Vísir - 16.04.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 16.04.1970, Blaðsíða 6
6 VIS IR . Fimmtudagur 16. aprfl 1970. Péfur Sigurðsson, ritstjóri: Háskaleg blekking um hann getur fariö í ölsölubúð — „Tíjórinn í gegn“, er fyrirsögn- in á nokkrum línum £ Vísi 1. apríl sl. Einhiver bjórvinur, Ó. Á., skorar á Alþingi aö „hespa nú ajf bjórfrumvarpinu“. Endar svo orð sín á þessa leið: „Til dæmis hefur vínneyzla í Finn- landi minnkað um 35% nú í seinni tíð." Þessi staðhæ'fing er háskalega blekkjandi. Vfirleitt er mönnum frjálst að óska sér eins og ann- ars, en að viðhafa blekkingar og ósannindi, hæfir aðeins vond- um málstað. Á borðinu hjá mér liggur lítið snoturt rit. 1 því er sagt frá norrænni ráðstefnu í Helsingfors í nóvemlber 1968. Þar sagði full- trúi Finna eftirfarandi: „Ástandið f áfengis- o-g bind- indismálum f Finnlandi hefur verið fremur stöðugt sjöunda áratuginn. Áfengisneyzlan hefur þó aukizt áríega um 6%, og er aukningin aðallega í veikari drykkjunum, hún hefur tvöfald- azt en neyzla sterku drykkjanna hefur haldizt lítið breytt, þetta um 1,4 lítrar á mann, af 100% áfengi. Við gerum ráð fyrir að eftir tilkorou nýrra áfengislaga i byrjun næsta árs, muni hefldar- áfengisneyzlan aukast um eitt- hvað kringum 30%“ eða f 3,5 lítra af 100% áfengi á hvem mann f landinu.“ Þannig er skýrsla þessa á- byrga manns. Hver var svo hin nýja áfengislöggjöf? Hún var meöal annars um frjálsa sölu sterka- og miðsterka ölsins — (mellanölsins). Með tilkomu þessarar ölsölu var gert ráö fyr- ir 30% aukningu áfengisneyzlu þióðarinnar. Reynslan hefur lfka „<s, að þessi frjálva ölsala b,f valdið vandræöaástandi í Finnland; eins og í Noregi og Svíþjóð. Öll þau Möð Noröurlanda, sem mest skrifa um þessi mál, hafa hvað eftir annað lýst með sterkum orðum þeim ófamaði, sem ölþambið hefur haft í för með sér. Nú seinast, 6. marz sl. birtir norska blaðið Folket for- síðugrein um þetta, og þar er feitletraða fyrirsögnin þessi: Ráðþrota foreldrar biðia um einhverjar aðgerðir gegn sterka ölinu. (Fortvflte foreldre ber om inngrep mot sterkölet). Ritstjóri sænska blaðsins Accent skrifar: „Miðsterka ölið hefur útbreitt ofdrykkjusiðina til þess aidursflokks, sem áður var ekki talinn í hættu. Orsökin er fyrst og fremst sú, hve auð- velt er að fá ölið. Sterku drykk- imir seljast í eitthvað um 100 áfengissölum en miðsterka ölið í 25.000 verzlunum. Átta ára drengur getur ekki ruðzt inn í áfengissölu og komið út með brennivínsflösku og drukkiö úr henni með morgunverðinum, en almenna matsölubúð og komiö þaðan út með heilan kassa af sterku öli án þess að nokkur maður aftri honum frá því. Sjaldgæft ér að nokkur maður sé svo kærulaus að selja 13—14 ára unglingi brennivín, en ungl- ingur á þessum aldri getur feng- ið eins mikið sterkt öl og hann vill.“ í tveimur blöðum lýsir rit- stjórinn þessu með allsterkum orðum, og segir: „Með miðsterka ölinu höfum við fengið of- drykkju bama til viðbótar of- drykkju ungmenna" — (Med mellanölet har við fátt ett barn- fylleri dar vi tidigare hade ett ungdomsfylleri). 1 Gautaborg er Lillhagens- sjúkrahús. Það meöhöndlar of- drykkjumenn. Sérfræðingur þar, læknirinn Clas Sjöberg, segir: „Unglingar, sem drukkið hafa sig drukkna í miðsterka ölinu, hafa aðhafzt ýmislegt, sem þeim hefði aldrei komið til hugar að gera ódrukknir. Athæfi þeirra hefur orðið óhæfilegt eiftir að þeir hafa drakkið 5 — 6 ölkollur. Þessi öldrykkja er oröinn þáttur í lífi unga fólksins. Áróðurinn um miðsterka ölið sem æsku- lýðsdrykk hefur haft sfn áhrif. Þetta á sökina á því, að nú verða læknar og félagsmálastarfsmenn að fást við vaxandi áfengissýki öldrykkjunnar.“ Eitt Noröurlandablaöanna biórinn J I segir: „Árið 1969 óx ölneyzlan £ í Finnlandi um 40%. Afbrotum | fjölgaði um 30% og ölvun við akstur um 13%. Þótt auðvelt væri að leiða fram fleiri vitni, ætlaði ég samt að slá nú botninn í þessar Ifnur, tfl þess að vera ekki of frekur vjð gestrisni blaðsins, en þá kemur allt í einu upp í hendur | mfnar mjög merkrlegt skjal. Það h • er Fréttaauki frá Svfþióð fluttur í rfkisútvarpinu 11. marz 1970. Þar era m.a. eftirfarandi Iínur: „Afleiðingar þessarar stefnu eru þegar ljósar. Á 15 árum hef- ur neyzla á sterkum bjór aukizt um 400%, vínneyzla um 200% og milliölið um annað eins. Sala sterkari drykkja hefur hins vegar hvorki aukizt né minnkaö á þessu tímabili. Heildaráfengis- | neyzla Svía hefur um leið farið | hraðvaxandi, aðallega fyrir til- w komu milliöísins og hefur aukn- ingin numið 5,4% síöustu árin. | í fyrra var hún þó nokkru hærri !| eða 6% og talið er að áfengis- | neyzla Svía munj tvöfaldast á þ næstu 12 — 13 áram haldi þessi I þróun áfram“. Þessi hefur orðið reynsla | Svía, Norðmanna og Finna. Það R er því ótrúlegt að alþingismenn n okkar láti blekkjast af hags- | munahyggju nokkurra manna og | áróðri hinna ölþyrstu og leiði | yfir þjóð okkar þann ófarnað, | sem reynsla Norðurlandanna | varar svo rækilega við. I Sinfóníuhljómsveit fslands Fjölskyldutónleikar sunnudaginn 19. apríl kl. 15. Stjórnandi Bohdan Wo- diczko, einsöngvari og kynnir Guðmundur Jónsson. Flutt verða verk eftir Britten, Cimarosa og Beethoven Aðgöngumiðar í barnaskólum, bókabúð Lárusar Blön dal og í Háskólabíói efteir kl. 13 á sunnudag. Gæði í gólfteppi Varía húsgögn. GÓLFTEPPAGERÐIN HF. Suðurlandsbraut 32 . Sími 84570. Tollskrá á ensku Tollskráin er komin út á ensku og verður seld í skrifstofu ríkisféhirðis. Fjármálaráðuneytið. i ROCKWOOL (steinull) Nýkomin Rockwool í 40 - 50 - 70 oim. þykktum EFTA-verðlækkun 35% Hannes Þorsteinsson HEILDVERZIUN - SÍMI 24455 Húsgögn frá VÍÐI hJ. prýða nýja DAS-húsiS Sjóið hið mikla húsgagnaúrval. Kynnið yður okkar góðu greiðsluskilmóla Trésmiðjan YIÐIR h.f. Laugavegi 166, Símar 22222 og 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.