Vísir


Vísir - 16.05.1970, Qupperneq 2

Vísir - 16.05.1970, Qupperneq 2
Hinrik prins — flýgur. .. .Filippus prins flýgur . ísraelskur hermaður bíður með mundaða vélbyssu, meðan arab- ískur skæruliði skriður út úr hellisskúta i hlíðum Hebron- fjalls. Þar sem her- mennskan er daglegt brauð Sagan að baki þessarar ljós- myndar er daglegur viðburður í hinum herteknu héruðum.í ísrael, þar sem skæruliðar elda grátt silf ur við ísraelska hermenn. israelskir varðflokkar ' leita uppi felustaði hermdarverkamann anna, sem leitað hafa skjóls í hellum og skútum fjallanna, en þar láta þeir fyrirberast um ljós- bjartan daginn, þar til þeir fara á kreik í skjóli myrkurs. Þegar ísraelsku hermennirnir finna felustaðina, taka nokkrir sér stöðu meö mundaðar byssur, meðan einhver kallar inn í hell- inn til Arabanna, aö þeir skuli varpa frá sér vopnunum og koma út með hendur á lofti. Sjaldan duga slík tilmæli ein til, og venju- Iega anzar enginn hellisbúanna, né heldur sést nokkur hreyfing á þeim. Þá leggja hermennirnir frekari áherzlu á fyrirmælin með því að fleygja einnj eða tveim hand- sprengjum inn um heilismunnann. Það hrífur. En því miöur tapast við þettb eitt mannslíf eða fleiri, þvi að handsprengjan gerir sitthvað fleira en bara að framleiða diáv- aða. Þannig er grimmdin í stríð- inu. Með þessari aðferð svæla ísraelsku hermennimir Arabana út úr grenjunum, en að öðrum kosti veröa þeir að ganga inn i hellana og sækja þá sjálfir, og þá steypist yfir þá kúlnaregnið. Engin mannslíf sparast svo sem viö það, en í staðinn yrðu það ísraelskir hermenn, sem láta ( myndu lífið. Og þegar um þaðk tvennt er að velja, eru stríösað- ( ilar ekki i neinum vafa um, hvorn * kostinn þeir taka. Þegar meðfylgjandi mynd var ( tekin, við rætur Hebron-fjalls t vestan Dauðahafsins — skammt ( frá sveitaþorpinu, Beit .Fajar, i voru 20 skæruliðar teknir til( fanga, en einn drepinn. Þegar' skæruliöamir voru komnir' út úr( hellinum, sýndu þeir enn mót-' spyrnu, þótt vopnlausir væru, og( varð að flytja þá bundna á brott’ En þetta er bara daglegt brauðj þarna austur frá. . .og Uka Bernhard prins ÞEIR FLJÚGA ALLIR Hinrik prins hefur uppgötvaðf það, að hann getur slegið tværN flugur í einu höggi, þegar hannf er i sendiförum vegna embættis: síns, sem eiginmaður tilvonandi^ drottningar Danmerkur. Eins og aðrir fljúgandi prinsar.r Filippus af Edinborg, Bernhard ií Hollandi, ætlar hann svo oft, semf hann getur komið því viö, að sam\ eina í einu embættiserindin ogt flugtímana, sem hann verðurj hvort sem er að fá sér til þess* að halda flugskírteininu. Á þriðjudaginn brá hann sérjl t. d. í lítilli einshreyfils Kardinal-^ flugvél til Noregs, þar sem hann ( dvelst nokkra daga þg tekur þáttp i Rauöa kross-móti. Með honum( var í feröinni major Tore V.|> Dinesen, sem er flugkennari hans. Seinna munu þeir bregöa sér^ aftur á loft til þess að sækja \ flugmót, sem haldið verður ífl Billund éftir nokkra mánuði. Hinrik prins fer þarna aö for- dæfi Filippusar priris, sem aldreif setur sig úr færi við að fljúga( brezku konungsþotunni. Hanní nýtur mikils álits sem flugmaður. ( Annar prins, sem hefur mikinnf áhuga á flugi, og flýgur, hvenærj? sem færi gefst, er Bernhard Hol y landsprins. J Leikkonan Jane Fonda er virk- ur þátttakandi I friðarhreyfingum vestan hafs i heimalandi sínu. Fyrir nokkrum dögum var hún handtekin, eftir að hún hafði laumazt inn í æfingaherbúðir við Killeen í Texas, og var staðin að því að dreifa áróðursmiðum með al hermannanna. Á miöana var prentaður áróður gegn styrjöldinni í Indó-Kína og stefna Bandaríkjastjómar þar harðlega gagnrýnd. Myndin var tekin, þegar her- Hermanns- og Iögreglumannsskyldur geta stundum verið ánægjublandnar, eins og herlögreglu- þjónninn, John T. Hoffman, sem hér leiðir leikkonuna Jane Fonda út úr herbúðum sínum, komst að raun um. Að vísu var honum það þvert. um geó að reka brstt þessa vinsælu leik- konu — og hefði vafalaust getað ímyndaö sér eitthvert ánægjulegra tilefni samfunda þeirra, — en hvað um það. Sophia Loren í Feneyjum Jane Fonda á móti Indó-| Kína-styrjöl dinni lögreglumaöur handtök leikkon-^ una og leiddi hana á brott með/ valdi út úr hérbúöunum, en þótto hún neitaöi að yfirgefg búðirnar/j af frjálsum vilja, lét hún ieiðaw) sig átakalaust. . <4 Utan herbúðanna var henni svoV) sleppt. ^ v< ° % Hún er í pínu-og blómatízk- unni, en hann er í maxitízkunni, — þessi dökki herra við hliðina á Sophiu Loren. Prestshempan hef- ur að vísu alltaf fylgt ökklasídd- inni, svo að það er ekkert tiltöku- mál. Og Sopria Loren hefur alltaf tollað í tízku hvers tíma, svo að það er heldur ekkert tiltökm mál. Enda er það ekki það, sem um er rætt, heldur hitt, að presturinn á myndinni er Marcello Mastroi- anni, þótt það sjáist ejíki fyrir skugganum. Og Sophia er kona hans — þ. e. a. s. prestsins i kvikmyndinni „Kona prestsins". Þau vinna nefnilega bæði við upptöku þeirrar myndar um þess ar mundir í Feneyjum. Myndin er byggð á sögu Ruggero Marcari, og búizt er við því, að hún verði fullgerð fyrir haustið. Já, það áttum við öll efttr að sjá — Sophiu Loren i prests- konuhlutverki.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.