Vísir - 15.08.1970, Blaðsíða 2
Kemst ekki á blað
25 ára gamall japanskur stúd-
ent, Shoigi Nakajima synti á laug
ardaginn frá Frakklandi til Dov-
er á Englandi. Hann varö fyrst
ur allra Japana til aö synda yfir
Ermiansund, en hin alþjóölega
Ermarsundsnefnd sagöi þegar
staö að nafn Nakajima .myndi
ekki verða fest á skýrslur yfir
þá er synt hafa yfir sundið, þar
eð hann synti í gúmsamfestingi
ODDODDDDDD
Tízkan austan múrs
Lucia Knoechel tizkuráögjafi
hinnar rfldsreknu austur-þýzku
tízfcustofnunar tflkynnti nýlega
að austur-þýzk kvenklæöi yröu
með tvennum hætti 1970—1971.
Verða bæöi saumuð föt eftir
stmttri tízlku og sföri. Stutta tlzk
an í Auetnr-IÞýzíkBlandi er þó ekki
alveg jafnspennandi og hér vest
aa viö múrinn, því þar kallast
það stutt tízka, ef pilsfaldurinn
nær rétt niöur fyrir hné. Sföu
kjólamir veröa meö faldinn um
4 þumhmgum neðar, en hann fær
heldtrr ekki að fara neðar. Sagð:
Lucia að þaö væri staðreynd aö
konur 1 Austar ÞýzJkalandi ættu
ekki erindi í ökklasíð föt — „líf
okkar kvenna er þannig aö það
hindrar aðeins hreyfingar þeirra"
sagöi Lucia. Þá sagði „Ungur
heimur" málgagn ungkommún-
ista þar eystra, að fáránleg hár-
greiðsla og andlitsförðun ættu
ekki erindi inn í sósíalísk lönd.
„Persónuleiki ungs sósialista
kemur i ljós með framkomu
hans, miennbun og gáifum, en ekká
málningu eöa fötum t okkar riki
veikamanna og bænda."
DODDDDDDDD
Hjólar umhverfis jörðina
Ungur Indverji er nú staddur
í aöaistöðvum Sameinuðu þjóð-
anna 1 New York eftir að hafa
hjólað kringum hálfan hnöttinn
með skilti á bakinu sem á stend
ur: „Viö skulum tilheyra mann-
kyninu."
Indverjinn heitir Regubbir
Singh og er 26 ára. Hann hefur
þegar hjólað 44.000 mílur gegn-
um 12 lönd á siðustu 22 mánuð-
um. Frá New York ætlar hann
að hjóla til Kanada og alla leið
noröur i Alaska. Síðan fer hann
aftur suður á bóginn til Mið- og
Suður-Ameriku. Er Singh bar að
aðalstöðvunum um daginn lagði
hann reiðhjóli sinu við hlið lfmó
sfna stjómarerindrekanna og
gekk á fund fastafulltrúa Ind-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum,
C. V. Narasimhan. Eftir að Singh
hefur hjólað um Ameriku ætlar
hann um Afriku, Evrópu og Aust
urlönd nær. Hann býst við að
komast heim einhvem tíma á ár-
inu 1973.
— snilldarleg ný uppfinning til varnar innbrotum
Hinir harðsvíruðustu innbrots-
þjófar munu án efa gráta fögr-
um tárum er þeir lesa eftirfar-
andi:
Siemens í Þýzkalandj hefur
fundið upp nýtt öryggiskerfi sem
tengt er við peningaskápa. Kerfi
þetta hefur verið þrautreynt og
endurbætt frá fyrstu gerð þess,
en fullbúið til notkunar var það
sent á markað í sumar.
öryggiskerfi þetta verkar
þannig, að um leið og þjófur tek-
ur til við að möndla eitthvað við
peningaskápinn: opna hann eftir
hefðbundnum aðferöum eða
spenna hurðina upp með rifjámi
þá hringir bjalla eða sími á nær
liggjandi lögreglustöð. Vitanlega
verður þjófurinn ekki var við
þvílíkt aðvömnarkerfi sem tengt
er skápnum og heldur því áfram
Menn verða að fara rétt á bak.
verki sínu unz handjámin
smeffla um úlmliði hans. EJlaust
á margur innbrotsþjófur eftir
að velta því fyrir sér á hörðum
bekkjum fangelsanna hvemig á
því geti staðið að lögreglan hafi
orðiö hans vön Hann sem skipu
Iagði þetta svo frábærlega!
Nú á dögum stendur fátt eitt*
fyrir reyndum innbrotsþjófum.
Hurðir, sem bodtaðar em aftur —
jafnvel steinsteypuveggir eða
stálþil verða að víkja fyrir hinum
margvíslegu verkfærum sem inn
brotsþjófi er mögulegt að bera
með sér á staðinn — en nú hefur
heldur en ekki harðnað á daln-
um hjá þeim „hugvitsmönnum"
sem kjósa að starfa i undirheim
unum.
Vamarkerfið nýja byggist upp
á rafeindamiðstöð sem sendir boð
Ailan ársins hring glymur I eyr
um okkar áróður frá þeim mönn
um sem hvað mestan áhuga hafa
á umferðaröryggi og akstri bif-
reiða um þjóðvegi — það er þvi
ekki úr vegi að birta hér nokkrar
myndir sem gætu hjálpað hjól-
reiðamönnum viö að skilja betur
íþrótt sina.
Myndimar em úr bók sem kom
út árið 1874 og var kennslubók
fyrir hjólreiðamenn („A Text-
book for Early Riders").
Gott er aö fá vin sinn til aöstoðar
Og ekki sakar aö hafa vegg
viö höndina.
Bezt af öllu ef einhvem
nennir að ýta á eftir.
Nauðsynlegt að kunna að
detta.
Æfingin skapar meistarann. Lífsnauðsyn aö kunna aö
fara af baki aftur.
um leið og einhver truflun verð-
ur, hvort sem um er að ræða inn
brot — vopnað rán eða hnupl.
Rafeindamiðstöðin getur verið
staðsett langt frá senditæki, en
frá senditækinu að móttakara
mega ekki vera meira en 30 metr
ar, en hægt er að lengja þessa
vegalengd með radiótækjum.
Rafeindamiðstöðin starfar þann
ig að hún sendir frá sér innrauðan
geisla sem ekki er sjáanlegur ber
um augum, og ef geisli þessi er
brotinn — með því að maður
eða hlutur fer fyrir hann — er
gefið hættumerki, en geisli þessi
er svo snilidarlega „útspekúler-
aður“ aö hann gefur ekki merki
ef hann er brotinn á „löglegan"
hátt.
Á að gefa konum „pilluna“ með kaffinu á vinnustað? Slík ráð-
stöfun var fyrirhuguð í enskri verksmiðju, en konumar vildu
ekki ókeypis getnaðarvörn frá vinnuveitandanum.
Verksmiðjuforstjóri í
Englandi vildi bjóða
starfsstúlkum sínum
„pilluna' ókeypis
— jbær afþökkuðu móðgaðar
Kvenkyns forstjóri einn viö
brezka verksmiðju vill nú gefa
rúmlega 100 konum sem hjá hon
um vinna ókeypis getnaðarvam-
arpillur. Stjórnamefnd sú í Bret
landi sem sinnir fjölskylduáætl-
unum styður eindregið þessa hug
mynd forstjórans, en hins vegar
em konurnar er hjá verksmiðj-
unni vinna á móti þessu. Þær
segjast ekki kæra sig um að
vinnuveitandinn blandi sér þann-
ig í einkalíf þeirra, og ein þeirra
sagði reyndar að „þettá væri ein-
um um of „kapitalískt".
Þaö er hanzkaverksmiðjan
„Tarantella‘• I Walsall, Eng-
landi sem hér um ræðir og segir
forstjóri hennar að sér finnist
þetta aðeins vel meint tilboð
til verkakvennanna. Forstjórinn
segist reikna með að ef verksmiðj
an gæfi öllum konunum 100 pill-
una, þá yröi kostnaður rétt um
1000 fsl. krónur á ári á hverja
konu. Hins vegar yrði það aðeins
góð verzlun af verksmiðjunnar *
hálfu, þar sem hún verður upp
haflega að leggja mikinn kostnað
vegna sérmenntunar starfsfólks-
ins, en síðan hætta margar
kvennanna störfum vegna þess
að þær verða ófrískar.
En stúlkumar segja af og frá.
Þær vilja sjálfar ákveða hvenær
þær verða bamshafandi og hvaða
meðul þær noti tdl þess að verða <
það ekki.