Vísir - 09.07.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 09.07.1970, Blaðsíða 1
 ^A/WNAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/W Mikil þátttaka í siglingakeppninni — sem fór fram i Fossvoginum i gær H Það var líf og fjör í Foss- voginum í góða veðrinu í gær, er þar fór fram hin ár- lega siglingakeppni siglinga- klúbbs æskulýðsfélaganna í Reykjavík og Kópavogi, Sigluness. Fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni, auk þess, sem nokkrir meðlimir úr siglingaklúbbi Akureyrar sigldu með keppendunum á skútu sinni, sem gestir — og sýndu þeir mikla leikni. Keppt var í tveim aldursflokk UIII. 1 „seascout“-róðri 14 at<» og eldri sigraði Einar Guð- mundsson úr Kópavogi, en úr- slit í kajakróðri yngri þátttak- enda verða ekki kunn fyrr en eftir úrslitakeppnina, sem fer fram í Nauthólsvíkinni klukk- an átta í kvöld. En nauðsyn- legt var, að láta keppa í und anrásum í yngri flokkunum, sök um þess, hve þátttakendafjöldi var mikill. Þessi siglingakeppni hins 500 manna siglingaklúbbs er sem fyrr segir árlegur liöur í klúbbstarfseminni, en að þessu sinni fer keppnin fram, sem dag skrárliður á vegum íþróttahátíð arinnar. — ÞJM Nú er um að gera, að allt sé í fullkomnu lagí. löngu „seascouta“ sína undlr keppnina. Nokkrir eldri keppendanna búa hina 9 feta 70 útlendingar í hrakning- um a Stórhrið pg 70 metra Þrír fjallabílar með 70 erlenda ferðamenn brutust af stað klukkan tíu í morg un frá sæluhúsi Ferðafé- lagsins við Tungnafells- jökul í kafsnjó, stórhríð og tíu metra skyggni. Mikil snjókoma hefur verið á skyggni hjá sæluhúsinu við Tungnafellsjökul fjöllum og heiðum í nótt og í gær. Á Norðurlandi hefur fennt niður í miðjar hlíðar. Ferð sjötíumenninganna var heit ið niður í Bárðardal, þar sem skóla húsið neðan við Mýrar hefur verið kynt upp fyrir þá, því kalt verður þeim á þessum hrakningum. Útlitið var mjög dökkt þama uppi á Sprengisandi í morgun. Snemma í morgun bárust þessi skilaboð frá hópnum: — Stórhríð og tíu metra skyggni reynum að komast af stað klukkan tíu. — Það fylgdi með að öllum liði vel, en þarna eru saman komn ir ferðalangar af ýmsu þjóðerni, Englendingar, Frakkar og Þjóðverj ar og er þetta eflaust einstætt ferðalag fyrir þá. — Kannski ekki ónýtt til frásagnar síðar meir að lenda í stórhríð og hrakningum uppi á Islandi um hásumar. Hópurinn lagði af stað 5. júlí og varð að snúa frá Eldgjá í fyrra- dag vegna ófærðar, en fór þess í stað að Heklu. Að sögn Úlfars Jakobssonar er annar hópur nú á leið úr Þórsmörk sömu leiö, en sá hópur mun áreiðanlega bíða þess að veðrinu sloti. Hópurinn er þarna í tveimur rútum og bílstjóri á annarri, A-396, er Gunnar Jónsson frá Dal- vík, þjóðkunnur fjallamaður, auk þess er með í ferðinni eidhúsbíll, trukkur með spili, sem kemur á- reiöanlega að góðum notum í ó- færöinni. Talsverðum snjó hefur kyngt nið ur á hálendinu og um allt Norður- Iand, til dæmis vöknuðu bæði Ak- ureyringar og Sauðkræklingar við æöi kuldalega fjallasýn, hvítar hlíöar. — JH Austurríki heims- meisturi í tví- menningi Austurríkismenn urðu heims- meistarar í tvímenningskeppni í bridge, sem fór fram í Stokk- hólmi í framhaldi af heimsmeistara- móti sveita. Austurríkismennimir Babsch og Manhardt fengu 26.634 stig. I öðru sæti voru ítalirnir Garr- ozzo, sem 10 sinnum hefur verið í heimsmeistaraliði í sveitakeppni, og Mayer meö 26.630 stig. 3. vom svo ítalirnir Saulino og Zanasi með 26.561, 4. Bandaríkjamennirnir Rubin og Westheimer 25.071 og 5. Kanadamennirnir Kehela og Murray með 25.017. — Alls kepptu 158 pör. í kvennaflokki sigruðu Banda- ríkjakonurnar Farrell og Johnson með 11.419 stigum, í 2. sæti voru Englendingar með 11.332 stig, og 3. Svíar með 11.147 stig. — HH Laxanet gerð upp- tæk við Ölfusárósa Leggja fýrir lax undir jbv/ yfirskini að verið sé 7 Flugvél Fragtflugs er enn með „stríðsmálningu“ eftir Bíafrasíríðið. Fragtflug hyggur á stöðugar ferðir utan með ferskfisk ? Flogið verður i stórum stil með fisk til Bretlands og meginlandsins 1 Fragtflug, íslenzka vöru- 4 flutningafyrirtækið, sem 4 stofnað var meðan á Bíafra- 4 stríðinu stóð er nú með það í 4 athugun að hefja stöðugar 4 flugferðir til meginlands Evr- 4 ópu og Bretlands frá Islandi með ferskfisk fyrir nýstofnað útflutningsfyrirtæki. Flugvél félagsins kom til landsins í gær fullhlaðin vör- um, rafmagnstækjum fyrir Bræð urna Ormsson og verður hún hér meðan verið er að' kanna með ferskfiskútflutninginn. Síöan verkefni Fragtflugs } í Nígeríu fyrir Rauða krossinn ^ lauk hefur félagiö haft ýmis t minni háttar verkefni í vöru- , flutningum erlendis. M. a. flaug * félagið fyrir Barnahjálp S.Þ. ) milli Genf og I.agos og með \ jarðarber á milli Belgíu og Sví- i þjóðar. — VJ ’ að veiða sild eða silung H Veiðiveröirnir í Árnessýslu, sem gæta vatnasvæða Ölfusár og Þjórsár, hafa tekið upp allmörg nei við Ölfusárósa að undanförnu, þar sem menn hafa reynt að leggja þau fyrir laxinn, þegar hann geng ur í ána. Net þessi hafa aðallega verið Iögð viö Hafnarskeið vestan við Ölfusárós, og það eru menn úr Þorlákshöfn, sem hafa stundað þessa iðju, stundum undir því yfir- skini að þeir væru að veiða sil- ung eöa jafnvel síld. Slíkt kemur þó út á eitt því landeigendur hafa bannaö alia veiði vestan við ósana. Einnig hefur borið dálítið á slíkum netalögnum við Eyrarbaklta, þar sem net hafa verið lögð við klappir, austan við ósana, en það svæðj er friðað. Að sögn Guðmundar Rafnars Valtýssonar veiðivarðar á Laugar- vatni, sem Vfsir ræddi við í morg- un, hefur fundizt lax í netunum, þegar þau hafa verið tekin upp, en netin eru flutt upp á Selfoss til geymslu hjá sýslumanni. Annars sagði Guðmundur að lítið bæri á veiðiþjófnaði á vatnasvæði ánna, hvergi heföi orðið vart við neinar meiri háttar tilraunir til slíks. Þar sem aöallega kæm; til kasta veiði- varða væri um að ræða misskilning sem stundum ætti sér stað um svæðaskiptingu, þegar nýir menn væru að byrja að veiða, en slíkt væri jafnan útkljáð f bróðerni. JH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.