Vísir - 15.08.1970, Blaðsíða 13

Vísir - 15.08.1970, Blaðsíða 13
mm fSIR . Laugardagur 15,'ágúst 1970. sem ur nema á tíu ekki verð- ára fresti" — falað v/ð verzlunarstjóra um útsölurnar og sikkun pilsfaldsins jþað fer vfst ekki fram hjá neinum, aö útsölur standa yfSr þessa dagana. Það eru ýms ar ástæöur fyrir útsölunimi, en venjulega er ein helzta ástæðan sö að verið er að skipta um vör ur að eihhverju leyti og rýma fyrir nýjum. I þetta sinn er þessi ástæða nokkuð veigamikil og kemur þar til síkkun pils- faldsins. Alls staðar í heimin- um keppast nú verzlanir við að koma minitízkunni frá og til kaupenda áður en það verður um seinan. Öruggt má teljast að í haust verði midi og maxi- tízkan alisráðandi. Að vísu sækja kaupmenn er- lendis söluna af meira kappi. Þar er umsetningin meiri og breytingar örari en hér. Venju- lega má reikna með þvl að is- lenzkar konur séu einum til tveim árum á eftir að iaga sig eftir tízkubreytingum, þó er yngri kynslóðin undanskilin, þar sem hún tekur fljótar viö sér. Hér sem og erlendis gildir einn ig það, að alltaf er stór hópur kvenna, sem lætur síddina sig litlu varða og hefur kjólfaldinn um hnéð hvernig svo sem fald urinn hoppar upp eða niður samkvæmt fyrirskipunum tízku teiknara. Síddin um hné er allt- af sígild. J þetta sinn er breytingin á pilsfaldinum óvenjulega mik il og hefur sín áhrif á útsölum ar. Rúna Guðmundsdóttir f Par- ísartízkunni er ófeimin við að viðurkenna þaö. Hún segist hafa verið óvenjulega heppin með útsölur og ekki þurft að hafa nema tvær á þeim átta ár- um, sem verzlunin hefur verið starfrækt. En núna hefur stór breyting gerzt í tízkunni, „breyt ing, sem ekki gerist nema á 10 ára fresti og verðum við að taka því“, segir Rúna. „Núna þorðum við ekki annað en að lækka veröið og selja all- an okkar sumarfatnað vegna þess að við erum hræddar um aö fötin sfkki. • Á útsölunni eru nokkrir sumarkjólar í midi- og maxisíddinni, sem við settum þar upp á punt, en þeir ganga ekki út. Það virðist þvf, sem síða tízkan eigi ekki mikinn hljómgrunn hjá íslendingum." Þá segir Rúna, að breytingin á síddinni hafi vandamál í för með sér fyrir framleiðendur. Enn séu þeir hræddir um, að fólk taki ekki við síöu tízkunni, þó sé spáð, að unglingsstúlk- umar kjósi sér maxiföt fyrir veturinn en miditfzkan verði fvrir meðalaldursflokkinn. Og einhverja vísbendingu kann það að gefa, að ekkert hefur verið framleitt af stuttu tízkunni í allt sumar. /^eirharður Siggeirsson verzl- unarstjóri hjá Eros, sagði í viðtali við Fjölskyldusfðuna, að það sé þannig með þessi stuttu föt að enn sé ekki afráðið hvaða endalyktir verða með þau. — „Konur milli fimmtugs og sex- tugs kaupa hnésítt. Ég hef ekki trú á að tízkan fari alveg í hring á einu augnabliki. Fólk notar á- fram sfn föt og kaupir eitt- hvað með — jafnvel það stutta. Það er aöallega unglingafata- tízkan, sem tekur breytingum." Þó sagði Geirharður, að þau föt, sem komi eftirleiðis í verzlan- irnar verðj síðari. Þá sagöi hann einnig, að er- lendar kápuverksmiðjur séu með standardsfdd, það er aö segja sígilda sfdd, sem sé um hné. „Það er ákaflega lítil hreyfing á faldinum t.d. í Hol- landi. Langmestu breytingamar á fötum koma frá Englandi og Danmörku og er merkilegt hvaö jafnfastheldin þjóð og Englend- ingar hafa rokkað til með hlut- ina upp á síðkastið.“ — SB Útsölumar em með mesta móti nú vegna breytingarinnar á pilsfaldinum lþ' ekki átt neitt sameiginlegt með þeim hinum, sem fyrir voru, og að ekkert gott mundi geta af því leitt. „Ertu viss um að þú hafir ;ert handvegina nógu víða?“ „Já, mamma.“ „Það sagðirðu líka síðast, en hvernig fór ekki — þú varðst að taka saumana úr aftur.“ Jafnvel þessi hversdagslegu til svör veittu Elie öryggiskennd, sem hann hafði hvergi fundið áð- ur. Þvert á móti því sem frú Lange hélt, fann hann ekki til minnstu öfundar gagnvart Mich el. Ekki þjóðist hann heldur neitt vegna fátæktar sinnar. Hann ; hafði ekkj neina löngun til að : sitja í veitingastofu með einhverj | um kunningjum og þvaðra um einskisverða hluti. Ekki hafði : hann heldur neinn áhuga á að j ljósmynda nakið kvenfólk. Fyrir aðeins hálfum mánuði ! hefði hann ekki óskað sér neins ! fram yfir það sem hann hafði, ! að lifa lifinu óbreyttu, eins og þá virtist svo auðvelt. „Sækist yður vel viö verkefn- ið, monsjör Elie?“ „Jú, frú. Það gengur ekki ýkja ; hratt, því að ég er einmitt að fást ; við erfiðasta ,kaflann. Á morgun verð ég að fara í bókasafnið og i vinna að því þar.“ Öðru hverju varð hann að vinna að verkefnum sínum í bóka safni háskólans, finna þar heim- ildir, sem hann fékk ekki annars staðar. Hann kunni vel við andrúmsloftið þar líka, þar sem ljósið frá leslömpunum meö grænu hlífunum féll á borðin og fólkið, sem sat álútt og þögult við viðfangsefni sín. „Skvldi monsjör koma seint heim aftur?“ „Að þú skulir hafa áhyggjur af honum, mamma", sagði Louise og það var eitthvað í röddinni sem gerði að honum brá. „Móðir hans mundi gjarna vilja að ég liti til með honum.“ „Hann er orðinn tuttugu og tveggja." „Þó svo sé, er hann ekki ann- að en barn.“ „Það mætti halda það að undan fömu, að hann væri eina mann- eskjan, sem nokkru máli skipti." Var hún líka afbrýðisöm? Hún hafði talað af meiri áhuga en henn ar var vandi, og Elie vissi ekki. hvort hann átti að fagna því eöa hafa áhyggjur af því. „Þú skilur það einhvern dag- inn“, andvarpaði móöirin. Þar lauk samtalinu, því frú Lange hafðj lokið við að skræla kartöflurnar og þvo þær undir krananum áður en hún setti þær í súðupottinn. í tíu mínútur eða þar um bil voru þau ein f borðstofunni, Louise og Elie og unga stúlkan ■ II 19 var nú að næla kjólinn saman með títuprjónum. Hann sagði ekki orð. Hún ekki heldur. Þegar henni varð litið upp, greindi hann fremur fölt andlit- ið, mjúklega sveigðan hálsinn, ei- lítið lotnar heröamar og það var honum nóg. Hann hafði aldrei hugleitt hvemig hún kynni að líta út innan fata. Hpnum haföi aldnei komið þaö til hugar að karlmaður gæti þráð aö vefja hana örmum. „Áttu mikið eftir, Louise?“ „Eins og tíu mínútur, mamma.“ „Ég ætla að fara upp á loft. Þetta hefur verið erfiður dagur. Þú manst eftir að slökkva ljós- in?“ Frú Lange var ekkert hrædd viö að skilja dóttur sína eftir eina æeð Elie. „Góöa nótt.“ Stan var úti við- kennslu. Á kvöldin námu strætisvagnamir f íæstu götu ekki staðar nema á •'tundarfjórðungsfresti, maður gat reyrt marrið f hemlunum þegar heir hægðu á sér, gat gert sér þá hugarlund og farþegana sem oustu út á illa lýsta götuna. — Klukkan var orðin tíu þegar ouise vafði sniðnu kjólefninu saman og stakk því undir kassann yfir saumavélinni. Hún spurði hann öldungis eins og hún væri að tala við bróður sinn: „Ertu á Ieiðinni upp?“ „Já.. “ Það kom sjaldan fyrir að þau slökktu Ijósið og yrðu samferða ; út úr herbergjunum niðri. Hún ’ fór og slökkti ’líka ljósið f eldhús- inu eftir að hún haföi aögætt aö þar væri aillt eins og það átti að vera og hann beið eftir henni með bækur sfnar undir hendinm ,’ frammi á ganginum, þar sem enn logaði á marglitu ljósakrónunni, sem varpaöi rauðum, grænum, gulum og bláum bjarma á loftið uppi yfir. Hann lét hana ganga upp stig- ann á undan sér. Þegar hann kom að dyrunum á herberginu sínu, bauð hann henni góða nótt og . hvarf inn í kuldann og kom sér ; eins fljótt í rúmið og hann gat. Það var komið fram yfir miö- nætti, þegar Michel kom heim aftur og Elie var ekki sofnaður enn. Daginn eftir var komin rign- ing og það rigndi einnig næsta dag á eftir, og Ijósin loguðu allan daginn í gluggum sumra sþlu búðanna við aðalgötuna Síðari hluta dagsins var, Elr við störf í háskólanum. Ham ræddi lengi viö prófessorinn kennara sinn, heimsfrægan stærð : fræðing, og þeir ræddu mikilvæg atriði í útreikningum hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.