Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Blaðsíða 11
Bæjarstjórn í kröppum dansi
við umsækjendur
Vandræði bæjarstjórnar vegna
lóðaúthlutunar í desember s.l.
ætla engan enda að taka. I
framhaldi af úrskurði félags-
málaráðuneytisins um miðjan
apríl s.l. sendi bæjarstjórn
umsækjendum sem hlunnfarnir
voru við úthlutunina með hinum
umdeildu viðmiðunarreglum
"sáttabréf' eins og ráðuneytið
lagði lil að gert yrði og var þeim
gefinn kostur á að lýsa óskum,
eða kröfum á hendur bænum.
Frestur var gefinn til 18 maí s.l.
Með bréfinu tókst bænum ekki
betur til en svo, að þeir hafa
fengið umsækjendur enn meir
upp á móti sér. Eftir að hafa
viðurkennt ámælisverð vinnu-
brögð og brot á meginreglum
stjómsýsluréttar við lóðaúthlutun
sem fram fór 27. desember s.l.,
klikkir bærinn út með því að
þetta sé þó ekki viðurkenning á
bótaskyldu gagnvart bænum.
Síðan lætur hann undir höfuð
leggjast að greina frá því að hann
hafi einnig framið
stjórnarskrárbrot á umsækj-
endum. Hann virðist síðan
komast að þeirri niðurstöðu að
ekki sé heimilt að leiðrétta
lögbrotið eða bæta þeim sem
misgert var við.
í framhaldi af þessu hefur fjöldi
umsækjenda sent bæjarstjórn
bréf þar sem þess er krafist að
úthlutunin verði tafarlaust aftur-
kölluð og framkvæmd að nýju og
þá löglega. Ella að ráðist verði
tafarlaust í að gera
byggingarhæfar lóðir til úthlut-
unar og dregið úr umsækjendum
sem voru með fullgilda umsókn.
Fjöldi lóða verði miðaður við að
sama hlutfall verði uppi og við
útdrátt í desember s.I., þannig
að allir hafi sama möguleika. Þá
áskilja einhverjir sér allan rétt til
bóta af hálfu bæjarins og benda
á að þeir haldi öllum leiðum
opnum til þess að leita réttar síns
fyrir dómsstólum. Þegar þetta
er skrifað hafa umsækjendur
engin viðbrögð fengið frá
bænum.
I síðasta blaði var vikið að því að
skrifa mætti um þátt ráðu-
neytisins í þessu máli. Þar er
fyrst fyrir að taka afglöp þess við
meðferð kærumáls Axels Inga
Eiríkssonar. Hann krafðist þess
m.a. að réttaráhrifum lóðaút-
hlutunarinnar yrði frestað á
meðan kæra hans var til með-
ferðar í ráðuneytinu. Ráðuneytið
lét undir höfúð leggjast að taka
þessa kröfu sjálfstætt fyrir eins
og því bar að gera. Með þessu
hefur ráðuneytið sjálft brotið
ákvæði stjómsýslulaga við
meðferð málsins sem verður að
telja ámælisvert. Fengi
umboðsmaður Alþingis málið til
meðferðar er eins víst að
embættið myndi láta frá sér
heyra um svona málsmeðferð.
Lagatúlkun ráðuneytisins sem
það byggir niðurstöðu sína á í
málinu er einnig ekki vafalaus
og yrði tekist á um hana fyrir
dómstólum ef málið endar þar.
Sé það hins vegar niðurstaðan að
beita þessari lagatúlkun er ljóst
að stjórnsýslulögin eru
meingölluð og almenningi alls
ekki sú réttarbót sem hann hefur
staðið í trú um að þau væm til
þessa.
Nýtt hringtorg á Vesturlandsveginn
Skyndilega kom upp mikill
ákafi hjá meirihlutanum í bæjar-
stjórn að flýta tengingu Baugs-
hlíðar við Vesturlandsveginn en
það á að gerast með hringtorgi
þar sem Skarhólabraut og
Baugshlíð koma inn á Vestur-
landsveginn. Heildarkostnaður
verksins er áætlaður 125 mill-
jónir króna og mun hlutur Mos-
fellsbæjar í þeim kostnaði verða
60 milljónir króna, auk þess sem
Mosfellsbær mun taka lán að
upphæð 30 milljónir króna til
þess að lána Vegagerðinni vaxta-
laust í eitt til tvö ár. Ekki var gert
ráð fyrir þessum miklu
ijárframlögum í IJárhagsáætlun
ársins 2001 né í þriggja ára
ljárhagsáætlun bæjarins. Stæsti
hluti kostnaðar Mosfellsbæjar er
við uppbyggingu Skarhóla-
brautarinnar og þar með er verið
að festa þá stefnu í sessi að hún
verði framtíðar tenging íbúa
Hlíðartúnshverfisins við Vestur-
landsveginn. Hvort það verður
gert með því að íbúamir þurfi á
leið sinni að heiman og heim að
fara í gegnum hið fræga iðnaðar-
hverfi liggur ekki Ijóst fyrir.
Meirihlutinn vill að rokið verði í
þessar framkvæmdir
strax og svo virðist
sem íslenskir
aðalverktakar þrýsti
á að fá þessa
vegtengingu vegna
íyrirhugaðrar
uppbyggingar þeirra
í Blikastaðalandi. Ljóst er að
Islenskir aðalverktakar eru að
verða sífellt áhrifameiri í
skipulagi og uppbyggingu
bæjarins og þá forgangsröðun
sem viðhöfð er við ráðstöfún fjár
úr bæjarsjóði og ekki stendur á
meirihlutanum, sem skipar
Framsóknarmenn og
Samfýlkingarmenn (eða eru þeir
vinstri grænir?) að þjóna þeim
herrum.
Stríð í
r
Alafosskvosinni
Fyrir nokkrum
ámm var svæðið í
Alafosskvosinni
deiliskipulagt
sem þjónustu og
verslunarsvæði,
auk þess sem
gert var ráð fyrir
léttiðnaði.
Svæðinu væri
jafnframt ætlað
að vera útivistar-
og skemmti-
svæði bæjarbúa.
Gert var ráð fyrir
að á þessu svæði
væm vinnustofur listamanna og
að kvosin yrði eins konar
vettvangur þeirra og
almennings. I deiliskipulaginu
var gert ráð fyrir 5-6 stúdío-
íbúðum í tengslum við vinnu-
stofur listamannanna og hafa
tvær slíkar verið samþykktar af
hálfu bæjarfélagsins. Aðrar
íbúðir á svæðinu hafa ekki verið
samþykktar. A sínum tíma vom
uppi efasemdir um samþykkt
slíkra íbúða.
Undanfarið hefúr borið á deilum
í kvosinni vegna hávaða og em
það tveir íbúar í ósamþykktum
íbúðum sem kvarta. Kvartað er
undan hávaða frá starfsemi
krárinnar Alafoss föt bezt og
hávaða frá starfsemi listamanna.
Kom til kasta lögreglu vegna
þess að hljómflutningstæki
höfðu verið skilin eftir í gangi.
Lögregla var fengin til að fara
inn í íbúðina og skrúfa niður í
tækjunum. Samkvæmt upplýs-
ingum Mosfellsblaðsins var hér
um gleymsku eiganda vinnu-
stofúnnar að ræða, en listamað-
urinn býr ekki á staðnum. Hann
hafði bmgðið sér ffá og ætlað að
koma aftur, en síðan breytt út af
áætlun og farið lieim. Svona
uppákomur em þó merki um
spennt ástand. I rúman áratug
hefur ríkt sátt og samlyndi í
kvosinni, sem nú virðist fyrir bí.
Rótin að erjum þessum eru
breytingar á vinnustofum.
Þannig hafði einn þeirra sem
mest kvartar fengið leyfi annarra
eigenda í Alafosshúsinu um að
hann mætti byggja svalir
samkvæmt ákveðinni bráða-
birgðateikningu. Maðurinn
byggði síðan svalir sem litu allt
öðru vísi út án þess að hafa
samband við byggingarfulltrúa
eða aðra eigendur hússins. Teikn-
ingar voru því ekki samþykktar
né burðarþol. Gamla
Álafosshúsið hefur sögulegt
gildi og ekki er sama á hvem
hátt því er breytt.
Bærinn og íbúar Mosfellsbæjar
eiga þetta útivistarsvæði og er
það svo samkvæmt deiliskipu-
lagi. Deiliskipulagið gerir ráð
fyrir að þarna skuli vera
þjónustu-, verslunar- og úti-
vistarsvæði fyrir bæjarbúa. Gera
verður ráð fyrir að slíkt standi.
lbúar sem í dag eru að kvarta
hljóta að hafa vitað um yfirlýstan
tilgang svæðisins og þar með um
þau óþægindi sem fylgja, þegar
þeir fluttu í hverfið og innréttuðu
stúdíóíbúðir.
Þá hlýtur það að vera krafa að
farið sé að lögum og reglum
a.m.k á ekki að hefja fram-
kvæmdir fyrr en tilskilin leyfi
liggja fyrir.
r
Arsreikningur Mosfellsbæjar og
stofnana hans árið 2000
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar afgreiddi á fúndi sínum í gær 9. maí
ársreikning bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2000.
Heildarskatttekjur bæjarsjóðs á árinu 2000 fóru í fyrsta sinn yfir
milljarðinn og voru 1.106 milljónir og jukust um 17% milli ára. Þar af
voru útsvarstekjur ársins 897 milljónir. Rekstur málaflokka án
lífeyrisskuldbindinga tók til sín 884 milljónir og hækkaði um tæp 12%
milli ára. Hlutfall af skatttekjum lækkar því úr 83,6% 1999 í 80% 2000.
Stærsti einstaki kostnaðarliður bæjarsjóðs er launakostnaður. Var hann
743 milljónir á árinu 2000 sem er um 58% af heildarkostnaði bæjarsjóðs.
Hækkar launakostnaður um 13% milli ára. Stærsti einstaki
málaflokkurinn í rekstri bæjarsjóðs eru fræðslumál en rekstrarkostnaður
vegna hans var 546 milljónir á árinu eða 49,3% af skatttekjum. Framlag
rekstrar var 225 milljónir á árinu 2000 og hækkað um 67 milljónir á
milli ára eða 43%. Er það í fyrsta skipti sem framlag bæjarsjóðs fer yfir
200 milljónir. Vaxtagjöld ársins umfram vaxtatekjur voru 70 milljónir í
árslok. Greiðslubirði lána nettó er áfram lág eða 36 milljónir samanborið
við 45 milljónir á síðasta ári. Heildarijárfestingar á árinu 2000 námu
samtals 424 milljónum á árinu eða 38% af skatttekjum. Var gjaldfærð
fjárfesting 102 milljónir, en eignfærð fjárfesting 321 milljón. Stærstu
framkvæmdirnar eru framkvæmdir við nýbyggingarsvæði og bygging
grunnskóla á Vestursvæði en til hans fór 251 milljón á árinu.
Greiðsluafkoma bæjarsjóðs á árinu 2000 var neikvæð um 233 milljónir
og voru tekin ný lán á árinu fyrir 232 milljónir. Nettóskuldir bæjarsjóðs
voru í árslok 1.379 milljónir og jukust um 240 milljónir milli ára.
Ársreikningur bæjarsjóðs er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. í árslok
voru íbúar Mosfellsbæjar 6.096 og fjölgaði þeim um 4,2% milli ára.
Ný stj ómmálafélög stofnuð
I síðasta Sveitunga voru tvær auglýsingar sem boðuðu til stofnfunda
tveggja stjórnmálafélaga í Mosfellsbæ. Stofnfundimir fóru fram með
dags millibili á sama staðnum í sal Alþýðubandalagsins sáluga í
Urðarholtinu. Þann 30. maí var stofnfundur stjórnmálafélags
Samfylkingarinnar. Lög fyrir félagið voru samþykkt og kosið í stjóm.
Formaður var kjörinn Þóra Guðmundsdóttir, en með henni í stjórn
voru kjörin Valdimar Leó Friðriksson og Olafur Guðmundsson.
Þann 31. maí var stjómmálafélag Vinstri Grænna stofnað í sama
salnum. Samþykkt voru lög félagsins og kosin stjórn. Formaður var
kosinn Ólafur Gunnarsson, en með honum í stjóm eru Bjarki
Bjarnason og Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Samþykkt var að þessi stjórnmálafélög væru aðilar að
bæjarmálafélaginu Mosfellingi. Nýlega var Guðbjöm Sigvaldason
kjörinn fonnaður þess félags og tók hann við af Valdimari Leó
Friðrikssyni.
Mótorhjólaslys
Betur fór en á horfðist þegar
maður á mótorhjóli sem var á
leið til Reykjavíkur á móts við
Mosraf lenti í ákeyrslu við bíl
sem beygt var niður í áttina að
11 - 11. Bílstjóri bílsins varð
ekki hjólsins var fyrr en um
seinan og beygði í veg fyrir
það. Meiðsl voru lítilsháttar að
sögn lögreglu.
Viltu
selja...
- hafðu samband -
Einar Páll Kjasrnestcd • Laggittvr tastagnasjli
Fasteignasala
Mosfeflsbæ/ar
Simi: 586 8080
www.fastmos.is
Þverholti 2 • Mosfellsbæ