Vísir - 16.04.1970, Síða 4

Vísir - 16.04.1970, Síða 4
V1 S IR . Fimmtudagur 16. apríl 1970. Evrópukeppni bikarhafa: Leikmenn Manch. Þegar Manch. City nær sér á strik standast fá lið því snun- ing og það fengu leikmenn þýzka iiðsins Schalka 04 að reyna í gær kvöldi á, Maine Road. Þjóðverjarn 1-X-2 Orslit eru m'i kunn í leikjum, sem gildir'eru, á 14. gétraunaseðl- inum og er vinningsröðin þannig: Leikir 11.—15. april 1070 ■Hj^S|l 1 | X j 2 Clielsea-Leeds/Man.U.1) - 2. ! Ixl Crystal P. — Man. City. 'O (UL -12 Qu,f ! ki. Man. Utd. Sheff. Wed. z Southampton — Derby f / -7 X • Stoke — W.BA. j 3 -2 / 1 Sundérland — Liverpool j O -1/ 2 Tottenham — Arsenal Ö^Lr / L D/J/? i X Carlisle — Leicester z - 2 / Charlton — Bristol City z - / Iluddersfield — Wátford 3 / / Q.P.R. — Blackburn 2 - 3 2 ~ • bidon — Middlesboro ö ” 3_ 2 Orslitin i 1. déild í gærkvöldi þýða það, að Sunderland er fallið niður í 2. deild, en Sheff. Wed. hef- ur enn möguleika að bjarga sér með því að sigra Manch. City n.k. mið- vikudag. Þá léku Burnley og Chelsea í gærkvöldi og sigraði Bumley 3—1, en lfklegt er þó, að Chelsea hljóti þriðja sætið f 1. deild. Manch. Utd. skoraði tvö mörk á fyrstu átta mínútunum í gær- kvöldi — en leikmenn liðsins slöpp- uðu þá af — og Sheff. Wed. tókst að jafna. Landsliðið sigraði 2-1 Landsliðið í knattspymu sigraði unglingalið KSl í gærkvöldi í keflavík með 2 — 1. Ausandi rign- ittg 'var rtjeðan léikurinn fór fram, en unglingaliðið var greiniléga vel skiþað, lék af miklum hraða og hafði í fullu tré við hina reyndu mótherja sína. Eini munurinn á lið- unum var. að landsliðsmennimir vom stérkari likamlega. Léikurinn var jafn í fyrri hálf- leki — unglingaliðið þó heldur meira í sókn — en ekkert mark var þá skorað. 1 byrjun siðari hálfleiks kom dáufur kafli hjá unglingalið- inu, og sköraði landsliðið þá tví- végis. Fyrst Guðmundur Þórðarson, Breiðablik, og síðan 17 ára kefl- vískur piltur, Steinar Jóhannsson, sem lék i stað Eyleiifs Háfsteinsson- ar. XJm miðjan hálfleikinn skoraði Gísli Torfason, Keflavfk, fyrir ungl- ingaliðið. Leikið var í flóðljósum, og komu þau að góðum notum í rigningunni, en þau- em hönnuð af Daða Ágústssyni. — emm. ■ 11 — en Gornik og Roma leika oð nýju • MANCHESTER CITY tryggði sér í gærkvöldi rétt til að leika til úrslita i Evrópukeppni bikarhafa í Vin hinn 29. þessa mánaðar — en ennþá vita leikmenn liðsins ekki hvaða félag verð- urf mótherji þeirra f úrslitaleiknum, því í hinum undanúrslita- leiknum gerðu Gomik og Roma jafntefli 2—2 eftir framlengdan leik, sem háður var í Póllandi. Þau verða því að mætast að nýju og verður sá leikur háður í London 22. apríl. Sijlj I ir sigruðu í fyrri leiknum með 1—0 og strax þegar flauta dómarans hljómaði var greinilegt, að leik- menn City voru í sóknarhug. Sókn arloturnar dundu á vöm Schalka og það liðu ekki nema’ átta mínút- ur, þar til Francis Lee tætti vörn- ina í sundur og gaf til Mick Ðoyle, sem skoraði. Þar með voru leikar jafnir — en aðeins fimm mín. síð ar skorar Neil Young annað mark Manch. City og á 27. min. bætti samj leikmaður við þriðja markinu með frábæru skoti. Þannig var stað an i hálfleik. Leikmenn Manch. City byrjuöu sfðari hálfleikinn með sama krafti og eftir sjö mínútur kom fjórða markiö. Lee skoraði — og rétt á eftir tókst Þjóðverjunum tvívegis aC bjarga á marklínu. Leikurinn var alger einstefna, en eftir að Colin Béll ' háfðh-fekdrað''fiihmtd 1 mark Manch. City var greinilegt hvort liðið mundi leika til úrslita : Vín og þá fyrst leyfðu leikménn Manch. City sér að slappa örlítið af. Þýzka liðið náði þá nokkrum upp hlaupum og á síðustu mínútu leiks ins tókst fyrirliðanum Libuda, sem leikur á hægra kanti, að skora eina mark Þjóðverja í leiknum, Manch. Ciíy vann því samanlagt 5—2. Einn skugþi var þó á þessum leik fyrir Manch. City. Tveir af bekktustu leikmönnum liðsins, þeir Mike Summerbee og Mick Doyle urðu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla — og virtust meiðsli Doyle alvarleg, þar sem hann var ■borinn út af á börum. Leikunnn í Póllandi var mjög skemmtilegur og öllum á óvart tókst Roma að ná jafntefli þar — og þrátt fyrir framlengingu feng- ust ekki úrslit, en Gornik hefur verið eitt sterkasta lið á heimavelli í þessum Evrópumótum hingað til — og var talið nokkuö öruggt um sigur nú, eftir að hafa náð jafn- tefli á Ólvmpíuleikvanginum í Róm fyrri leik félaganna. t' ||U Æ t / » / NEIL YOUNG — hetja Manch. City 1 gærkvöldi Umsjón Hallur Símonarsou Evrópukeppni meistaraliða: Mótherjar KR í úr- slitum gegn Celtic — Celtic sigraði Leeds / báðum leikjunum ■ Glasgow Celtic og Fejenoord, hollenzka liöið, sem KR-ingar mættu í fyrstu umferð, leika til úrslita í Evrópukeppni meist- araliða 6. maí. í Mílanó eftir sigurleiki sína í gærkvöldi í þessari merkústu knattspyrnukeppni Evrópu. Celtic sigraði Leeds öðru sinni og sáu 135.800 áhorfendur leikinn, sem er nýtt áhorfenda- met í keppninni, og Fejenoord sigraði Legía frá Póllandi með 2—0 á hinum glæsilega leikvangi sínum f Rotterdam. Leikur Celtic og Leeds var æsi- spennandi, en upplýsingar heldur af skomum skammti, þar sem Celtic neitaöi BBC á síðustu stundu um að láta útvarpa leiknum. Celtic byrjaði með miklum krafti og fékk liðið fimm hornspyrnur á fyrstu mínútunum. og eitt sinn tókst Poul Madeley þá að bjarga á marklínu fyrir Leeds. En öfugt viö gang leiksins varð Leeds fyrra til að skora. Billy Bremner lék upp og spyrnti á markið af 25 m. færi og knötturinn hrökk í markið eftir að hafa lent í báðum stöngunum. Þá mátti heyra saumnál detta á hinum mikla Hampden-leikvangi — og liðin voru jöfn 1—1. Fleiri I mörk voru ekki skoruð í hálfleikn- i um — en strax í byrjun s.h. náði Celtic upphlaupi og John Hughes skoraði. Rétt á eftir meiddist Gary Sprake, markvörður Leeds, illa og var borinn af leikveíli, og vara- markvörðurinn Harway var varla kominn f markið, þegar Jimmy ----"■■.;;?>■"■ ■■»:— -y-r7—---r-—I— Johnstone lék upp kantinn og fram hjá þremur varnarmönnum Leeds og síðan gaf hann fyrir til Bobby Murdoch sem skoraði sigurmark Celtic í leiknum. Leikmenn Leeds gerðu örvænt- ingarful'lar tilrauhir til að jafna metin, og settu til dæmis Bremner í framlínuna. en allt kom fyrir ekki. Vörn Celtic var mjög sterk. Og þar með er Celtic komið í úrslit öðru sinni, en félagið sigraði í þessari keppni 1967 — fyrst brezkra liða. I leiknum í Rotterdam hafði Fejenoord nokkra yfirburðj og sigraði með 2 — 0, en fyrri leik lið- anna lauk með jafntefli 0—0. Hol- lenzka liðið leikur þvf sinn fyrsta úrslitaleik og árangur liðsins í keppninni er mjög athyglisverður. Auk þess að sigra KR-inga í keppn- inni sigraði félagið AC Milan, nú- verandi Evrópumeistara, á leið sinni í úrslitaleikinn. Borgakeppni Evrópu: Anderiecht sigraði Inter í Mílanó — og leikur gegn Belgíska liðið Anderlecht kom mest á óvart f Evrópumótunum í gærkvöldj og sigraði hið fræga ítalska lið Internationale með 2 — 0 og það á leikvelli I’talanna í Mil- anó. Enginn hafði gefið Belgunum hina minnstu von, að komast í úr- slit, þar sem Inter sigraði i Belgíu með 1 — 0. En belgíska liðið sýndi frábæra knattspymu, sem kom leik- mönnum Inter — sem tvívegis hafa orðið Evrópumeistarar í keppni meistaraliða — úr jafnvægi, og þótt þeir ættu meira í leiknum, voru þeir sjaldan ógnandi. Arsenal i úrslitum 1 hinum leiknum f undanúrslitum léku Ajax og Arsenal í Amsterdam í Hollandi að viðstöddum 50 þúsund áhorfendum en Arsenal sigraði í fyrri leiknum með 3—0. Hollend- ingamir byrjuðu með miklum hraða og reyndu að koma vöm Arsenal úr jafnvægi, en það tókst ekki. Ajax sigraði þó með 1 — 0 og var markið skorað á 70. mín., en rétt á eftir var Charlie George frfr rétt fyrir framan mark Ajax, en misnotaði tækifærið illa. Arsenal einbeitti sér aldrei að vöm, þrátt fyrir góða for- ustu, og verðskuldaði mjög að kom- ast í úrslitaleikinn. Utanbæjarmenn sigursælir á Stefánsmóti KR Um síðustu helgi fór Stefáns- mótið og afmælismót KR fram í Skálafellj á vegum Skíðadeildar KR, en meðal keppenda f karla- flokki vom nokkrir af beztu skíða- mönnum Iandsins, sem skíðadeildin hafði boðiö sérstaklega til mótsins. Laugardagur: Keppnj f stórsvigi hófst kl. 16 stundvíslega í ágætis veðri. Stór- svigsbraut kvenna var 1400 m. löng með 28 hliðum, en karlabrautin var 1600 m. löng með 36 hliðum. Úrslit f stórsvigi kvenna: 1. Áslaug Sigurðard., Á 65,3 sek. 2. Hrafnihildur Helgad. Á 67,8 sek. 3. Auður Harðard. Á 76,8 sek. 1 stórsvigi karla var keppnin mjög jöfn og skernmtileg, en ' að- eins 1/10 úr sek. skildi þá Björn Haraldsson og íslandsmeistarann í greininni, Guðmund Frímannsson, e þejr höfðu rúnsnúmer 6 og 7, en Hafsteini Sigurðssyni frá ísafirði, sem hafði rásnúmer 10, tókst ekki að ógna tfma þeirra. Stórsvigið virðist vera sérgrein þeirra Björns og Guðmundar, en Hafsteinn er hins vegar sterkari í sviginu. Úrslit f stórsvigi karla: 1. Björn Haraldsson, HSÞ 70,5 sek. | 2. Guðm. Frímannss. Ak. 70,6 sek. 3. Halfsteinn SigurÖss., í 71,9 sek. Sunnudagur: . Svigkeppnin hófst kl. 15.jstund- víslega, en keppt var í tveimur brautum. Svigbrautir kvenna voru 650 metra langar meö 50 hliðum. en karlabrautir voru um 740 metra langar með 63 og. 65 hliðum. Braut- imar grófust nokkuð þegar á leið og urðu erfiðar þeim, sem höfðu hátt rásnúmer. Úrslit í svigi kvenna: 1. Áslaug Sigurðard., Á 102,2 sek. 2. Hrafnh. Helgad., Á 105,1 sek. 3. Auður Harðard., Á 147,6 sek. Áslaug er í stööugri framför en hún er dóttir hins þekkta skíða- manns Sigu.rðar R. Guðjónssonar. Eftir fyrri umferð í svigi karla, haföi Haifsteinn Sigurðsson beztan tíma 51,0 2. var Björn Haraldsson 52,3, Yngvi Óðinsson 52,4 og 4. Hákon Ólafsson með 54,5. í síöari umiferð náði Hafsteinn aftur beztum brautartíma og varð hann því hinn öruggj sigurvegari. Björn náði aftur næst beztum tima, en Yngva mistókst. Úrslit í svigi karla: 1. Hafsteinn Sigurðsson, 1 100,9 s. 2. Björn Haraldsson, SÞH 103,3 s. 3. Hákon Ólafsson, S 108,8 s. Að lokinni keppni á sunnudag, bauö skíðadeild KR keppendum og starfsmönnum til sameiginlegs kaffisamsætis, þar sem Marteinr Guðjónsson, mótstjóri, afhentl sig- urvegurum verðlaun, þakkaði gest- um og öðrum keppendum þátttök- una og sleit mótinu, en Hafeteinn Sigurðsson þakkaðf fyrir hönd ut- anbæjarmanna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.