Vísir - 30.05.1970, Blaðsíða 10

Vísir - 30.05.1970, Blaðsíða 10
V t S IR . Laugardagur 30. maí 1070. f0 ____ I Í KVÖLD B ! DAG B í KVÖLD íl j DAG | í KVÖLdI BELLA Ég er alveg búin að venja mig af þessu eiiífa vínarbrauðsáti. Ég tdk bara með mér heimabök- uð vínarbrauð tvo daga í röð!“ riLKYNNINGAR • Kvennaskólinn í Reykjavík. — Þær stúlkur, sem sótt hafa um skólavist næsta vetur, eru beðnar að koma til viðtals í skólann mánudaginn 1. júní kl. 8 e. h. og hafa með sér prófskírteini. Hvíldarvikur Mæðrastyrksnefnd ar að Hlaðgerðarkoti í Mosfells- sveit byrja 19. júní og verða 2 hópar af eldri konum. Þá mæður með börn sín eins og undanfar- in sumur, þeim skipt í hópa. — Konur sem ætla að sækja um dvöl hjá nefndinni tali við skrif stofuna sem fyrst að Njálsgötu 3. Þar eru gefnar nánari upnlýsing ar. Opið frá kl. 2-4 daglega nema laugardaga, sími 14349. Ferðafélagsferðir um næstu helgi. 1. Þórsmerkurferð á iaugar- dag klukkan 2. Farmiðar á skrifstofunni. 2. Hengiil — Hengladalir á sunnudag kl. 9.30 frá Arn- arhóli. STIMPLAGERD FÉLAGSPRENTSMIDJUNNAR Farmiðar við bílinn. Ferðafélag íslands Öldugötu 3, símar 19533 og 11798. Frá Guðspekifélaginu. Sumar- skóli félagsins verður að Jaðri dagana 11. —16. júnf n.k. Uppl. í síma 15569 kl. 18—20 næstu daga. íþróttafélag Reykjavíkur. — Aðalfundur ÍR verður haldinn f Leikhúskjallaranum þriöjudaginn 2. júní fcl. 8.30. Stjórnin. Kvenfélag Neskirkju hefur kaffisölu og skyndihappdrætti í félagsheimili kirkjunnar sunnu- daginn 31. maí kl. 3. Basar og kaffisölu heldur kven félagið Esja að Fólkvangi Kjalar- nesi, sunnudaginn 31. mai kl. 3 e. h. Skíðadeild Í.R. Lokahóf Skíða- ráðs verður haldið í Átthagasal Hótel Sögu laugardaginn 30. maí. KFUK heldur kökubasar í húsi félaganna Hverfisgötu 15. Hafn. laugardaginn 30. maí kl. 2.30. Alls lags kökur og tertur verða á boðstólum. K. F. U. M. Almenn samkoma í húsi félags- ins við Amtmannsstíg annað kvöld kl. 8.30. Bjami Eyjólfsson talar. Allir velkomnir. ÁRNAÐ HEILLA • í gær voru gefin saman í hjóna band ungfrú Dóra Thoroddsen, Oddagötu 8, og Jóhannes Braga- son, Framnesvegi 22. Síra Jón Thorarensen framkvæmdi hjóna- vigsluna. MESSUR • Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson . Laugarneskirkja- Messa á morg un kl. 2. Séra Garðar Svavarsson. Grensásprestakall. Messa fellur niður. Sóknarprestur. Neskirkja. Guösþjónusta kl. 2. Séra Frank M. Halldórsson. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 fyrir hádegi. Ræðuefni „Skipting auðsins". Dr. Jakob Jónsson. Langholtsprestakall. Guðsþjón- usta kl. 10.30. Athugið breyttan messutíma. Séra Sigurður Hauk- ur Guðjónsson. — Háteigskirkja. Messa kl. 2. — Séra Jón Bjarman messar. Séra Amgrímur Jónsson. Ásprestakail. Messa í Laugar- neskirkju kl. 5. — Séra Grímur Grimsson. SÝNINGAR • Dýrasýning Andrésar Valberg í Réttarholti við Sogaveg (móti apótekinu) er opin öll kvöld frá 8—11 og laugardaga og sunnu- daga frá 2—10. Aðeöngumiðar eru happdrætti og dregið er viku- lega. 1. vinninqur steingerður fomkuöungur, 2l/2 millj. ára gam- alL SJÓNVARP SUNNUDAG KL. 23:00: Kosningaspá og atkvæðatölur til klukkan tvö á kosninganótt „Kosninganóttin“ er venjulega nótt allsherjar vökustauls og taugaspennu hjá yngri jafnt sem eldri, konum og körlum og þá ekki sízt hjá fjölmiðlum. Sjónvarpið vill ekki láta sitt eftir liggja, og aö þessu sinni verður gerð tilraun með að sjón- varpa beint úr Austurbæjarskól- anum, er talning atkvæða í Reykjavík hefst. Er þetta algjör frumtilraun og verður sendi kom- ið fyrir í Iðnskólanum. Auk þessarar beinu sjónvarps- sendingar frá Austurbæjarskól- anum verða lesnar tölur frá kaupstöðum, kauptúnum og hreppum jafnóðum og þær ber- ast. í sjónvarpinu verða staddir tveir reikningsglöggir spámenn, Guömundur Arnlaugsson rektor og Lúðvík Albertsson, skrifstofu- stjóri, og munu þeir spá fyrir um úrslitin. Fróðir menn um sveitarstjórn- armál munu fræða sjónvarps- áhorfendur um þýðingu úrslita- talnanna, hvaö snertir aðstöðu- breytingar framboösflokkanna. Inn í þetta fléttast svo kvik- myndir frá kosningastöðum úti um landsbyggðina, ef veður leyfir og viðtöl viö kjósendur á kjör- stað, er tekin verða á kjördag. Umsjónarmenn kosningasjón- varpsins verða Ólafur Ragnars- son og Eiður Guðnason. SKEMMTISTAÐIR • Skiphóll. Gömlu og nýju dans- arnir í kvöld. Hljómsveit Elvars Berg, söngkona Mjöll Hólm. Dans að til kl. 2. Sunnudagur: Eldri dansaklúbburinn. Hljómsveit Rúts Hannessonar leikur gömlu dansana til 1. Lindarbær. Gömlu dansamir I kvöld. Hljómsveit hússins leikur til 2. Glaumbær. Ævintýri leika í kvöld. Trúbrot á sunnudag. Hótel Borg. Opið í kvöld og á morgun. Sextett Ólafs Gauks ásamt Vilhjálmi leikur báða dagana. Silfurtunglið. Opið í kvöld og á morgun. Trix leika báða dag- ana. Tjarnarbúð. Pops leika til 2 í kvöld. Hótel Saga. Opið í kvöld og á morgun. Ragnar Bjarnason og hljómsveit leika bæði kvöldin. Ingólfscafé. Gömlu dansarnir í kvöld. Hljómsveit Ágústs Guð- mundssonar leikur til 2. Sunnu- dagur: Bingó kl. 3. Klúbburinn. Gömlu og nýju dansarnir í kvöld, Rondó og Op- us 4 leika til kl. 2. Sunnudagur: Gömlu dansarnir. Rondó leikur til kl. 1. TeniplarahöIIin. Gömlu og nýju dansarnir í kvöld. Sóló leikur til kl. 2. Sunnudagur: Spilakvöld, spiluð verður félagsvist, dansað á eftir, Sóló leikur til 1. Sigtún. Opið í kvöld og á morg un. Haukar leika. Limbódanspar- ið Rocky Allan og Cindy skemmta bæði kvöldin. Þórscafé. Gömlu dansamir í kvöld. Hljómsveit Ásgeirs Sverr- issonar leikur, söngkona Sigga Maggý. Röðull. Opið í kvöld og á morg un. Hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar, söngvarar Einar Hólm, Pálmi Gunnarsson og Þu- ríður Sigurðardóttir. Hótel Loftleiðir. Opið í kvöld og á morgun. Hljómsveit Karls Lilliendahl, söngkona Hjördís Geirsdóttir. Tríó Sverris Garðars- sonar leika bæði kvöldin. Sviðsmenn eru þama að leggja síðustu hönd á undirbúning fyrir „æfingu“ kosningasjónvarpsins. Fyrir framan íslandskortið sjá- um við Eið Guðnason, er umsjón hefur með dagskránni ásamt Ólafi Ragnarssyni. Enda þótt hér væri aðeins um „æfingu“ að ræða var töluverð- ur kosningaskjálfti í vélriturunum er tilbúnir voru að taka nið- ur með hraði „kosningatölur“ jafnóðum og þær bárust frá Eiði. Um „úrslit“ var blaðinu hins vegar ekki kunnugt, en það skýr- ist vonandi aðfaranótt mánudags. SJÓNVARP LAUGARDAG KL. 14:30: Efsfu menn á fram- boðslistum ræða um VISIR 50 Pjrir iU'uni 3000, ágætar kjöttunnur til sölu á 10 kr. tunnan, ef samið er strax. A.V. Carlqvist, Lauga- veg 20 b, sími 922. Vísir 30. maí 1920. borgarstjórnarkosningarnar Hringborðsumræður um borgar stjórnarkosningarnar í Reykjavík verða í dag kl. 2.30. Þátttakend- ur í umræðunum verða efstu menn á framboðslistunum sex. Sjálfstæðisflokkur: Geir Hall- grímsson, Framsóknarflokkur: Einar Ágústsson, Alþýðuflokkur: Björgvin Guðmundsson, Sósial- istafélag Reykjavíkur: Steingrím- ur Aðalsteinsson, Samtök frjáls- lyndra og vinstri sinnaðra: Stein- unn Finnbogadóttir, Alþýðubanda lagið: Sigurjón Pétursson. Umsjónarmenn þáttarins eru fréttamennirnir Magnús Bjam- freösson og Eiður Guönason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.