Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 16

Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Qupperneq 16
Leirmótun í Alafosskvos 2. vikna námskeið fyrir 7-12 ára hefst 18. júní kl. 9 - 12 og 13 - 16. Leiðbeinandi Helga Jóhannesdóttir leirlistakona. S 5668228, 5668587 og 6956694 Á leið til Eyja á Pæjumót Fótboltastelpur úr Aftureldingu voru að selja vörur í Kjamanum nú á dögunum. Þær eru á leið á Pæjumótið í sumar og var salan m.a. vegna ijáröflunar á það mót. Börnin flykkjast í Kjósina Á hverju vori flykkjast böm úr leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í sveitina. Þessara árlegu ferða er ávallt beðið með eftirvænt- ingu, enda kynnast börnin mörgu skemmtilegu í sveitinni. 1 sveitinni fá þau að sjá öll helstu húsdýrin okkar og umhverfi þeirra. Ungviðið s.s. lömb, kálfar og kettlingar fá jafnan mikla athygli. Kristján Finnson og Hildur Axels- dóttir bændur að Grjóteyri í Kjós voru þau fyrstu hér á landi til að bjóða til sín leikskólabömum. I samtali við þau hjón á Grjóteyri kom fram að þetta hafí byrjað þegar Hildur lauk námi í Fóstruskólanum fyrir rúmlega 25 árum síðan. Þau hafí þá fljótlega byrjað að taka á móti börnum frá fóstrum sem höfðu verið með Hildi í skólanum. Fljótlega hafi þetta undið upp á sig og væri nú svo komið að þangað kæmu börn frá leikskólum af öllu höfuðborgarsvæðinu og frá leik- skóluni sunnan með sjó. Þá taka þau einnig á móti krökkum frá Félagsmiðstöðvum og fatlaðir koma einnig í heimsókn í sveitina. Síðastliðinn 14-15 ár hefur þessi starfsemi verið skipulögð í tengslum við Upplýsingarþjónustu bænda, sem m.a. styrkir þessa starfsemi á ýmsan hátt. Kristján og Hildur sögðu að þessar móttökur hæfust í byrjun maí og lykju um miðjan júní. Það kom fram að því fylgdi jafnan mikið líf að fá þennan skara í heimsókn og að áhuginn væri mikill. Hildur sagði að bömin sem kæmu drykkju mikla mjólk, mun meira en heima hjá sér, en m.a. er boðið upp á ískalda, gerilsneydda mjólk frá Mjólkur- samsölunni. 1 vor voru nokkrar blikur á lofti varðandi heimsókn- imar þar sem hræðslan við sjúk- dóminn gin- og klaufaveiki lá í loftinu. Málið var leyst með því að koma fyrir sótthreinsimottum, sem allir urðu að stíga á sem heimsóttu búið. Þess má að lokum geta að hjónin á Þorláksstöðum og í Miðdal í Kjós taka einnig á móti skólabömum. Það má því segja að Kjósin sé að verða "sveit" flestra bama á höfuðborgarsvæðinu. Þingvallasveit Sauðburður í Þingvallabæjum hefur almennt gengið vel, en hjá Jóhanni í Mjóanesi er gífurleg frjósemi, þar koma rúmlega tvö lömb undan hverri á, en þær eru um 200 sem bera. Fleiri eru þrilembdar en einlembdar, 23 á móti 18, hinar allar tvílembdar. llla hefur gengið fyrir skyttur að ná ref í vetur vegna snjóleysis, en nóg er af refnum og bændur bera kvíðboga fyrir að sleppa fé vegna þess. Tún koma vel undan vetri að sjá, útjörð er sein til. Veiði í Þingvallavatni hefur ekki verið mikil, enda kalt að undanfömu, sagði Jóhann Jónsson í Mjóanesi að lokum.

x

Mosfellsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.