Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Side 15

Mosfellsblaðið - 01.01.2001, Side 15
BÆJARLEIKHUSSBRAGUR Bláa húsið stendur hér og skemmtir bæði mér og þér en við verðum að fara, það er ekkert bara. Kirkjan vill hér taka völd, það verður snemma á þessari öld því verðum við að hlýða byijuð strax að kviða því hér er okkar bú og ból komin verðum við á ról um næstu jól, en hvar við verðum veit nú enginn bæjarstjómin löngu gengin upp að hnjám að finna handa okkur húsið frítt það þarf samt ekki að vera nýtt öll viljum við leika, látum hugann reika um hvað Leikfélagið setti upp það var bæði rabb og rupp, grín og glens, nú er ég lens. Best að tala um leikara þeir em að meika það, þarna em Herdís stjóri og líka Gunni stóri, Gunna, Harpa og Maja hún er engin pæja, Gunny, Biddi og Lalli og okkar fyrrum Palli, Bogi, Hrena og Dóra öll munu þau tóra og flytjast svo í nýja húsið við viljum ekki drekka búsið heldur skála í malti aldrei gleymist Hjalti. Elsku góða bæjarstjóm er það voða mikil fóm að láta húsið standa vanda branda gætið ykkar handa, við sendum ykkur þúsund kossa og sorgartár og segjum saman gleðilegt ár. Dissararnir í Leikhúsinu Einn stærsti kjúklingastaður í heimi Hér er Helgi Vilhjálmsson í Góu í Hafnarfírði við nýtt hús sem hann er að reisa við Vesturlandsveginn hér í Mosfellsbæ. Húsið er jarðhæð um 500 ferm. og kjallari 350 ferm. Þarna verður starfræktur kjúklingastaður, Kentucy Fried Chicken (KFC), sennilega einn sá stærsti í heimi. Þar verður sérstakt leikland fyrir böm, einstakt alla vega í Evrópu og verður myndarlegt, 100 fenn. með 6 m. lofthæð. Þama getnr fólk borðað í ró og næði meðan bömin leika sér. Opnað verður með glæsibrag með vorinu, en Helgi kvaðst vinna þetta stig af stigi, þetta heföi gengið mjög vel með afar góðu samstarfi við Áhaldahús Mosfellsbæjar, byggingarfuiltrúa og starfsfólk á skrifstofu, sem hann langaði að senda kveðjur. Vínartónlist í Hlégarði Það verður létt stemning í Hlégarði sunnudaginn 28. janúar næstkomandi en þá mun Sigrún Hjálmtýsdóttir flytja síunga Vínartónlist ásamt fjögurra manna hljómsveit. Á efnisskránni verða valsar og polkar, vínarljóð og aríur m.a. eftir Johann Strauss yngri, Franz Lehár, Emmerich Kálmán Robert Stolz og fleiri. Hljómsveitin er skipuð Sigrúnu Eðvaldsdóttur, fiðluleikara og konsertmeistara, Sigurði Ingva Snorrasyni, klarínettuleikara, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanóleikara og Páli Einarssyni, kontrabassaleikara og jarðskjálftameistara. Það verður tónlistarveisla í Hlégarði þann 28. janúar kl. 17.00 þar sem margar góðar perlur munu hljóma og em Mosfellingar hvattir til að fjölmenna. Einangrunargler a l la r ge rð i r litið sýnishorn af framleiðslu Glertækní. Þunnar rúður fyrir gömul hús. Glerið sem grætur ekki. Hverfandi varmaleiðní á köntum rúðu. Mattur einangrandi millilisti úr silikon gúmmii sern inni- heldur rakadrægt efní. Öslitinn á hornum, aðeins ein samskeytí á rúðu. 11 mm þykk rúða með háeinangrandi gleri eínangrar betur en hefðbundín 20 mm þykk rúða (4-12-4>. Hotmelt Butyl rakaþétting tryggir langan líftima rúðunnar. GLERTÆKNI ehf GRÆNAMÝRI3 • 270 M0SHEUS8Æ • StMI 5668888 • FAX 5668889 Fasteignamarkaðurinn ^ Vantar eignir í Mosfellsbæ vegna mikillar sölu. Komum og skoðum samdægurs. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Páli í síma 5704500 og 698-8175 %

x

Mosfellsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.