Vísir


Vísir - 16.02.1970, Qupperneq 8

Vísir - 16.02.1970, Qupperneq 8
8 Utgefandi: Keyiqaprerjc n.». Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólísson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðaistræti 8. Simar 15610, 11660 og lí Afgreiösla: Aðalstræti 8. Sfmi 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 165.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðia Vlsis — Edda h.f. í Sjónvarpið í skólana gkólakerfið okkar mun vafalaust breytast verulega á næstu árum til samræmis við erlendar nýjungar og til samræmis við nýjan skilning á þörfum þjóðfélags- Jns. Nýjar hugmyndir eru hvarvetna að gerjast og að • síast inn í þetta höfuðvígi tregðulögmálsins. Nú síð- ast hefur verið gerð vönduð og skynsamleg áætlun ' um eðlis- og efnafræðikennslu í barna- og gagnfræða- ' skólum, og á að hefja framkvæmdir hennar í haust. í allri slíkri nýbreytni þarf að sigrast á ýmsum erf- iðleikum. Einn mesti vandinn er að fá í einu vetfangi marga tugi sérmenntaðra kennara í hinum nýju grein- um, ekki sízt þegar um greinar eins og eðlis- og efna- ,fræði er að ræða. Þess vegna er ráðgert að taka 115 kennara 11 og 12 ára bekkja á námskeið, áður en skólar hefjast næsta haust, og búa þá undir að tak- ast þessa nýju kennsluskyldu á herðar. Mönnum er ljóst, að þetta er ekki nóg. Þar kemur sjónvarpið til skjalanna. Það er tæki, sem getur orðið til mikillar hjálpar á þessu sviði sem öðrum sviðum skólamála. í því geta færustu fagkennarar notað full- komin kennslutæki og einfaldar tilraunir til að veita börnum innsýn í leyndardóma þessara vísindagreina nútímans. Þá reynir minna á bekkjakennarana. Þeir geta einbeitt sér að uppeldishliðinni og nánari útskýr- ingum að útsendingu lokinni. Þetta skólasjónvarp í eðlisfræði mun hefjast þegar í haust^En það er ekki vonum fyrr, að slík starfsemi byrjar. Um langt skeið hafa framsýnir menn verið að klifa á skólasjónvarpi og sumir beinlínis haldið því fram, að það ætti að vera meginverkefni íslenzka sjónvarpsins. Áhrif þessara tillagna hafa því miður verið mjög lítil. Bæði skólayfirvöld og Ríkisútvarpið hafa miklað fyrir sér erfiðleika framkvæmdarinnar. Sérstök ástæða er til að vara við þeirri stefnu að framkvæma sjónvarpskennsluna með sendingum ut- an skólatíma, er börnin eigi að taka við heima hjá sér. Matthías Jónasson prófessor benti nýlega í blaða- grein á hætturnar, sem þessu eru samfara. Mörg heimili hafa ekki sjónvarp og kæra sig ekki um það. Þá er kennari barnanna við slíkar aðstæður kominn úr tengslum við sjónvarpskennsluna. Einnig munu börn gjarna skrópa úr þessum heimatímum. Loks hafa mörg þeirra ekki næði til að hafa fullt gagn af sendingunum. Matthías varaði réttilega við slíku káki. Það gagnar ekki að afsaka þetta heimasjónvarp með því að bera við tæknilegum örðugleikum í skól- um. Vissulega þarf að kaupa sjónvarpstæki í margar stofur í hverjum skóla, og það kostar fé. En önnur vandamál eru aðeins skipulagsleg og getur letin ein hindrað lausn þeirra. Skólasjónvarpið í haust má ekki verða neitt kák. Það er of mikið í húfi til þess; Þess- ar nýju greinar eru of mikilvægar til þess. Skóla- sjónvarpið sem nýjung er of nauðsynlegt til þess. Skólasjónvarpið á hvergi heima nema í skólunum sjálfum, sem mikilvægasta kennslutæki þeirra og sem lífrænn hluti námsins. / I IIBBSIHðllll M) MfMÍ Umsjón: Haukur Helgason Yngri menn hefjast nú til valda í Rauða hern- um, jafnframt sem hann hefur mikinn liðsafnað við landamæri Kína. All ur hefur herinn verið endurskipulagður síð- ustu tvö ár. j^auði herinn tryggði sigur bolsévikka í Sovétríkjunum árin eftir 1917 og vann bug á andstæðingum sínum sem hann kallaði hvítliða. Hann tók Ber- lín. Sovétborgarar eiga aö trúa því að Rauði herinn hafi haldiö innreið sína í Ungverjaland árið 1956 og Tékkóslóvakíu árið 1968 til þess að frelsa þjóðimar undan oki fasismans og heims- valdastefnu Þjóðverja. Rauði herinn er sveipaður dýrðarijóma f Sovétríkjunum. Krustjev vildi grafa auðvalds- ríkin með bví að Sovétríkin fæm fram úr þeim um fram- leiðslu og lífskjör. Sá draumur er enn fjarlægur Sovétborgaran- um. Máttur Sovétríkjanna er Rauöi herinn, Eldflaugasérfræðingur tekur við Fréttimar um endurskipulagn- ingu hersins sýna bezt tivar‘J mæðir á Sovétríkjunum Smám saman milil áranna 1967 op 1969 var herstyrkurinn viö landamæri Kina aukinn úr 15 21 herdeild. Þar er kominn nýr foringi. Fyrri yfirmaður hersins var sérfræðingur í skrið- drekahemaöi. Hann hefur nú verið fluttur til, og f hans stað kemur sérfræðingur í eld- flaugahemaði Vladimir F. Tolubko. 55 ára. Tolubko varð yfirmaður hers- ins f Síberfu árið 1968 og fór með Sovétleiðtogum til Hanoi á dögunum. Næsta ár var breyt- ingin á „austurvígstöðvunum" fullkomnuð. Nú skyldi áherzlan lögð á eldflaugar til sóknar og vamar gegn Kína. Þá hefur verið sett á fót sér- stök herstjóm fyrir Mið-Asfu, sem einkum beinist að eflingu hersins í Turkestan, sem er rétt fyrir norðan hið hemaðarlega mikilvæga hérað Sinkiang í Kína. Mongólía styður Moskvu Rússar hafa tryggt aðstöðu sfna í Ytri Mongólfu, sem ligg- ur millj Sovétríkjanna og Kfna og hallast að Moskvu f hugsjóna baráttunni. Þar hafa hermenn úr Rauða hemum búið um sig síö- ustu tvö árin. Skýrt var frá því f höfuðborg Ytri Mongóliu, Ulan Bator, árið 1967, að tug- þúsundir sovéthermanna væru þar komnar. Fréttir herma, að Rússar hafi komið fyrir eld- flaugum í Mongólfu, sem beint er gegn Kína. Bak við hinn aukna styrk Rauöa hersins við landamæri Kfna liggur sá ótti, að ágrein- ingur landanna i him=,í'ri!.ioo um efnum muni leiða til úrslita- átaka á vfgvellinum áður en lýkur. Kínverjar eru margfalt fjölmennari og eflast nú af kjam orkuvopnum og eldflaugum. lagður Fjölgað úr 15 /27 herdeild við ausfurlanda- mærin — Eldflaugum / oð Kina Áhyggjuminna á „vesturvígstöðvunum“ Á „vesturvígstöðvunum" eru Rússar áhyggjuminni. Þeir þykjast að þvl komnir aö Ijúka aðgerðum sínum f Tékkóslóvakíu og ekkj þurfa að bera kvíðboga fyrir úrslitum þar. Hersveitir þær. sem standa andspænis her- sveitum Atlantshafsbandalags- ins eru svipaðar að styrk og hef- ur verið. Varsjárbandalagið hefur þegar samið áætiun um hernaðarmál þessa árs. Eina óvissan, eins og sakir standa, er spumingin hvort Sovétríkin muni krefiast þess af Rúmenum. að heræfingar verði á rúmenskri grund. Þar hefur bandalagið ekki haft æf- ingar síðan 1962, enda grunnt á þvf góða með Rússum og Rúmenum. Þá telja æðstit menn Rauða hersins, að lítið verði unnt að treysta á her Tékkó- slóvakíu. ef á byrfti að halda Þurfi nú að koma til endurskipu- lagning og „endurunneldi" i Tékkóslóvakíu til bess að tryggja ..siöferöisiega byggingu hersins". Kyrrahafsfloti Sovétríkjanna Ytri Mongóliu beint er miklu öflugri en var. Nýr ' yfirmaður flotans, Smirnov, tók > nýlega við af Amelko, sem þó j haföi átt að sitja i tvö ár enn. , Uppköllun æskumanna Fréttir hafa borizt um það * síöustu daga, að Kínverjar hafi * enn sett her á eyjar í Ussuri- , fljóti, þar sem barizt var um þetta leyti í fyrra. Þeir saka Rússa um að hafa rofið gerða samninga og ekki dregið úr við- búnaði sínum fast við landa- mærin Um gjörvallt Kína búast menn til bardaga. „Alþýðuher- inn“ á að reka hvern innrásar- segg af höndum sér. Hinum megin við landamærin eflist Rauði herinn, og jafnframt er fólk flutt til áður lítt byggðra svæöa við landamærin til bess að styrkja þau efnahagstega. Æskufólk i Sovétríkjunum er hvatt til að gerast landnemar f eyðilegum Asíusveitum i þágu föðurlandsins og kommúnista- flokksins. Æskufólk f Kína er skioulega sent norður f sveitir Sinkiang. — Þá mun jörð skjálfa. ef tröllin takast á. m tua

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.