Mosfellsblaðið - 01.06.2001, Side 19
U[þJEn.
UlfiDmmŒLtUDr
Atlantamótið í karate
Sunnudaginn 13. maí hélt Ung-
mennafélagið Afturelding At-
lantamótið í karate. Mótið var
haldið í íþróttahúsinu í Mos-
fellsbæ og var þátttaka mjög góð
þar sem 2/3 hluti þeirra sem æfa
karate í Mosfellsbæ tóku þátt í
mótinu. Keppt var bæði í
einstaklingskata og hópkata.
Kata er ímyndaður bardagi, þar
sem sýnd eru ýmis brögð með
höndum og fótum. Þar reynir á
samhæfíngu líkamans, einbeit-
ingu og kraft. Karate er jú sjálf-
varnaríþrótt, sem gott er að
kunna þegar á reynir. Einstak-
lingskeppni í kata skiptist í 7
aldurshópa: Kata krakka, fædd
90-91, Kata krakka B, fædd 92
og eldri, Kata barna, fædd 92 og
yngri, Kata barna, fædd 92-93,
Kata barna B, fædd 93 og yngri,
Kata barna, fædd 94 og yngri og
að lokum, Kata opinn flokkur,
þar sem unglingar og fullorðnir
kepptu saman. Að síðustu var
keppt í hópkata, þá keppa þrír
saman í liði. Þá reynir verulega á
samhæfíngu. Margir þátttak-
endur voru að taka þátt í móti í
fyrsta sinn. Þar mátti sjá marga
efnilega karateiðkendur, sem
eflaust munu verða áberandi á
karatemótum í framtíðinni.
Dómarar á mótinu voru Vicente
Carrasco, Þorleikur Karlsson og
Gerard Chinotte. Mótið tókst
einstaklega vel. Flugfélagið
Atlanta í Mosfellsbæ styrkti
mótið höfðinglega. Allir kepp-
endur voru leystir út með
gjöfum og fóru glaðir heim með
verðlaunapeninga, íþróttatöskur,
húfur og flöskur. Vill Karate-
deild Aftureldingar þakka
félaginu góðan stuðning.
Viðtal við Jóhann Guðjónsson
formann handknattleiksdeildar
ítrekuð dómgæslubrot
"Ég bjóst við meiru í upphafi
leiktíðar en liðið sýndi. Þegar leið
á kom liins vegar í ljós að mikill
stígandi var í liðinu og hvað bjó í
þessu einu sterkasta og
öllugasta liði landsins.
Mestu vonbrigði vetrarins voru
að falla út úr undanúrslitum í
bikarkeppninni fyrir HK hér að
Varmá. Liðið var andlaust á
heimavelli í þessum mikilvæga
leik. Vissulega var sárt að
komast ekki í úrslitaleikinn um
íslandsmeistaratitilinn, en ekki
við strákana í liðinu að sakast, við
vorum hreinlega flautaðir útaf af
dómurum í leiknum við KA. Sú
dómgæsla sem þar var
framkvæmd á síðustu 15
sekúndum fyrri framlengingar
var algjör óhæfa. Ég get aldrei
sætt mig við að betra liðið, Aftur-
elding, falli út vegna ítrekaðra
dómgæslubrota. Þrátt fyrir
brokkgenga byrjun í fyrrahaust
hefði liðið átt að enda sem
íslandsmeistari nú á vordögum.
Vissulega verða umskipti með
nýjum þjálfurum, en þeir hafa
sýnt og sannað að Bjarki Sigurðs-
son og Ásgeir Sveinsson eru
fullfærir um að þjálfa eitt besta
handboltalið á íslandi og skila
því í fremstu röð.
Breytingar á
leikmannahóp
Ákveðnar breytingar hafa verið
gerðar á leikmannahópnum,
Litháarnir Gintas og Gintaras
eru farnir með fjölskyldum
sínum til Litháen. Þeir settu
mark sitt verulega á íslenskan
handbolta, sérstaklega miðju-
maðurinn Gintaras. Þeim er
sérstaklega þakkað fyrir þátt
sinn í handboltasögu Aftureld-
ingar, svo og öðrum frábærum
leikmönnum sem liðið hefur haft
á að skipa, s.s. Jóni Andra
Finnssyni og fleirum. Skarð
margra fyrri leikmanna verður
vandfyllt, en fyrir næsta keppn-
istímabil kemur inn í liðið
örvhenta skyttan Daði Haf-
þórsson frá Danmörku og örv-
henti hornamaðurinn Valgarð
Thoroddsen, jafnframt rétthenta
skyttan Sverrir Björnsson.
Tíminn rennur áfram og vissu-
lega er framtíðin björt. Fjórði
flokkur karla eru nýkrýndir
bikarmeistarar. Þriðji flokkur
spilaði til úrslita um íslands-
meistaratitilinn og það er fullt af
efnilegum strákum í 2. flokki.
Þarna er á ferð undirstaða
framtíðarinnar í merkum hand-
boltabæ, sem vonandi kemur til
að vera.
Slæm aðstaða í nýju
íþróttahúsi
Vissulega er löngu tímabært að
bæjaryfírvöld skapi félagslega
aðstöðu á íþróttavettvangi bæjar-
ins, glæsilegt nýtt íþróttahús
stendur nánast lamað gagnvart
keppnisíþróttum, áhorf-
endapallar ekki í sjónmáli,
tekjuötlun handknattleiksdeild-
arinnar í óvissu. Aðstaða deilda
innan UMFA er háð góðvild
heimilanna. Handboltadeildin
heldur stórhátíð seinna í surnar
og handknattleikslið Aftur-
eldingar fer í æfingabúðir til
Þýskalands þann 17. ágúst n.k.
Mín lokaorð eru þau að ég og
kona mín sem foreldrar biðjum
aðra foreldra að hvetja böm sín
til athafna á íþróttasviöinu, það
er markmiðið og það verndar
æskuna," sagði fonnaður hand-
boltans að lokum.
Holta
kjúklipgur
Uppskeruhátíð handboltans
Handknattleiksdeild UMFA hélt lokahóf meistaraflokks að Ásláki laugardaginn 19. maí s.l. Þar var margt
manna, leikmenn og fólk sem kemur að starfseminni á ýmsan hátt. Það var grillað ofan í mannskapinn úti,
haldnar ræður og fólk skemmti sér hið besta. Veitt var viðurkenning fyrir besta leikmann ársins, sem að
þessu sinni var Bjarki Sigurðsson. Jón Davíð Ragnarsson (Jóndi) afhenti bikarinn fyrir hönd
stuðningsmanna liðsins, en þeir velja besta leikmanninn. Farandbikar þessi var gefinn af Reykjagarði h/f í
upphafí og fyrstur til að öðlast þessa viðurkenningu var Róbert Sighvatsson árið 1996 - Bjarki Sigurðsson
1997 - Bergsveinn Bergsveinsson 1998 - Bjarki Sigurðsson 1999 - Bergsveinn Bergsveinsson 2000 - Bjarki
Sigurðsson 2001.
F.v. Jóhann Guðjónsson, Haraldur Guðjónsson, Júlíus
Jónsson og Agnes kona hans og þá Kjartan Björnsson.
F.v. Júlíus Jónsson, Alex Trufan
og Ragnar Björnsson.