömmu sinni Katrínu Jónsdóttir, en eins og sjá má
þá er Saga mjög hrifin af verðlaunagripnum sem
pabbi hennar fékk.
Knattspyrnutímabil
yngri flokkanna
komið á skrið
Eftir rúmlega tveggja mánaða
keppnishlé hjá yngri flokkum
knattspyrnudeildarinnar þá virðist
hvert mótið reka annað og því nóg að
gera hjá ungum fólboltasnillingum í
Mosfellsbæ. Svokallað Lego
heimsmeistaramót var haldið að
Varmá í desember. Fyrstu
sunnudagarnir í desember voru
notaðir til keppnishalds og komust
fæni að en vildu. Tæplega 800
hundruð strákar tóku þátt í mótinu
sem var bæði skemmtilegt og vel
heppnað í alla staða. Hafa meðal
annars stjórnendur tekið til
umhugsunar þann möguleika að
stækka næsta heimsmeistaramót, en
það fer allt eftir aðstæðum og aðstöðu.
Bjarki Már þjálfari hafði i nógu að
snúast í lok desember er 6., 5. og 4
flokkur Aftureldingar tóku þátt í
jólumótum. Gengi flokkanna var
misjafnt og stóðu sumir sig betur en
aðrir eins og gengur og gerist. Keppt
var i glæsilegri Reykjaneshöll og
kom 6. flokkur karla heim með silfur
eftir erfiðan úrslitaleik.
Mörg mót eru framundan og ber
hæst að nefna íslandmótin innanhúss
og svo Faxaflóamótið sem hefst í
febrúar. Auk þessara móta verður án
efa mikið um æfingaleiki en hjá
llestum liðum stendur undirbúningur
fyrir komandi keppnissumar sem
hæst.
Með 14. stig í pásuna
Afturelding fór með 14. stig í
vetrarpásuna og er í ó.sæti í deildinni
jafnt FH að stigum en með lakari
markatölu eftir þau afhroð sem liðið
þurfti að þola gegn þeim á
Strandgötunni rétt fyrir jól.
Leikurinn við FH átti upphaflega að
fara fram 17. des. en var færður til 15.
des. af einhverju ástæðum sem mér
þætti gaman að heyra einhvem tíman.
Ég nefni þetta út af því að Afturelding
lék við Stjömuna í bikamum 13. des.
og því fáránlegt svo vægt sé tekið til
orða að aðeins skuli líða einn dagur á
milli leikja. FH var ekki að spila 13.
des. því við vomm búnir að slá þá út
úr bikarnum og þeir því í fríi.
Leikurinn við FH var síðasti leikur
liðsins fyrir jól svo það var engin
ástæða fyrir því að flýta leik sem átti
að vera á sunnudegi yfir á fostudag.
Nóg um þessa vitleysu innan
Handknattleikssambandsins í bili.
Eins og flestir vita er handboltinn
búinn að vera í langri pásu út af
heimsmeistaramótinu sem fram fer í
lok janúar í Frakklandi. Þar em engir
leikmenn Aftureldingar en þó vom
fjórir valdir í undirbúningshóp fyrir
mótið. En allir afþökkuðu boð
landsliðsþjálfara sökum anna.
Svo er það bikarinn en Afturelding
spilar gegn HK í 4 liða úrslitunum að
Varmá 7. febrúar klukkan 20, en í
hinum leiknum mætast Selfoss og
Haukar. Mikilvægt er að allir
Mosfellingar mæti á næstu leiki
liðsins.