Vísir - 09.07.1970, Blaðsíða 7
V l S IR . Fimmtudagur 9. júlí 1970.
cTMenningarmál
Þráinn Bertelsson skrifar um kvikmyndir:
Lif andi lí
Eddie Axberg og Gunnar Björnstrand í hlutverkum sínum í myndinni „Svona er lífid",
sem nú er veriS að sýna í Bæjarbíói.
(Hár har du ditt liv).
Stjórn. klipping og
myndataka: Jan Troell.
Handrit: Bengt Forslund
og Jan Troell.
Tónlist: Erik Nordgren.
Bæjarbíó.
Aðalleikendur: Eddi Ax-
berg, Gunnar Björn-
strand, Allan Edwall,
Ake Fridell, Per Osrars
son Ulf Palme, Ulla
Sjöblom, Max von
Sydow o. fL
J Svipinn er ekki hægt að
kvarta undan því, að ekki
sé nóg framboð á góðum kvik-
myndum. Nokkur kvikmynda-
hús í Reykjavík hafa sýnt frá-
bærar myndir aö undanförnu,
og nú hefur Bæjarbíó víst smit
azt, og sýnir „Svona er lífið“,
fræga mynd eftir Jan Troell.
Myndin gerist á árum fyrri
heimsstyrjaldar og er byggð á
sjálfsævisögulegum sagnabálki
Eyvind Johansons, „Romanen
om Olof“. Þar segir frá Olof,
fátækum pilti í Noröur-Svfþjóð,
sem fer að heiman tæpra fjórt-
án ára og vinnur ýmis störf og
kynnist ýmsu fólki.
Fyrst fær hann vinnu viö að
fleyta trjábolum eftir ám sið-
an fer hann í múrsteinagerð, og
þar næst í sögunarverksmiöju.
Vorið 1016 fær hann vinnu i
v kvikmyndahúsi, þar sem hann
bswjar á því að hengja upp aug-
lýsingar og selja kcramellur,
áður en hann er hækkaður í
tign og gerður að sýningar-
manni. Því næst ferðast hann
um landið og sýnir kvikmyndir,
og þegar hann kemur aftur úr
þeirri ferð er hann rekþm úr
starfi sínu í kvikmyndahúsinu
fyrir að útbýta sósíalískum
blöðum í vinnutímanum. Loks
fær hann starf hjá jámbrautar-
félagi þar sem hann ásamt
félaga sínum (Per Oscarsson)
reynir að stjórna starfsmanna-
samtök og koma af stað verk-
falli. að1 lokum er komið fram
í vetrarbyrjun 1918. Stríðinu
mikla er lokið, og Olof ákveður
að halda suður á bóginn.
1 myndinni úir og grúir af
persónum, litríkum persónum,
lifandi fólki, og vissulega er
það mikil skemmtun að fá aö
vera á ferð með Olof og kynn-
ast öllu þessu fólki. Myndin er
kvikmynd í orðsins beztu merk-
ingu, lifandi mynd, sem segir
skemmtilega sögu á ógleyman-
legan hátt.
Helzt minnir „Svona er lifið“
á kvikmyndaflokk þann, sem
Donskoi gerði eftir sjálfsævi-
sögu Gorkís. Að vísu er stíll
þeirra Donskois og Troells ger-
ólíkur. en efniviðurinn er svipað
ur, en þótt mynd Troells sé
góð stenzt hún ekki samanburð
við afrek Donskois enda gera
það sennilega fáar myndir.
Engu að síður er myndin frá-
bær. Hún er stórkostlega vel
leikin. Margir beztu leikarar
Svía koma fram í henni 'og taka
á honum stóra sínum. Einna eft-
irminnilegastir eru Allan Ed-
wall sem leikur einn af timb-
urfleytingamönnunum, Áke
Fridell, sem ferðast um meö
Olof og sýnir kvikmyndir, Ulf
Palme, sem vinnur í sögunar-
verksmióju, Ulla Sjöblom, sem
tekur að sér vissan hluta af
uppeldi Olofs og Per Oscars-
son, starfsmaður Olofs við járn
brautirnar er blátt áfram stór-
kostlegur.
„Svona er Iífið“ er fyrsta
stóra viðfangsefni .Tan Troells,
og honum tekst að sanna að
hann hefur mikla hæfileilca á
sviði kvikmyndagerðar. Hann
stjórnar myndinni, annast kvik-
myndatöku og klippingu og skrif
ar handritið ásamt Bengt Fors-
Iund, svo að það má með sanni
segja, að myndin sé hans verk.
Aftur á móti hefur hann verið
ákaflega heppinn í vali á efni-
við í þessa frumsmíð sína, þar
sem er ..Romanen ont 01of“,
svo aö kannski er fullsnemmt
að stilla honum upp við hlið-
ina á Bergman, sem er víst sú
mælistika sem allir sænskir
kvikmyndagerðarmenn hljóta að
miðast við.
„Ole dole, dof>f“ heitir næsta
mynd Troell og það er sann-
arlega spennandi að fá tækifæri
til að sjá hana, að maður tali
nú ekki um þá mynd, sem hann
vinnur að um þessar mundir,
en þaö er „Vesturfararnir‘‘ sem
er gerð eftir skáldsögu Mo-
bergs.
>að er sannarlega ómaksms
vert að bregða sér til Hafnar-
fjarðar til að sjá Eddie Axberg
í hlutverki Olofs í þessari
mynd, sem er svo skemmtileg,
að maður næstum tekur eldti
eftir, að hún er næstum þw'
tveir og hálfur klukkutfmi á
lengd.
Vissulega á Bæjarbíó þafckir
skildar fyrir að sýna þessa
mynd, en skynsamlegt væri að
reyna að auglýsa hana aðeins
betur enda veitir víst ekki af
á þessum árstíma.
Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
Eftir byltinguna
Kristinn Ernarsson:
Imatra. Ljóð. 47 bls.
Óiafur Haukur Símonarson:
Unglingamir í eldofninum.
Ljóð 1968—’69. Án bls-tals.
Ögmundur Helgason:
Fardagar. 51 bls.
Helgafell Reykjavfk 1970.
TTvað gerist nýtt í ljóðlist?
Hvaða nýmæla er að vænta
af ungum og hinum yngstu Ijóð-
skáldum? Að afstaðinni form-
byltingu ljóðagerðar kynslóð
„atómskálda" miðaldra og ráð-
settri, augljósu þvi gagngera
endurmati ljóðmáls og stíls sem
að svo komnu virðist helsti á-
vöxtur formbreytingarinnar, er
ekki óeölilegt að svo sé spurt.
>ví miður veitast fá svör af nýj
um ljóðabókum undanfarið. Og
svo er enn eins og vænta mátti
um þrjár Ijóðabækur eftir unga
höfunda, allt frumsmíðar, sem
Helgafell gaf út fyrir skemmstu
í tilefni af listahátíð í Reykjavík.
>að er að vísu augljóst mál að
festa er að komast á nýja ljóð-
reena „hefð“ í landi meðal 'hinna
yngstu höfunda meginfarveg al
mennra ljóðrænna tilhneyginga
um þessar mundir. Hið nýja í
fari þessara texta og höfunda er
einkum fuljkomið og eftirsjár-
laust fráhvarf þeirra frá hefð-
bundnum brag ljóðstafasetn-
ingu og rími. En nýfrjáls einfald
ur textí, náttúru- og tilfinninga
lýsing þeirra er efnislega næsta
venju- eða hefðbundin, ef svo
má taka til orða, sjálfhverf Ijóð
ræn tilfinningamál. Maður sakn
ar ematt í Ijóðum yngstu skáld
anna nýrra viðhorfa, viðfangs
viö tímann sem þau lifa í líking
við það sem nú er farið að tíðk
ast f skáldsögum.
J „athugasemdum um ritdóma“
í nýútkominni Samvinnu,
sem eru reyndar með því greind
arlegasta sem til þeirra mála
hefur verið lagt að undanförnu,
finnur Hörður Bergmann það að
ritdómum um Ijóðabækur nýrra
höfunda að undanfömu að þeir
„einkennist af velvild og kurt-
eisi en seg; fremur lítið um
hvað sé á ferðinni“ óskar eftir
„minni hátíðleika og kurteisi og
færri fyrirvörum", en reynt sé
í staðinn að „meta kost og löst“.
Vissulega er mikið til í þessum
athugasemdum Harðar. En á
það er aö líta á móti að nýljóð-
rænn texti af þessu tagi er
venjulega fjarska óáleitinn þó
að sönnu sé misjafnlega smekk
lega með slíkt efni farið. Les-
andi situr yfir bókinni lætur sér
fátt um finnast, en sitthvað er
þó sem kemur vel við hann sem
hann les, og ekkert verður til
að angra hann eða áreita bein-
línis. Hvað skal segja? Oft og
einatt er ekki margt að segja
nema þetta sama, að hér sé enn
ein bók sem lýsi öldungis óráðn
um óljósum ljóðrænum hæfi-
leik. Lofi svo sem litlu en loki
heldur engum leiðum fyrir höf-
undi sínum. Er þetta „kostur“
eða „Iöstur“ á ungum höfundi,
nýrri bók? Svo sem hvorugt held
ég — og hætt við að umsagnir
verði eftir þvi, svo meinlausir
sem ritdómendur eru.
T Tnglingarnir í eldofninum,
bók Ólafs Hauks Símonar-
sonar, setur líkast til markið
hæst þeirra þriggja sem hér um
ræðir. >að er reyndar rétt að
taka þaö fram strax að engin
ástæða er til að draga þessar
bækur í einn dilk nema sú að
þær koma allar út í senn, auð-
kenndar listahátíð. Og allar eiga
þær það reyndar sammerkt með
miklum fjölda æskuljóða að eng
in þeirra lætur neitt ákveðið
uppi úm erindi sín út á meðal
annarra ljóða, þetta eru Ijóð-
rænar tilraunir, fyrstu athuganir
óráðinnar skáldgáfu. Að þessu
leyti að minnsta kosti geta þær
virzt dæmigerðar um almennt
ástand hinnar yrígstu lióðagerð
ar um þessar mundir. En Ólafur
Haukur færist sem sagt einna
mest í fang — og virðist reynd
ar líka sjálfsagt þess vegna mis
takast sin fyrirætlun til einna
mestrar hlítar. Unglingarnir i
eldofninum er fborið mælsku-
verk, samfelldur flokkur 38
Ijóða og skiptist í tvo hluta.
Andlit og Raddir. >að er að sjá
sem höfundur hafi lesið Goðsögu
Seferis líkast til • þýðingu Sig-
urðar A. Magnússonar sem út
kom fyrir nokkrum árum, og
hafi meira en spurnir af The
Waste Land og Eliot. Hannes
Sigfússon hefur hann lesið og
Stein Steinar og Matthías Jo-
hannessen líkast til lfka hvað
sem öðrum líður. Alltént rifjast
þessi nöfn og fleiri til upp við
lestur þessara sundurleita
„myndríka" texta sem því mið-
ur lætur fátt armað eftir af sjátf
um sér. >að er síöur en svo last
um ungan höfund að verk hans
beri með sér áhrif af öðrum
skáldskap og Ólafur Haukur hef
ur augljóslega lesið mikið af
kappi og áhuga — þó að svo
komnu sé ósýnt til hvers honum
nýtist lærdómur annars en í-
burðar máls og efnis. En k^ppið
og viljinn, skáldskaparáhuginn
geta dregið mann langt ef vel
lætur. >að vantar ekki Ólaf
Hauk Símonarson. Og hann yrk-
ir að minnsta kosti ekki eftir
sömu bók og hinir.
jpardagar eftir Ögmund Helga-
son sver sig hins vegar
glöggt í ætt þeirrar „nýljóðrænu
hefðar" sem vikið var að hér á
undan. Texti af því tagi er ein-
att því betri því einfaldari sem
hann er enda viðleitni hans ein-
att að koma orðum upp á nýtt
að sjálfsögðum hlutum. >aö er
aftur á móti einkennilegt fyrir
mikið af slíkum skáldskap hve
torveldlega honum gengur að
láta uppi skoöanir með áhuga-
verðum hætti,- — en kannski
stafar það einmitt af því að hin
ar algengu sjálfsögðu,, virðingar
verðu skoðanir slíkra texta
þurfi við kveikju persónulegrar
reynslu til að. lifna í skáld-
skap. >essar almennu athuga-
semdir þykja mér eiga við síð-
asta kafiann í bók Ögmundar
þar sem hann prófar að yrkja
út af heimsmálum. ósköp al-
mennum oröum að vísu, f þá
veru að hart sé i heimi. Annað
almennt einkenni „nýfrjálsra"
Ijóða og höfunda er hve náttúru
lýsing virðist þetm nærtæk,
náttúrulegur miöill Ijóðrænna til
finningamála. Svo er og um Ög-
mund Helgason og þáttur sem
nefnist einu na'fni Glettur, níu
ofur-einfaldlega ljóðrænar smá-
myndir. þykir mér með því
skemmtilegasta í bök hans i öíiu
sína 'iátleysi.
Tmatra nefnist bók Kristins Eln
arssonar, hvað sem það nafn
skyidi merkja. >etta er fjarska
þtrrrleg bók við fyrstu sýn, kann
að Þykja daufgerð — en segja
mætti mér að af þeim þremenn
ingum sé Kristinn kominn Jengst
á leið til skáldskapar. „En ætti
hann að leggja fram skilrikin
kom á hann hik?“ >essi skoðun
á skáldskap Kristins Einarsson-
ar er sem sé fremur tilkomin
af almennum áhrifum af bók
hans, orðfær og hugsunarhætti
ijóðanna fremur en einstökom
ljóðum eða snillibrögðum máls
og stíis. Höfundur virðist að
minnsta kosti vera að reyna að
koma orðum að raunverulegri
reynsiu, án sérstakrar þátttöku
f almennri ljóðrænni tilfinninga
semi, og þótt greina megi áhrif
annarra höfunda í textanum, Sig
fúsar Daðasonar, Þorsteins frá
Hamri, eru þau þessleg að höf-
undur sé að hagnýta þau til
eigin nota, koma einhverju þvf
fram sem fyrir sjálfum honurn
vaki. Þetta finnst mér einkum
eigi við fyrsta hluta bókarinn-
ar af fjórum. Ég er staddur hér,
en einnig hin þurrlegu ástaljóð
síðasta hlutans. Vina mín, sem
reynast einkennileg hugtæk ef
að þeim er gáð. Og þar í milli
tekst Kristni töluvert eftirtekt
arverður heimsósómi. Erfðajátn
ing f Hátíðarijóðum. Allt á litið
sýnist mér hann höfundur sem
lfklegur sé til orða á næstunni
markverðari ljóðrænni texta en
enn er orðið. og Imatra bók sem
þoli að aftur sé í hana litið. En
til að forða misskilningi er vert
að taka það alveg skýrt fram
að þessi skoðun felur í sér eng-
in ámæli um Ijóð þeirra Ögmund
ar Helgasonar eða Ólafs Hauks
Sfmonaesonar, seia eins og
margir aðrir geta átt eftir að
koma til að loknum þeim bið-
fcána sem nti er augljós í ungri
ísfenakti Jjóöagerð.