Vísir - 30.05.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 30.05.1970, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 30. maí 1970, 9 Menntir Skólahúsnæði hefur á 4 árum aukizt í Reykjavík um 30% á sama tíma og nemendum hefur fjölgað um 7%. Kennsla 6 ára barna hefst strax í haust í Reykjavík. Verið er að stofna tilraunaskóla í Reykjavík á framhaldsskólastigi og er miðað að því, að allir eigi kost á fjöl- breyttum námsbrautum allt til 19 ára aldurs. Annar aðalsalur myndlistarhússins á Miklatúni verður tekinn í notkun í sumar í tilefni Listahátíðari.unar, sem Reykjavík stendur að. Umhverfi og heilsa Gróðursvæðum, útivistarsvæðum og skrúðgörðum borgarinnar fjölgar um sem svarar mörgum hekturum á hverju sumri og svæði þessi eru smám saman að tengjast í samfelld belti- Reykjavík er orðin fræg fyrir glæsileg íþróttamannvirki og mikinn stuðning við íþróttastarfið í borginni. Heilbrigðiseftirlit og varnir gegn mengun eru sífellt hertar í Reykjavík og er þó eftirlitið þegar strangara en víðast erlendis. f ár er unníð að því að finna lausn á sameiningu holræsaútrása til að hindra mengun sjávar. 20 minnisatriði á kjördegi © Með framkvæmdum við Gvendar- brunna og Bullaugu er markvisst stefnt að því að tryggja Reykvíking- um áfram tært og ómengað drykkjar- vatn. © Með stórframkvæmdum hitaveitunn- ar hefur frægð Reykjavíkur sem hinn- ar reyklausu borgar verið tryggð um langan aldur. V erkleg þjónusta © Hitaveitan sparar hverjum notanda 40% af upphitunarkostnaði. © I ár lýkur malbikun nær allra íbúðar- gatna vestan Elliðaáa, nema í Eoss- vogshverfi, og einnig verður malbik- að í Árbæ og Breiðholti. Með tilkomu Sundahafnar og bættri hafnaraðstöðu- hefur .* myndazfi 3EÍ9T, snVanifi' ,'ib isftéd eteri #7 hafnarrymi í Reykjavik. Leiðakerfi strætisvagnanna hefur ver- ið gerbreytt og veitir. það nú mun betri þjónustu en áður. Uppbygging Reykjavíkur fer fram með skipulegum hætti, því að stöðugt er unnið í samræmi við aðalskipulag- ið mikla frá 1967. V elferð og húsnæði Allir, sem vilja, geta fyrirvaralítið fengið byggingarlóð í Reykjavík. Á fjórum árum hefur verið byggt í Reykjavík sem svarar einni Akureyri. Leikskólum, dagheimilum og öðrum félagslegum stofnunum borgarinnar fjölgar nú mun örar en nokkru sinni fyrr, — bæði hvað snertir yngstu borgarana, aldraða fólkið og hina ó- lánssömu í lífinu. Þjónusta borgarinnar við aldraða og við æskulýðsstarfið í borginni eykst hröðum skrefum, ekki sízt eftir til- komu Tónabæjar. Félagsmálastarf borgarinnar hefur verið endurskipulagt frá grunni síðan 1967 og eru nýjungarnar framkvæmd- ar eins ört og tilkoma hæfra sérfræð- ingaleyfir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.