Vísir - 09.07.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 09.07.1970, Blaðsíða 16
VISIR Fimmtudagur 9. júlí 1970. Guðmundur með 57°]o Guðmundur Sigurjónsson hefur nlotið átta vinninga eftir fjórtán .ímferðir i skákmótinu í Caracas. t»remur umferðum er ólokið. og fær Guðmundur þá andstæðinga úr hópi þeirra „lóttari“ á þessu sterka nióti. Guðmundur hefur nú 57% af mögulegum vinningum, og gæti hann nálgazt %, af allt gengur aö óskum. Hann hefur hins vegar ekki niöguleika á allra efstu sætunum. — Efstur er nú Kavalek með 12 vinninga, og annar er hinn gamal- kunni Panno með 10V2 vinning. Guðmundi hefur ekki gengið of vel í viðureigninni við stórmeist- arana á þessu móti, en hins vegar hofur hann yfirleitt lagt að velli al- þjóðlega meistara og þá, er ekki hafa alþjóðlega titla. — HH Reykjavíkurflugvöllur mal- bikaður á fjórum árum Viðbygging við vörugeymslu á Akureyrarflugvelli fokheld á Jbessu ári Þær rúmar tuttugu milljón- ir króna, sem veittár eru til flugmála á fjárhagsáætlun ríkisins fyrir árið 1970, slcipt ast 'að venju í þrennt. I fyrsta lagi til Flugöryggisþjónust- unnar, í öðru lagi fram- kvæmda við Reykjavíkur- flugvöll og í þriðja Iagi til framkvæmda við flugvelli úti á landi. Ekki eru þeir aðilar, sem hafa þetta fé til ráðstöfunar neitt sérlega hressir yfir því, hve framlag ríkisins til flug- mála er lítið á ári hverju og sem dæmi um það má taka þá full- yrðingu Gunnars Sigurðssonar framkvæmdastjóra Reykjavík- urflugVallar að við þær mal- bikunarframkvæmdir á flugvell- inum — sem vonir standa til, að lokið verði á þessu ári — hefði verið hægt að Ijúka á einu sumri, en vegna þess hve fjár- framlagið væri lítið hefði ekki verið haégt að ljúka þeim fram- kvæmdum á skemmri tíma en fjórum árum. Er það austur- vesturflugbrautin, sem verið er V estari akbraut Kringlu-| mýrar opnuð í næstuviku Ef veður verður eins gott og undanfarna daga, er gert ráð ídaga. Er þar um að ræða þá akrein, sem ekið verður eftir fyrir því, að vestari akbraut suður eftir. Aðeins er eftir að Kringlumýrarbrautar verði tek- ganga frá vegarköntunum og in í notkun eftir viku eða tíu' öðru slíku. Riðið í Skógarhóla ■ Þá er Landsmót hesta- manna rétt að hefjast. Reynd ar hófust undanrásir í gær, en í dag verður þeim haldið áfram. Mótið verður svo sett með glæstri viðhöfn á morg- un. Hestamenn gera sér mikl- ar vonir um þetta mót, enda hið stærsta í sniðum sem hingað til hefur verið haldið hérlendis. Strax síðdegis í gær voru hestamenn héðan úr Reykja- vík og af Suðumesjum tekn- ir að síga af stað með hross sín austur. Þessa garpa hittum við við Geitháls, þeir hvíldu þar hesta sína. ellefu talsins, áður en lagt skyld; upp á gamla Þingvalla- veginn. Þéir sögðu að það væri átta tíma reið til Þingvalla úr Hafn- arfirði, og þýddi því ekkj að ríða neinn dembing. Piltarnir, sem heita Haraldur Leifsson og Pálmj Adolfsson, sögðust kjósa að fara fyrr af stað á mótið til þess að lenda ekki í stærri hóp- um. „Við erum sérvitrir og vilj- um vera út af fyrir okkur,“ sagðj Haraldur. Við spurðum þá hvort þeir hefðu mikinn áhuga á keppnisgreinum á mótinu, en svo kváöu þeir ekk; vera, „við hlökkum mest til góöhesta- keppninnar“L sagði Pálmi, „og svo langar okkur auövitað að athuga hvort ekki verður hægt að pranga eitthvað", og þá hlógu þeir félagar og litu hvor á ann an. —GG Framkvæmdir við Kringlumýrar brautina hafa allar staðizt áætlun, að því er Ingi Ó. Magnússon, gatna málastjóri tjáði blaðinu. Kvað hann einu tafirnar, sem orðið hefðu, vera af völdum verkfallsins. Aðspurð- ur kvaðst hann ekki geta sagt til um það, hvenær hafi?t verði handa viö að tengja Kringlumýrarbraut- ina Sætúni, en taldi þó líklegt, að þaö gæti orðiö eftir um það bil tvö ár. Þegar þeirri gatnagerð verð ur lokið er fyrir hendi breiðgata þvert £ gegnum borgina úr Foss- voginum. Þó að Elliðaárbrýrnar heyrðu ekki undir embætti gatnamálastjóra, heldur vegamálastjóra, svaraði Ingi því til um brýmar, aá þær yröu teknar í notkun í september og yröu þá tengdar Miklubrautinni, en við það lokast Suðurlandsbraut in allri umferð úr Ártúnsbrekk- unni. Af öðrum meiri háttar fram- kvæmdum í gatnamálum, sem lok iö yrði í sumar, sagði Ingi, áð væri helzt aö nefna það, að lokið yrði við malbikun hinnar löngu götu Hraunbæjar í Árbæjarhverfinu svo og Arnarbakkahringbrautarinn ar um Breiðholtshverfi. — ÞJM að vinna við malbikun á núna og rennur öll fjárveiting þessa árs að mestu leyt; í að ljúka því verki. Af framkvæmdum við flug- vellina úti á landi, vildi Haukur Claessen frkvstj. fyrst og fremst nefna hina 400 fermetra við- byggingu við vörugeymslu Akur eyrarflugvallar, en það er um helmings stækkun á geymslu- rýminu þar. Er vonazt til að hægt verði aö gera viðbygging- una fokhelda á þessu ári. Þá er nýlokið undirbúningsvinnu fyrir malbikun flugbrautarinnar á Akureyri, svo og í Eyjum. Að lokum gat Haukur þess, að um þessar mundir væri veriö að Ijúka við byggingu flugstöðv- arbyggingarinnar á ísafirði. Sjö milljónirnar sem Flugör- yggisþjónustan hefur til umráða þetta árið rennur að mestu til kaupa á aðflugsradartækjum fyr- ir Akureyrarflugvöll, en búizt er við aö samningum varðandi kaup á þeim tækjum, verði lokið fyrir haustið og verði þau þá greidd að hálfu, en hinn helm- ingurinn við komu tækjanna til landsins næsta vor. Aðöðruleyti fara milljónir Flugöryggisþjón- ustunnar í kaup á ýmiss konar tækjum til flugvallanna úti á landi og endurbóta á þeim, sem fyrir eru. Af því sem stjórn Öryggis- þjónustunnar hefur efst í huga, varðandj tækjakaup, eru radar- tæki fyrir Reykjavíkurflugvöll til aö stjórna flugumferð yfir Suðvesturlandi, en þau radar- tækj sem flugtuminn notar nú draga aðeins um 25 mílur og koma því ekki að gagni, nema rétt til að stjórna aðflugi og lendingum á Reykjavíkurvell- inum. Er um þessar mundir verið aö_ athuga um kaup á slfkum tækjum og gert ráö fyr- ir að kaupin fari fram á næsta ári. — ÞJM Tveir ungir Hafnfirðingar, Haraldur og Pálmi, dolta vió að Geithálsi. Þeir voru á leiö á Lands- mót_hestamanna að Skógarhólum I gærdag. Það fór ekki amalega um kvenfólkið né raunar aðra í sólinni í Laugardalslauginni í gær. Mikil aðsókn að sundsföðum 335.000 manns komu i Laugardalslaugina s.l. ár Bjartviðrið sem verið hefur í Reykjavík síðustu dagana hefur gert það að verkum að fjöldi manns hefur sótt til sundstaðanna til að njóta sólar. í Sundhöll Reykjavíkur kemur jafnan fjöldi manns, hvernig sem veður lætur, en auðvitað eykst að- sóknin nokkuð þegar vel viðrar, því þá er hægt að hagnýta sér sól baðsskýlið. Forstöðukona staðarins sagði að greinilegt væri þó að úti- laugarnar drægiu mikla aðsókn frá Sundhöllinni, en engar tölur gat hún nefnt um aðsókn. f Sundlaug Vesturbæjar var ekki margt um manninn er við spjöll- uðum við baðvörðinn þar, en hann sagði að yfirleitt kæmu þangað um 1000 manns daglega. „Núna meðan íþróttahátíðin stendur yfir yfir- fyllist laugin venjulega á kvöldin, því að Laugardalslaugin. lokar kl. 18 síðdegis vegna sundkeppni", sagði laugarvörður. Á fimmtudag- inn í síðustu viku var Laugardals lauginni lokaö vegna hreingern- inga og þá komu 2400 manns í Vesturbæjarlaugina, og fjöldi varð frá að hverfa. . Mikil aðsókn er að sundlaugun- um í Laugardal. Forstjóri lauganna tjáði okkur að 400 til 500 manns kæmu strax klukkan 7.30 á morgn ana og yfir daginn kæmu svo um 1000 manns. Núna meðan sund- mót standa yfir vegna íþróttahátíð ar yrði að loka klukkan 13.30. For stjórinn sagði að lítil aðsókn væri að sundmótum, kannski 60 full- orðnir og eitthvað svipað af böm- um. Hann sagði að aðsóknin ykist jafnt og þétt. Síðasta ár hefðu kom ið 335.000 manns, en hann byggist við um 400.000 gestum þetta árið. - GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.