Vísir - 16.05.1970, Page 1

Vísir - 16.05.1970, Page 1
VISIR Boða verkfall 27. maí „ 60. &rg. • Fullt útlit er nú fyrir, að verka lýðsféiögin almennt muni boða verkföll frá 27. mai. Verkamanna- félögin Eining á Akureyri og Vaka á Siglufiröi boðuðu vinmuveitend- um vinnustöövun frá þeim tíma í gær, en búizt er við, að flest önn ur félög muni boða tii vinnustöðv unar frá sama tíma, en félögin hafa verið að veita trúnaöarráðum sínum verkfallsheimild undanfarna daga. Þannig veitti félagsfundur Dagsbrúnar í eær verkfallsheimild sem var við það miðuð, að ekki Fara unglingarnir / Þrastaskóg eða til Stakkavíkur? Unglingahljómsveit gerir tilraun til að bægja straumnum frá skóginum og hafa ofan af fyrir unglingunum Ef að likum lætur, eftir reynslu fyrri ára að dæma, munu hundruð — ef til vill þúsundir — unglinga bregða undir sig faralds- fæti um hvítasunnuna og leita sér skemmtunar og útivistar utan borgarinnar og þéttbýlisins. Hvert þessir unglingar allir halda, eða hvar þeir munu safnast saman er ekki vitað frekar en í fyrra, þegar þeim skyndilega skaut upp svo þúsundum skipti á Þing- völlum, sem fáum mönnum er lið- ið úr minni. Það er í mesta lagi að einhver ábending fæst um, hvert straumur unglinganna muni liggja. Heyra h'efur mátt á orðræðum unglinga þessa viku, að hugur þeirra stefnir til Þrastaskógar. I gærmorgun gat að líta auglýs- kagu- -*í-*bl©ðunum — f,Trix leika- í Herdísarvík um hvítasunnuna" — sem vakti áhuga margra unglinga, en þar sem hvergi hefur frétzt af neinum aðila öðrum, er ætlar sér að standa fyrir skemmtun eða skipulögðu móti unglinganna neins staðar, sneri blaðamaður Vísis sér til eins meölima hljómsveitarinnar Trix, Guðjóns Sigurðssonar, og innti hann eftir því, hvað fyrir hljömsveitinni vekti. „Það er allra manna mat, að vandræði af unglingum um hvíta- sunnuhelgar undanfarinna ára, Úflít með vegi og veður sæmilegf „Ef hanin bara hangir þurr, þá er útiitið alls ekki svo siæmt fyrir fólk, sem hyggst fara út úr bæn- um um helgina“, segir Hjörleifur Ólafsson, eftirlitsmaður hjá ,Vega- gerö ríkisins er blaðiö hafði sam- band við hann í gær. „Flestir veganna hafa jafnað sig mjög vel, aö undanförnu, bar sem tíð hefur verið þurr. Suðurlands- vegur er til dæmis í góðu standi. Sömuleiðis Krísuvíkurleiö og flestir vegir á Suðurnesjum.“ Blaðið hafðj samband við Veður stofuna og þar varð fyrir svörum Jónas Jakobsson, veðurfræðingur. Sagði hann að allar horfur væru á að vindur yrðj á austan og suð- austan um allt land um hvítasunn una. Á Norðurlandi þurrt veður og hlýrra en undanfarið. Á Suðvest- urlandi taldi Jónas líkur á einhverri vætu, þannig að vissara er fyrir fólk að taka með sér regnfatnaðinn f ferðalagið og hætta sér ekki of langt út í óbvggðir, enda þótt á- stand vega sé nú sæmilegt í þurr- viðrinu.’ —MV— stafi mest af því, að þeir hafi ekk- ert við að vera, og ekkert til að hafa ofan af fyrir sér með, þar sem þeir hafa komið saman. Þótt ekki væri nema bara hljóðfæraleikur, sem þeir gætu dansaö við, mundi það áreiðanlega bæta úr skák,“ sagði Guðjón. — „Við félagarnir í Trix létum okkur því detta 1 hu,g að fara þangað, sem unga fólksins væri helzt aö vænta, og leggja því til hljómsveit, ef það skyldi eitt- hvað bæta úr skák. — En þegar við skruppum upp í Þrastaskóg um daginn, þangað sem við höfðum heyrt, að margir ætluðu, brá okkur heldur í brún, því að okkur leizt hreint ekki á staðinn. Þar er varla blettur til að tjalda á, og hreinlega hætt við þrengslum, ef margir sækja, að. Svo að við leituðum að öðrum stað, og í því skyni spurðumst við fyrir hjá lögreglunni á Selfossi.um hugsanlegan stað fyrir austan fjall. Yfirlögregluþjónninn’ þar var meira að segja svo vingjarnlegur að spyrja landeigendur tvéggja staða, sem til greina komu, um leyfi fyrir okkur, en þeir sögðu blátt nei. Sögðust méira að segja ekkert við svona skríl vilja skipta. Þá kom okkur í hug staður einn nokkru austan viö Herdísarvík, sem heitir Stakkavík og er skammt frá Hlíðarvatni. Við fengum auga- stað á honum, því að vegurinn er góður þangað, og staðurinn til- valinn og í ofanálag ekki í einka- eign, heldur heyrir hann undir Strandarkirkju. Það var grennslazt um það hjá umráðendum jarðar- innar, hvort þeir ömuöust við sam- komu unglinga þar, en þeir tóku því vel í fyrstu, og þá auglýstum við,“ sagði Guðjón. „Nú höfum við heyrt, að menn, sem veiðiréttindi hafi í Hlíðarvatni, bafi lagt að jarðarumráðanda að banna þetta. Og vegna orðalags auglýsingarinnar, sem tilgreindi Herdísarvík, hafa umráðendur óö- alsjarðar Einars Benediktssonar gert okkur orð um, að þeir muni banna, að tjaldað veröi í Herdísar- vík,‘‘ bætti Guðjón við, en þeir félagarnir voru, þegar síðast frétt- ist í gærkvöldi, staðráðnir að fylgja eftir sínum áformum. GP. kæmi til verkl'alla seinna en 27. maf, hafi ekkj verið samiS fyrir þann tíma. Þegar eftir helgina á þriðjudag- inn þegar skrilfstofur opna, má því búast við að boðun um verkfall muni berast vinnuveitendum í strið um straumi þvi þá er siðast; fyrir vari fyrir verkalýðsfélögin, vilji þau láta verkföll hefjast 27. maf. Að því er forsvarsmaður vinnu- veitenda sagðj f viðtali við Vísi í gær er reiknað með, að vinnuveit- endur muni koma með gagntilboð við kröfum verka!ýðsfélagann» þegar eftir helgi en hann taldi vinnuveitendur eicki hafa fengið mikinn umþóttunartíma. Verkakon ur hafi t. d. ekki komið fram með kröfur sfnar fyrr en sl. miðvikudag, -vj- Hótei Esja eins og unnt reyndist — segir Friðrik Kristjánsson. Okkur veitir ekki af að styðja hver annan • Allt útlit er ennþá fyrir, að okkur takist að opna Hótel Esju 1. júlí, eins og ráð var fyrir gert, komi ekki til óróa á vinnumarkaðinum, sagði Friðrik Kristjánsson, forstjóri Kr. Kristjánsson, for svársmaður nýja hótelsins viö Suðurlandsbraut í viðtali við Vísi í gær. Á annað hundraö manns voru að vinna f nýja hótelinu, þegar blaðamenn Vísis litu þar við i gær og hótelið er nú óðum að taka á sig svip. :— í öllum herb- ergjunum 70 voru menn meira eða minna að vinnu við að setja upp innréttingar, veggfóður, hreinlætistæki o.s.frv. á 6. 7. og 8. hæð hússins, en einnig er verið að innrétta efstu hæðina, þar sem matsalur, eldhús og vín stúka verða meö fögru útsýni til allra átta. Þá var verið að ganga frá anddyrj hótelsins, þar sem m. a. verður móttaka, útibú Búnaðar- bankans, blaðasala og sýninga- gluggar fyrir íslenzka fram- Ieiðslu.- Við höfum stefnt að því að nota einungis íslenzkar vörur og efni í hótelið svo framarlega sem það hefur verið framleitt fsienzk " innanlands, segir Friðrik. Bæði er það, að ég tel, að okkur veiti ekki af því núna að styðja hver annan og svo hitt, að ég te! það hagkvæmara, þó aö við höfum satt að segja hrein- lega ekki leitað tilboða erlendis. — Friðrik segir, að tilboðin hafi yfirleitt verið hagstæð. Þannig hafi verið hægt að bera saman ákveöið verk við sambærilegt verk í Loftleiðahótelinu á sínum tíma fyrir fjórum árum og hafi verðiö verið mjög áþekkt. Meðal þess, sem ferígiö hefur verið innanlands má nefna allar innréttingar, teppi, ábreiður, gluggatjöld, húsgögn, en erlend- is efniviður á borð við vegg- flsar, hreinlætistæki o.s.frv. Hótelið er nú þegar fullbókað i júlí og ágúst og að töluverðu leyti í september og október. -vj- Leita að kolmunna austur af landinu Rannsóknaskipiö Árni Friðriks- son leggur upp í fyrsta síldarleitar- leiðangurinn nú um hvítasunnuna. Mun skipið fyrst kanna svæðið austur af landinu og allt austur undir Færeyjar. Að sögn Jakobs Jakobssonar, fiskifræðings, verður jafnframt öðrum athugunum leitað að kolmunna á þessum slóðum, ef vera kynni að hægt væri aö veiöa hann. Hingað til hefur kolmunni talizt til illfiskis, fremur til tjóns en gagns, þar sem hann hefur oft ánetjzat í mótum síidveiðiskipanna. Leiðangursstjóri i þessum leið- angri verður Hjálmar Vilhjálmsson. Annar leiðangur verður farinn í júnímánuði og endar hann með ráð- stefnu rússneskra og íslenzkra fiskifræðinga á Seyðisfirði 25. júní. Jakob sagð5 að ekkert væri enn ákveðið, hvenær skipið héidi norð- ur í höfin til leitar, en íslenzkir fiskifræðingar munu hafa samband við Rússa sem verða á þeim slóð- um og kann það að fara eftir frétt- um frá þeim, hvenær skipið fer á norðurslóðir. J.H. Hótelherbergin éru nú óðum að taka á sig svip, en í þeim er allt íslenzkt, sem unnt hefur verið að fá.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.