Vísir - 30.05.1970, Side 2

Vísir - 30.05.1970, Side 2
/ Aluminaut í kafi, en þessi mynd var tekin af honum fyrir nokkru, þegar báturinn var í kvikmyndaleiðangri við Bahamaeyjar. Vantar þig kafbát til leigu? Aluminaut kostar „aðeins" $30.000 yfir vikuna Stjómturninn er aftast á Alum inaut, og verður stjórnandinn að fara eftir leiðbeiningum út- sýnisvarðar, sem situr fremst í bátnum og getur horft fram á leiðina í gegnum fjögur kýr- augu. Djúpkanninn, Alvin. öslandi um grunnsævið við Bahamaeyjar minnir kafbáturinn, Aluminaut, einna helzt á eitt- hvert óhugnanlegt sæskrímsli. Hann má heita langafi þeirra kaf- báta, sem byggðir liafa verið á siðustu árum til djúpsjávarrann- sókna. Samt e? hann ennþá stærstur þeirra og getur kafað einna dýpst af þessum stóru, eða næstum niður á þriggja mílna dýpi. Það kostaöi eigendur bátsins, stór- fyrirtækið Reynolds Metals, um 4 milljónir dollara að láta smíða hann á sínum tíma. Báturinn er leigður út til rann- sóknar- eða björgunarstarfa, og það er ekkert til fyrirstöðu því, aö jafnvel þú getir fengið hann leigðan viku eöa svo, en þaö kostar ca. $ 30.000 á viku. Fyrir nokkru var hann leigður kvik- myndatökufyrirtæki, sem notaði bátinn við neðansjávarmynda- töku hjá Bahamaeyjum. Það var Aluminaut ásamt djúpkannanum Alvin sem send- ir voru af stað til að leita aö vetnissprengjunni, sem týndist fyrir ströndum Spánar 1966. — Björgun sprengjunnar tók 62 daga. Þó er það ekki varidasamasta björgun, sem Aluminaut hefur veriö viðriðinn. Sú erfiðasta var, þegar Aluminaut var sendur til að ná djúpkannanum, Alvin, upp af hafsbotni í ágúst s.l. Alvin sökk 23. okt. 1968 um 120 mílur suöur aif Cape Cod. Hann slitnaði úr festum um leið og hann var látinn síga niöur með hlið móður- skips síns og var sokkinn, áður en mínúta var liðin. Svo týndu menn staðnum en hafrannsóknarskipið, Mizar, fann bátinn aftur þrem mánuðum síðar. Aluminaut var fenginn til þess að festa taug í bátinn, þar sem hann lá á 5.050 feta dýpi, en skip með öflugum vindum dró Aluminaut er útbúinn þreifiörmum eins og krabbi. bátinn upp. Það tók rúma viku og margar árangurslausar til- raunir að festa dráttartaugina i Alvin, en haföist þó um síöir. Aluminaut vegur rúmar 80 lestir og er útbúinn hreyfiörm- um, sem nota má til margs kon- ar hluta — tínslu sýnishorna af hafsbotni o. fl. ÞRIR MÖGULEIKAR HjólbStiflingar Lúkasverkstæðið Suðurlandsbraut 10 . Sími 81320 FWT 128' AnG. 1270 FORD CORTtNA. ASG.1970 VOLKSWAGEN 1300 ARG.1970 DREGID í DAG LANDSHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 6ÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 HJÓLASTILLINGAR MOIOflSTILllNCAB UÖSASTILLINGAH LátiS stilla I tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.