Vísir - 09.07.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 09.07.1970, Blaðsíða 8
s VISIR . Fimmtudagur 9. julí 1970. wmrm Útsefan ii: Reykjaprent hf. j Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson \\ Ritstjóri- Jónas Kristjánsson II Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson \ Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson / Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 \ Afgreiösla: Bröttugötu 3b Sími 11660 f Ritstjóri: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) ) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuöi innanlands í . 1 lausasölu kr. 10.00 eintakiö ) Prentsmiöja Vísis — Edda hf.___________________ ( .. IUHMII.MB———MB—MgMM— ) Nóga atvinnu er að fá ]\orðurlandaþjóðirnar eru taldar hafa einna minnst ) atvinnuleysi allra þjóða. í Finnlandi er atvinnuleysið ) 2,7% af mannaflanum, í Svíþjóð 2,2%, í Danmörku \ l, 5% og í Noregi 1%. Þessar tölur eru svo lágar, að ( þær eru meira að segja taldar bera vitni um, að í ( þessum löndum sé meiri eftirspurn eftir vinnuafli en / framboð. Og íslendingar vita, að Svíar þurfa að ) flytja inn mikið vinnuafl. Eitt Norðurlandanna gerir ) þó betur en framangreind lönd. Það er ísland, sem ) hefur innan við 1% skráð atvinnuíeysi. ) Síðustu tvo mánuði hafa aðeins um 700 manns ver- ) ið atvinnulausir á íslandi, samkvæmt skráningu, þrátt ( fyrir mikla innrás skólafólks á vinnumarkaðinn. Það ( er talið, að allt að 8000 skólanemar komi á vinnu- / markaðinn á hverju vori. Þar af virðast í þetta sinn / aðeins tæplega 300 ekki hafa fengið vinnu, sem þeim ) þykir boðleg. Hvarvetna annars staðar í heiminum ) þætti það kraftaverk að finná sumarvinnu fyrir hóp, ( sem nemur 10% af heildarmannafla þjóðarinnar. ( Að skólafólki frátöldu eru rúmlega 400 manns ,d skráðir atvinnulausir á öllu landinu. Margt af því fólki / ætti ekki að vera á skrá, ef hún væri í lagi. Það eru ) m. a. giftar konur, sem hafa aðra fyrirvinnu. Það eru ) öryrkjar og sjúklingar, sem ættu fremur að njóta \ meiri stuðnings tryggingakerfisins. Og svo eru alltaf ( einhverjir, sem ekki geta unnið vegna persónulegra (' vandamála sinna eða vilja alls ekki vinna. Þar er um - að ræða félagsleg vandamál en ekki atvinnuleg. ) Atvinnuleysisskráin er þannig belgd út af fólki, sem ) vissulega þarf á aðstoð að halda, en á ekki heima á ) atvinnuleysisskrá sem slíkri. Hinir raunverulegu at- ( vinnuleysingjar eru ef til vill um 100. Og þar á móti ( kemur, að lausar stöður í þjóðfélaginu eru miklu ( fleiri. Það er alkunnugt, að atvinnulausum skólapilt- : um hefur verið boðin vinna á fiskiskipum, en þeir } hafnað því. Erfiðleikar á að manna báta fara vax- j andi, cg tcgarar komast oft ekki út á réttum tíma l( vegna mannaskoi'tr. f er einnig sí og æ verið \ að auglýsa laus störf. ( Þótt hin gallaða atvinnuleysisskrá sýni 700 vinnu- ( lausa og þótt hinir raunverulega atvinnulausu séu ( um 100, er ekki hægt að tala um a.tvinnuleysi á ís- ) landi, því að lausar stöður í þjóðfélaginu skipta ) jafnvel hundruðum, þótt ekki sé miðað við annað ) en vinnuaflsskortinn á fiskiskipunum og í fisk- ( vinnslustöðvunum. Það ríkir því umframeftirspurn ( eftir vinnuafli hér á landi en ekki atvinnuleysi. ( Þessi góði árangur stafar að töluverðu leyti af vel- / gengninni í atvinnulífinu að undanförnu, og vel- ) gengnin stafar af síðustu gengislækkun og öðrum ) skynsamlegum ráðstöfunum stjórnvalda í kjölfar ) hennar. Nú hefur verið samið um miklar launahækk- ( anir, sem munu bæta lífskjör þjóðarinnar verulega. ( Jafnframt vona allir, að þær veiki atvinnuvegina ekki / svo, að þeir dragi saman seglin, því að þá gæti at- ) vinnuleysi komið til sögunnar á nýjan leik. ) Er líf úti í geimnum? Mikilvægar athuganir á Mars árið 1973 — Uppgötvanir i Suðurskautslandinu — Lif við frumstæð skilyrði Könnun sólkerfisins mun auka þekkingu mannsins á stöðu hans í alheiminum. Mann- laust geimfar hefur ljós- myndað yfirborð mars, og fyrstu athuganirnar á sýnishornum af yfir- borðinu munu væntan- lega verða eftir þrjú ár. Þá mun Víkingsfar Bandaríkjamanna taka sýnishorn af yfirborði þessarar fjarlægu stjörnu. Lífsgátan mikla. Margar spurningar vakna ( tengslum viö þessar geimrann- sóknir. Flestar þeirra eru ekki nýjar af nálinni. Hvernig uröu stjörnurnar til? Tekur hvert sólkerfið við af ööru í geimnum? Verður unnt aö komast nær lausn gátunnar miklu um upp- haf lífs með rannsóknum á öðrum himinhnöttum? Er líf annars staöar í geimnum en á jöröu? Er það ef til vill algengt fyrirbæri? Mannkyniö hefur lengi drevmt um líf á öðrum hnöttum. Ef líf fyndist úti í geimnum, jafnvel þótt mjög frumstætt reyndist, mundi það valda bylt- ingu i afstöðu manna til tilver- unnar. Rétt er aö benda á, að slíkar byltingar hafa orðið í sögu mannkynsins áður fyrr. Koperníkus og Darvvin. Til dæmis varö Koperníkus gamli til þess að kollvarpa þeim hugmyndum manna, aö jörðin væri miöbik alheimsins. Með Darwin-byltingunni breyttust skoðanir mannsins um mikil- vægi hans. Viö reyndumst eftir allt saman vera komnir af lægri dýrategundum. Rannsóknir á mólekúlum hafa síðustu ár þok aö manninum skrefi lengra í skilningi á hinu sameiginlega meö öllum lífverum. Á sama hátt mundi uppgötv- un lífs annars staðar umbylta lífsskoðun manna, en reyndar alls ekkert meira en framan- greindar „byltingar" gerðu á sínum tíma. Mars líklegust til lífs. 1 rannsókninni á reikistjörn- unni Mars mun leitað að lífi eða ummerkjum um lif i fymd- inni. Mikill undirbúningur er hafinn fyrir feröina til Mars. Fullkomin tæki eru gerö til rannsóknanna. Reynt er að kom ast að þvf, hvaða efni eiga upp- runa sinn í lífverum. í því skyni eru rannsóknir á steinum, sem eru allt aö 3400 milljón ára. Mars er líklegust til að geyma líf eöa ummerki um líf af „Ég mundi segja frá þessu, ef allir þekktu mig ekki sem brandarakarl“. stjörnum sólkerfis okkar, aö undanskilinni jöröinni sjálfri. Nú eru geröar athuganir á fram vindu lífs í umhverfi sem svip- ar til umhverfis á Mars. Þar hefur ýmislegt komið í ljós. Menjar á Suðurskauts- landinu. Leiðangrar til Suðurskauts- landsins hafa fært upplýsingar um lff f loftslagi, sem svipar um margt til loftslags á yfir- borði Mars. Ekki aðeins er hita- stigið svipað, þar er einnig sams konar skortur á vatni til framvindu lífs. í mörgum jarð- llllllllllll M) Umsjön: Haukur Helgason vegssýnishornum frá Suður- skautslandinu hafa fundizt gerl ar, sveppir og slý. Þá fannst og kolefni, sem reyndust leifar af lífi fyrir milljónum ára, þegar heitara var á þessum slóöum. Með þessum rannsöknum er unnið að því að fullkomna tæk- in, sem sfðar verða notuð á Mars. Síðustu framfarir á þessu sviði hafa gert kleift að greina þau efni flest, sem telja má mikilvæg lífi. Samvinna stórvelda um geimstöð? Deilurnar um fjárveitingar til geimvísinda hafa nú enn harðn- að í Bandarikjunum eftir hina vafasömu för Apollo 13. Fer nú fram endurskoðun á áætlun- inni, og næstu tunglferð hefur verið frestað. Jafnvel hefur þeim hugmyndum vaxið fylgi, að betra værj að hætta við stöðug- ar feröir til tunglsins og búa frekar í haginn fyrir framtfð- ina með öðrum hætti, svo sem stöð úti f geimnum. Það mun vera ætlun Sovétmanna að koma slíkri stöð á braut innan tíðar. Margir hafa lagt til, að reynt yrði að hafa samvinnu milli stórveldanna um slfka geimstöð, þar sem þekking þeirra beggja væri samtvinnuð. Hinum hægfara vex fyigi- Oft er sagt, að mikill hama- gangur við geimferðir, sem að miklu leyti séu farnar f „aug- lýsingaskyni", sé framvindu geimrannsókna ekki til þrifa. Aðstæður hafa breytzt 1 kapp hlaupi stórveldanna. Bandaríkja menn hafa orðiö fyrstir til tunglsins og aukið orðstfr sinn með þvf afreki. Þeim vex nú fylgi, einkum f herbúðum Nix- ons forseta, sem vilja minnka kappið og hægja ferðina. Ferð mannlauss geimfars til Mars er enn ráðin árið 1973, og virðist hún siður umdeild en endalaus röð tunglferða, sem ráðgerðar voru.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.