Vísir - 16.04.1970, Qupperneq 3
í>
, r 1 R T R . Fsmmtwdagur 16. apríl 1970.
Í MQRGUN ÚTLÖND PIVIOROUN UTLÖIMl> » MO
STEFNULCIDKÉTTIN6I,
Umsjón: Haukur Helgason
— Villandi neyðarmerki olli sketnngu i Houston
— kuldi i farinu getur valdib skekkjum
Nauðstöddu geimfararnir
ban ku ræstu í morgun
! eldflaugarhreyfilinn, sem á
I að flytja Apollo 13 á rétta
i stefnu til jarðar. Varð
þetta um klukkan hálf
fimm, um það leyti, sem
áður hafði verið afráðið.
Þennan hreyfil átti upphaflega að
nota við lendinguna á tungli. Hann
gekk nú í 14 sekúndur, eins og
ælað var og jók það mjög bjartsýni
sérfræöinganna í Houston. Lovell,
Haise og Swigert eru á réttri stefnu
og nú verður fylgzt með för þeirra
sérhverja sekúndu, ef til kæmi, að
nauðsynlegt vröi «5 lagfæra stefn-
una eitthvað enn einu sinni. Til
slíkrar stefnubreytingar ætti nú að
vera nægur tími.
Stúdentar
brenndu banka
Mótmælafundir viðsvegar i Bandarikjunum i gær
1500 stúdentar æddu í nótt
um götur háskólahverfís-
ins í Cambridge í Massa-
chusettsfylki, kveiktu í
banka, veltu bifreiðum og
brutu rúður. Urðu þessi
uppþot eftir fund gegn Ví-
etnamstríðinu í Boston.
Um 75 þúsund manns voru á
furidinum, sem fór friðsamlega
fram. Að loknum fundi héldu stúd-
entamir til Cambridge og hóAi ó-
Iætin. Ríkisstjóri Massachusetts,
Francis Sargent hafði skipað tvö
þúsund hermönnum úr þjóðverðin-
um aö vera til taks, en þessar sveit-
ir höfðu þó enn ekkert aðhafzt í
morgun.
Bankabruninn mun hafa oröið, er
sprengju eða Mólotofkokkteil var
varpað inn í bygginguna. Átta lög-
regluþjónar og fjöldi ungmenna
hlutu áverka í nótt. Margir voru
handteknir.
í gærkvöidi voru fjöldafundir til
að mótmæla stríðinu í Víetnam I
mö.rgum borgum Bandarlkjanna. —
Yfirleitt voru þessir fundir með
spekt. Átök urðu þó einnig í Berke-
ley í Kaliforniu.
Samkvæmt síðustu áætlunum á
lendingin að verða á Kyrrahafi kl.
18.07 síðdegis á morgun að íslenzk-
um tíma.
Spenna skapaðist enn í nótt, þeg-
ar mælitæki gaf til kynna, að enn
hefðu rafhlöður bilað, en eftir ná-
kvæma rannsókn í Houston töldu
menn, að þessi aðvörun hefði verið
röng, og allt væri i lagi til stefnu-
breytingarinnar.
Virtist bilun á hitamæli hafa
valdið þessu én lengi vel töldu
menn, að rafhlaða hefði bilað.
Hefði geimförunum ekki tekizt að
leiðrétta stefnuna í morgun, mundu
þeir hafa borizt gjörsamlega af
réttri braut og ekki haft von um
björgun.
Þegar stefnunni var breytt skriðu
þeir Lovell og Swigert inn f hið
kalda og niðdimma stjórnarfar og
lögðust til svefns. Haise svaf í
tunglferjunni, sem er þeirra björg-
unarbátur", þar sem þeir fá súr-
efni, vatn og rafmagn. Haise svaf í
sex stundir í nótt og Swigert í sjö
og hálfa klukkustund.
Márgir í geimferðastöðinni í
Houston töldu, að kuldinn I geim-
farinu gæti skaöað stjórntæki þess,
þegar Apollo kæmi inn i gufuhvolf-
ið, en formælandi geimferðastofn-
unarinnar NASA sagði, að væntan-
lega yrðu aðeins smávægilegar trufl
anir af þessu, sem ekki yrðu þýð-
ingarmiklar. Að vísu gætu þær orð-
ið til þess, að geimfarið lenti allt
að 45 kilómetrum frá ákvörðunar-
stað sínum f Kyrrahafi. Það veldur
þó ekki áhyggjum.
í kvöld verða geimfararnir að
fara úr tunglferjunni og skríða all-
ir inn f stjórnfarið. Geimfarið kem-
ur inn í gufuhvolfið á morgun, og
Breshnjev þungbrýnn yfir efnahagsmálunum
Skopteiknarinn sýnir hér áhyggjurnar, sem leggjast á BresHnjev formann kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna. Kúrfan hefur fallið f efnahag Rússaveldis, eins og myndin sýnir, og búizt ér við stór-
ííðindum að austah, þegar „sökudólgurinn“ verður sóttur til saka.
nokkru áður munu þeir losa sig I Kolsýringsmyndunin, sem' olli
við „bjö.rgunarbátinn“ og þótt skelfingu geimfaranna f gærmorgun,
stjórnfarið sjálft sé illa leikið, hef- kom ekki að sök, þegar til kom.
ur það eitt nauðsynlegan útbúnað Óttuöust geimfararnir um tíma, að
tii að þola hitann. er geimfarið kem- | eitrun yröi í farinu af völdum henn-
ur inn í gufuhvolf iarðar. ar.
Ráðherrafrúin vill
láta „krossfesta44
Fulbright
Mikill eftirmáli falls Carswells dómara
FALL CARSWELLS dómara í
öldungad. Bandarikjaþings hef
ur mikinn eftirmála. Fréttamenn
telja þetta versta áfall Nixons,
sem gerði það persónulegt bar-
áttumál, að dómarinn hlyti sam-
þykki. Eitt hið versta fyrir for-
setann er andstaða margra þing-
manna sjálfs repúblikanaflokks-
ins við þennan skjólstæðing
Nixons.
Eiginkona John Mitchells,
dómsmálaráðherra, frú Martha,
hefur oft gengjð vasklega fram í
baráttu fyrir hugsjónamálum
sínum. Einn þeirra öldungadeild-
armanna, sem á síöustu stundu
snerist gegn Carswell, var Willi-
am Fulbright frá Arkansas. Þeg-
ar þetta varð uppvíst, hringdi
frú Mitchell að næturlagi til
blaðsins Arkansas Gazette og
kraðfist þess, að þessi svikuli
' þingmaður yrði „krossfestur".
„Hann fer svo í taugarnar á
mér,“ sagði frúin.
Ritstjóri blaðsins fór ekki að
tilmælum frúarinnar og sagði
frá. ,,Ég elska hana“ sagði eigin
maðurinn, „og hef oft heyrt for-
setann segja: Láttu þá hafa þaö,
Martha."
Einn af foringjum repúblikana
sagði hins vegar: „Ó, Guð minn
góöur. Hefur hún nú enn verið
að hringja?"
„Láttu þá hafa
segir forsetinn.
Aðalfundur
Flugfélags íslands hf. verSur haldinn miðvikudaginn
20. maf 1970 í Átthagasal Hótel Sögu og hefst hann
kl. 14.30.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Aðgöngu- og atkvæðamiðar fyrir fundinn verða af-
hentir hluthöfum á aðalskrifstofu félagsins í Bænda-
höllinni frá og með 13. maí.
Reikningar félagsins fyrir árið 1969, munu liggja
frammi fyrir hluthafa á aðalskrifstofu félagsins frá 13.
maí.
Reykjavík, 15. apríl 1970.
STJÓRN FLUGFÉLAGS ÍSLANDS HF.
BSB
FLUCFELACISLAIVDS
/