Vísir - 05.08.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 05.08.1970, Blaðsíða 1
MÝVATNSMÁLIÐ TEKIÐ FYRIR Á FÖSTUDAG • Mál það, sem landeigendur við Mývatn hafa höfðað gegn rik- inu (Kfsiliðjunni) verður tekið fyr- | ir á Húsavik föstudaginn 7. þ.m. Eru þetta undirbúningsréttarhöld I og óvist hve lengi þau standa. Leit skakkt á klukkuna varð eldsins var Ungur bóndi bjargar fjölskyldu sinni úr eldsvoBa i morgun Ungur bóndi bjargaði f jölskyldu sinni og þrem ungum börnum, eins til f jögurra ára, ásamt móð urbróður eiginkonu sinn ar, úr eldi, sem komið hafði upp í ibúð móður- bróðurins að Skeggja- brekku, sem er 2—3 kíló metra frá Ólafsfirði. Bóndinn, sem heitir Sigurður Jóhannsson vaknaði óvenju snemma, fannst klukkan vera að verða 6, en þá var hún reynd- ar 5 að morgni. Ætlaðj hann að gegna verkum í fjósi, en upp- götvaði þá að harin var full snemma á ferli og ætlaði að leggja sig aftur. Fann hann þá megna reykjarlykt að sögn hús- freyjunnar á Skeggjabrekku, sem við ræddum við í morgun, en hún var þá með börn sín á bæ í grenndinni. Sigurður vaxti konu sína og börn strax og hann varð eldsins var svo og Tryggva Jónsson, en eldurmn virtist hafa komið upp í næsta herbergi við Tryggva. Lygnt veður og gott var i morgun við Ólafsfjörð og fljót- lega dreif að margmenni af ná- grannabæjum og slökkvilið Ól- af sf jarðar kom á vettvang. Gekk vel að bera muni út úr bænum og tókst að ráða niðurlögum eldsins, áður en hann ynni veru- leg spjöll á íbúðarhúsnæði ungu hjónanna. en í fbúð Tryggva Jónssonar eyðilagðist flest, ef ekki allt. Innbú mun hafa yerið tryggt. - JBP Málið var síðast tekiö fyrir fyrri hluta jiSHmánaöar, en þá gagn- stefndi ríkrð öílum bændum ^ svæðinu til þess að þola dóm tif beinnar viöurkenningar á eignar- rétti rfkisins að botni og botn-, verðmætum vatnsins. Höfðu bænd ur krafizt þess að rfkið viöurkenndi eignarrétt þeirra aö vatnsbotnin- um, en ekki er ágreiningur um veiðirétt jarðanna. Mál þefcta er með umfangsmestu málum, sem hér hafa komiö fyrir rétt og engin hliðstæða er til um slfk máH faér-, lendis. Lögmaður Mývetninga, Páll S. Pálsson, hefur nú sent orðsend ingu til allra landeigenda við veiði vötn á íslandi, þar sem hann óskaf eftir upplýsingum um eignar- og af notarétt að vötnum. Lögmaöur rík irts er Sigurður ÓMsson. — ÞSj ATVR tekur komnari vélar I full- . «•¦ £i> notkun — ; nýja brugghúsinu eru vélar sem fylla á 1200 flöskur á klst. • Hinar nýju vélar sem ÁTVR hefur tekið í notkun í hinu nýja húsnæði sinu i Hraunbæ eru mjög afkastamlklar. Þær fyllá 1200 flöskur á klukkutírna og ætti það aö geta haft undan þyrstum íslend- ingum. Jón Kjartansson forstjóri Áfeng- is- og tóbaksverzlunar ríkisins tjáði Vísi í morgun að núna flytti öll starfsemi ÁTVR þangað upp eftir i nýja húsnæðið, að undanskildum skrifstofum stofnunarinnar. Það er sannarlega kominn timi til að ÁTVR fái nýtt húsnæði, sagði Jón. „Gamla brugghúsið, Ný borg, var upphaflega byggt fyrir upphaf fyrri heimsstyrjaldar og i Gjaldkerinn lét handtaka ávísana- þjófana Arvekni gjaldkeranna í Sam- vinnubankanum leiddi til handtöku tveggla pilta,' 15 ára, sem ætluðu að leysa út stolna ávisun i bank- anum i gær. Höfðu bankarnir verið varaðir við því, - að ávísun að upphæð 2380,00 kr. hafði verið stolið úr Keflavík, og áttaði gjaldkerinn í Samvinnubankanum sig strax á því, þegar honum var framseld á- vísunin, að þama var stolna ávís- unin á ferð. Lét hann gera lögregl- unni viðvart, sem kom á staðinn og handtók piltana, en þeir voru báðir úr Keflavik. — GP fyrstunni notað sem geymsla. ÁTVR fékk húsið til sinna þanfa árið 1923, en þangað til hafði starf- semi fyrirtækisins verið viða — ' sundruð út um allan bæ. Til dæmis' var Wuti starfseminnar i kjallara Reykjavíkurapóteks og annar i Brydekjallara að Vesturgötu 2." Jón sagði að nú væri þvi sann- arlega kominn tími til að komast i nýtt hús og þá væri einnig hægt að auka starfsemina eitthvað. „Við .stefnum nú að því að flytja vínið inn í stærri belgjum eða ámum", sagði Jón, „og ætlum þá auðvitað að tappa því á flöskur hér". Og hvað með íslenzka bláberja- vínið? „Jú, það mál er I athugun, verð- ur ef til vill farið af stað með eitt- hvað í haust. Málið hefur að visu ekki verið rannsakað nema fjár- hagshlið þess, en hún er lika í lagi". — GG Vikublöðin rækta upp hégómann Sjá fjölskyldusiðu bls. 13 Krefst ómerkingar á allri málsmeðferð — ákvebio ab áfrýja Laxárvirkjunarmálinu til Hæstaréttar • „ViS krefjumst ómerklngar á allri málsmeðferð. Skipaður setudómari i málinu (setufógeti) hefur engan lagalegan rétt til að skipa meðdóméndur. Með þvi aö skipa tvo verkfræðlnga sem með- dómendur teljum við að hann hafi afhent verkfræðingastéttinni dóms vald f málinu án lagalegrar heim- ildar." — sagði lögfræðingur Laxárbænda, Sigurður Gizurarson, er blaðið hafði samband við hann í morgun. Sem kunnugt er var dómur í Lax- árvirkjunarmálinu kveðinn upp í gær og var synjað um framgang lögbannsgerðarinnar. Sigurður sagði að ákveðið væri að áfrýja málinu til Hæstaréttar. „Hvergj er til heimild í lögum fyrir því að setufógeti geti skipað meðdómend- ur. Verkfræðilega hliöin á þessu máli er aðeins einn þáttur hennar. Spurningin um tjónið er fyrst og fremst búnaðarfræðilegs og nátt- úrufræðilegs eðlis og því mjög ó- eðlilegt aö meiri hluti dómsins sé skipaður af verkfræðingum," sagði Sigurður ennfremur. — ÞS Og nú fer aftur oð hlýna • Borgarbúar vöknuðu upp i morgunsárið við sólskin og bliðviðri. Strax fyrir kl. 8 var fólk farið að tinast i sundlaug ar og sólböð, enda hitinn 12 stig og sást varla ský á himni. Og það er allt útlit fyrir að við íáum að njóta veðurblíðunnar i nokkra daga, samkvæmt veð- urspám. Knúlur Knútsson, veð- urfræöingur tjáöi blaðinu í morgun, að spáin fyrir næstu daga væri góð um allt land. Léttskýjað veður hér sunnan- lands og gott veður annars stað ar á landinu, en dálítiö skýjað á Norðausturlandi. —ÞS J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.