Vísir - 16.04.1970, Page 8
8
V í S IR . Fimmtudagur 16. apríl 1970.
VISIR
ötgefandi: KeyKjaprent a.».
Framkvæmdastióri: Sveinn R Eyjóltsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttas1-jóri Jón Birgii Pétursson
RitstjóKiarfulltrúi: Vaidimar H. Jóhannesson
4uglýsin«ar Aflalstræti 8. Símar 15610. 11660 og 15099
Afgreifisla: Aðalstræti 8. Simi 11660 *
Ritstjorn. Laugavegi 178. Simi 11660(5 línur)
Askriftargiald kr 165.00 ð mánuði innanlands
f lausasöiu kr. 10.00 eintakið
Prentsmlðja Visis — Edda h.f.
nMmmmammmmawKsmmamauammmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmm
Bezta einkunnih
„£}orgarloftið gerir yður frjálsa“, segir þýzkt mál-
tæki, sem lýsir nokkuð vel sögulegu hlutverki borga
sem andstæðu sveita. Þegar Evrópumenn fluttu í
gamla daga úr sveitum í borgir, fundu þeir mismun-
inn. í sveit og þorpi er nálægð við náttúru; í borginni
nálægð við menningu. í sveit og þorpi er náið félags-
legt samband og menn oft undir smásjá meðbræðr-
anna; í borginni losna margvísleg félagstengsl og
smásjáin hverfur. Borgarlíf er raunar allt annað lífs-
form en sveitalíf.
Á íslandi eiga þessar andstæður ekki við. Það er
líklega í orsakasamhengi við þá merkilegu staðreynd,
að allt ísland er eins konar úthverfi Reykjavíkur.
Straumarnir frá Reykjavík ná á svipstundu í útvarpi
og sjónvarpi til yztu byggða og á örlitlu lengri tíma í
dagblöðunum og öðru prentuðu máli. Sveitafólk á ís-
landi er í rauninni borgarfólk, eins konar íbúar út-
hverfa. Skoðanakannanir Vísis á undanförnum árum
liafa t.d. leitt í Ijós, að sáralítill munur er á skoðunum
Reykvíkinga og dreifbýlismanna á flestum og hinum
ólíklegustu sviðum.
Ef til vill má líta á ísland í heild sem dreift borgríki,
þar sem hálf þjóðin býr í borginni sjálfri og útborgum
hennar og hinn helmingurinn aðeins utar, en þó í kall-
færi við Reykjavík, hjarta borgríkisins. Sumir harma,
að þessi þróun hefur orðið, og s.umir telja hana stefna
í öfuga átt. En í þeirri skoðun felst of mikil rómantík.
Menningarlíf nútímans með kostum þess og göllum
er óaðskiljanlegur förunautur borgarlífsins.
Borgirnar eru heimili nútímans. Þeim fylgir öll há-
timbrun menningar og vísinda. Og þeim fylgja líka
vandamál mengunar, umferðaröngþveitis, taugaveikl-
unar, eiturlyfja og afbrotaæsku. í borgunum er
hreyfiafl nútímans; þar fæðast hugmyndimar, sem
breyta heiminum. Það kraumar sífellt í potti borg-
anna, bæði til góðs og ills.
Það er enginn barnaleikur að halda um stjórnar-
tauma í borgum, Vandamálin eru yfirleitt hrikaleg,
en möguleikarnir jafnframt gífurlegir. Hvernig til
tekst, fer að sjálfsögðu eftir því, hver á heldur. Það
skiptir Reykvíkinga og raunar alla landsmenn, sem
einnig eru þátttakendur í borgríkinu, miklu máli, að
Reykjavík sé vel stjórnað.
Markmiðin hljóta að vera mörg: Greiðar samgöng-
ur á góðum götum. Nægur fjöldi vandaðra og hlýlegra
heimila, sem búa við góða hitun, vatn og aðra þjón-
ustu. Umhverfi, sem er fagurt og lítið mengað. Góðir
skólar og önnur sú aðstaða, sem stuðlar að því, að
æska hvers tíma verði að manni. Margt fleira mætti
telja upp.
Þetta eru gífurlega viðamikil og torsótt markmið.
Og auðvitað sjá Reykvíkingar, að þeir eru ekki á leið-
arenda í þessari þróun. En skyldi nokkur efast um, að
Reykjavík fái betri einkunn en nokkur önnur borg,
sem við þekkjum til?
Olof Palme og lærimeistari hans Tage Erlander, fyrrum forsætisráðherra. Palme leitar nú
samkomulags við flokksbræður sína í London og Bonn.
Svíar vilja ganga í Efna-
hagsbandalag Evrópu
Allt ber oð sama brunni, ab Nordek hafi
fengib hægt andlát
Nordek virðist h g
ið hægt andlát. Finnar
vilja ekki skrifa undir,
enda eru önnur Norður-
lönd áhugasamari um
aðra hluti. Jafnvel Svíar
hafa stigið það mikil-
væga skref að stefna að
inngöngu í Efnahags-
bandalag Evrópu, EBE,
þrátt fyrir hlutleysis-
stefnuna. Vel hefur far-
ið á með þeim Palme og
Pompidou.
Rússneski björninn fór að urra,
og Finnar geta ekki skellt skolla-
eyrum við efasemdum úr austri.
Sovétrikin voru orðin uggandi, þeg
utanaðkomandi áhrifa. Þetta gerö-
ist strax í stríðslok, er Norðurlönd
um mistókst að koma á hernaðar-
legri samvinnu sinni. Það mistókst
einnig að koma á norrænu tolla-
bandalagi rétt áður en ÉFTA var
stofnað árið 1960.
Danir gengu síðan fram fyrir
skjöldu árið 1968 og Baunsgaard
forsætisráöherra beitti sér fyrir
endurlifgun hugmyndarinnar um
norrænt bandalag. Samkomulag
náðist í vetur um sameiginlega
tolla og nokkra sjóði, auk ráða-
gerða um frekari samvinnu á sviði
efnahdgsmála.
IIIIBIIEBIII
m
Umsjón: Haukur Helgason
ar Noregur og Danmörk æsktu
inngöngu í Efnahagsbandalag Evr-
ópu, og vildu um leið tengjast
Finnum í bandalagi. Þetta gerðist,
þótt kosningaúrslitin í Finnlandi
væru í sjálfu sér hagstæð Nordek.
Grátið þurrum tárum
Það er ekki grátur og gnístran
tanna á Norðurlöndum vegna þess
að Finnar hafa hlaupið út undan
sér. Að því hlaut að koma, að hið
stóra efnahagsbandalag með megin
landsríkjunum og væntaniega Bret
um freistaði meira en smábanda-
lag Norðurlanda. Þegar Frakkar
tóku vel umsókn Norðurlanda og
Breta hlaut norræn samvinna að
lúta í lægra haldi. Margir sögðu
strax í vetur, að Nordek væri
andvana fætt.
Finnlandsforseti
ábyrgur
Þegar samkomulagið var gert
í vetur, sögðust Finnar verða að
bíða kosninganna í marz. Kosn-
ingaúrslitin voru hagstæð. Hins
vegar er þaö samkvæmt stjórn-
arskránni Finnlandsíorseti, sem
ber endanlega ábyrgð á utanrík-
ismálunum. Það var líka Kekk-
onen forseti, sem nú gekk fram
fyrir skjöldu og veitti Nordek-
hugmyndinni banasárið. Kekk-
onen var enda á sínum tíma
kjörinn forseti með stuöningi
kommúnista, auk miðflokksins
(bændaflokksins).
Finnar vilja viðskiptá-
samning við EBE
Norrænt samstarf
geldur erlendra áhrifa
Þetta er ekki i fyrsta sinn, að
tilraunir Norðurlandanna fjögurra
til að breikka grundvöll samstarfs
sins hafa farið út um þúfur vegna
Finnar munu nú væntanlega
sækjast eftir viöskiptasamning-'
við EBE og fylgja í fótspor
Austurríkismanna í þeim efnum.
Rússar eru naumast taldir munu
amast að ráði við slíkum samn-
ingi. ef Finnar ganga ekki of
langt til samstarfs við vestræn
ríki.
Það snýst þvi nú allt um
Efnahagsbandalag Evrópu, sem
Frakkar, Vestur-Þjóðverjar, Ital
ir og Beneluxríkin stofnuðu á
sínum tíma. Allir eru nú óimir
að tengjast þessu sterka banda-
lagi á einhvem hátt.
„Pólitískt bandalag"
EBE hefur jafnan verið taliðf
pólitískt bandalag, er í upphaff
að minnsta kosti hafi haft
þann megintilgang að treysta
hin nýju vináttubönd gömlu
fjandmannanna, Frakka og Þjóð
verja. Bretar vom lokaðir úti
vegna þrjózku de Gaulle, Frakk
landsforseta, sem vildi halda
sínu bandalagi „hreinu“. Pom-
pidou er ekki jafnfastur fyrir
í þessuro efnum. Lokum var
skotið frá, og bandalagið opnað-
ist.
Hlutleysi tryggt
Danir og Norðmenn munu
væntanlega fylgja Bretum eft-
ir, þegar samningaviðræðurnar
hefjast við EBE-löndía. Palme
leitar samvinnu flokisbræöra
sinna í Bretlandi og Vestur-
Þýzkalandi til að Svíar fái að
vera með. Sænskur iðnaður
mundi njóta góðs af aöild að
EBE, Vandamál Palmes er hlut-
leysisstefna Svía, sem hann vill
ekki hverfa frá, hvað sem taut-
ar. Hann mun nú þykjast hafa
fengið fullnægjandi tryggingu
frá félögum sínum, væntanlega
á þá iund, að minni áherzla
verði lögð á pólitíkina í Efna-
hagsbandalagi Evrópu en.verið
hefur. Þá gætu Svíar hagnazt
efnahagslega, án þess að kosta
nokkrn til í utanríkisstefnunm
Á vússan hátt hefur vinstr:
siroynn Palme komið á ó'/a’"
með bessari síðustu brevtn
sinni. f fljótu hraoði virðist br;‘
ósamrýmanlegt að ganga mót-
maelagöneur til st.uðnings Nnr*
ur-Víetnam annars vegar o"
teneiast mesinWidsveldum bin'
vestræna heirns fims vegar
traustum .böndum. En Palme
segir. að þetta sé allt á hinn
bezta veg.