Vísir - 30.05.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 30.05.1970, Blaðsíða 8
V1 S IR . Laugardagur 30. maí 1970. \ s VISIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610, 11660 Afgreiðsla: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjór.i: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Gönguferð um borgina Ef veðrið er gott í dag eða á morgun er tilvalið fyrir Reykvíkinga að fá sér hressandi gönguferð um borg- ina. Með því fá menn líka ágætt tækifæri til að líta í kringum sig, skoða borgina og rif ja upp þróun henn- ar, áður en þeir ganga að kjörborðinu og ákveða hverjir skuli halda um stjómvöl Reykjavíkur næstu f jögur árin. Á slíkri göngu geta menn velt fyrir sér svör- um sínum við ýmsum áleitnum spurningum: Er borg- in, og einkum nýju hverfin, vel eða illa skipulögð? Er umferðin um göturnar tiltölulega greið eða ekki? Er borgin fögur og hefur verið gengið vel frá götum hennar og görðum? Er loftið og vatnið hreint eða mengað? Hvað með skóla, leikvelji og bamaheimili, eru þessar stofnanir þéttari og myndarlegri en í öðr- um borgum? Er Reykjavík í örri þróun eða ríkir hér kyrrstaða? Eru vandamál borgarinnar alltaf að verða viðráðanlegri eða erfiðari? Em Reykvíkingar á réttri braut með stjómendur borgarinnar eða ekki? Reykjavík er á engan hátt hin alfullkomna borg. En líklega munu flestir að athuguðu máli komast gð þeirri niðurstöðu, að hún sé komin ótrúlega vel á veg. Má þá bæði miða við önnur sveitarfélög á ís- landi og við erlendar borgir og stórborgir. Þeir, sem farið hafa um erlendar borgir, vita, að Reykjavík er að flestu leyti til fyrirmyndar, þótt hún sé alls ekki fullkomin. Einmitt vegna hinna óleystu verkefna mega menn ekki sitja með hendur í skauti og hugsa sem svo, að allt sé í lagi og það sé sama hverjir stjórni Reykjavík. Framundan eru ótal verkefni í skólamálum, félags- legri velferð, æskulýðsstarfi, gatnagerð og vörnum gegn mengun, svo að nokkur mikilvæg atriði séu nefnd. Þótt borginni hafi vegnað vel á undanförnum árum, verða menn áfram að halda vöku sinni. Hver og einn verður að stuðla að því, að framfarir Reykja- víkur vcrði ckki síðri á næsta kjörtímabili en því, sem nú er lokið. Allir stjórnmálaflokkarnir halda því fram, að kosn- ingarnar verði mjög tvísýnar og jafnvel tvísýnni en nokkru sinni fyrr. Úrslitin geta oltið á örfáum at- kvæðum, hugsanlega aðeins einu atkvæði. Það má því enginn skerast úr leik. Ef allir láta sannfæringuna og áhugann á velferð borgarinnar ráða, er framtíðin trygg. ^ðalatriðið er, að sem flestir greiði atkvæði um hagsmuni borgarinnar en ekki um óskyld mál. Að lokinni gönguferð geta menn svo hugleitt, hvort niðurstaða þeirra sé sú, að borgarmálin verði t bezt- um höndum hjá Geir Hallgrímssyni borgarstjóra og liðsmönnum hans eða þau verði betur komin í höndum vinstri flokkanna fimm. Hvorum megin er að vænta hrossakaupa, illinda og ævintýramennsku? Og nvorum megin er að vænta framtaks, sanöieldni og farsældar? Þetta er mergurinn málsins. Ábyrgasta svarið er: x-D X- KLÁMIÐ er eins og feg- urðin, það er í auga á- horfandans. Fólk kann- ast við það, þegar það sér það, en erfitt er að skýra, hvernig menn þekkja klámið. Það hef- ur hvarvetna reynzt "ger ógerlegt að finna óbifan- Lena Nymann — Bandaríkjamenn voru forvitnir, og sænskar kvikmyndir verða æ vinsælli. „KLÁMBYLTINGIN" í BANDARÍKJUNUM Dómstólarnir og þingið reyna oð spyrna við fótum legar, nákvæmar reglur til að dæma klámið eftir. „Siðgæðisvika“ Bandaríkjamenn hafa þó leit- azt við að finna einhverjar reglur til að fara eftir í viður- eigninni við þá „klátnbyltingu" sem nú dynur yfir landið. Að sjálfsögðu er það helzt verkefni dómstóla, en siðustu vikumar hafa báðar deildir þingsins reist merkið. Þingmenn hafa jafnvel beðið Nixon að halda „siðferð- isviku" um land allt. Þingið hefur fjallað um fjölda frumvarpa, sem stefna gegn út- breiðslu kiámsins. Nýlega sam- þykkti það frumvarp, sem á að tryggja, að unglingum verði ekki sendir klámbæklingar í pósti af sölumönnum fyrirtækja, sem vilja „koma þeim á bragö- ið“ og afla sér kaupenda. Það á að skylda slíka útbreiðslu- menn tii að merkja með stafn- um X öll bréf, sem hafa að geyma auglýsingarit fyrir klám- myndir og -blöð, Hæstiréttur staðfesti einnig nýlega lög, sem sett voru árið 1967, og voru í sömu átt en gengu ekki jafn langt. Þetta hefur glatt and- stæðinga klámsins, og þeir binda vonir við hinn nýja forseta Hæstaréttar, Burger. Hvað hefur þjóðfélagslegt gildi? Undir forystu fyrrverandi for- seta síns haföi Hæstiréttur áður fyrr úrskurðað, að ekki væri unnt að dæma efni sem klám, nema það hefði alls ekkert „þjóðfélagslegt gildi“. Af þessu leiddi, að bækur eins og „Lady Chatterley’s Lover“, „Fanny Hill" og „Tropic" og „Cancer" llllllllllll Umsjón: Haukur Helgason fengu allar að koma út í Banda- ríkjunum. Warren hefur sætt gagnrýni -frá mönnum, sem segja, að með þessu séu opnaö- ar flóðgáttimar fyrir alls kyns klámrusli. 50 milljarða „klámgróði“ Þetta gerist á þeim tímum, sem mi'klar breytingar hafa orð- ið á afstöðu alls almennings til klámsins. Nú einbeita til dæmis 660 kvikmyndahús sér að klám- myndum, en fyrir einum sex árum vom slík kvikmyndahús aðeins 90 að tölu. Lauslega er áætlaö, að klámgróðinn nemi ’ um 50 milljörðum króna árlega í Bandaríkjunum. Póstmálastjómin reyndi að setja nýjar reglur, sem heimii- uðu tollvðrðum að opna póst , eriendis frá að vild sinni og gera upptæk klámrit. Þá spurðu menn: „Hvað hindrar þá stjórn- völdin í að lesa einkabréif hvers konar undir því yfirskyni, að verið sé að leita að klámi?“ McCarthyismi? Búast má í sumar við áliti nefndar, sem skipuð var fyrir ' þremur ámm til þess að rann- ’ saka þetta mái allt og gera til- iögur um aðgerðir gegn klám- inu. Menn hafa kennt þessa nefnd við „McCarthyisma" og • vitnað til þess tíma, þegar öld- ungadeildarmaðurinn McCarthy, sem nú er látinn, gekk fyrir hinni miklu herferð sinni gegn meintum kommúnistum og öðr- um „óamerískum öflum“. Málið er sem sagt allt hið harðsnún- asta viðureignar. Þelr segja... Aukin harka Sovétríkjanna „Sovétheimurinn virðist aftur • vera á hreyfingu, sem virðist ó- samrýmanleg þróun til aukins frjálsræðis. Sendimaður Wiiiy Brandts kanslara tii Moskvu varð þess var, að afstaða við- semjenda hans hafði harðnað svo mjög. að hann dró í efa. að unnt væri að halda áfram samn- ingum um höfnun valdbeitingar í skiptum ríkjanna. Ceausescu forsætisráðherra Rúmeníu hélt í skyndi ril Moskvu, og margir hermálasér- fræðingar voru í för með hon- um. Og í bakgrunni eru endur- nýjaðar érásirnar á hið komm- únistiska Kína, sem er sakað um ögrun i Austur-Asíu. Þetta síðast nefnda virðist raunar véra upphaf alis hins. T ljósi baráttunnar við Kína Maos er Kremlmönnum nauðsynlegt að skapa ..eðlilegt ástand" í bak- garði sínum í Austur-Evrópu, eins og nú hefur verið gert i Tékkóslóvakíu. Líklega munu VesturjÞjóð- verjar meðal „kapitalista" og Rúmenar f hópi kommúnista- ríkja vpröa að greiða kostnað- inn viö þessar gerðir." Les Echos (París). „Aðalatriðið, að S- * Víetnamar berj- ast vel“ „í augum henfræðinga Hvíta hússins er mesti ávinningurinn við Kambódíuinnrásina ekki það tjón sem þeir hafa bakað ó- vinunum. Hið mikilvægasta er, að bardagarnir i Khmerhéraði hafa fært Nixon heim sanninn um það, að „víetnamiseringin" hans var ekki bara dagdraum- ur, heldur er hugsanlegt í fram- ■ tíðinni, að hermenn Suður- Víetnam taki við af hermönnum ' hans og hann geti án mikillar hættu haldið áfram að kalla. heim hersveitir sfnar. Æðsta herstjórn Bandarfkja- manna í Suður-Víetnam stað- festj þetta í reynd og sagðist vera í aðalatriðum mjög ánægð með bardagahæfni hermanna frá Suður-Víetnam. ... Þannig . getur bað ekki komið til greina — hvað svo sem menn forset- ans segja upphátt í þeim aug- ljósa tilgangi að ieika á and- stæöingana á þingi — að Nixon dragí úr hvatningunni og neyöi ríkisstjórn Thieus til að hörfa í auðmýkingu, sem yrði alvar- legt áfali fyrir baráttukjark herstjórnar hans". Le Figaro (Parfs).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.