Vísir - 16.05.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 16.05.1970, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 16. maí 1970, 9 Kaupstefnan — Reykjav'ik opnar i næstu viku sýninguna „Heimilið — Veröld innan veggja Fyrsta heimifíssýningm a fslandi Litið inn i Laugardalshöll, jbar sem unnið er að undirbúningi, en sýningarsvæðið er jboð langstærsta, sem tekið hefur verið undir eina sýningu hér á landi — rætt við Gisla B. Björnsson og Ragnar Kjartansson „Cýning þessi, HeimiliS — Ver- öld innan veggja, hefur þann tilgang að gefa lands- mönnum kost á að kynnast á einum stað framboði allra þeirra hluta, sem bústofn og rekstur beimi'lis varða. í flestum staerri borgum álfunnar er ár- Iega efnt til Slíkra sérsýninga um heimi'lishald, og hafa þær gefið sérlega góða raun. Hin áriega sýning „Ideal Home“ í London er t.d. mest sótta sýn- ing þar i borg.“ Svo segir í sýningarskránni, sem Kaupstefnan í Reykjavík hefur gert um einhverja um- fangsmestu sýningu, sem haldin hefur verið hér á landi og sem er jafnframt fyrsta íslenzka „heimilissýningin" Við fórum á stútfana með ljós- myndara inn í Laugardalshöll nú í vikunni, með það fyrir aug- um að kynna okkur hivernig slík sýning sem þessi verður til. Þar var að sjálfsögðu verið að vinna af miklu kappi við að undirbúa sýninguna fjöldi raf- magnsmanna, smiða, málara, auglýsingateiknara og annarra, sem á einhvem hátt vinna að uppsetningu sýningarinnar, voru önnum kafnir við störf sín í hinum ýmsu básum á sýn- ingarsvæðinu. Okkur var vísað upp á loft, en þar er skrifstofa sýningarstjómarinnar til húsa og við fengum tvo úr sýning- arstjórninni til að spjalla við ökkur, þá Gísla B. Björnsson auglýsingateiknara og Ragnar Kjartansson, en þeir ásamt Hauki Bjömssyni reka fyrirtæk- ið „Kaupstefnan - Reykjavík“, sem stendur fyrir sýningu þess- A7"ið gengum með þekn Gísla ’ og Ragnari upp á áhorif- endapallana, þar sem vel sást yfir svæðið og tylltum okkur niður og Ragnar segir okkur frá tihirð þessarar sýningar. ,,Það var í maí 1969, sem á- kveðið var að halda þessa sýn- ingu og þá um haustið hófst undirbúningurinn. Við sendum einum 7—800 aðilum gögn um sýninguna, og 140 aðilar ákváðu að sýna hér í 93 sýningardeild- um. Að vísu vildu margir koma inn í sýninguna, eftir að tiltek- inn umsóknartími var liðinn, en þeir sem pöntuðu á rétturn tíma, komust allir hér inn.“ „Hvernig skiptið þið þrír með ykkur verkum?" „Gísli sér aðallega um ytra útlit sýningarinnar, sér um alla prentvinnu í sambandi við sýn- inguna, en það er geysilega mik- ið starf. Ég sé að mestu um þennan daglega rekstur, en Haukur er sá okkar sem mesta reynslu höfur í þessum málum, en hann stofnaði upphaflega fyrirtæ-kið „Kaupstefnan". Nú svo höfum við ýmsa aöra menn með okkur í þessu, hér er t.d. Gunnar Bjamason leiktjalda- málari, hann sér um skiltamál- unina, Kjartan Guöjónsson teiknari gerir myndir héma i þróunardeildina í kjallaranum, en þar verður sett upp þróunar- sýning á heimilishaldi frá örófi alda, meða-1 annars verður þar aldamótastofa og svo auðvitað framtíðarstofa, búin svissnesk- um mjög nýtfzkulegum plast- húsgögnum," segir Ragnar. „Hvað gerið þið ráð fyrir að starfsfólkiö veröi hér margt?“ Og nú svarar Gísli: „Á ofckar vegum starfa 15 — 20 manns, en á vegum fyrir- tækjanna sjállfra starfa a.m.k. 200 manns. Sýningin verður opin frá kl. 2 á daginn til kl. 10 á kvöldin, en fólk getur verið á sýningarsvæðinu til kl. 11. Hér veröur fjöldamargt til skemmtunar. Trúðurinn Tóti verður hér á ferðinni til að spjalla við bömin, barna- skemmtanir verða á daginn og Svavar Gests mun sjá um fjölda margar skemmtidagskrár." „Hér sýna svo væntanlega bæði erlend og innlend fyrir- tæki?“ „Já, erlendir aðilar, sem hafa umboðsmenn hér á iandi, senda Fleiri tugir af tæknimönnum vinna nú ötullega viö að koma fyrir ljóskösturum rafleiðslum, skilrúmum og ýmiss konar tréverki í básana á sýningarsvæðinu. margir sýningarbásana að utan, suma sniðna eftir básum, sem hafa veriö í hinum stóru „Ideal Home“ sýningum. — Við leggj- um mikla áherzlu á útlit þess- arar sýningar, og hún veröur mjög lffleg, Hér verða erlendir sérfræðingar með sýnikennslu á ýmsum nýjungum í heimilis- tækjum og fleiru, fyrirlestrar verða einir 13 og 6 tízkusýning- ar, en miðað er við fatnað, sem eingöngu tilheyrir heimilinu," segir Gísli ennfremur. Við sjáum hér að auglýsinga- teiknarar og aðstoðanfólk þeirra er önnum kafið í nokkrum bás- anna við að mæla og teikna, og nofckrir eru þegar famir að raða upp ýmsum hlutum og innrétt- ingum í básana. „Hafið þið nokfcurt eftiriit með s-kreytingu básanna?" Og Ragnar svarar: „Við höf- um leyfi til að skipta okkur af því ef ástæða þykir til, en til þess kemur nú tæplega. Marg ir af básunum verða óskreyttir fram á siðus-tu stimdu, því menn vilja gjarna halda þessu leyndu fyrir hinum, þar til í það allr.a síðasta. Nú, svo eru margir, sem gera innréttingamar og Ragnar Kjartansson og Gísli B. Björnsson fylgjast með Gunnari Bjarnasyni, leiktjaldamálara en hann sér um málun á skiltum, sem sett verða upp í sambandi við sýnlnguna. skreytingamar annars staðar, og koma svo með þær hingað i heilu lagi. Við viljum nú samt hvetja menn tiá að verða efckl á síðuBtu stundu með þetta, þvi að menn þurfa að geta séð þetta í ró og næði dálítinn tíma, áður en endanlega er gengið frá básn um eins og hann á að vera.“ „Bfnið þið kannski til sarn- keppní um fallegasta básinn?" „Nei, við vildum ekkj fara út í slíkt, það verðlaunar sig sjálft, það sem vel er gert,“ segir Gisli, og heldur svo áfram: „Það er athyglisvert með þessa sýningu, að mjög margir aðilar sýna hér í samvinnu við aðra, t.d. sýna saman teppafyrirtæki, húsgagna fyrirtæki og fyrirtæki sem s-elja útvarpstæki. Hér verða sett upp heil heimili, ef svo má segja t.d. verður Valbjörk á Akureyri með stóran hliðarsal fullan af húsgögnum. Þetta er langstærsta svæði sem notað er undir eina sýningu hér á landi." •Við sjáum að við getum efcki tafið þá lengur frá störfum og spyrjum að lokum: — „Er fyrir- hugað að hailda fleiri slíkar sýningar í framtíðinni?“ Og Ragnar svaran „Ef vel tefcst til með þessa sýningu, þá er ætlunin að halda slíkar sýn- ingar á 2—3ja ára fresti.“ A ð lokum eru svo hér nokkr- ar upplýsingar fyrir les- endur, sem hafa hug á að skoða þessa sýningu. — . Hún verðui opnuð kl. 8 að fcvöldl 21. mai og er opin frá 2 — 10 til 7. júnl. Verð er kr. 75 fyrir fullorðna, en 25 kr. fyrir börn 6—12 ára. Þana verður hægt að fá kaffi og léttar veitingar, en matvæli eru ekki kynnt á sjálfri sýn- ingunni. Þama verða á ferðinni ýmsar nýjungar, t.d. í húsgagna- iðnaði og eldhústækjum, — og sýndir verða t.d. skrautfiskar, plaköt póstkort, frímerki auk allra þeirra hluta, sem beinlínis tiliheyra heimilinu. Verndari sýningarinnar er viðskiptamála- ráðherra, og munu hann og for seti íslands verða viðstaddir opnunina. — þs. TÍSffiSm: Hvem gætuð þér hugs- að yður sem borgar- stjóra, ef Geir verður það ekki? Sigfús Johnsen, kennari • viö Vogaskóla: „Ég vil Geir og eng an annan.“ Garðar Jóhannsson skrifstofu- maður hjá Tryggingamiðstöð- inni: „Það er mjög erfitt að svara þessu. Það yrði þá að vera einhver af efstu mönnum hinna flokkanna." Guömundur Guðmundsson, húsa smiöur: „Hef bara ekki hugleitt málið". ...v '>v;, -,;-4 Anna Auðbergsdóttir, húsmóðir: „Hef ekki hugmynd um það!“ Þórdís Jóhannsdóttir, húsmóðir: „Ég vil bara hafa Geir áfram."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.