Vísir - 25.05.1970, Side 3

Vísir - 25.05.1970, Side 3
' V I S I R . Mánudagur 25. maí 1970. 3 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Ný Kúbudeih / uppsiglingu? FRÉTTIR herma, að ean á ný séu eldflaugar á Kúbu, sem skjóta megi inn vfir . meginland Ameríku. — Bandaríska leyniþjónusfan hefur því til athugunar þá spumingu, hvort Rússar ætli nú að vígbúast á Kúbu í annað sinn, og nú eigi megináherzla að veröa lögð á sprengjuflugvélar. Sovézkar flugvélar hafa verið í stöðugum flutning- um milli Sovétríkjanna og Kúbu. Tvær stórar vé!ar komu til Havana hinn 18. apríl og tvær í viðbót viku síðar og loks tvær nú fyrir viku. Nú óttast margir í Bandaríkjun- um, að í undirbúningi sé, að mikill fjöldi stórra sprengjuflugvéla lendi á Kúbu, sem síöan gæti, ef til kæmi gert árás frá stöðvum þar á Banda- ríkin. Þessar flugvélar gætu flogiö lágt og þannig, að til þeirra sæist ekki á ratsjá, fyrr en þær væru komnar alllangt inn yfir Bandarík- in. Flugvélar þessar af gerðinni „Bear“, geta flogið 8000 mílur, án þess að taka eldsneyti og hver þeirra getur borið tvær vetnis- sprengjur. Myndir, sem bárust til Spánar um Tékkóslóvakíu, sýna, aö meðal drægar eldflaugar eru á Kúbu, segja Bandaríkjam. en hins vegar er taliö, að þessar eldflaugar geti ekki borið kjarnorkuvopn. Menn rifja nú upp Kúbudeiluna gömlu, sem skapaöi á sínum tíma gífurlega spennu og stríðsótta uni nokkurra daga skeiö. Bandaríkja- menn höfðu komizt að því, að á Kúbu voru langdrægar sovézkai eldflaugar, sem skjóta mátti inn yfir Bandaríkin. búnar kjarnorku- vopnum. Kennedy, þáverandi for- seti, knúði Rússa til að fivíja eld- flaugarnar aftur til Sovétrikjanna það sinn. Nú gæti svo farið, að Nixon hefði við svipaðan vanda aö glíma. Umsjón: Haukur Helgason Fidel Castro. Vilja hafa Bandaríkja- menn unz striðinu lýkur hafa her í landinu, þar til styrjöldinni lýkur. Þetta sagði utanríkisráðherra Kambódíu, Yem Sambaur, í morgun á fundi með blaðamönnum. „Við viljum, að bandaríski her- inn verði hér, einnig eftir lok júní- mánaðar," sagði hann. Hann sagði, að tilmæli um þetta hefðu enn ekki verið borin fram við bandarísku stjórnina. Kambódíustjórn vildi einnig, að hermenn frá Suöur-Víet- nam yrðu áfram í Kambódíu, ef Bandaríkjamenn kysu að hverfa úr landinu innan tföar. Utanríkisráðherrann fór til Sai- Ríkisstjórn Kambódíu mun biðja Bandaríkjamenn að Thieu og Nixon — hersveitir í Kambódfu til langs tíma? gon í morgun til viöræðna við stjórnina þar. Nixon Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir, að bandarísku her- mennirnir f Kambódíu eigi að fara úr landinu fyrir 1. júlf næstkom- andi. Hinn vegar hefur stjórn Suð- ur-Víetnam ekki ákveðið neinn sér- stakan tíma fyrir heimköllun her- liðs síns í Kambódíu. Suður-Víetnamar láta mjög ti! sfn taka, og nær daglega gera þeir innrasir á nýjum svæðum. í morg- un náðu þeir ásamt stjórnarher Kambódíu bæ úr höndum kommún- ista. NATO- fundur í Róm • Ráðherrar rikja Atlantshafs- bandalagsins munu sitja á fundi i Róm næstu daga. Rogers, utan rikisráðherra Bandaríkjanna, sagöi í morgun, að hann mundi gera tillögur um frekari samn- inga við Sovétríkin um afvopn- un. # Annars er búizt viö, aö Grikk- landsmálin verði ofarlega á baugi á þessum fundi. >--- ■ ------- ■ —- „Brezkar veðreiðar" ■ Bretar eru sportmenn miklir. Hvers konar veðmái eru þeim einnig kær, knattspyrnugetraunir og veðmál um kappreiðar, hunda veöhlaup og síðast en ekki sízt — kosningar. ■ Nú er kosningaslagurinn haf- inn i Bretiandi og verður þar mjótt á mununum. Um helgina veðj uöu menn fremur á sigur Wilsons og Verkamannafiokksins í hlutfall- inu tveir á móti einum. ■ Hér sýnir skopteiknarinn hina æsandi keppni Wilsons og He- ath, foringja Ihaldsflokksins, i kosn ingunum. Enginn veit hvar óvinur er fyrir —■ Óljós vígstaða / Kambódlu Nokkrir bandarískir blaðamenn sögöu i gær frá handtöku sinni í Kambódíu. Þeir voru á ferð skammt frá Phnom Penh höfuð- borg landsins og óku eftir þjóð- veginum, er þeir komu allt 1 einu að varðstöð Norður-Víet- nama. Tókst þeim að telja her- mönnunum trú um, aö þeir væru þýzkir biaðamenn, en einn þeirra var þýzkur. Eftir það fengu þeir að fara aftur til hþf- uðborgarinnar um þrjár varð- stöðvar kommúnista. Hins veg- ar hafa fjórtán blaðamenn ti) þessa fallið í hendur kommún- ista í Kambódiu, og er ekki vit- að frekar um örlög þeirra. Blaöamennirnir segja, að ring- ulreiö sé slík í Kambódfu, að aldrei sé unnt að vita fyrir hvar eru hermenn stjórnarimar eða Bandaríkjanna og Suður-Víet- nam og hvar hermenn kommún- ista. Sé þetta með allt öðrum hætti en í S-Víetnam, þar sem yfirráðasvæði herjanna séu skýrt afmörkuð. I Kambódíu geti menn hvergi farið, svo að þeir viti, hvort við næsta vfgi eru kommúnistar eða hinir. W« afslátfup fyrir einstaklinga með áætlunarferðum. Þér veljið brottfarardag með Gulltaxa um Glasgow eða London áleiðis til sólarstranda og hagið ferðalaginu eftir eigin geðþótta. Það borgar sig að fljúga með Flugfélaginu. Hvergi ódýrari fargjöld. FlUGFÉLAG ÍSLANDS ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI 1

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.