Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Side 12

Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Side 12
Tónleikaferð Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar til VestQarða Aðmorgni sumardagsins fyrsta þann 19. apríl sl. hélt Skólahljómsveit Mosfellsbæjar í velheppnaða tón- leikaferð til Vestfjarða. Tilgangur ferðarinnar var m.a. að styðja við bakið á nýstofnaðri skólahljómsveit sem starfar á ísafirði og Bolungarvík. Vestfírðingar höfðu því undirbúið komu hljómsveitarinnar vel og skipulagt bæði æfingar og tónleika á ísafírði og í Bolungarvík. Það var yngri deild Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar sem fór að þessu sinni, en það eru krakkar á aldrinum 10 til 13 ára. Aðaltónleikamir, sem haldnir voru á Bolungavík, voru vel sóttir. Þar glímdu ungir spilarar frá Isafirði, Bolungavík og Mosfellsbæ við metnaðarfulla dagskrá. Stjórnendur voru tveir:. Tómas Guðni Eggertsson frá Vestfírðing- um og Birgir D. Sveinsson frá Mosfellingum. Þó ekki hefði gefíst mikill tími til æfínga og þetta væri í fyrsta skipti sem krakkarnir spiluðu öll saman, var eins og þau hefðu ekki gert annað. Og þegar ekki var verið að spila hafði Soffla Vagnsdóttir tónlistarkennari á Bolungarvík undirbúið skemmtidagskrá. M.a. var farið í sund, náttúrugripasafn Vestfjarða heimsótt og krökkunum boðið á diskótek. Auk þess voru haldnar kvöldvökur þar sem farið var í leiki og sungið við raust. Stemningin var svo góð að menn tóku jafhvel að yrkja ljóð: Vestur við fórum í víðfrœga ferð vorum í rutu af einhverri gerð, blésum í lúður og borðuðum nammi bannsettan hávaða höfðum í frammi. Allt nú þó endar á ágætan hátt, allir á diskó og höfum nú kátt! og svo var sungið: Lag: Komdu og skoðaðu í kistuna mína 777 Bolungarvíkur í boði við komum og blíðari móttökur vart höfum séð. Því þar ræður lífsgleðin lögum og lofum og Ijómandi gestrisni bætir hvertgeð. Með tárum við kveðjum og klökk erum nú en mjög mun hún verma 'okkur minningin sú. Tra, la... I þessa ferð var farið á langferðabifreið frá hinum eina sanna Jónatan. Það var því langt ferðalagið vestur. Margar heiðar og margir fírðir sem ekið var um. Allir stóðu sig samt eins og hetjur, en bíltúrinn tók nærri níu tíma hvora leið. Sennilega var þetta lengsta rútu- ferð flestra hljómsveitarmeðlima. Þess má geta að nokkrir foreldrar voru með í för. Þau þurftu ýmsu að sinna. M.a. varð tvisvar að leita læknis, bílveiki hrjáði nokkra og krakkarnir vildu ekki fara í háttinn nema að heyra krassandi draugasögur. En allt fór vel að lokum. Heim kom hópurinn og hlakkar til að leggja af stað á nýjan leik. Ævar Aðalsteinsson kattaeigendur Nú að undanfömu hafa borist auknar kvartanir til dýraeftir- lits vegna mikils óþrifnaðar af völdum hunda og katta, þ.e að ekki er hirt upp eftir þá. Af þessu tilefni beinir dýraeftirlitið þeim eindregnu tilmælum til eigenda dýranna að hirða ávallt upp skítinn eftir þitt dýr. Auk þess óskum við eftir því að dýraeigendur skipti sér af öðrum dýraeigendum sem láti hjá líðast að hreinsa upp eftir dýrið. Það er mjög mikilvægt að allir hunda og katta eigendur þrífí upp skítinn og haldi umhverfmu snyrtilegu, fáir sóðar eyðileggja fyrir hinum sem eru til fýrir- myndar. Einnig er eigendum hunda og katta bent á að taka tillits til fuglalífs á varptíma, m.a með því að vera með hunda í bandi og hengja bjöllu á ketti og takmarka útiveru þeirra. Dýraeftirlit Hunda og Slett úr klaufunum Blaðamaður Mosfellsblaðsins var á ferðinni um Kjósina á dögunum. Honum til mikillar ánægju varð hann vitni af því þegar kúnurn í Miðdal var hleypt út eftir veturdvöl á básum sínum. Kýrna slettu svo sannarlega úr klaufunum og kæmi það ekki á óvart að harðsperrumar hafí verið talsverðar daginn eftir og nytin ekki sem skildi. Þessir krakkar eru í íþrótta- og tómstundaskóla Mosfellsbæjar. Nemendumir vom í reiðhjólatúr með kennumnum sínum. r Alafosshlaupið Frændumir Ólafur Karlsson og Kári Steinarsson blésu vart úr nös eftir að hafa hlaupið 9 km í Álafosshlaupinu. Þeir sögðust samt hafa verið orðnir talsvert lúnir þegar líða tók á. Þorstinn gerði þeim helst erfítt fyrir en þeir fengu eins og aðrir keppendur drykk á miðri leið. Svitinn bogaði af þeim frændum þegar í markið kom. Það er gaman til þess að vita að þetta fornfræga hlaup skuli nú hafa verið endurvakið. Það hafa margar kernpur hlaupið Álafosshlaupið. - auglýsingastofa - HötNíNun, a.uglýstngárv fasKlmgar, logo, nafnspjöld o.fl. HeiUarlaosritr Karl Tómasson Hilmar Gnniwsson \ t’luppb stir(ú' isl.is 8‘)7-7ó64 • 694-6426

x

Mosfellsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.