Vísir - 09.07.1970, Blaðsíða 2
Dýrlingurinn
og konur hans
Flugmaður nokkur flaug lítilliv
flugvél í um 1500 feta hæð réttjj
yfir Heathrow-flugvellinum í Lon/
don. Allt í einu rak hann upp.
stór augu: Beint fyrir framan(l
hann var flugdreki á sveim.i. Flug^
maðurinn, David Porter, gerði (j
flugtuminum þegar aðvart um að^
flugdrekinn væri að flækjast fyr(
ir á flugleið. Flugumferöarstjór-
arnir gerðu löggunni viðvart.'
Hún geröi 14 ára dreng í Regentsí
Park viövart um að draga aöeins'
inn flugdrekann. Sömuleiöis til f
kynnti lögreglan aö það væri ó-
lðglega að fljúga flugdreka/
hærra en 200 fet, án þess að fá,
til þess sérstakt leyfi. Þó verkn(
aður drengsins hafi verið ólög-
legur, hefur enn ekki verið höfð(
að mál á hendur honum, og verð^
ur að líkindum ekki gert. Flug-
drekinn? „Hann var búinn til úif
gömlum silkikjól af móður hans“, (
sagði lögreglan.
□□□□□□□□□□
s
Enn fljúga þeir. Tveir vestur-f
þýzkir náungar lentu nýlega á'
bökkum árinnar Po, sem er ná-"
lægt borginni Ferrara á Ítalíu. ^
Lending þessi var á laugardag-f
inn, fimm dögum eftir að þeirJ
lögðu upp frá Augsburg handan/
Alpanna. — Flugmennirnir voru (
Diter Gneshaber, fimmtíu og eins (
árs, og fyrrverandi orrustuflug-
maöur og Wulf Berger, þrítugur (
að aldri. Þeir fóm aftur heim íf
flugvél, skyldu loftbelginn sem(
þeir flugu yfir Alpanna eftjr.
□□□□□□□□□□
Nú hefur veriö bannað í íþrótta$
bandalagi brezkra kvenna, að kon
ur mæti til íþróttakeppni og villi
& sér heimildir! Er hér átt við,
að upp á síðkastið hafi oft veriö^
að því dróttað að sumar þær kon
ur er vel stæðu sig í iþróttum,
hefðu a.m.k. beinabyggingu á við
þrekmikinn karlmann.
Marea Hartman form. samt. seg-
ir þær vilji vera vissar um að
það sé stúlka en ekki karlmaður
sem sigri í enskum úrslitakeppn-
«m kvennaflokks. Valerie Peat
nefnist stúlka er þriðja varð á1
Evrópumeisaramótinu. Hún er á-
kveðið fylgjandi því aö algjörlega'
verði komið í veg fyrir að raun-
verulegur karlmaöur fái að taka
þátt í kvennaleikjunumi hins veg
ar játaði hún að sennilegaf hefði
hún orðið önnur á Evrópumótinu,
hefði hún verið örlítið barmmeiri.
□□□□□□□□□□
Tom Malone burðarmaður á(S
jámbrautarstöðinni við Stafford
í Englandi, fékk það mesta „þjór-
fé“ sem hann hefur nokkru sinni
fengið á starfsferli sínum um dag
inn (sem mun vera 12 ár). Hon-
um var afhentur Fordbíll, árgerð
1957. Eftir að Tom hafði tekið
farangur eiganda bílsins niður af
þaki hans og úr kistunni, rétti
eigandinn, Ron Aid, honum lykl
ana að bíllinn og tilheyrandi
pappíra og sagði honum að hann
þyrfti hans ekki lengur með, þar
sem hann væri að flytja með fjöl
skyldu sína til Ástralíu og gæti
ekki notaö bílinn. „Ég var stein
hissa“, sagði Tom, „ég hafði
aldrei séð hann áður.“
Um daginn var birt mynd í
frönsku vikublaði af þeim Roger
Moore leikara og leikkonunni
Jenny Linden, I franska blaðinu
var svo sagt að þau Jenny og
Roger væru hjón.
Þetta er í annað skipti sem
Moore (Dýrlingurinn), er sagöur
kvæntur annarri en hann er.
Fyrir tveim árum kynnti leik-
arinn Kenneth Moore Luisu Matti
oli fyrir milljónum sjónvarpsá-
horfenda sem eiginkonu Rogers
Moore.
Roger Moore var þá kvæntur
söngkonunni Dorothy Squires,
sem án árangurs stefndi Kenneth
More fyrir mismælið í sjónvarp-
inu. Núna er Luisa hins vegar
orðin eiginkona „dýrlingsins".
Þau giftu sig fyrir um tveim ár-
um. Luisa var að því spurö, eftir
að myndin og fréttin komu í
franska blaðinu, hvemig henni
fyndist að önnur kona væri sögð
gift manni hennar.
„Það er mjög fyndið“, segir
þessi 33ja ára gamla frú Moore,
„fólk hefur spurt mig hvemig
mér líði vegna þessa og ég svara
bara: Mér líður ágætlega. í fyrsta
lagi þekki ég Jenny Linden, og s
í öðru lagi veit ég að ekki vita
allir hver ég er Jeðá hvemig ég
lít út, að minnsta kosti ekki er-
lendis.
Jenny Linden lék nýlega aðal-
hlutverk í myndinni „Ástfangnar
konur“, en myndin af henni með
Moore var tekin í Suður-Frakk-
landi þar sem Moore er að leika
í sjónvarpsmynd. Jenny Linden
kom fram f einum þætti myndar
innar og var myndin tekin um
það leyti er þau voru saman.
Jenny Linden segist ekkert hafa
heyrt frá Moore vegna þessa,
hann hafi hins vegar sent sér
bréf, í hverju var aðeins greinin
og myndin, klippt út úr franska
blaðinu. Jenny Linden er gift
Christopher nokkrum Mann,
fommunasala.
Jenny Linden.
Roger Moore og Jenny.
Bretaprins á balli
Allt f einu gekk Charles Breta
prins yfir dansgólfið. Hann
hneigði sig fyrir ljóshærðri
stúlku, ungri frænku gestgjafa
hans, Trudeau forsætisráðherra
Kanada .Stúlkan heitir Joceline
Trudeau og „dansar yndislega“
sagði prinsinn eftir dansinn. —
Dansleikur þessi var haldinn í
„Ríkisstjómarhúsinu", £ Ottawa,
prinsinum til heiðurs. Á með-
fylgjandi mynd er prinsinn að
dansa við ráðherrafrænkuna og
hægra megin er ráðherrann sjálf
ur að ræða við núverandi feg-
urðardrottningu Kanada, July
Malone. Charles prins kom fyrir
viku til Kanada og dvaldist þar
f tvo daga einn síns liðs, en síð
an komu þau foreldrar hans og
Anna systir hans í tíu daga heim
sókn tii landsins.
Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
» PLAST
SALA-AFGREIÐSLA
SUÐURLANDSBRAUT6 SS.
)